Tíminn - 08.12.1993, Page 7
Miðvikudagur 8. desember 1993
íþróttir Umsjón: Krístjón Grímsson
7
Visadeildin
Valur-Skallagr..90-80 (38-33)
llndast.-Njarðvík 76-88 (38-42)
Stoóan
A-riðill
ÍBK ......12 7 5 1171-1031 14
Snæfell ..12 5 7 977-1029 10
Skallagr. ...12 4 8 964-1006 8
Valur..... 12 3 9 1030-1163 6
ÍA .......11 2 9 887-1036 4
B-riðill
Njarðvík .13 12 1 1186-1018 24
Haukar ...12 8 4 1007-902 16
Grindavík .11 8 3 969-929 16
KR........ 11 6 5 1018-984 12
Tindastóll .12 4 8 891-1002 8
NBA-körfuboltinn
Utah Jazz-New York....103-96
Seattle-Washington ....103-96
Handknattleikur
Frakklandsmótið
Frakkland-fsland ...21-20 (11-8)
Sviþjóð-Rússland .......19-23
Bikarkeppni karla
16 lióa úrslit
Völsungur-Selfoss ......21-29
Selfoss mætir Aftureldingu í 8-
liða úrslitum.
Enska knattspyman
Arsenal-Tottenham.........1 -1
Oldham-Swindon ...........2-1
Sheff. Utd-Man. Utd.......0-3
Staðan
Newcastle ..18
Arsenal....19
Aston Villa 18
Norwich.... 17
QPR.......18
Liverpool ...17
WestHam .18
Everton ...18
Sheff. Wed. 18
Tottenham 19
Coventry... 18
Wimbledon 18
Ipswich...18
Oldham ....19
Man. City ..18
Sheff. UTD. 19
South......18
Chelsea....18
Swindon ....19
1 39-15 48
3 32-21 33
4 24-16 32
5 34-18 31
4 18-11 31
4 21-17 30
3 27-18 28
6 31-25 28
7 25-19 26
6 15-17 26
8 20-23 24
5 30-26 23
6 24-21 23
5 18-20 23
6 20-26 22
5 7 6 16-22 22
46 9 14-29 18
3 7 8 18-23 16
3 7 9 18-31 16
4 2 12 18-29 14
3 5 10 11-21 14
17 11 15-40 10
Skotfand
Dundee-Dundee Utd.......1-2
Raith-Aberdeen..........1-1
Man. UTD .19 15 3
Leeds ....18 9 6
Blackbum ..18 9 5
94
87
8 6
7 7
84
8 2
7 5
7 3
5 8
5 8
5 8
5 7
Evrópukeppni félagsliöa
3. umfero, seinni leikir
Salzburg-Sporting ...3-0 (3-2)
La Coruna-Frankfurt ..0-1 (0-2)
Boavista-OFI ........2-0 (6-1)
V.
J
r
KörfuknotHeikur
Visadeild
KR-Grindavík.........kl. 20
HandknatHeikur
1. deild kvenna
Armann-Stjaman.....kl. 18.00
Geir Sverrisson. Timamynd Árni Bjama
Geir Sverrisson íþróttamaóur
ársins 1993 úr roðum fatlaðra
fþróttasambcind fatlaðra valdi í gær Geir Sverris-
son íþróttamann ársins 1993 innan hreyfingarinn-
ar. Geir er 22 ára gamall og leggur stund á tölvun-
arfræði við Háskóla íslands. Geir hóf að stunda
hinar ýmsu íþróttagreinar, svo sem knattspymu,
sund, seglbrettasiglingar og frjálsar íþróttir, í
heimabæ sínum, Keflavík, ungur að ámm. Fötlun
Geirs er í því fólgin að við fæðingu vantaði hægri
handlegg hans neðan olnboga.
Geir hefur unnið til fjölda verðlauna í sundi, hér
innanlands sem utan, og hefur verið nánast ósigr-
andi í sinni grein, lOOm bringusundi, hvort sem
um hefur verið að ræða NM-mót, EM-mót, HM-
mót eða Ólympíumót fatlaðra. Geir setti m.a.
heimsmet í lOOm bringusundi á EM fatlaðra 1991
og synti vegalengdina á 1:19.20 mínútum og
stendur það óhaggað enn í dag. Á Ólympíumótinu
í Barcelona 1992 sigraði hann einnig í sinni grein
og setti nýtt ólympíumet, 1:19.48.
Eftir Ólympíumótið í fyrra hefur Geir eingöngu
helgað sig fijálsum íþróttum og æft af krafti undir
merkjum Glímufélagsins Ármanns. Geir keppti í
sumar með ófötluðum á Meistaramóti FRÍ og hafn-
aði í 2. sæti í 200 og 400m hlaupi og var ásamt
þeim frábæra árangri í sigursveit Ármanns í
4x1 OOm boðhlaupi. í Bikarkeppni FRÍ var Geir
einnig meðal þátttakanda og lenti í 2. sæti í 400m
hlaupi og var í sveit Ármanns er bar sigur úr být-
um í 4x1 OOm og 4xl000m boðhlaupi. f síðast-
nefnda hlaupinu hljóp Geir síðasta sprettinn og
tryggði Ármenningum sigur. Geir Sverrisson bætti
enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í sumar, og án
efa einni þeirri glæsilegustu, þegar hann var fyrstur
fatlaðra íslenskra íþróttamaxma valinn í boðhlaups-
sveit íslands í 4x400m hlaupi í Evrópubikarkeppni
landsliða, sem fór fram í Danmörku 12.-13. júlí.
Með vali Geirs í landslið ófatlaðra í fijálsum íþrótt-
um var brotið blað í sögu íþrótta fatlaðra á íslandi.
Geir sagði í samtali við Tímann í gær að hámarkið
á ferlinum væri þegar hann var valinn í landslið
ófatlaðra. .Núria legg ég mesta áherslu á að bæta
mig í 400m hlaupi og takmarkið er að hlaupa und-
ir núgildandi heimsmeti fatlaðra í greininni, sem er
49.78." Þess má geta að Geir hljóp þessa vegalengd
á innanfélagsmóti UMFA á 49.6, en tíminn fékkst á
handtímatöku.
íslenska
liéié hárs-
breidd frá
sigri
íslenska handknattleikslandslið-
ið í karlaflokki var hársbreidd
frá því að tryggja sér sigur gegn
Frökkum á Frakklandsmótinu,
sem fer fram í Strassborg. Loka-
tölur urðu 21-20 fyrir Frakka,
sem leiddu í hálfleik 11-8. Ár-
angur íslenska liðsins er góður
miðað við að hópurinn var að
stórum hluta skipað varamönn-
um. íslenska liðið spilaði vamar-
leikinn mjög framarlega, sem
heppnaðist mjög vel og á tíma-
bili í seinni hálfleik, þegar stutt
var til leiksloka, náðu íslending-
ar forystu 17-18, en Frakkar
höfðu sigur í lokin. Jón Krist-
jánsson skoraði 6/5 mörk, Valdi-
mar Grímsson 5, Gústaf Bjama-
son 5, Guðjón Árnason 3,
Gunnar Beinteinsson 2, Patrek-
ur Jóhannesson 1. Rússar unnu
Svía á sama móti, sem þýðir að
íslendingar leika við Svía í kvöld
um 3. sætið.
Guðni og
Jón þriðju ó
HM i kraft-
lyftingum
Guðni Sigurjónsson og Jón
Gunnarsson náðu mjög góðum
árangri á heimsmeistaramótinu í
kraftlyftingum, sem haldið var í
Svíþjóð um síðustu helgi, og
hlutu báðir bronsverðlaun í sín-
um flokkum.
Guðni keppti í 125 kg flokki og
munaði ekki miklu að hann
næði gullinu, en hann missti
stöngina í réttstöðulyftu í síð-
ustu umferðinni og þar með af
gullinu. Ef Guðna hefði tekist að
lyfta þeim 377.5 kg, sem á
stönginni voru, hefði íslands-
metið fallið, en heimsmetið er
10 kg meira.
Jón Gunnarsson keppti í 90 kg
flokki. Hann lyfti 335 kg í hné-
beygju og setti þar með íslands-
met. Þá lyfti Jón 182,5 kg í
bekkpressu og 310 kg í rétt-
stöðulyftu. Samanlagt lyfti Jón
827,5 kg, sem tryggði honum
þriðja sætið af 19 þátttakendum.
3ja stiga körfurnar skildu liöin ai
Valur sigra&i Skallagrím 90-80 í Visadeildinni
„Ég er ánægðastur með vamar-
leikinn, sem er að smella saman
hjá okkur loksins. Það er
ánægjulegt að vera búnir að
vinna tvo leiki í röð og þurfa
ekki að hugsa í bili um falldraug-
inn. Þetta er skemmtilegasti leik-
ur sem við höfum spilað, enda
stemning í hópnum mjög góð og
liðsheildin frábær," sagði Ragnar
Þór Jónsson, fyrirliði Vals, eftir
sigurleik á Skallagrími 90-80 í
Visadeildinni í gærkvöldi. Leik-
urinn fór fram að Hlíðarenda.
Staðan í hálfleik var 38-33 fyrir
Val.
Gæði körfuboltans voru ekki
mikil í þessum leik. Leikmenn
voru miklir klaufar upp við körf-
una, fjöldinn allur af sniðskotum
fór forgörðum og þá helst hjá
Skallagrímsmönnum. Annars
var jafmæði í byijun leiksins, en
góður kafli Vals um miðbik
hans, þar sem komu þrjár 3ja
stiga körfur í röð frá Ragnari Þór
og Booker. Þetta gaf þeim góða
forystu og leiddu þeir í hálfleik
38-33.
Skallagrímur byrjaði seinni
hálfleik af krafti, náði að jafna
fljótlega og
komast yfir 43-
44 með víta-
skotum Henn-
ings Hennings-
sonar.
Adam var þó
ekki lengi í Paradís. Gestgjafamir
byrjuðu þá að raða niður 3ja
stiga körfum og er óhætt að
segja að þær körfur hafi gert
gæfumuninn í þessum leik. Val-
ur náði mest 72-62 forystu þegar
5 mínútur voru eftir og það bil
gátu gestimir ekki brúað. Loka-
tölur 90-80 fyrir Val.
Ragnar Þór Jónsson, Bjarki
Guðmundsson og Franc Booker
voru bestir Valsmanna. Hjá
Skallagrími var Alexander Ermo-
linskíj bestur, ásamt Ara Gunn-
Tímama&ur leiksins:
Raqnar Þór Jónsson, Val
Stóð sig mjög vel baeSi í vörn sem sókn.
Aðall hans eru 3ja stiga körfurnar, en af 28
stigum í öllum leiknum komu 24 stig eftir
3ja stiga skot. Fróbær skytta.
arssyni.
Gatigur láksins: 3-0, 3-4, 6-8, 19-
10, 21-17, 27-19, 38-33— 38-
38, 43- 44, 57-49, 59-56, 65-62,
72-62, 77- 73, 82-76, 90-78.
Stig Vals (3ja
stiga körfur í
sviga): 28 (8),
Franc Booker
26 (4), Bjarki
Guðmundsson
12, Brynjar
Sigurðsson 10 (2), Bergur Emils-
son 3 (1), Guðni Hafsteinsson 3
(1), Björn Steffensen 2, Björn
Sigtryggsson 2, örvar Erlendsson
2.
Stig Skallagríms: Alexander
Ermolinskíj 25, Birgir Mikaels-
son 21 (2), Ari Gunnarsson 14,
Henning Henningsson 10 (1),
Gunnar Þorsteinsson 4, Grétar
Guðlaugsson 4, Sigurður Elvar
Þórólfsson 2.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og
Héðinn Gunnarsson. Góðir.
1. deildarliðin í 32ja-liða
úrslit bikarkeppninnar
Á 48. ársþingi KSÍ, sem haldið var um helgina, var samþykkt sú breyting
á Mjólkurbikarkeppninni að lið úr 1. deild koma inn í 32ja-liða úrslitin, í
stað 16-liða, og leika þá á útivelli ásamt þeim sex félögum, sem urðu efst í
2. deildinni eftir síðasta keppnistímabil. Liðin úr 1. og 2. deild dragast ekki
saman í 32ja-liða úrslitunum. Bikarúrslitaleikurinn verður sem áður í lok
ágúst eða byijun september, en tillaga um að bikarúrslitin iæri fram eftir
síðustu umferð 1. deildarinnar var felld.
Þá var samþykkt að þeir leikir, sem hafa úrslitaáhrif á hvaða lið geta orð-
ið meistarar eða fallið úr 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla, skuli
fara fram á sama tíma. Óheimilt verður að treysta á flug.
Þá var Eggert Magnússon endurkjörinn formaður KSÍ næstu tvö árin og
hlaut hann „rússneska' kosningu. Sama er segja um aðra stjómarmenn.
Gascoigne til Leeds?
Þær sögur ganga nú fjöllunum
hærra í knattspymuheiminum
að enski landsliðsmaðurinn Paul
Gascoigne sé á leið til Leeds Un-
ited í ensku úrvalsdeildinni, en
hann leikur nú með ítalska fé-
laginu Lazio. Leeds hefur sýnt
áhuga á að kaupa kappann, en
forráðamenn Lazio segja að
Gascoigne sé alls ekki á förum
frá félaginu. „Paul Gascoigne
verður ekki seldur frá félaginu,
sama hvað býðst í hann. Hann er
einfaldlega ekki til sölu," sagði
Enrico Bendoni, aðalfram-
kvæmdastjóri Lazio.