Tíminn - 21.12.1993, Qupperneq 11

Tíminn - 21.12.1993, Qupperneq 11
Þriðjudagur 21. desember 1993 límlnn 11 BÓKMENNTIR ÁRNI GUNNARSSON Pólitískar stUœfingar s tvarpsmaðurinn Stefán Jón Hafstein sendi í byijun vetrar frá sér sanna sögu um íslenskan utangarðsmann í New York. Titillinn „New York, New York' er tilvísun í gleðisöng- inn sem Sinatra gerði frægan og vinsælan, en er í þessu samhengi háðsk ádeila á eymdarlegar skuggahliðar stórborgarinnar. Einn helsti Akkillesarhæll bókar- innar er nálægð skrásetjarans sjálfs í sögunni. New York, New York fjallar um ungan íslenskan mann, sem fer féh'till til stórborgarinnar New York í leit að ævintýrum. Þessi saga er ekki jafn merkilegt viðfangsefni og hún hefði verið fyrir 100 árum síðan, á meðan landinn vair enn lítt sigldur og hér um bil hver sem er gat sent frá sér ferðasögu. Söguhetja bókarinnar, Kristinn Jón Guðmundsson, ræðst í þessa ferð á eigin forsendum. Hann hafnar algerlega hefðbundnu lífi smáborgarans og kýs að lifa innan um mellur, betlara, glæpamenn og eiturlyfjaneytendur. Kristinn gengur undir nafninu bankinn, vegna þess að mest allt, sem hami vinnur sér inn, lætur hann af hendi rakna til vina og kunningja meðal eiturlyfjaneytenda og róna, sem betla af honum stanslaust. Stefán Jón reynir að snúa sögu Kristins upp í rómantíska ádeilu á firringu stórborgarlífs og nútíma kapítalisma. Efnið er í sjálfu sér ágætt, en því miður týnist söguper- sónan oft á tíðum í tílþrifamiklum stílæfingum Stefáns Jóns. Stund- um fer jafnvel á milli mála hvor þeirra er aðalpersónan, Kristinn eða Stefán Jón, frá sjónarhóli hvors sé verið að lýsa stórborginni, mis- skiptingu auðsins og eymd mann- legs lífs í New York. Lýsingamar á Kristni Jóni Guð- mundssyni verka hvorki heil- steyptar né sannfærandi. Hann er nánst hafinn yfir gagnrýni. Bókin svarar alls ekki öllum spumingum sem hún vekur. Hvers vegna í ósköpunum kýs Kristinn að lifa lúsugur meðal róna og dópista í New York, halda við krakkmellur, láta betla af sér allt sem hann vinn- ur sér inn? Pólitísk lífsviðhorf og stflbrögð Stefáns Jóns Hafstein komast hins vegar ágætlega til skila. JÓN Þ. ÞÓR Tímabœr endurútgáfa Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar. Fyrsta bindi. Önnur útgáfa. Skuggsjá 1993. 292 bls. Fyrsta bindi Vestlendinga kom út í 1. útgáfu fyrir réttum fjórum áratugum og var á marg- an hátt tímamótaverk. Fram til þess tíma höfðu rannsóknir á sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld einkum beinst að sögu einstakra manna og atburða. Mikið hafði til að mynda verið fjallað um Jón Siginðsson og ævi hans, margir höfðu ritað um Fjölnismenn og ævi íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, sitt- hvað var til um Þjóðfundinn 1851, þjóðhátíðina 1874 og þannig mætti áfram telja. Rit Lúðvflcs Kristjánssonar um Vestlendinga markaði þáttaskil að því leyti, að þar var í fyrsta sinni gerð alvarleg rannsókn á sjálfstæðisbaráttu fólksins í land- inu sjálfu og ljósi varpað á þá staðreynd að baráttan fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar var háð víðar en í Kaupmannahöfn og á Al- þingi. Hér heima átti t.d. Jón Sig- urðsson stóran hóp dyggra stuðningsmanna, sem hann hélt stöðugu sambandi við og hvatti til dáða. Margir traustustu bréfa- vinir hans skipuðu forystusveit- ina innanlands til að vekja þjóð- ina og búa hana svo í stakk að hún gæti tekið þátt í baráttunni. Þetta starf bar ótrúlega mikinn og skjótan árangur og má víða sjá þess merki að allur almenningur fylgdist þegar um 1850 vel með því sem var að gerast. Er óvíst að skipuleg stjómmálabarátta hafi í annan tíma skilað jafn miklum og skjótum árangri. Vestlendingar bmgðust skjótt við er hræringa varð vart og í Vestfirðingafjórðungi átti sér stað stórmerkileg stjójrnmála- og menningarleg vakning, sem birt- ist m.a. í stofnun lestrarfélaga, „Bréflega félaginu' í Flatey, út- gáfu ársrita og síðar í pólitískum fundum. Það er þessi starfsemi og áhrif hennar sem er viðfangsefni Lúðvíks Kristjánssonar í ritverk- inu um Vestlendinga. í þessu fyrsta bindi segir hann forsöguna, kynnir til sögu flesta helstu for- Lúðvik Kristjánsson. LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON ystumenn þeirrar framfarahreyf- ingar, sem myndaðist á Vestur- landi um miðbik 19. aldar, og fjallar jafnframt um helstu menningar- og menntastofnanir og um útgáfustarfsemi. Öll er frá- sögnin byggð á traustri og ítar- legri rannsókn fmmheimilda og munu fæstar þeirra hafa verið kunnar fræðimönnum áður en Lúðvflc hóf að kanna þær. Þess var áður getið að ritverk- ið um Vestlendinga hafi markað tímamót í rannsókn á sögu sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. í raun er hér einnig um að ræða tíma- mótaverk í íslenskum sagnfræði- rannsóknum almennt. Eftir því sem ég veit best hafði enginn ís- lenskur fræðimaður áður reynt að kanna viðhorf og þátttöku al- mennings í landinu í samfélags- þróuninni og má því með mikl- um rétti h'ta á Vestlendinga sem eins konar undanfara „grasrótar- sagnfræðinnar', sem svo mjög hefur rutt sér til rúms á síðari ár- um. Fyrsta bindi Vestlendinga hefur lengi verið ófáanlegt með öllu og síðari bindin illfáanleg. Af þeim sökum hljóta áhugamenn um íslenska sögu 19. aldar að fagna þessari endurútgáfu. Rétt er þó að taka fram, að hér er ekki um endurprentun að ræða. Meg- inmál er að vísu óbreytt, ef und- an eru skildar örfáar leiðrétting- ar, en tilvitnunum hefur fjölgað að mun, auk þess sem þær eru ít- arlegri, myndefni hefur verið aukið og skrám fjölgað. Þessi endurútgáfa var löngu orðin tímabær, að henni er milcill fengur og enginn, sem lesa vill hreina og tæra íslensku, getur orðið fyrir vonbrigðum. Jólaalmanak SUF Eftirfarandi viningsnúmer hafa veriö dregin út: Vinninga ber aö vitja innan árs. 1. des. 4964 3563 2. des. 4743 1467 3. des. 1464 5509 4. des. 1217 3597 5. des. 13671363 6. des. 3983 1739 7. des. 3680 1064 8. des. 1225 5819 9. des. 2724 2019 10. des. 11. des. 12. des. 13. des. 14. des. 15. des. 16. des. 17. des 18. des . 2018 372 650 5508 . 5808 104 .2726 4705 .5087 3702 719 1937 2710 612 3262 4965 1109 649 19. des. 1527 5658 20. des. 887 730 Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins I sima 91-624480 FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ auglýsir lausar til umsóknar eftirgreindar stöður í vinnumáladeild ráðuneytisins: Stöðu deildarstjóra sem annast ýmis vinnumarkaösmál á vegum ráðuneytisins, sér um atvinnuleysisskráningu, vinnumiðlun og tengda starfsþætti. Stöðu deildarsérfræðings sem hefur umsjón með vinnu- miðlunarskyldum ráðuneytisins innan hins evrópska efnahagssvæðis og með þróun og rekstri tölvukerfa vegna vinnumálastarfs á vegum ráðuneytisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði, viðskiptafræði eða öðrum skyldum greinum. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fýrri störf sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir 7. janúar n.k. Félagsmálaráðuneytið, 20. desember 1993. LANDSPÍTALINN REYKLAUS VINNUSTAÐUR BÆKLUNARLÆKNINGADEILD Skrifstofustjóri Laus er til umsóknar á bæklunarlækningadeild Landspít- alans staða skrifstofustjóra (læknaritara). Starfið felst m.a. í starfsmannahaldi á skrifstofu, skjalavörslu, ýmiss konar gagnavinnslu auk almennra læknaritarastarfa. Jafnframt annast skrifstofustjóri vinnuskipulag og kennslu verðandi læknaritara. Öll gagnavinnsla fer fram í Windowsumhverfi og á netkerfi. Starfið er laust frá 1. febrúar 1994 og umsóknarfrestur er til 27. desember 1993. Umsóknir sendist Halldóri Jónssyni Jr., forstöðulækni, sem veitir einnig frekari upplýsingar. LYFLÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á hjartadeild Landspítalans, 14-E, sem er21 rúms deild. Starfsaðstaða er góð, svo og tækjakostur. Hjartadeild Landspítalans hefur um áraraðir verið leiðandi í hjúkrun hjartasjúklinga og er deildin þekkt fyrir styrka stjórn, gott skipulag og fag- leg vinnubrögð. { boði er einstaklingsbundin aðlögun í umsjá reynds hjúkrunarfræðings. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrunardeildar- stjóri, sími 601250 og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, sími 601000/601300. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspitalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á Islandi með starfsemi um land allt. Sem háskölasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meöferö sjúkra, fræöslu heilbrigöisstétta og fjölbreyttri rannsóknarstarfsemi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem viö störfum fyrir og meö, og leggjum megin áherslu á þekkingu og virö- ingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi rlkisspltala er helguö þjónustu viö almenning og við höfum ávallt gæöi þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö leiöarijósi. FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst í byrjun febrúar 1994, ef næg þátttaka verður. Kennt verður í kennsluhúsnæði Flug- málastjórnar á Reykjavíkurflugvelli. Rétt til þátttöku eiga handhafar atvinnuflug- mannsskírteinis og blindflugsáritunar. Væntanlegir nemendur innriti sig í loftferðaeftir- liti Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 20. janúar 1994. Flugmálastjórn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.