Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 4
4
túniiui
Föstudagur 24. desember 1993
Eins milljarðs
nýsmíði skapar
347 ársverk
Sparar rúmar 200 milljónir
kr. í atvinnuleysisbaetur á ári.
Talið er að smíði eins frystitogara
hér innanlands fyrir einn milljarð
króna skapi allt að 347 ársverk og
spari ríkinu 208 milljónir króna í
greiðslu atvinnuleysisbóta á árs-
grundvelli.
Samkvæmt útreikningum Gylfa
Ambjömssonar, hagfræðings ASÍ á
þjóðhagslegri hagkvæmni þess að
íáta smíða skip hér innaniands fyrir
einn milljarð króna, kemur m.a.
fram að beinar og óbeinar tekjur rík-
is og sveitarfélaga af verkefninu
mundu nema tæpum 300 milljón-
um króna.
Pjóðarútgjöld vegna smíðinnar,
neysla og framleiðsla mundu nema
um 1,6 milljarði, en að frádregnum
innflutningi efnis og tækja vegna
smíðinnar uppá rúmar 500 milljónir
króna, mundi verðmætaaukning
landsframleiðslu nema rúmum 1,1
milljarði króna.
Ef verkefnið er hinsvegar unnið
erlendis, aukast útgjöld ríkisins
vegna atvinnuleysisbóta um rúmar
200 milljónir króna og ríki og sveit-
arfélög tapa tæpum 300 milljónum
króna í sköttum og öðrum óbeinum
tekjum.
Að mati Gylfa er því ljóst að það
hefur mjög jákvæð áhrif á þjóðarbú-
skapinn að verkefni í skipaiðnaði séu
unnin innanlands í stað þess að flytja
þau út. Jafnvel þótt útgerðin verði að
greiða nokkru hærra verð fyrir ný-
smíða- og endurbótaverkefni hér-
lendis en erlendis, þar sem slík verk-
efni eru niðurgreidd af ríkinu, þá er
ávinningur íslenska þjóðarbúsins
miklu meiri en sem nemur þeim
mun. Að teknu tilliti til atvinnu-
ástandsins er þessi ávinningur enn
mikilvægari en t.d. á þenslutímum,
þegar næga atvinnu er að fá hvort eð
er.
Til lengdar fyrir íslenska útgerð er
það hagkvæmt að hafa aðgang að
öflugum innlendum skipaiðnaði. Að
öðrum kosti er hætt við því að út-
gerðin þurfi að sækja flest verkefni til
útlanda, jafnt lítil sem stór, og þá er
viðbúið að verðlag þjónustunnar þar
ytra tæki að hækka samkvæmt eðli-
legum lögmálum markaðarins. -GRH
Óskum eftir að ráða
vélstjóra til starfa nú þegar.
Upplýsingar gefur Emil í síma 97-61120.
Jólatrésskemmtun
1993
Jólatrésskemmtun fyrir böm félagsmanna verður haldinn í Átt-
hagasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 29.12.1993, kl. 15-18.
Miðar verða seldir við innganginn. Verð er kr. 500.00.
Félag jámiönaöarmanna - Bíliðnafélagið
Félag blikksmiða - Nót, sveinafélag netagerðarmanna
löja, félag verksmiðjufólks
ÖNNUMST ALLAR
ALMENNAR VIÐGERÐIR
Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk.
fyrir utan efni.
SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Jólaalmanak SUF
Eftirfarandi viningsnúmer hafa verið dregin út:
Vinninga ber að vitja innan árs.
1. des. 4964 3563 10. des. 2018 372 19. des. 1527 5658
2. des. 4743 1467 11. des. 650 5508 20. des. 887 730
3. des. 1464 5509 12. des. 5808 104 21. des. 370 5890
4. des. 1217 3597 13. des. 2726 4705
5. des. 1367 1363 14. des. 5087 3702
6. des. 3983 1739 15. des. 719 1937
7. des. 3680 1064 16. des. 2710 612
8. des. 1225 5819 17. des. 3262 4965
9. des. 2724 2019 18. des. 1109 649
Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins í sima 91-624480 *
Velunnarar Slysavamaskóla sjómanna og áhugamenn um skötu fjölmenntu um borö I Sæbjörgu, skip skól-
ans, (gær á Þorláksmessu. Þar tók fólk hraustlega til matar síns og skóflaöi I sig hverju skötubaröinu á fætur ööm
meö kartöflum ’og rúgbrauöi og yfir þetta allt var svo ausiö vel af vestfirskum mör. Þessi ókeypis skötuveisla skól-
ans um borð í Sæbjörgu hefur veriö áriegur viöburöur undanfarin ár og hefur mælst vel fyrir. Tímamynd Ámi Bjama
Háskólinn þarf á eigin
tekjustofni að halda
s-
Olafur G. Einarsson
menntamálaráðherra vísar
því á bug að Háskólinn sé
knúinn til reksturs happdrættisvéla
og segir um grundvallarmisskiln-
ing að ræða í skýrslu, sem dr. Kríst-
ján Kristjánsson vann fyrir Sið-
fræðistofnun. Ólafur segir að for-
svarsmenn Háskólans hafi marg-
sinnis lýst því yfir að þeir vilji að
Háskólinn afli sér sértekna sjálfur,
en sé ekki algerlega háður fjárveit-
ingarvaldinu. ,Petta kom síðast
fram í ræðu rektors við síðustu út-
skrift háskólastúdenta. Þess vegna
er það mikill misskilningur að
happdrættisreksturinn sé eitthvað
sem Háskólinn er knúinn til. Auk
þess leyfir ríkið Háskólanum að
reka þetta happdrætti og því eru
tekjumar af því óbeint framlag frá
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
ríkinu." í skýrslu Kristjáns komst
hann að þeirri niðurstöðu að það
geti fallið undir velsæmisbrot að
Háskóli íslands reki happdrætti. Ef
Háskólinn fái ekki nægilegt fé til
Imiðbæ Reykjavíkur er ónotað
húsnæði þar sem hægt væri að
innrétta um 200 íbúðir. Hjá
Þróunarfélagi Reykjavíkur er
áhugi á að fjölga íbúum í miðbæn-
um, enda telja menn að mikil eftir-
spum sé eftir íbúðum þar.
Próunarfélagið kynnti verkefn-
ið „íbúð á efri hæðinni," fyrir borg-
arráði fyrir skömmu, en það verð-
ur afgreitt með fjárhagsáætlun
borgarinnar. Pétur Sveinbjamar-
son, formaður Þróunarfélagsins,
segir að verkefnið gangi út á að
nýta húsnæði í miðbænum, sem í
dag sé h'tt eða ekkert notað. Borg-
arskipulag Reykjavíkur og Þróun-
arfélagið létu framkvæma könnun
síðastliðið sumar á svæðinu frá
Hlemmtorgi að Aðalstræti. Farið
var í hvert einasta hús á þessu
svæði og skráð hvemig húsnæðið
er nýtt. „Sú könnun leiddi í Ijós að
það er mikið húsnæði í miðborg-
inni sem hægt er að innrétta sem
íbúðir. Þetta em fyrst og fremst
hæðir fyrir ofan verslanir og þjón-
ustufyrirtæki þar sem em víða lag-
erar eða h'tið nýtt skrifstofuhús-
næði.'
Pétur segir að margvíslegur
spamaður yrði að því að fjölga íbú-
um í miðbænum. „Það þyrfti ekki
að taka nýtt land undir íbúðabyggð
í jafn miklum mæh. Á þessu svæði
em til staðar skólar, bæði leikskól-
ar, gmnnskólar og framhaldsskól-
ar, verslanir og öll önnur þjónusta.
Sambærileg verkefni hafa verið
unnin undahfarin ár bæði austan
framkvæmda og tækjakaupa úr
opinbemm sjóðum, verði það hins
vegar að teljast sök ráðamanna
þjóðarinnar fremur en Háskólans.
hafs og vestan. f Bretlandi em þau
t.d. í gangi í um 200 bæjarfélög-
um.' Einn hvatinn að þessu er-
lendis hefur verið að auka öryggi í
miðborgum, að sögn Péturs. „Eftir
því sem fleiri búa þar og fleiri em á
ferli verður óbeint eftirlit meira og
því minnkar hættan á skemmdar-
verkum og glæpum. Öryggi gegn
innbrotum í verslanir eykst t.d. ef
búið er á efri hæðinni og verslun
eykst líka."
Þróunarfélagið hefur kynnt
verkefnið almennt og Pétur segir
að hann verði var við mikinn
áhuga, bæði frá húseigendum og
fólki sem hefur áhuga á að flytja í
miðbæinn. „Mest af þessu verða
litlar íbúðir, en á þeim er mikill
skortur. Leigumiðlanir hafa líka
staðfest að mikil eftirspum er eftir
íbúðum í miðbænum og því þurfa
húseigendur ekki að óttast að þær
muni standa auðar."
Tillaga Þróunarfélagsins, sem
kynnt var fyrir borgarráði, gengur
út á að U'u íbúðir verði innréttaðar
strax á næsta ári. „í tillögunni er
reiknað með að borgin vetji til
verkefnisins 15 milljónum í formi
láns, þannig að til hverrar íbúðar sé
lánuð ein og hálf milljón. Húseig-
endur sjá sjálfir um framkvæmdir
og fá til þess lán frá borgarsjóði og
Húsnæðisstofnun."
Tillögu Þróunarfélagsins var
vísað til fjárhagsáætlunar Reykja-
víkurborgarþann 30. nóvemberog
verður hún afgreidd samhliða
henni. -GK
-GK
Hægt að innrétta 200
íbúðir í miðborginni