Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. desember 1993 7 Krakkneytendur I bandarfsku slömmi. bandarískra blökkumanna, td. séra Louis Farakand, eru orðnir sann- færðir um kynþáttahatur (hvítra manna) sé á bak við krakkið, að valdakerfi hvítra manna standi að útbreiðslu krakksins beinlínis til að eyðileggja blökkumannasamfélag- ið.' í nokkur ár var krakkplágan fyrst og fremst bundin við bandaríska blökkumenn, einfaldlega vegna þess að Calihringurinn græddi svo mikið á þeim markaði að hann sá ekki ástæðu til að leita annað. Collins heldur áfram: Undir árs- lok 1990 fóru að sjást merki þess að krakksalan á bandaríska markaðn- um hefði náð hámarki. Fór þá Gil- berto Rodriguez Orejula, forstjóri Calihringsins, mikill bissnissmaður sagður og kallaður „Skákmaður- inn', að athuga möguleika á að koma krakki á markað í Evrópu. Athygli hans viðvíkjandi þeirri álfu beindist fyrst einkum að Bretlandi og þá helst blökkumönnum þar. í Bretlandi sem Bandaríkjunum hafa blökkumenn, sérstaklega þeir efna- minni þeirra, safnast saman í viss- um borgarhlutum, sem gjaman hafa orð á sér fyrir óreiðu, eiturefni og glæpi. Stærstir eru þessir borgar- hlutar í Lundúnum, Birmingham og Manchester. Jamaísk gengi, spænskt samband í Bretlandi setti hringurinn sig í samband við götugengi Jamaíku- manna, sem þar eru allfjölmennir. Þeir eru einnig margir í Bandarikj- unum og mun hringurinn hafa við þetta notfært sér sambönd milli Ja- maíkumanna vestan hafs og austan. Jamaísk gengi í Bandaríkjunum em meðal þeirra athafnasömustu í krakkdreifingtmni þar, og þau virð- ast hafa dreifingu á þeirri vöm í Bretlandi að mestu á sinni könnu. Þeir, sem stjórna framleiðslu og dreifingu á krakki í Bandaríkjunum, em yfirleitt Kólombíumenn, en í Bretlandi, þar sem fátt er Kólombíu- manna, sjá Jamaíkumenn eimiig um stjómunarstörfin fyrir hringinn. Þessir yfirmenn eru flestir frá Bandaríkjunum, margreyndir úr krakkviðskiptum jamaískra gengja þar. Ljóst er að viðleitni Calihringsins til að opna sér krakkmarkað í Bret- landi hefur þegar borið verulegan árangur og er þegar farin að leiða af sér „hrollvekjandi ofbeldisöldu' þarlendis. Calihringurinn hefur einnig í undirbúningi að koma krakki á markað víðar í Evrópu. Ekki var jámtjaldið fyrr fallið en hringurinn, sem starfar að miklu leyti gegnum lögleg felufyrirtæki, var farinn að fjárfesta í stórum stíl í Evrópu aust- anverðri. Sérstaklega keyptu fyrir- tæki á vegum hringsins flutninga- fyrirtæki, fasteignir, skipaútgerðir og vöruhús og í Sevastopol á Krím keyptu þau sér hafnaraðstöðu. Til að koma krakkinu, eða kóka- íni sem það er unnið úr, tíl Bret- lands hefur Calihringurinn hingað til notað svokallað „spænskt sam- band' (Spanish Connection). Hringurinn á auk annars skipaút- gerðir, sem sinna löglegum vöru- flutningum ásamt öðm. Skip þeirra sigla yfirleitt undir þægindafánum Panama og Líberíu. Sigli skip þessi með kókaín á Bretlandsmarkað, láta þau úr höfn í Suður-Ameríku og afhenda að næturlagi fiskibátum úti fyrir norðvesturströndum Spán- ar kókaínsendingamar. Frá Spáni er kókaínið síðan flutt til Bretlands yfir Frakkland. Minnkandi tollaeftirlit, sem fylgir Evrópusammnanum, auðveldar þá flutninga. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Tíðni ofbeldisglæpa í Banda- ríkjunum er slík, miðað við það sem tun það sést í fjöl- miðlum og sagnfræðiritum, að ætla má að þau séu í þeim efnum í sér- flokki meðal þróaðri ríkja í heimin- um. Um 20.000 manns em myrtir árlega þar í landi og nauðganir em sextán sinnum algengari þar en í Japan, að tiltölu við fólksfjölda. íbú- ar hryðjuverkaborgarinnar Belfast em að sögn að miklum mun ömgg- ari um líf og limi en íbúar sumra bandarískra borga af svipaðri stærð. Ástæðumar á bak við þetta óop- inbera stríðsástand í Bandaríkjun- um em margar og ber mönnum ekki saman um hvað valdi þar mestu um. Margir hallast um þessar mundir að því að svonefnt krakk (crack), fremur nýtilkomin fram- leiðsla frá kókaínbarónum Kólom- bíu, eigi dijúgan hlut að því hve gtæpafargan Bandaríkjanna hefur hríðversnað síðustu ár. Mesti glæpavaldurinn Þrír af hveijum fjómm ofbeldis- glæpum, sem framdir vom í Banda- ríkjunum s.L ár, áttu rætur að rekja til eiturefna að meira eða minna leyti og í því sambandi fór mest fyrir krakkinu. Að sögn Lany Collins, bandarísks rithöfundar sem fjallar um krakk- hættuna í grein í breska blaðinu The Sundáy Times, er krakkið „sterkasta eiturefni sem Vesturlönd hafa nokkm sinni þurft að fást við. í innborgum (inner dties) Bandaríkj- anna hefur cif völdum þess risið alda ofbeldis, þjáninga og félagslegrar upplausnar sem er án fordæma í sögu landsins.' Krakk er kókaín, sem breytt hef- ur verið þannig að hægt er að reyk- ja það. Áður var algengast með kókaínneytendum að sprauta efn- inu í sig, „sniffa' (sjúga upp í nefið) það eða gleypa. Sé það reykt, drag- ast áhrifin úr því inn um gervallt yf- irborð lungnanna. Þar með verða áhrifin miklu meiri og yfirþyrma neytandann miklu hraðar en en ef aðrar inntökuaðferðir em notaðar. Jonathan Katz, starfsmaður hjá bandarískri stjómarstofnun sem hefur eiturefnamisnotkim til með- ferðar, segir að munurinn á áhrif- unum, eftir því hvort kókaínið sé reykt eða ekki, séu eins og á milli þess „að skjóta af sprengjuvörpu eða loftbyssu'. Þessi sterku áhrif endast þó að- eins í 40 sekúndur í lengsta lagi. Áhrif frá „sniffuðu' kókaíni endast hinsvegar í 20-30 mínútur og af heróínsprautu í klukkustundir. Áhrifin frá krakkinu em ekki ein- ungis miklu sterkari, meðan þau standa yfir, heldur verður krakk- neytandinn venjulega eftir fáeinar mínútur viðþolslaus af löngun í meira krakk. Þar að auki þarf krakkneytandinn meira og meira af krakki til að komast í vímu, þar eð í hvert skipti sem hann reykir krakk minnkar svokallað dópamín, efni það í líkamanum sem hann notar til að ná fram áhrifunum. „Engir gamlir krakk- hausar..." Ánetjaður krakknotandi verður, þegar hann er ekki í vúnu, gagntek- inn af þunglyndi og ofsóknarbijál- æði, sem magnar upp hatur hans gagnvart umhverfinu eða einhveij- um hluta þess. Hann gerir hvað sem er til að ná í krakk og ljóst er orðið að efni þetta magnar ofbeldishneigð meira en önnur eiturefni. Dr. Brian Wells, sem starfar við rannsókna- stöð um eiturefni í Lundúnum, seg- ir: „Heróínneytendur eru yfirleitt líklegastir til að stela stereótækjum Krakklð Eiturógnin mesta úr bflum, bijótast inn eða grípa með sér verðmæta hluti til að eignast peninga fyrir næsta skammti, en þeir ráðast yfirleitt ekki á fólk. Ein- kenni krakkneytenda er hinsvegar hve fljótir þeir eru til ofbeldis.' Þeir, sem reykja krakk, eru líka enn fljótari til að ánetjast því ger- samlega en þeir sem láta í sig önnur eiturefni. Margir þeirra verða krakksjúklingar eftir að hafa reykt efnið aðeins einu sinni og þrír af hveijum fjórum verða sjúkir í það eftir aðeins þijú skipti. Ósannað er enn sem komið er að hægt sé að lækna fólk af krakkfikn. Flestir þeir sem ánetjast krakki byija að reykja það ungir að árum og lifa yfirleitt ekki mjög lengi eftir það. í banda- rísku slömmunum er sagt: „Engir gamlir krakkhausar eru til." Það er ekki lengra síðan en 1985 að krakkið komst í stórum stfl á markað í Bcmdaríkjunum. Það eru eiturefnahringar Kólombíu, sem standa fyrir framleiðslu þess og dreifingu á því eins og öðru kókaíni, og neytendur þess eru fyrst og fremst íbúar blökkumannahverfa bandarískra borga. Sagan af því hvemig krakkið kom til og hvemig það breiddist út er í stórum dráttum á þessa leið, að sögn áðumefnds Collins: Kókaín fátæka mannsins Helsti markaður kólombísku kókaínhringanna, sem hafa aðal- stöðvar í borgunum Medellín og Cali, hefur löngum verið Bandcirík- in. Lengi vel vom þarlendir kókaín- neytendur einkum fólk í efnaðri lögum samfélagsins, uppar í Wall Street, fólk ofarlega í myndbanda-, tónlistar-, sjónvarps- og skemmt- anabransanum, stöndugt fólk hvítt sem safnaðist saman á háttmetnum stöðum eins og Aspen, Beveriy Hills og Hamptons, svartir íþróttamenn og skemmtikraftar vel í álnum o.s.frv. Flest þetta fólk „sniffaði'. Síðla árs 1983 fór að draga úr um- ræddri neyslu hjá þessu fólki. Þetta hafði í för með sér lækkandi verð á kókaíni og hringamir í Kólombíu sáu fram á kreppu í sinni fram- leiðslugrein. Kókaínið hafði til þessa lítt náð til efnaminna fólks, sökum þess hve dýrt það var, en með minnkandi neyslu efnaðra fólks á því tóku kókaínhringamir, sem hafa efna- rannsóknastofur og margt vísinda- manna á sínum snærum, að ein: beita sér að því að finna upp aðferð til að framleiða ódýrara afbrigði af kókaíni, beinlínis með það fyrir augum að koma því á markað í blökkumannagettóum Bandaríkj- anna. Þetta tókst um síðir efnafræð- ingi í þjónustu kókaínhringsins í Cali, sem snemma árs 1990 hafði yfirstigið Medellínhringinn, er fram að því var um- svifamestur í þess- ari framleiðslu- og viðskiptagrein. (Calihringurinn stendur nú fyrir um 80% alls kókaínsmygls í heiminum). Efna- fræðingur þessi fann upp aðferð til að breyta kókaín- inu þannig að hægt varð að reykja það, en til- raunir til þess höfðu fram að því mistekist. Þetta nýja kókaínaf- brigði sá hringur- inn sér fært að selja á miklu lægra verði en annað kókaín. Skammt- urinn af „venju- legu" kókaíni hafði kostað 100 dollara á bandaríska markaðnum, krakkið kostar tífalt minna. Þeir fá- tæklingar eru því varla til að þeir hafi ekki efni á því. Síðla árs 1984 var Mario Villa- bona, ungur Kólombíumaður sem þá var „sendiherra' Calihringsins í Los Angeles, kvaddur til aðalstöðv- anna. Þar var honum kennt að búa til krakk úr kókaíni, en til þess þarf ekki nema lítinn og ódýran tækja- búnað. Kominn aftur til Los Ange- les hóf Villabona framleiðsluna og kom henni — í gegnum tengilið sem vann við að raða vörum í hillur í stórmarkaði — til tveggja helstu götugengjanna í blökkumanna- borgarhlutunum. Þetta gekk jafnvel betur en Calihringurinn hafði vænst. Eftir þijú ár var áminnstur tengiliður fyrir löngu hættur að vinna fyrir sér með því að raða upp í hillur og orðinn auðkýfingur, sem spilavítin í Las Vegas slógust um sem viðskiptavin. Heimilisiðnaður í slömmum Frá Los Angeles fór þetta nýja eitur- efni, sem fyrst var kallað „rock", eins og sinueldur yfir blökku- mannagettó Bandaríkjanna. Æðstir í því neti, sem stundar framleiðslu og dreifingu á krakki þarlendis, eru erindrekar Calihringsins, flestirKól- ombíumenn. Þeir stjóma á bak við tjöldin, til að gefa ekki lögreglu höggstað á sér, og láta gengi blökkumannahverfanna sjá um störfin að mestu leyti. Krakkfram- leiðslan varð heimifisiðnaður í þeim hverfum. Gettóunglingamir fengu í hundraðatali vinnu hjá krakkgengj- unum sem „steerers' (er fylgja lík- legum viðskiptavinum til sölu- manna), „cashiers' (sem varðveita peninga), „couriers' (börn undir lögaldri er færa viðskiptavinum skammta), „cookers' (sem sjóða krakk úr kókaíni), „catchers' (sem grípa krakkpakka sem kastað er út um glugga ef lögregla kemur) og „honchos' (vopnaðirungfingarsem veija viðskiptin fyrir óvinagengj- um). Gengin, sem stunda þetta, auð- kenna sig á ýmsan hátt; þeir í þeim sem efnast á viðskiptunum aka gjaman í hvítum bflum af gerðinni Nissan Maxima. Að sögn Collins hefur liturinn á bflunum orðið til þess að „margir forustumenn Kólombísk bóndakona við raektun kókajurtar, hráefnisins sem kókaín er unnið úr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.