Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. desember 1993 tÍTnlnTi 13 Þrjár ljúfar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur sent frá sér þrjár nýjar þýddar skáldsögur: Hulin augu eftir Else-Marie Nohr. 148 bls. Þýðandi: Skúli Jensson. Koma tímar koma ráð Koma tímar koma ráð eftir Erik Ner- löe. 176 bls. Þýðandi: Edda Ársæls- dóttir. Cartland Hamingjudraumar eftir Barböru Cartland. 176 bls. Þýðémdi: Skúli Jensson. Verð hverrar bókar er kr. 1.984,- með virðisaukaskatti. Hvað skal drekka? Mál og menning hefur sent frá sér handbókina Vínin í Rikinu eftir Ein- ar Thoroddsen. í þessari bók finna ís- lenskir vínáhugamenn flest það sem þeir vilja vita um vínrækt, vtnberja- tegundir og meðferð víns. í bókinni er einnig kennt hvemig á að lesa vín- miða, smakka vín og hvemig bragði þeirra, eðli og gæðum er best lýst. En það gleymist heldur ekki að fjalla um mismunandi gerðir tappatogara og segja skemmtilegar sögur. Höfundurinn, Einar Thoroddsen, er einn þekktasti áhugamaður okkar ís- lendinga um vín og víndrykkju. Hann hefur um árabil kynnt vín og vípmenningu fyrir fslendingum, bæði með greinum og dómum í blöð- um og tímaritum. Stfll hans er léttur og hann bregður á leik þannig að bæði þurrar staðieyndir og blautar verða bráðskemmtilegar. Vínin í Ríkinu er 288 bls. Verð hennar er kr. 3480, en hún er bók mánaðarins í desember á 30% afslætti og kostar því 2440 kr. fram að ára- mótum. Jólaævintýri Komin er út hjá Máli og menningu myndabókin Ævintýri á aðfangadag eftir Áma Ámason, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Hér segir frá Nonna sem langar til að sjá jólasvein- ana, syni Grýlu. Það er svo loks á að- fangadag að hann hittir þá og fer með þeim í helli Grýlu til að bjarga Siggu vinkonu sinni, sem hefur lent i klóm hennar. Þetta verður eftirminni- legur dagur bæði fyrir Nonna og for- eldra hans, sem bíða heima. Bókin, sem er 30 blaðsiður, prentuð í Hong Kong, kostar 1390 krónur í búð. DENNIDÆMALAUSI „Hljóðið sem við heyrðum myndaðist þegar verið var að skrapa síðustu klípuna innan úr hnetusmjörskrukkunni.” ia i iflMð TeCMNtCOtOR ftm' fAflAMOUNT IRVING BING OSBY . DANNY KAYE . ROSEMARY CLOONEY . VERA-ELLEN iacg«r lyriC* an<J ’ by IRVINC BfRLIN t»y itOM'KY fMHITT OOIáN D..#*t«d by MtCHAVt CUMTtS NvnlMKt oy K«t«*i AHqh Iw iKf m*#*** by Nmimh CtMM M#tv*# írtnk TT*M llifi tM< MU Hflt «4 (■«« Mil »• WlHHil tk*. »*«.**.» k. r*lt*'«>4 *• NlMwn »<*«» !*»*>>• t«4 «fM# •»*»*>•«•» Þetta auglýsingaveggspjald var notað til að kynna kvikmyndina „White Christmas”, með þeim Bing Crosby og Danny Kaye i aðalhlutverkum. Mig dreymirum hvítjól tíðardaginn fjórða júlí og heitir „God Bless America'. „Mig langaði bara að semja lag fyr- ir jólahátíðina," er haft eftir Berlin aðspurðum um tilurð lagsins. Það hefur jafnan vakið nokkra athygli að jólahátíðin skyldi höfða svo sterklega til Berlins, en hann var gyðingur. í þessu viðtali trúði hann viðmæl- anda sínum fyrir því að hann hefði aldrei lært að skrifa eða lesa nótur. Þá er ekki hægt að segja að hann hafi verið beinlínis leikinn á píanó. Hann gat aðeins leikið á píanó sem var sérútbúið fyrir hann og við hvem slátt hljómuðu margar nómr í einu. Það vom því ekki fagrir hljómar sem heyrðust og fannst áheyrendum engu líkara en Berlin íklæddist box- hönskum þegar hann lék. „Ég vissi að hann væri að vinna að einhverju merkilegu, því hann ein- angraði sig algerlega í nokkra daga. Það var eins og hann væri að fæða bam,* er haft eftir vini hans. Það mun einmitt hafa verið þannig sem Berlin leit á lög sín. Alla tíð samdi hann bæði lag og texta, en fyrsta metsölulagið kom út árið 1911. Það vom samt fáir sem gerðu sér grein fyrir hvaða velgengni beið jóla- söngsins fræga. Þegar hann var fyrst fluttur í upptökuveri Paramount- kvikmyndafyrirtækisins, fannst flest- um að héar væri á ferðinni ósköp venjulegtjólalag. Flestir héldu að annað lag eftir Berlin yrði aðallagið í myndinni. Draumurinn um hvít jól var þó lagið sem sló í gegn í flutningi söngvarans Bings Crosby. Söngvarinn lét seinna hafa eftir sér að hann hefði strax haft trú á þessu lagi. Honum fannst að það segði svo margt og sérstaklega fyrir hermenn- ina sem börðust í hitabeltisskógum Asíu umjólin. Irving Berlin kunni varla á planó og hvorki gat skrifaö né lesiö nótur. Samt samdi hann lag sem af mörgum er talið vera jólalag allra tíma. „I’m dreaming of a white Christ- mas," eða mig dreymir um hvít jól. Þannig hljóðar textinn við eitt þekkt- asta jólalag allra tíma. Að minnsta kosti er það mest selda lag allra tíma og hafa um 350 millj. plötur verið seldar. Það kannast margir við flytjanda þess, Bing Crosby, sem á kannski ekki minnstan þátt í vinsældum lags- ins, en lfldega kannast færri við höf- und lagsins, Irving Berlin. Hann lést fyrir fjórum árum, 101 árs að aldri, og hefur verið lýst sem einum happadrýgsta draumóra- manni allra tíma. „Þetta tókst nokkuð vel,* segir hann í viðtali, sem haft var við hann á efri árum, þegar vikið var að jóla- laginu fræga. Berlin var þegar orðinn þekktur lagahöfundur er hann samdi jólalag- ið og einna þekktast var lag sem hann samdi og er kennt við þjóðhá- í spegli tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.