Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 24. desember 1993 ^ftírtaím fjjrtrtækt áeka íatthsmömtum glrðtlrgru fúlu rig farsælöar á ttfrjtt árt Frón hf. Sementsverksmiöja ríkisins Hólmaborg Eskifirði Verkalýðsfélagið Boðinn Olíufélagið Skeljungur hf. Tfminn Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Bókin Laugavegi 1 Marbakki Hamraborg 12 Fjölvís Gúmmívinnustofan Verkfræðistofan Fjarhitun hf. Frosti hf. Súðavík Istak Ferðaþjónusta bænda DAGBOK Dagatal íslandsbanka 1994: Lifandi persónur ís- lenskra skáldverka Á næsta ári íagnar íslenska þjóðin 50 ára afmæli lýðveldisins. Óhætt er að segja að fomar bók- menntir þjóðarinnar hafi átt og eigi ríkan þátt í því að efla sjálf- stæðisvitund hennar, m.a. vegna þess að þær voru skrifaðar á ís- lensku meðan flestar aðrar þjóðir skrifuðu á ritmáli kirkjunnar, lat- ínu. Söguhetjur íslendingasagn- anna hafa margar hverjar öðlast sjálfstætt líf meðal lesenda og rit- snilld bókmenntanna hefur án efa haft mikil áhrif á íslenska tungu. f dagatali íslandsbanka fyrir ár- ið 1994 eru kynntar persónur úr tólf íslenskum skáldverkum, sem skrifuð hafa verið á þessari öld, og hefur Kristín Ragna Gunnarsdótt- ir gert afar fallegar teikningar við textann. Persónuflóra þeirra er lit- rík og með því að taka örfá dæmi vill bankinn vekja athygli fólks á íslenskum skáldverkum, sem eru óþijótandi uppspretta frásagnar- listar og frjórra hugmynda. Skáldverkin, sem dæmi eru tekin úr í dagatalinu, eru eftir höf- undana Einar Má Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín, Guðberg Bergsson, Guðmund Andra Thorsson, Svövu Jakobsdóttur, Halldór Laxness, Þórberg Þórðar- son, Friðu Á. Sigurðardóttur, Vig- dísi Grímsdóttur, Ólaf Jóhann Sig- urðsson og Davíð Stefánsson. Per- sónulýsingarnar eru ógleyman- legar þeim sem lesið hafa skáld- verk þessara höfunda. 68 stúdentar braut- skráðirfrá MH Sunnudaginn 19. desember voru brautskráðir 68 stúdentar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 44 úr dagskóla og 24 úr öldunga- deild. Skipting milli kynja var eins og milli deilda, 44 konur og 24 karlar. í ræðu sinni greindi Ömólfur Thorladus rektor frá þeirri nýjung í starfsemi skólans að í haust var tekin upp — í samvinnu við Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta — kennsla í ís- lensku táknmáli ætluð heymar- lausum nemendum. Skólinn hef- ur um nokkurra ára skeið boðið heyrandi nemendum kennslu í táknmáli sem valgrein. Rektor greindi frá því að skólinn hefði frá upphafi tekið við fötluðum nem- endum, fyrst hreyfihömluðum og síðan einnig nemendum með rykkjalömun, blindum og fjölfötl- uðum. Húsrými skólans hefur verið breytt með hliðsjón af ýms- um sérþörfum. Meðal annars hafa lyftur verið settar upp handa nemendum í hjólastól. , Bestan árangur að þessu sinni sýndi Friðrik Guðjón Guðnason, stúdent af eðlisfræði- og tónlistar- braut. Auk þess sem Friðrik hafði mjög háar einkunnir, vegið með- altal yfir 9 sem telst ágætisein- kunn, tók hann 205 námseining- ar, en til stúdentsprófs úr dagskóla er krafist 140. Enginn stúdent frá skólanum hefur lokið svona mörgum námseiningum á undan honum. Þriðja met Friðriks er það að hann hefur á ferli sínum í skól- anum aldrei vantað í kennslu- stund og aldrei komið of seint. Tveir aðrir nýstúdentar luku líka prófinu með ágætiseinkunn, þær Anna Sigríður Ólafsdóttir og Auð- ur Ýrr Þorláksdóttir, báðar stúd- entar af náttúrufræðibraut. JOLAHUGVEKJA GRÓA FINNSDÓTTIR: Afkœrleika Það fór aldrei svo að ég þyrfti ekki að taka strætó nú fyrir jólin (sem annars borgar sig ekki leng- ur, því það er eiginlega bara fyrir efnafólk að ferðast með þeim). Sökum vanþekkingar minnar á tímaáætlunum strætisvagnanna þurfti ég þó að bíða dágóða stund uppi á Hlemmtorgi áður en minn rétti vagn kom, svo ég notaði tímann til að skoða mannlífið svona rétt fyrir jólin í norðannepjunni. Allir virtust þurfa að flýta sér, líkt og ég sjálf, nema þá helst roskið fólk og las- burða, sem lét sig hafa það að staulast í hálkunni misvel búið og ráðvillt í garranum að leita jólagjafa handa bamabömun- um. Loks stóð ég sjálfa mig að því að vera farin að hlusta á sam- tal tveggja roskinna kvenna, sem höfðu hist kippkom frá mén „... og ertu bara búin að gera allt?' „Ha, ég veit það nú ekki...' „Sko, ég bakaði nú ekki nema bara fjórar smákökusortir núna eftir að krakkamir em allir fam- ir, og ég keypti allar jólagjafimar þegar við fómm til Dublin í haust og svo þríf ég náttúrlega aldrei almennilega fyrr en á Þor- láksmessu og þá er Lolla mín alltaf vön að taka silfrið í gegn í leiðinni; annars ætla ég ekki að halda matarboðið núna fyrr en á nýjársdag... en guð, nú gleymdi ég—' .... Það er enn barist í Bosníu.' „Ha?' „Það er enn verið að drepa fólk í Bosm'u og Evrópa er full af sveltandi flóttafólki.' „Já, þeir hjá sjónvarpinu em alltaf að troða upp á mann ein- hveiju volæði, sem manni kem- ur bara ekkert við. Þetta fólk verður bara að passa sig sjálft eins og hver annar, ætli það geti ekki oftast sjálfu sér um kennt...' „Tugþúsundir bama deyja á degi hvetjum víðsvegar um Afr- íku og Asíu.' „Hvað meinarðu?' „Ríku þjóðimar em að svelta fólk inni á Kúbu með viðskipta- banni. Milljónir svelta eða deyja úr hungri í Bandaríkjunum, rík- asta ríki í heimi...' „Heyrðu, ertu biluð, mann- eskja? Hún Lolla mín hefur nú búið þar, þú manst meðan Palli var í læknimum og hún sagði að allir hefðu það svo gasalega gott þar.“ „Munaðarlaus böm em skotin í Sao Paulo af því að þau em fyr- ir...' „Heyrðu elskan, ertu orðin alveg góð af flensunni...?' „íslenskt fólk sveltur á meðan annað íslenskt fólk gefur hvort öðm sjónvörp og nuddbaðker í jólagjöf. ísland er meðal ríkustu þjóða heims, en samt gefum við það minnsta sem til þekkist til þróunaraðstoðar...' Það varð þögn, svo ég leit við og sá Lollumömmuna skunda með ógnarhraða upp í næsta strætó og þegar vagninn raxm af stað horfði hún varfæmislega til baka yfir öxl sér á vinkonuna. Það gerði ég líka, en ég sá hvorki tangur né tetur af henni. Hafði ég kannski sofnað? Nei, því ein- hversstaðar djúpt í iðmm mín- um fór einhver hringiða af stað og þyrlaðist um mig alla. Ég staulaðist inn á klósettið og kast- aði upp og settist síðan á klósett- setuna og grét. Ég var náttúrlega löngu búin að missa af strætón- um mínum, svo ég gekk hægt heim á leið og horfði í saman- kryppluð andlit fólksins sem ég mættí, með allar sínar harðlok- uðu sálargáttir. Jesús Kristur átti ekkert nema takmarkalausan kærleika og um kvöldið horfði ég á mynd um Búskmenn í Kalahari-eyði- mörkinni í Afríku þar sem einkaeignarhugtakið er óþekkt. Ég sofnaði með þá ósk æðsta að ég væri Búskmaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.