Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. desember 1993 túulnn 3 Tvöhundruð króna móðurást á jólum ✓ Idag er háu'ð birtu og bama. Jólin eru helgistund um heimsbyggð alla og fólkið velur friðinn í faðmi fjölskyldunnar. Gömlu gildin eru efst á baugi um jólin og einkum þegar fjölskyldan á undir högg að sækja í þjóðfélagjnu. Harðnað hefur í heimi og Kka á dalnum hér heima og bömin fara ekki varhluta af hör- kunni. Mannúð og mildi eiga í vök að verjast og á jólum leitar hugurinn til bamanna. Þau eru gestgjafar landsins í kvöld. Sókn í lífsgæði hefur bitnað á samvistum bama og foreldra og alls- nægtir síðustu áratuga hafa ekki náð að milda velferðarríkið. Gjald- þrot og atvinnuleysi setja mark sitt á margt æskufólk og við þúsundum blasir annars flokks líf í skugga fá- tæktar. Sorglegar sögur úr miðborg Reykjavíkur hcifa vakið fólk af vær- um blundi og margir foreldrar vilja nú meta stöðu fjölskyldunnar á nýj- an leik. Ekkert afl kemur þó í stað móðurástar. Ekki einu sinni Dagvist bama í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn gaf bömum Reykjavíkur fögur fyrirheit í síðustu byggðakosningum og lofaði að greiða foreldmm peninga fyrir að gæta þeirra heima. Loforðinu var slengt fram á elleftu stundu og nán- ar var ekki farið út í þá sálma fyrir kjördag, en kjóséndum heitið efnd- um von bráðar. Málið náði athygli borgarbúa og kveikti von í bijóstum foreldra. Nýtt kjörfylgi sópaðist að D-listanum og skóp mesta kosn- ingasigur frá tímum dr. Gunnars heitins Thoroddsen. Að vísu var hér ekki um nýjan sannleika að ræða frekar en hjólið, og sjálfstæðismenn supu þama úr hófspori Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Jónas er einn af örfáum al- hliða stjómmálamönnum landsins Ásgeir Hannes og talaði fyrir greiðslum til foreldra á sínum tíma. Enda valdi Jónas móð- urástina umfram Dagvist bama í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn hreyfði svo baráttumáli gamla leið- togans í byggðakosningum árið 1982 og að sjálfsögðu fyrir daufum eyrum íhaldsins í borgarstjóm Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn gerðu svo þenn- an gamla draum Framsóknar að sín- um málflutningi og vöktu vonir barna og foreldra í Reykjavík. Síðan hefur íhaldið hikstað á loforðinu og talað út og suður þangað til í síðustu viku að gjaldskrá meirihlutans var lögð fram á aðventu jóla. Nú er ljóst að vonir borgarbúa vom tálvonir. íhaldið hefði betur setið heima og grátið en meta móðurástina á tvö hundmð krónur á dag. Verkin lofa meistarann og fallin kosningaloforð sjálfstæðismanna í höfuðborginni lofa meistara sína um ókomin ár. Jólin halda Scunt , sínu striki og verða áfram hátíðartil- efni fólks um allan heim. Fjölskyld- an mun enn safnast saman á jólum og fagna afmæli frelsarans með niðj- um áf Adamsætt. Bömin verða áfram gestgjafar heimsins og þeirra er ríki föðurins. Gömul gildi falla ekki í verði, hvað sem líður gjald- skrám borgarstjómar Reykjavíkur. Pistilhöfundur óskar lesendum gleðilegra jóla á hátíð birtu og bama. LESENDUR SKRIFA Hugleiðing um Hugleiðingar Erlu Maðurinn er alltaf að leita. Frá því að bamið fálmar í fyrsta sinn með vörunum eftir nærandi bijóstinu og þar til gamlinginn tekur síðustu andköfin er líf mannsins stöðug leit, ein enda- laus kynnisför um jörðina til að leita svölunar á þrám sínum. Við leitum líkamlegrar slökunar af ýmsu tæi, við reynum á margvíslegan hátt að skapa okkur öryggiskennd og slökk- va óttann sem fylgir okkur eins og skugginn á ferð okkar; við sækjumst ákaft eftir ást og virðingu samferða- mannanna og flest okkar hafa auk þess meðfædda þrá til að skapa eitt- hvað á eigin spýtur, yrkja lífinu ein- hvem óð, eins og til að þakka skap- aranum fyrir þann lífsanda sem hann blés í vit okkar í upphafi vega. Sambýli mannanna á jörðinni er undirlagt af þessari leit. Sölukerfi okkar, peningakerfið, samgöngum- ar, heilbrigðiskerfið, framleiðslan, uppfinningamar, bækumar, plöt- umar, auglýsingamar, iðnaðurinn, lögreglan, herinn og stríðið, allt kem- ur þetta af því að maðurinn er í stöð- ugri leit til að slökkva eitthvað sem ólgar innra með honum. Hér á Vesturlöndum höfum við kosið að gera jólin að mestu söluhá- tíð ársins. Þá auglýsa þeir, sem em að selja leitandi fólki eitthvað til að svala þrám sínum. Þá kemur mikill fjörkippur í verslunina, framleiðend- umir losna við lagerana, neytend- umir eignast fullt af hlutum sem þeir áttu ekki áður og kaupmennimir hagnast á því að hafa milligöngu um viðskiptin. Og allt er þetta sjálfsagt gott og blessað úr því að við viljum hafa þetta svona. Gallinn er bara sá að stundum hef ég á tilfmningunni að það séu ekki alltaf bestu hlutimir, sem mest em auglýstir, og neytand- inn fái því örlítið skekkta mynd af því hvað sé til og þó einkum og sér í lagi hvað sé honum fyrir bestu. Ég hef til dæmis fundið einn hlut, sem ég veit ekki til að sé nokkurs staðar auglýstur, en hefur engu að síður orðið mér kærari en flest ann- að af því, sem ég hef getað keypt. Það em spólumar hennar Erlu Stef- ánsdóttur. Þær em fjórar og heita Hugleið- ingar Erlu 1-4. Undirtitlar em Slök- un jarðlíkama, Temjum tilfinn- ingar, Vekjum hugann og Styrkj- um hugann. Á spólunum má heyra til þessarar skyggnu konu þar sem hún leiðbeinir við að slaka á og kyrra hugann, hlý og gefandi röddin leiðir hlustandann burt frá áreitum þessar- ar ókyrm efnisveraldar. Tvær þær fyrstu em tengdar á þann hátt að þær byggja á sama efn- inu. Erla leiðir þann, sem hlustar, með sér í ferð burt frá líkamanum yfir f nýjan heim þar sem hugleiðsl- an felst svo í því að byggja musteri til að hugleiða í. Musterið er byggt í fjórum áföngum, einn á hvorri hlið hvorrar spólu. Eftir að hlýða á báðar spólumar er húsið fullbúið. Á hinum tveimur em leiðbeining- ar um það hvemig eigi að slaka á efnislíkamanum og kyrra hugann og tílfinningalffið. Oft hefur því verið haldið fram, bæði í gamni og alvöru, að maður- inn sé það sem hann hugsar og segir. Athuganir vísindamanna benda til að margt sé til í þessu. Sumir sál- fræðingar (t.d. Albert Ellis) hafa haldið því fram að afstaða manna til h'fsins fari að miklu leyti eftir því hvað þeir segi sjálfum sér, eða hvers konar hugsanir þeir tengi daglegum viðburðum. Nú er víða (t.d. í félags- sálfræðinni) verið að kanna áhrif hugsana á líkamlegt og andlegt heilsufar og bendir margt til að tengslin þarna á milli séu miklu meiri en áður hafði verið haldið. Samkvæmt þessu skiptir máli hvað við hugsum og segjum. Ferð með Erlu Stefánsdóttur um heim sem maður skapar sjálfur, sjálfum sér til heilla, er því ekki einhver einskis- verð ímyndun, heldur fullkominn raunveruleiki sem orkar á líf okkar, heilsufar og hamingju. Tónlistin, sem leikin er undir og á milli talþáttanna, er eftir Hilmar Öm Hilmarsson. Hún er yndisleg, minn- ir á sjávamið eða kliðandi læk upp til flalla. En ég kann ekki að ritdæma tón- list. Ég ætla heldur ekki að ritdæma þetta verk Erlu að öðm leyti. Til þess skortir mig faglega kunnáttu. Með þessum greinarstúf vil ég aðeins þakka þessari góðu konu fyrir hennar verk. Og mér fyndist ósann- gjamt, þegar ég hef fundið slíkar perlur, að segja ekki frá því öðrum, sem kynnu að vera að leita svipaðra hluta og ég. Ragrnr Itigi Aðalsíáttssoti MEÐ JÓLAKVEÐJU FRÁ RÍKISÚTVARPINU RÁS 1 Jóladagur kl. 14:00 HÁTÍÐ BER AÐ HÖNDUM BJARTA Dagskrá um ævi Þorláks biskups helga á 800 ára ártíð hans. Jóladagur kl. 16:35 VIÐ JÓLATRÉÐ: JÓLABALL ÚTVARPSINS Jólatrésskemmtun í Dalvíkurskóla. Jóladagur kl. 20:00 ÓRATÓRÍAN „MESSÍAS" eftir G.F. Hándel Hljóðritun Útvarpsins frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands árið 1963. Stjómandi er dr. Róbert Abraham Ottósson. Nýársdagur kl. 13:30 NÝÁRSGLEÐI ÚTVARPSINS Fjölbreytt dagskrá með Söngskólanum í Reykjavík. Umsjón: Jónas Jónasson. Sunnudagur 2. jan. kl. 13:00 JÓLALEIKRIT ÚTVARPSINS: 1 „UTAN VIÐ DYRNAR" — sígild perla þýskra leikbókmennta eftir Wolfgang Borc- hert. Bæklaður hermaður, sem hefur dvalið í rússneskum fangabúðum, snýr heim þremur árum eftir stríðslok og kemst að því að eng- inn hefur þörf fýrir hann lengur. RÁS2 Jóladagur kl. 13:00 FYRSTU ÁRIN — HAUKUR MORTHENS Trausti Jónsson veðurfræðingur velur til flutnings lög úr safni Útvarpsins. Þetta eru upptökur með Hauki Morthens frá árunum 1947-1958, sem sumar hverjar hafa aldrei heyrst í útvarpi áður. Jóladagur kl. 15:00 BUBBI MORTHENS — STIKLAÐ Á STEINUM ÚR SÖGU ALÞÝÐULISTA- MANNSINS ÁSBJARNAR KRISTINSSON- AR MORTHENS. „Bubbi Morthens og augun“. Lísa Páls heim- sækir Bubba og ræðir m.a. um augun í text- um hans. Annar í jólum kl. 13:00 DRÖG AÐ UPPRISU Megas og Nýdönsk á tónleikum í Hamra- hlíðarskólanum í nóvember sl. Á undan tón- RÍK/SÚTVARP/Ð ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.