Tíminn - 07.01.1994, Síða 6

Tíminn - 07.01.1994, Síða 6
6 Wbmmn Föstudagur 7. janúar 1994 Valddreifing eöa miöstýring í vísindastefnu ríkisstjórnarinnar: Vísindin fjötruð í flokkspólitík? IOECD-skýrslu, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út í fyrra, var m.a. bent á aö málefni raimsókna- og vís- indastarfs virtist ekki njóta for- gangs í íslenskum stjómmálum og að áhugaleysi ríkti meðal stjórnmálamanna um þennan málaflokk. Nú hefur hins vegar verið kynnt ný vísindastefna ríkisstjórnarinnar, sem sam- þykkt var með sérstakri yfirlýs- ingu á ríkisstjórnarfundi í haust, og stóð öll ríkisstjómin að þeirri afgreiöslu. Þessa dag- ana er unniö hörðum höndum aö útfærslu vísindastefnunnar, en í því starfi hefur verið leitaö eftir viðbrögöum frá þeim aðil- um sem stunda vísinda- og rannsóknastörf, vísindasamfé- laginu sem svo hefur verið kall- að. Nýlega var efnt til málþings á vegum menntamálaráðuneytis- ins um vísinda- og tæknistefn- una, en þar fengu Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og aðalhöfundar vísindastefn- unnar, þeir Þórólfur Þórlinds- son prófessor og Ólafur Davíðs- son ráðuneytisstjóri, að heyra hvaða undirtektir stefnumörk- unarframtakið fékk hjá þeim fjölmörgu vísinda- og fræöi- mönnum sem þar vom saman komnir. Að dómi Þórólfs Þór- lindssonar var greinilegt á mál- flutningi manna á málþinginu og þeim athugasemdum og ábendingum, sem síðan hafa komið fram um málið, aö nokkuð víðtækur velvilji ríkir í garö stefnuyfirlýsingar ríkis- stjómarinnar, þó ágreiningur sé til staðar um útfærslu á ein- stökum atriðum, einkum þeim er lúta að skipulagi og upp- byggingu vísinda- og rann- sóknastarfs. Þórólfur segir að í framhaldi af úrvinnslu þeirra athugasemda, sem nú er veriö aö safna saman í menntamála- ráðuneytinu, verði haldinn annar fundur, eins konar fram- haldsfundur af málþinginu, þar sem reynt verði að ná fram sem ásættanlegastri lendingu. Aukin valddreifing í ljósi gagnrýni OECD-skýrsl- unnar á áhugaleysi stjómmála- manna á rannsókna- og vís- indastarfi og því að ýmsir tals- menn vísindasamfélagsins hafa lýst svipuðum skoðunum, bæöi á málþingi ráðuneytisins á dög- unum og áður, virðist það óneitanlega mótsagnakennt hversu almennar efasemdir eða gagnrýni er uppi meðal þessara sömu talsmanna vísindasamfé- lagsins gagnvart því að stjóm- málamenn láti þennan mála- flokk til sín taka. Þessi gagnrýni lýtur þó aö því að hin nýja vís- indastefna feli í sér hættu á Þórólfur Þórlindsson prófessor situr í vísindastefnunefnd og er annar tveggja abalhöfunda vísindastefn- unnar. miðstýringu og stjómlyndi, þar sem pólitísk stjórnvöld hafi alltof mikil áhrif á vísindastarf- semina. Aö samfara fyrirheiti um stóraukin fjárframlög til vísindalegra rannsókna yxi líka pólitískt vægi þessa málaflokks og gerði hann líklegri til að verða aö bitbeini í dægurþrasi stjómmálabaráttunnar. í grófum dráttum er staða þessara mála þannig í dag, aö opinber framlög íslendinga til rannsókna- og þróunarstarf- semi em ekki ósvipuð því sem gerist og gengur á hinum Norð- urlöndunum. í prósentum af heildarútgjöldum taliö em þau jafnvel eitthvaö hærri en í Dan- mörku og Finnlandi. Framlag atvinnulífsins hins vegar er áberandi mikið minna en í ná- grannalöndunum. Öll framlög á íslandi til vísinda og rann- sókna munu vera um 1,2% af vergri þjóðarframleiðslu eða um 4,5 milljarðar króna. Ólafur G. Einarsson ítrekaöi á mál- þinginu á dögunum að stefna ríkisstjómarinnar væri að auka fjárframlög til þessara mála. Menntamálaráðherra sagði jafnframt að veigamikill þáttur í stefnumörkun ríkisstjórnar- innar í vísindamálum væri valddreifing. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari valddreif- ingu væri aö skapa eitt visinda- og tækniráð í stað Rannsóknar- ráðs og Vísindaráðs. Hann und- irstrikaði aö hugtakiö stefnu- mótun væri vandmeðfariö í Ólafur Davíbsson rábuneytisstjóri situr í vísindastefnunefnd og er annar tveggja abalhöfunda vís- indastefnunnar. þessu samhengi, sérstaklega þegar kæmi að mörkunum milli þess sem unnið er á vett- vangi ríkisstjómarinnar og þess sem unnið er af vísindamönn- unum sjálfum. „Við núverandi skipulag veröur ríkisstjórn aö ákveða hversu stór hluti af upp- hæöinni ætti aö renna til Rann- sóknasjóðs Rannsóknarráðs, Vísindasjóðs, Rannsóknasjóös Háskólans, svo og til ýmissa rannsóknarstofnana. I slíkri ákvöröun felst óhjákvæmilega stefnumótun af hálfu ríkis- stjórnarinnar," sagði Ólafur G. Einarsson. Síðan sagöi hann: „Stefnumótun af hálfu ríkis- stjórnarinnar hefur afgerandi áhrif á starfsemi vísinda í heild. Kjami málsins er þó sá að nú- verandi skipulag, sem í fljótu bragði virðist byggja á þó nokk- urri valddreifingu, gefur ríkis- stjóm ekki möguleika á því að láta vísindasamfélagið móta stefnuna að öllu leyti. Breytt skipulag vísindamála, þar sem gert er ráð fyrir einu vísinda- og tækniráði, gæfi vissulega mun meiri möguleika til valddreif- ingar, þannig að fræðimenn sjálfir geti haft áhrif á nýtingu fjármagns, heldur en það skipu- lag sem við búum við í dag." Ráöherrann telur þannig að áhrif vísindasamfélagsins gætu orðiö mun meiri og sterkari, ef það ætti sér einn sterkan og öfl- ugan vettvang eða hagsmuna- gæsluaðila, sem kæmi fram gagnvart fjárveitingavaldinu og Ólafur C. Einarsson menntamála- rábherra. stjórnmálamönnum. Sú stað- reynd, að vísindastarfsemi og rannsóknir eru í aðalatriðum klofin í tvær fylkingar — Rann- sóknarráðs annars vegar og Vís- indaráðs hins vegar — gagnvart pólitískum stjómvöldum, hefur að mati Ólafs háð þessari starf- semi og gert henni erfiðara en ella að ná athygli og áhuga stjómmálamanna. Áhrif stjórnmálamanna En þessi breyting þýðir að skipulag, starfsreglur og val á mönnum í hið sameinaða vís- inda- og tækniráð getur ráðið úrslitum um hvort sameining ráöanna leiðir til valddreifing- ar, eins og ráðherrann heldur fram, eða hvort útkoman verð- ur einfaldlega aukin miðstýr- ing. Og það er þama sem hníf- urinn viröist standa í kúnni, ef marka má málflutning vísinda- mannanna á málþingi ráðu- neytisins á dögunum. Sú rök- semd, að þörf sé á markvissari og sterkari hagsmunagæslu fyr- ir vísindastarfsemi gagnvart stjórnmálamönnum, virðist eiga almennan hljómgrunn meðal vísindamanna og hug- myndin um eitt öflugt vísinda- og tækniráö viröist sem slík ekki mjög umdeild. En áherslan á að ná athygli stjórnmála- mannanna hefur alið af sér þær áhyggjur í vísirtdasamfélaginu, að í leiðinni muni þessir sömu FRETTA- SKÝRING BIRGIR GUÐMUNDSSON stjórnmálamenn vilja fá að ráða meiru um það hvað vís- indamennimir em að rannsaka og hvemig það er gert. Raunar staðfesti Olafur G. aö hluta til þessar áhyggjur fræðimann- anna í ávarpi sínu til þeirra, þegar hann sagði: „í þessu sam- bandi vil ég benda á að verði stjórnmálamenn algerlega úti- lokaðir frá þátttöku í ákvörðun og umfjöllun um vísindamál, leiðir það óhjákvæmilega til áhugaleysis þeirra á viðfangs- efninu, sem mun hafa í för með sér skert fjárframlög til málaflokksins." Áhyggjur af miöstýringu Áhyggjur af skertu sjálfstæði fræðimanna í verkefnavali og einhvers konar stýringu „að of- an", sem segði til um hvað teldust vísindalega áhugaverð rannsóknarverkefni, voru á málþinginu viðraðar með tilvís- an til ákveöinna atriða í vís- indastefnunni. Þetta kom berlega fram þegar menn vísuöu til þriðja liðs í samþykkt ríkisstjómarinnar, en í skýringum meö þeim lið segir m.a.: „Tekin verði upp for- gangsrööun verkefna þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af stefnu stjórnvalda .í efnahags- og menningarmálum...." Þetta töldu margir vísbendingu um aö til stæði að taka upp mun beinni og afdráttarlausari pólit- íska stýringu rannsókna en ver- ið hefur. Svipaða tilhneigingu hefur verið bent á víðar í stefnumörkuninni, eins og t.d. því að á endanum er það ráð- herra sjálfur sem skipar alla mennina níu í hiö sameinaða visinda- og tækniráð; að vísu velur hann sex þeirra úr stómm hópi manna, sem stungið hefur verið upp á af skólum á há- skólastigi og rannsóknarstofn- unum, en þrjá velur hann alveg sjálfur. Þar aö auki má sjá í skýringum með yfirlýsingunni vísbendingar um að pólitísk stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma muni skipta miklu máli. Dæmi um þaö er aö finna í skýringum með lið 1, þar sem verið er að fjalla um sameiningu Rannsóknarráðs og Vísindaráðs í eitt ráð, en þar segir m.a. um skipulagningu rannsóknarstarfseminnar: „Starfsemin verði gerð skilvirk- ari, m.a. dregið úr skörun í verkefnavali, komið í veg fyrir Vísindasamfélagið tjáir sig um fjandvin- samlega afstöðu til fyrirhugaðra breyt- inga í málefnum vísindarannsókna á málþingi menntamálaráðuneytisins

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.