Tíminn - 07.01.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 07.01.1994, Qupperneq 11
Föstudagur 7. janúar 1994 11 Embætti héraðsdýra- læknis í Mýrasýslu Laugardaginn 18.12. s.l. segir Tíminn frá því aö Halldór Blön- dal, landbúnaöarráöherra, hafi veitt undirrituðum stöðu hér- aðsdýralæknis í Mýrasýsluum- dæmi. í greininni er ekki að öllu leyti farið rétt með staðreyndir. Þar segir að Gunnar Gauti hafi „gegnt störfum fráfarandi hér- absdýralæknis í forföllum hans undanfarin ár". Rétt er að Sverr- ir Markússon hefur gegnt störf- um héraðsdýralæknis í Mýra- sýsluumdæmi í um tuttugu ár. Gunnar Gauti hefur leyst hann af I sumarleyfum og verið settur með honum á sláturtíb undan- farin ár. Áriö 1989 tók til starfa þriggja manna nefnd landbúnaðar- ráðxmeytisins, sem leggur mat á umsóknir til héraðsdýralæknis- embætta. Nefndin starfar eftir reglum, sem Steingrímur J. Sig- fússon setti. í henni sitja fulltrúi ráðherra, yfirdýralæknis og Dýralæknafélags íslands. Ráð- herra hefur undantekningar- laust farið eftir mati nefndar- innar, jafnvel þó að stundum hafi litlu munaö á umsækjend- um. Fullyrðing Klemensar Hall- dórssonar um hið gagnstæða er röng. Klemens Halldórsson „segist telja að stjómmálaskoð- LESENDUR anir umsækjenda hafi ráðið miklu um hver fékk þétta starf" og á þar vafalítið við að undir- ritaður er sjálfstæöismaður. Af því tilefni vil ég benda blaðinu á að leita upplýsinga hjá land- búnabarráðuneytinu um hvort stjómmálamenn hafi gengið minna erinda eða jafnvel ann- arra umsækjenda í þessu máli. Umsóknarfrestur um starf hér- aðsdýralæknis í Mýrasýsluum- dæmi rann út 16. nóvember. Þá um kvöldið hafði Gunnar Öm Guðmundsson, héraðsdýra- læknir á Hvanneyri, samband vib mig og daginn eftir hitt- umst viö og buöum Gunnari Gauta að vera með okkur. Hann sá sér það ekki fært. Ég gerði Gunnari Emi strax ljóst, að áhugi minn á embættinu væri alfarið bundinn því að þeir fé- lagamir vildu hafa samstarf við mig, að öðmm kosti ætlaði ég að draga umsókn mína til baka. Úr varð að ég lét umsóknina standa, enda fóm hugmyndir okkar Gunnars Arnar um þriggja manna samvinnupraxis í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu- umdæmum saman. í þeirri sam- vinnu skyldu menn standa sem jafnastir, án tillits til þess hvort þeir væm héraðsdýralæknar eða sjálfstætt starfandi. Síðan leiö mánuður þar til embættið var veitt. Þann tíma notuðu ákafir stuðningsmenn Gunnars Gauta Gunnarssonar til undirskriftasöfnunar í hérabi og vikuna eftir veitinguna not- uðu þeir til opinberra mót- mæla. Möguleikar mínir til að afla mér nauðsynlegs trúnaðar- trausts á skörnmum tíma em litlir orðnir. Ég gef lítiö fyrir orð og frekari kynni af mönnum, sem í einni setningu leggja áherslu á að þeir hafi ekkert á móti persónu og störfum Rún- ars Gíslasonar, en segja svo í þeirri næstu að hann hafi feng- ið pólitíska stööuveitingu. Starfi héraðsdýralæknis í Mýrasýslu hef ég sagt lausu. Gunnari Erni Guðmvmdssyni, héraðsdýralækni á Hvanneyri, þakka ég góðar samstarfsvið- ræður um leið og ég harma að niðurstaðan varð þessi. Stykkishólmi, 31.12. 1993. Rúnar Gíslason, héraðsdýralceknir Heimskulegar tillögur heilbrigöisráöherra Þegar fjárlögin vom til síðustu umræðu á Alþingi fyrir jólaleyfi þingmanna, komu fram, sam- kvæmt fréttum, tillögur frá heil- brigðisráðherra um að lækka út- gjöld til hjálpartækja fyrir fatl- aða um 100 milljónir. Þá kom einnig fram tillaga um aö lækka útgjöld til lyfjakaupa um abrar 100 milljónir, sérstaklega vegna kaupa á magalyfjum. Þetta finnst mér fáheyrt hneyksli. Og að þetta skuli koma frá manni, sem telur sig vera jafnabar- mann. Hér áður hefði þetta þótt lygasögu líkast, það er aö segja að slík tillaga skyldi koma frá einum af fomstumönnum Al- þýbuflokksins, sem nú kallar sig J afnaöarmann afl okk íslands. Ég get ekki látið hjá líða að fara um þetta nokkmm orðum, vegna þess aö þetta snertir mig persónulega. Þab em 29 ár síðan ég lamaðist verulega eftir stóra skuröaðgerð og hef síðan í vax- andi mæli þurft að nota hjálpar- tæki. Þessi hjálpartæki hef ég langflest fengið að láni frá Hjálpartækjamiðstöðinni og Hjálpartækjabanka RKÍ. En í ráöherratíð Sighvats Björgvins- sonar brá svo við að ég þurfti að greiða helminginn í dým hjálp- artæki sem ég þurfti að fá, en þó þarf ég ab skila því aftur þegar ég þarf ekki lengur á því ab halda, eins og öðmm hjálpar- tækjum. Mér finnst að núver- andi ríkisstjóm ætli ab seilast langt yfir skammt, ef hún fer að gera það að reglu að láta fatlaða greiða fyrir notkun á hjálpar- tækjum. Á sama tíma er þeim, sem hafa nóg fjárráð, heimilt og þeir beinlínis hvattir til þess LESENDUR með sífelldum auglýsingum, ab kaupa hlutabréf í ýmsum fyrir- tækjum til þess að spara sér að greiða fleiri tugi þúsunda í greiðslu á íekjuskatti. Mér finnst að nær hefði verib að af- nema slík hlunnindi, heldur en að seilast í vasa fatlaðra og sjúkra eftir peningum til að minnka fjárlagagatið. Þá kem ég að hinu, það er að segja skattinum á magalyfin. Þar get ég líka talað af eigin reynslu. Fyrir rúmum 23 ámm fannst magasár hjá mér viö rannsókn. Þá sagði mér maga- sérfræðingur að alltaf væm að koma betri og betri magalyf á markaðinn og að ég skyldi held- ur nota þau, en ekki láta skera mig upp, því að búast mætti við að batahorfur mínar væm um 50% ef ég væri skorinn og þess vegna skyldi ég frekar nota magalyf. Þetta hefur mér reynst vel, að minnsta kosti ennþá, hvað sem síðar kann að veröa. Þessi skattastefna, sem núver- andi ríkisstjóm hefur fylgt frá upphafi ferils síns og allt fram á þennan dag, að skera alltaf meira og meira niður í heil- brigðiskerfinu, en hlífa þeim tekjuhæstu og stóreignamönn- unum, finnst mér svívirbileg. Vonandi eiga þeir stjórnmála- flokkar, sem stjómað hafa land- inu síðan vorið 1991, eftir að fá verðuga refsingu fyrir gjörðir sínar og það mannúðarleysi, sem þeir hafa sýnt þeim sem minnst mega sín, viö næstu kosningar til Alþingis. Að lokum vil ég minna á að um þessi áramót tók EES-samning- urinn gildi hér á landi, en hann er að mínu mati mesti niður- lægingarsamningur sem gerður hefur verið síðan 1262. Ég vil því hér með skora á alla sanna íslendinga að hefja nýja frelsisbaráttu fyrir fullu og óskomðu sjálfstæði íslands og íslensku þjóðarinnar. Tökum sem allra flest fullan þátt í baráttunni. íslandi allt. Sigurður Lárusson 'RM TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BLINAÐARBANKI ÍSLANDS Tilkynning tii eigenda Gullbóka Hinn 1. janúar 1994 verður sú breyting á reglum Seðlabanka (slands uiji verðtryggingu spariflár að heimild til verðtryggingar innstæðna á óbundnum sparireikningum naer aðeins til óhreyfðra fjárhæða á hverju ári, en til þessa hefur verið heimilt að verðtryggja óhreyfðar innstæður á hvomm árshelmingi fyrir sig. Innstæður sem ekki fullnægja þessu skilyrði bera nafn- vexti. Innstæður á Gullbókum falla undir framangreindar reglur. Til þessa hefur verðbótum og/eða vöxtum veriö bætt við innstæð- ur á Gullbókum tvisvar á ári, en vegna breyttra reglna verða þessar færslur nú að miðast við heilt ár. Frá og með árinu 1994 verður verðbótum og/eða vöxtum því bætt við innstæður á Gullbókum 31. desember ár hvert. 6. janúar 1994, Búnaðarbanki íslands. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR Til móts við framtíðina Munið fræðslufundinn um möguleika ís- lenskra matvæla á VISTVÆNUM OG LÍFRÆNUM mörkuðum á morgun, laugardag, á Hótel Sögu kl. 9. Dagskrá: Setning: Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags (slands, setur fundinn. Ávarp: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. Vistvænn landbúnaður, krafa heilbrigðrar skynsemi — líf- rænn landbúnaður frá félagslegu, menningarlegu, vistfræðilegu og efnahagslegu sjónarhomi. Þróun vistvæna og lífræna markaðarins úr sérhæfðum í al- mennan markað — hvað er rétt og rangt um þennan hraðvax- andi markað. Skipulagning eftirlits og vottunar— uppbygging eftirlitskerfa, lagaleg atriði. Einstæðir möguleikar íslands — aö skipuleggja vistvænan markað heima og heiman. Lokaorð: Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. Carl Haest flytur erindin á ensku og verða þau þýdd jafnóðum fyrir þá sem vilja. Þátttökugjald er kr. 1.900, innifalið kaffi og hádegisverður. Skráning þátttöku er í síma 630300 í dag. Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Kristínar Sigurðardóttur frá Víðigeröi sfðast tll heimilis aö Bergholti 3 d, Biskupstungum Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Ásbjöm Ólason V_______________________________________________________J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.