Tíminn - 08.01.1994, Síða 13
Laugardagur 8. janúar 1994
Tíminn 13
DACBÓK
T^jr\j\j\jvj\AJ\JUAJ\jtj
Laugardagur
8
janúar
8. dagur ársins - 357 dagar eftir.
1. vika
Sólriskl. 11.09
- sólarlag kl. 16.00
Dagurinn lengist
um 4 mínútur
Jólatrésskemmtun
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur jólatrésskemmtun í dag,
laugardaginn 8. janúar, kl. 15.
Allir velkomnir.
Félag eldri borg-
ara í Reykjavík og
nágrenni
Sunnudagur: Bridskeppni, tví-
menningur, kl. 13 og félagsvist
kl. 14. Spilað er í Risinu, Hverf-
isgötu 105. Dansað í Goðheim-
um kl. 20.
Leikritið „Margt býr í þok-
unni" sýnt í Risinu miðvikudag
12. jan. og laugardag 15. jan. kl.
16. Sunnudag 16. jan. kl. 20.30.
Miðapantanir á skrifstofu fé-
lagsins s. 28812 og á kvöldin s.
12203 Brynhildur og s. 10730
Sigrún.
Fríkirkjan í
Reykjavík
Sunnudagur: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta ld. 14.
Organisti Pavel Smid. Prestur
Cecil Haraldsson.
Ferbafélag íslands
Sunnudagsferð 9. janúar kl. 13:
Bessastaðir-Álftanes. Það er við
hæfi aö hefja fyrstu sunnudags-
göngu þessa lýðveldisafmæli-
sárs í nágrenni Bessastaða. Þetta
er einnig ágæt fjölskylduganga í
upphafi árs fjölskyldunnar.
Strönd Álftaness er eitt af
skemmtilegustu útivistarsvæð-
um í nágrenni höfuðborgar-
svæðisins. Verö aðeins 660 kr.,
frítt fyrir böm með fullorönum.
Brottför frá Umferöarmiðstöð-
inni, austanmegin (stansað við
Mörkina 6).
Ferðafélag íslands þakkar frá-
bæra þátttöku í fjölskyldugöngu
og blysför um Öskjuhlíð á þrett-
ándanum þar sem mættu á ann-
að þúsund manns. Fyrsta
myndakvöld ársins er miöviku-
dagskvöldiö 12. janúar í Sóknar-
salnum. Gleðilegt ferðaár!
Ættfræbinám-
skeíb í Reykjavík
og víbar
Ættfræðiþjónustan í Brautar-
holti 4 byrjar upp úr miðjum
mánuöinum með ný námskeið
fyrir byrjendur (5-7 vikur),
framhaldsnámskeið fyrir lengra
komna og grunnnámskeið á
nokkrum stöðum úti á landi. Á
námskeíðunum fræðast menn
um íslenska ættfræði, heimjldir,
leitaraðferðir og úrvinnslu upp-
lýsinga í ættarskrám af ýmsu
tagi. Auk þjálfunar í vinnu-
brögðum fá þátttakendur góðan
tíma og aðstöðu til að rekja eig-
in ættir og frændgarð, með
notkun kirkjubóka, annarra
frumheimilda, handrita og
prentaðra bóka. Leiðbeinandi er
Jón Valur Jensson. Innritun er
hafin í símum 27100 og 22275.
Ný stór mat-
reibslubók um
heilsufæbi
Út er komin hjá Fjölvaútgáf-
unni Stóra Toppforms matreiðslu-
bókin eftir Marilyn Diamond í
þýðingu Margrétar Ákadóttur.
Þetta er mikið verk með hver-
skyns upplýsingum um heilsu-
fæði og hollustumataræði. Bók-
in er ekki myndskreytt, þar sem
útgefendur telja litmyndir af
réttum í matreiöslubókum aðal-
lega markaðssetningu, sem
engu raunhæfu hlutverki gegni.
Hinsvegar eru í bókinni mörg
hundruð uppskriftir að hver-
skyns hollusturéttum, en Mari-
lyn Diamond hefur með ljúf-
fengum uppskriftum sínum átt
vemlegan þátt í heilsubylgju
þeirri, sem gengið hefur um
hinn vestræna heim aö undan-
fömu.
Fyrir nokkmm ámm kom út
hjá Vasaútgáfunni bókin „í
Toppformi" eftir Marilyn og
Harvey eiginmann hennar með
ráöleggingum m.a. um ávaxta-
fæði á morgnana og um rétta
samsetningu fæðunnar. Hefur
sú bók notið mikilla vinsælda
hér á landi, orðið metsölubók
og hjálpað fjölda fólks til að
taka upp nýtt mataræði til að
bæta líkamslögun sína og öðlast
lífskraft.
Stóra Toppforms matreiðslubókin
er 400 bls. með töflum, heim-
ildaskrám og atriðisorðaskrám.
Kápumynd gerði Jean Posocco,
en bókin er xmnin í G.Ben.
Prentstofu.
ívar Brynjólfsson
sýnir Ijósmyndir í
Gallerí Sævars
Karls
ívar Brynjólfsson sýnir ljós-
myndir í Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti 9, 7. janúar til 2.
febrúar.
Hann er fæddur 13. maí 1960
og stundaði nám við ljós-
myndadeild San Francisco Art
Institute (BFA) árin 1984-1988.
ívar var ljósmyndari Lands-
bókasafns íslands 1988-1990 og
er nú Ijósmyndari Þjóðminja-
safns íslands.
Hann hefur áður haldiö tvær
einkasýningar: „Vondar myndir
frá liðnu sumri" í Djúpinu
1986, og „Myndir af venjuleg-
um stöðum" I Gallerí 1 1 árið
1991..
Sýningin í Gallerí Sævars Karls
ber heitið „Landslag — Jarð-
rask". „Jörðin mun breytast á
meöan maðurinn er að, sem og
hún mun halda áffam aö gera
eftir að maðurinn verður horf-
inn," segir í fréttatilkynningu.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma, á virkum dögum frá kl.
10-18.
j::
Eins og sjá má hefur Valentino toppinn gegnscejan oð Hér er kjóllinn fleginn í barminn og hafbur þröngur um
mestu, sem magnar hina kvenlegu dulúð um leið og mjabmirnar. Hvort tveggja undirstrikar hinar ávölu,
kjóllinn verbur tcelandi. kvenlegu línur, sem Valentino eru svo hugleiknar.
Tælandi og kvenlegir
ballkjól-
ar þetta
árið
Ljóst er að kvöldkjólamir í ár,
„svörtu samkvæmiskjólamir"
sem stundum em kallaðir svo,
verða tælandi og kvenlegir, en
hönnuðir eins og Balmain og
Valentino lögðu nú fyrir hátíð-
amar línuna í þessum efnum.
Gegnsætt siffon eða önnur álíka
efni em áberandi og draga fram
kvenleika og kynþokka. Allar
línur I hönnuninni em í þess-
um anda, mjúkar og ávalar, og
áhersla er lögð á vandað yfir-
bragð. Almennt er talið að þeg-
ar líöa tekur á árið 1994 og
næsta tískubylgja fer að nálgast,
verði þessi útfærsla á „svarta
samkvæmiskjólnum" ágæt
tenging við það sem koma skal,
en það telja menn að muni
verða enn meiri blúndur og
boröar, dúkkulísulegir en vand-
aðir kvöldkjólar. Þá muni upp
rísa öld „blúndanna", sem Rósa
Ingólfsdóttir kallaði svo, til að-
greiningar frá ónefndum vað-
málskerlingum.
Cegnsœ efnisslikjan dregur úi því
hversu þessi Balmain-kjóll er fleginn
Engu ab síbur hefur nábst fram
skemmtileg togstreita milli siba-
vendni og dirfsku.
I spegli Tímans
Hér er Balmain-útfœrsla á tœlandi kjól
meb gegnsœjum toppi, nema hvab hér er
meira hulib og því meira gefíb í skyn.