Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 4
4
®RWIIÍMEII
Föstudagur 14. janúar 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210,125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmiðja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Ógnarjafnvægið
minnir á sig
Nýafstaðinn leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins
undirstrikaði það að lok kalda stríðsins boða ekki endi-
lega nýtt friðartímabil, þar sem friður og lýðræði er
tryggt. Eystrasaltsríkin, sem áður voru hluti Sovétríkj-
anna, og flest fyrrverandi fylgiríki þeirra sækja fast að fá
inngöngu í Nató, en er synjað.
Þess í stað er boðið upp á einhvers konar friðarsam-
vinnu, sem umsóknarríkin telja hvergi nærri fullnægj-
andi til að trygga öryggi sitt. Ráðamenn í Rússlandi fara
ekki dult með það að þeir telja það ógna sínu öryggi, ef
fyrrum leppríki fá inngöngu í Nató, og austur þar em
uppi háværar raddir um að innlima beri þessi lönd á ný
undir rússnesk yfirráð.
Útlit er á að samstarf sé að takast með kommúnistum
og útþenslusinnuðum þjóðrembingum í rússneska
þinginu og að þeir geti myndað meirihluta gegn Jeltsín
forseta og umbótaflokkunum sem styðja hann. Em
veður því öll válynd austur þar og ekki friðvænlegt um
að litast. Ekki bætir úr skák að þau öfl, sem em að ná yf-
irhöndinni í dúmunni, em mjög andsnúin Nató og
telja að ekki komi til greina að lönd, sem þau álíta að
heyri undir Rússaveldi, gangi til samstarfs við vestræn
varnarsamtök.
Hér er úr vöndu að ráöa og geta leiðtogar Nató hvorki
látið rússneska björninn ráða gjörðum sínum né egnt
hann til reiði, eins og málin standa. Því er eina ráðið að
vísa til Röse, ráðstefnu um frið og öryggi í Evrópu, og
gera loðmullulegar samþykktir um einhvers konar frið-
arbandalag, sem ekki er annað en tilraun til að friða
órólegar þjóðir austur í álfu.
Ekki tókst leiðtogunum að komast að samkomulagi
um aðgerðir gegn stríðandi ættbálkum á Balkanskaga.
Áréttuð var hótun um að kasta sprengjum á Serba, sem
em að bombardera höfuðborg Bosníu, en sú samþykkt
veldur engum aldahvörfum í stríðum þjóðflokka fyrr-
um Júgóslavíu. Þar með er undirstrikað að samtökin em
ófær um að skerast í leikinn, þótt stríð sé hafið í Evr-
ópu, sé styrjaldaraðili ekki í Nató.
Sama gildir um stríð, sem háð em austur í fyrmm lýð-
veldum Sovétríkjanna. Þau em látin afskiptalaus. Úm
borgarastríðið í Tyrklandi vill enginn ábyrgur aðili tala
eða vita yfirleitt neitt af.
Sameinaður hernaðarmáttur Natóríkjanna er ótvírætt
hinn mesti sem nú er í heiminum. En samt verða sam-
tökin að fara að öllu með gát, þegar um er að ræöa af-
skipti utan bandalagsríkjanna, og eins verður að gæta
fyllstu varúðar ef og þegar nýjum ríkjum verður veitt
innganga.
Þótt kalda stríðinu, eins og við þekkjum það, sé lokið,
er ógnarjafnvægið ekki úr sögunni. Það er aðeins orðið
enn flóknara en áður, þegar risaveldin stóðu andspæn-
is hvert öðm, grá fyrir járnum, og hótuðu tortímingu ef
út af leikreglum var bmgðið.
Nú er risaveldið aðeins eitt, en kjarnorkuveldin fleiri
en nokkm sinni fyrr. Járntjaldið afmarkar ekki lengur
valdataflið milli ríkja, þjóða og ættbálka. Hætturnar
steðja að úr fleiri áttum og óvinir em ekki eins greini-
legir og þegar vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna stóð
sem hæst.
Þótt leiðtogum Nató hafi ekki tekist að leysa öll vanda-
mál á fundi sínum í byrjun vikunnar, er ekki þar með
sagt að Nató eigi ekki enn miklu hlutverki að gegna.
Evrópa án víðtæks og öflugs vamarbandalags er óhugs-
andi og heimsmálin hafa ekki skipast á þann veg að
tímabært sé að draga úr því öryggi, sem þjóðum er aö
aðild að slíku bandalagi.
Hitt er annað mál að ekki er stórmannlegt að heimta
óþörf hemaðarumsvif aðeins til að græða á þeim um
stundarsakir, eins og nú em dæmi um. Hermangi og ör-
yggishagsmunum á ekki að blanda saman, þótt óneit-
anlega sé skeggið skylt hökunni.
Raubur dregill 1 raðuneyti
Mörgum þótti Gu&mundur Árni
Stefánsson heilbrigöisráðherra
sýna fádæma dómgreindarleysi
og óvenju gróft pólitískt hags-
munapot í upphadfi ferils síns í
ráöherrastóli, þegar hann með
áberandi hætti fullkomnaði flótta
Karls Steinars Guðnasonar út úr
stjórnmálum meö því að setja
hann í forstjórastól Trygginga-
stofnunar. Sá farsi allur, þegar þrír
toppkratar gengu út úr stjómmál-
um í einu og settust beint í feit
embætti, minnir helst á inná-
skiptingar í ameríska fótboltan-
um, rubningi sem stundum er
nefndur svo, en þar þykir ekki
taka því að breyta nema skipt sé
um 6-10 leikmenn í einu.
Hagsmunatengsl
En hlutverk Guðmrmdar Áma í
þeirri leikfléttu var abeins lítib
brot af þeim ruðningi, sem hann
hefur ástundað meö embættis-
færslum sínum, og er athyglisvert
hversu samviskusamlega og fum-
laust hann gengur til verks þegar
spurningin snýst um frekjulega
og siðlitla fyrirgreibslu fyrir sjálf-
an sig og flokkinn. Biblaunamálið
og viðbrögð Guðmundar Áma í
því vom ef til vill frægasta dæmið
um þessa hluti, en mörgum þótti
líka nóg um, þegar Guðmundur
gerði mág sinn að aðstoðarráð-
herra, mann sem ekki var vitað til
að hefði sérstaka reynslu eða
þekkingu á sviði heilbrigöis- og
tryggingamála. Mágurinn, Jón H.
Karlsson, hefur vissulega mikla
reynslu úr viðskiptalífinu af því
aö selja teppi, en Garra er ekki
kimnugt um að sú reynsla hafi
nýst rábherranum eða ráðuneyt-
inu við að fást vib málefni sjúkra.
Teppasalinn hins vegar viröist
hafa komið með rauða dregilinn
með sér í ráðuneytib, í það
minnsta viröist hann eiga greiöa
GARRI
inngöngu inn á hvem þann vett-
vang heilbrigðismálanna sem
honum sýnist. Nú síðast lá rauði
dregillinn að formannsstóli í
stjómamefnd Ríkisspítalanna, en
þar hefur heilbrigbisrábherrann
búið mági sínum ágætlega laimab
valdahreiður.
Hæfi og vanhæfi
Þessi rábstöfun hins vegar hefur
í för með sér að ráöherrann verb-
ur vanhæfur, samkvæmt nýju
stjómsýslulögunum, til að fjalla
um klögumál vegna stjómar-
nefndarinnar og því má með
sanni segja að þetta sé afskaplega
öhentug og í rauninni heimsku-
leg ráðstöfun. En óhagræðið virö-
ist rá&herrann meta lítils, ef góð
staöa fyrir mág hans er annars
vegar. Og þó að landsmenn gapi
upp til hópa af undrun yfir
ósvífninni, lætur heilbrigðisráð-
herra það ekki á sig fá. Raunar
virðist hann telja að hann verði
meiri stjórnmálamaður en ella, ef
honum tekst ab ganga fram af
þjóð sinni í siðleysi og hagsmuna-
tengslum. En a& þessu sinni er
málið orðið svo alvarlegt, að sjálft
Morgunblaðið sér ástæðu til þess
að blanda sér í málið, enda er
flokkur blabsins í ríkisstjóm með
Guðmundi Áma og Mogginn því
samábyrgur embættisfærslu af
þessum toga. í fréttaskýringu í
gær reynir Moggi að segja, ab í
sjálfu sér kunni það ab hafa verið
í lagi að láta Jón í Teppabúðinni
ganga eftir rauða dreglinum inn á
Landspítala. Hins vegar segir
blaðið í þessari fréttaskýringu,
sem raunar er illa dulbúin út-
færsla á því sem ritstjóramir hafa
ekki kunnab við að setja í leiðara,
að embættisfærsla Guðmundar í
þessu máli ’sé óviðunandi. Niður-
staða Moggans er að Guðmundur
Ámi hefði átt að víkja sæti og láta
annan ráðherra setja Jón H. í
starfið. „En þá væri málsmeðferð-
arreglum fullnægt og ekki hægt
að saka ráðherrann um ab reka
ráðuneytið eins og fjölskyldufyr-
irtæki," segir í lokaorðum þessa
Morgunblaðs fréttaskýringarleib-
ara.
Þessi niðurstaða Moggans er í
sjálfu sér ágæt eins langt og hún
nær. Gallinn er hins vegar sá að
trúlega hefði enginn annar ráb-
herra fengist til að taka að sér
„ruðnings"-ráðningar fyrir Guð-
mund Ama, því þótt ýmislegt
megi segja um ráðherrana, þá era
þeir ekki í pólitískum sjálfsmorðs-
hugleiöingum. Hitt er líka vafa-
mál, hvort nokkur hæfur maður
hefði hvort sem var fengist til að
vera stjómarformabur ríkisspít-
ala. Það er orbin slík skömm ab
hafa verib skipaður í starf af heil-
brigðisráðherra og því fylgir orðið
slíkur spillingarstimpilí, að óvíst
er aö nokkur maður meb sjálfs-
viröingu hafi viljað taka að sér
starf sem hann veitir. Kannski var
mágur rábherrans besti kosturinn
í stöðunni, og hver veit nema
hann hafi verib kosturinn í stöb-
unni?
Gani
Hversdagsleikinn á bak jólum
Ég verð að viðurkenna að ég verð
svolítið tómur innan í mér þegar
jólin em búin. Jólatréð, sem við
fáum frá Hallormsstað, er rúiö
skrautinu og hent út á stétt
handa einhverjum verktaka, sem
hefur tekið ab sér að henda jóla-
trjám til ab hiröa. Skrautiö, sem
minnir á hátíðina, er fjarlægt og
hversdagurinn tekur við.
Ég gæti illa sætt mig vib þá til-
hugsun að eyba jólunum sem
ferðamabur á Kanaríeyjum eða
hliðstæðum stað. Á jólunum vil
ég vera heima hjá mér og hvergi
annars staðar.
Þjóötrúin og jólin
Mér finnst einhvem veginn að
smám saman sé umgjörð jólanna
og áramótanna að breytast. Ábur
átti þjóðtrúin óvenju greiða leið
að huga landans á þessum árs-
tíma, en ég hef einhvem veginn
á tilfinningunni að það breytist
óðum meb meira þéttbýli og
fleiri straumum, sem berast í
gegnum fjölmiðla, heldur en áö-
ur.
Ég veit ekki hvort jólasveinn-
inn, Grýla og allt það hyski höfb-
ar með sama hætti til nútíma-
fólks og það gerði til genginna
kynslóba. Nú er allt þetta lið aö
sýna sig fyrir jólin á Þjóöminja-
safninu, rétt eins og annab góss
sem tilheyrir libnum tíma. Aö
vísu hef ég heyrt um að í ein-
stöku skólum sýni gömlu jóla-
sveinamir sig á litlu jólunum æp-
andi og bölvandi og rífi stólpa-
kjaft, og þyki þetta þjóölegt meö
afbrigbum.
Á víbavangi
Jólasveinar einn og átta
Eins og fleiri jólasiðir er hinn
rauðklæddi jólasveinn með
skotthúfuna og grátt skeggið inn-
fluttur, og er sama tegund og sú
sem situr í stórmörkuðum í Am-
eríku, klappar þar bömum og
spyr hvort þau séu þæg og gób.
Að vísu hafa íslendingar blandað
svolitlu af lyndiseinkunnum ís-
lensku jólasveinanna saman vib
karakter hins innflutta, og út-
komuna getur ab líta fyrir hver
jól. Það er hins vegar dálítið
merkilegt með okkur Islendinga,
ab við virðumst ekki hafa mikiö
álit á gáfnafari jólasveinsins og
tölum um það að þessi eða hinn
sé „hálfgerður jólasveinn", ef
hann er utangátta og gáfnafariö
ekki fyrsta flokks.
Atvinnujólasveinar
Neysluþjóðfélagib skapar ýmsar
atvinnugreinar og ein þeirra er sú
að leika jólasveina í desember.
Þab vakti nokkra athygli þegar
forsætisráðherrann sjálfur, Davíð
Oddsson, upplýsti þaö í sjón-
varpsviðtali aö hann hefði stund-
að þessa atvinnu í „den tíð" og
haft meira en rábherralaun fyrir.
Ég stakk þessu hjá mér og hugs-
aði sem svo, aö þaö væri best að
ráðleggja Davíð að snúa sér ab
sínu fyrra starfi, næst þegar ég
legði til að ríkisstjómin segbi af
sér. Þá mundi ég allt í einu eftir
því að ég hafði sjálfur oftar en
einu sinni leikið jólasvein á jóla-
trésskemmtunum fyrir austan,
þó nokkuð sé umliðið síðan.
Munurinn var sá, að ég fékk ekk-
ert borgað fyrir það, því markaðs-
hagkerfið var ekki búið að nema
þar land ab fullu og menn tóku
að sér slík viðvik í sjálfboöa-
vinnu. Sökum líkrar starfsreynslu
okkar Davíðs Oddssonar á þessu
svibi, hef ég ekki rætt þetta mál
nema í þessum dálki.
Hversdagsleikinn
En nú era jólin búin og hvers-
dagurinn tekinn viö, og því mið-
ur er hann óvenju grár um þessar
mundir, með ótíð víöa um land,'
atvinnuleysi og verkfallsátökum.
Hib eina, sem minnir á hátíbina,
era jólaskreytingar trassanna,
sem taka þær ekki niður þótt
langt sé liðib á janúar. Þessar
skreytingar era umkomulausar
og era hluti af gráma hversdags-
ins. Ljósaskreytingar á trjám við
ráðhús Reykjavíkur vora fallegar
fyrir jólin, en þær era dálítiö um-
komulausar þegar þetta er skrifab
og komiö er fram undir miðjan
janúarmánub.
Nú er bara ab bíða eftir því að
daginn lengi, verkfallið leysist og
storma lægi. Þá fara hjólin að
snúast. Það er vel ljóst þessa dag-
ana sem fyrr, að þegar sjósókn er
lömuð er dauft um að litast í
landi.
Það sannast, sem skáldið sagði,
að „föðurland vort hálft er haf-
iö". Jón Kr.