Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. janúar 1994
Ari Trausti Guömundsson:
Hin byggðastefnan
Nokkrar játningar
Sem leikmaöur (og neytandi)
sé ég fyrir mér íslenskan land-
búnaö í kreppu. Grannfram-
leiöslan er of mikil handa ís-
lendingum, útflutningur
hverfandi og ýmsar búgreinar
(loödýr, fiskeldi, dúntekja,
feröamannaþjónusta o.fl.)
gagnast fáum eöa gefa of lítiö
af sér miöaö viö of miklar fjár-
festingar (og skuldir). Ég
skynja líka aö sjávarútvegur-
inn líöur fyrir rányrkju, of
mikla fjárfestingu í veiöitækj-
um eða vinnslu (og skuldir),
sundrangu sjómanna og fá-
mennisvald stærstu útgerð-
anna. Sem íslendingur veit ég
aö þama era tvær af fjóram
gildustu stoöunum undir sjálf-
stæðum efnahag landsmanna,
en efnahagskerfiö ætla ég ekki
að skilgreina og gagnrýna hér.
Sem gróinn (hálfur) Sunnlend-
ingur af bændaættum aftur aö
Þórólfi smjöri og hans konu
viöurkenni ég að landbúnaður
og sjósókn era undirstaða
byggðar utan aflra stærstu bæj-
anna. Þannig verður lengi, en
hvort tveggja er í ólestri. Og
svo mikil ítök á jörðin og sjór-
inn í mér enn aö ég hef af
þessu áhyggjur.
Þvingab byggba-
mynstur
Stundum láta menn eins og
óskeikul og ósnertanleg innri
lögmál ráöi þjóðfélagsþróun.
Þannig mynd fáum við oft af
flutningi 90% manna úr sveit-
um í bæi á 70 áram eöa svo.
Flókið samspil hagsmuna-
hópa, þarfir nýríkra fjármagns-
eigenda og stjómvaldsaðgerðir
era geröar að „sjálfsögðum
framföram", næsta sjálfvirk-
um. Raunar var því þvert á
móti þannig farið að sóknin
eftir skyndigróða, hömlulaus
rányrkja og vertíöarhefð veiöi-
mannsins í nýjvun búningi rak
fólk á harðahiaupum í byggða-
mýnstur, sem hefur á öllum
tímum síðati verið á skjön við
hagsmuni almennings.
Fyrst í stað mátti meirihlut-
inn kúldrast í vondum húsum,
við vonda heilsu, réttindalítill
og á lágu kaupi í heilsuspill-
andi atvinnuhúsnæði. Allir
innviðir stjómarfars og þjóðfé-
lags (infrastrúktúr) vora lengi
á eftir samtímanum. Smám
saman batnaði hagur fólksins,
en það var félagslega raglað;
rifið upp með rótum. Mannúð
margra betri borgara, réttinda-
barátta fólksins og fádæma
vinnuharka réð meiru um
batnandi veraldlega hagsæld
en stjómviska yfirvalda eða
framsýni eignamanna. Síðan
hélt gegndarlaus (lág-
launa)vinnan áfram; nú til að
viðhalda háu neyslustigi
meirihlutans og greiða skuldir
heimila. Byggðasamþjöppun-
in hélt einnig áfram, enda for-
senda þess að fjármagnið yxi
og færðist nauðsynlega á hlut-
fallslega færri hendur. Félags-
lega kreppan linaöist hins veg-
ar lítt; breytti aðeins um form.
í stað rótleysis og fortíðar-
hyggju kom m.a. mikil drykkja
(sbr. útbreiddan alkóhóhsma,
drykkju unglinga og ölæðis-
hegðan manna, miðað við t.d.
NV-Evrópu) og sinnuleysi vun
margt (m.a. uppeldi og um-
hverfi).
Byggðamynstrið hefur verið
þvingað alla 20. öldina, jafn-
VETTVANCUR
vel skoðað í þessu einfaldaða
samhengi. Örlög okkar era lik-
ari örlögum margra fram-
byggja (t.d. Grænlendinga) en
við þorum að viðurkenna.
Athuganir á hröðum byggða-
breytingum sýna að þær valda
djúpstæðum og langvinnum
traflunum á menningar- og fé-
lagslífi manna. Auðvitað er
líka frjómagn hins nýja að
finna í átökunum, rétt eins og
sjá má af íslenskri menningar-
sögu. í einfaldri mynd má
samt ræða um tengsl manna
við samskiptahefðir, sögu og
náttúra hinna nýju og gömlu
heimkynna og rof þeirra við
stórfellda fólksflutninga á
skömmum tíma. Hér fer ekki
íhaldssemi mín eða síðbúin
rómantík, heldur skilyrði þess
að geta lifað af náttúranni í til-
tölulega harðbýlu og fámennu
landi.
Litlar breytingar í búsháttum
á íslandi í langan aldur höfðu
fastmótað félagsstöðu fjöldans
og hefðir sem hlutu (og
þurftu) að breytast með tækni-
byltingunni. Menn misstu
hins vegar vald yfir breyting-
unum, hver hjá sér, vegna
óheyrilegs hraða og álags. Nú
verður ekki bætt fyrir þetta
nema með samstilltu átaki
heimila, skóla og félags- og
menningaryfirvalda; og þá
ekki með afturhvarfi, heldur
nýsköpun í samræmi við stöð-
una.
Sömu búshættir höfðu komið
á tengslum manns og náttúra.
Burtséð frá ofbeit og skógar-
eyðingu, lutu tengslin að
þekkingu á náttúranni og
næmleika á blæbrigði hennar.
Þau era hverjum manni nauð-
synleg, sem lifir af og hrærist í
jafn viðburðaríkri náttúra og
hér er; einfaldlega vegna þess
að þá verður vinna hans skil-
virkari og betri, samstaðan
meiri í samfélaginu og minni
hætta á áföllum. Þessi tengsl
rofnuðu að miklu leyti og fjar-
lægð meirihluta þjóðar og
náttúra orðin fyrir löngu of
mikil, eins og sinnuleysi um
landið og miðin eða jafnvel
fjandskapur við riýtingu lands
og sjávar bera vitni um. Grin-
myndin af ráðvilltum þéttbýl-
ingi á blánkskóm í vetrarbyl
(vitandi ekki úr hvaða átt
hann blæs né mun á kvígu og
á, togara og línubáti, birki og
reyniviði, hrauni og jökuh-
uðningi), en sem vinnur samt
á hagstofu mikilvægrar stofn-
unar, er raimveraleg en líka
grátbrosleg. Umræddum
tengslum verður ekki komið á
aftur nema á löngum tíma og
samfara breyttu byggða-
mynstri.
Af orðum mínum má draga
þá ályktun að milli þéttbýhs
og dreifbýlis verði að vera jafh-
vcegi og flceði, bæði fólks og
upplýsinga, til þess að við get-
um lifað af náttúranni, í sátt
við hana og sjálf okkur. Um
leið verður til samhengi í
menningu og menntun, fé-
lagsþroska og atvinnuþróun.
jd, en •••
Til era þeir sem fussa að ofan-
skráðu. Fleiri kynnu þó að
jánka, en segja sem svo: „Þetta
borgar sig ekki." Slík hagsemis-
hyggja nöktu krónunnar er
bæði röng og blekkjandi. Um
er að ræða einföld plús- og
mínusdæmi þar sem jákvæð
töluútkoma er eina skilyrðið
fyrir hagfelldum dómi. Mann-
legir þættir, þjóðfélagsskyldur,
umhverfisvemd o.s.frv. er víðs
fjarri. Með bamalegri einföld-
un (eða pólitískri blekkingu) er
unnt að reikna út að ódýrast sé
að byggja aðeins 5-10% lands-
ins og flytja inn öll matvæli.
Hún hefur smitað ungt fólk í
þeim mæli að margir láta sér
ekkert austan Lækjarbotna
koma sér við eða láta kaup-
gjaldið eitt ráða hvort þeir
flytja úr landi eða ekki.
Framtíb náttúru-
nytja í heíminum
Vistvæn starfsemi og sjálfbær
nýting (þ.e. endumýjanlegri
auðlind er skilað jafn góðri eöa
betri til framtíðar) verða boð-
orð 21. aldarinnar. Skortur á
eldsneyti, gróðureyðing,
hækkun sjávarborðs, ósoneyð-
ing og fleira mun neyða jaröar-
búa til nýrrar og betri um-
gengni við náttúrana.
Landbúnaður framtíðarinnar
hallast nær öragglega frá stór-
iðju (með tilheyrandi lyfjum,
kemískum vaxtarefnum,
styrktum útflutningi og gróð-
ureyðingu) að smærri, sjálf-
bærum einingum og hreinum
afurðum. 2000 vatnsósa ag-
úrkur, ræktaðar í steinull með
efnablöndu í stað jarðvegs og
með dýrri orku, úðaöar eitri,
geislaðar til að seinka rotnun
og fluttar með ígildi 50 tonna
mengandi steinolíu 2000 km
flugleið verða úrelt dæmi um
sóun og heilsuspillandi vit-
leysu. Kjöt með fúkalyfjum og
hormónum verður bannað og
lífræn ræktun krafa neytanda,
sem veit að margur sjúkdóm-
urinn, þ.á m. krabbamein, á að
hluta upptök í vondum
neysluvenjum og mat uppfull-
um af aukaefnum. Regnskóg-
um verður hlíft og einhæfri
ræktun í 3. heiminum (kakó,
kaffi, naut o.s.frv.) útrýmt í
hungraðum heimi. Útflutn-
ingur matvæla miðast við að
hvert land verði sem mest
sjálfbjarga til að spara orku og
auölindir; hvað sem hver eða
GATT segir.
Þessi framtíðarsýn er ekki ósk-
hyggja, heldur samsafn þeirra
ummerkja um breytingar sem
þegar sjást.
íslenskar landnytjar
á næstu öld
Á næstu öíd getur íslenskur
landbúnaður og aðrar land-
nytjar gegnt miklu stærra og
dýrmætara hlutverki en nú.
Sjálfbær ræktun matardýra í
vatni og á landi umfram inn-
anlandsþarfir er fyllilega kleif;
fjölþætt nýting fjörulífs, fugla,
heiðagróðurs og annarra grasa
til framleiðslu á margs konar
hreinni vöra sömuleiðis. Líf-
ræn ræktun grænmetis við
jarðhita getur orðið arðbær til
nægrar heimaneyslu og til
(vistvæns) útflutnings og eng-
um dettur þá í alvöra í hug að
flytja 1000 nellikur til innan-
landsnota með flugvél frá Hol-
landi, fremur en danska potta-
mold með skipi. Skógrækt
verður orðin snar þáttur land-
búnaðar.
Samgöngur eiga eftir að gjör-
breytast á þann veg að flutn-
ingar verða vistvænir og tak-
markaðir við skynsamleg orku-
not. Um leið getur ekki staðist
að flytja skuli inn egg á þeirri
forsendu einni, að hvert stykki
er nokkram krónum ódýrara
þannig tilkomiö á mitt borð,
en úr íslenskum hænurassi;
sem, vel að merkja, verður að
lúta strangari reglum en nú
tíðkast um fóðran og fram-
leiðslu. Mengun, orkunýting,
hollusta, endumýting leifa,
byggðamynstur og atvinna
handa öllum verða reiknaðar
inn í dæmið.
Nýtt byggöamynstur
Fáránlegri samþjöppun
byggðar í stærstu kjamana á ís-
landi lýkur óhjákvæmilega á
næstu öld, vegna jafn óhjá-
kvæmilegra ráðstafana til að
bjarga jarðarbúum frá sóun og
eyðileggingu nútíma iðn-
stefnu. Reykjavík verður eftir
sem áður stór og meginbyggð-
ir helstu héraða verða áfram
stórar. Helsta breytingin felst í
því að þúsundir flytjast út á
land úr þéttbýh og hreppar eða
byggðakjamar (sbr. Flúðir eða
Grenivík) mynda sjálfbærar
(og sjálfstæðari) einingar. Býl-
um (sveitabæjum) fjölgar lítil-
lega, en starfsemin þar verður
margfalt fjölbreyttari en nú er.
Þessi þróun verður ekki sjálf-
krafa og henni verður að stýra
í veralegum mæh. Þar með
þarf að búa til nýja byggða-
stefhu lausa við fjáraustur til
einstaklinga í framleiðslu og
lausa við fjandskap út I nátt-
úrunýtingu á vettvangi. Sú
stefna þarf um leið að taka mið
af og bæta þau iha fömu
tengsli mihi manna og nátt-
úra, sem 20. öldin hefur séð;
treysta kunnáttu íslendinga
um náttúraria, fæmi þeirra við
að bjarga sér og næmni á allt
umhverfið. Auðvitað þarf th
margt annað, sem ekki er rúm
til að fjalla um hér.
ísland er ekki Lúxemborg eða
Eistland. Það er jaðarland og
nýlenda th langs tíma, byggð
smáþjóð er stundaði einhæfar
veiðar og landbúnað, en var
kippt of hratt inn í kapítahsma
(með kostum hans og göh-
um!). Nú, þegar sami kapítal-
ismi riðar th fahs (á næstu 50-
150 áram), er undir okkur
komið hvort við hendumst
eina kohsteypuna enn og
missum fótanna á ný, eða
mótum sjálfstætt samfélag
frelsis, jafnréttis og samstöðu
(og sjálfbærrar, vistvænnar
nýtingar), sem framsæknir
menn á 18. og 19. öld lögðu
einn homsteinanna aö.
Höfundur er náttúrufræbingur og
áhugamabur um stjómmál.
-55“
FOSTUDAGS
PISTILL
ASGEIR
HANNES
Prófkjör í Putalandi
Borgaríhaldið fylkir liði í prófkjör í
höfuðborginni vegna kosninganna
í vor. Aðdragandi þessa mannfagn-
aðar hefur verib óvenju sviplaus og
speglar vaxandi ráðaleysi meiri-
hlutans í Reykjavík. Margt hefur
farið í handaskolum og bendir til
að íhaldinu séu búin ennþá
grimmari örlög í vor en sumarið
sjötfu og átta, því nú bætist upp-
lausn ofan á úrræöaleysi. Rábdeild
fhaldsins er fölnub gobsögn og
hagstjórn þess hefur verið döpur
framhaldssaga í fréttum Stöðvar 2
ab undanförnu.
Davíb Oddsson skildi vitorðs-
menn sína eftir f uppnámi með
fortíbarvanda borgarsjóbs á bakinu
og síðan hefur stöbugt hallab und-
an fæti. Gamli borgarstjórinn sendi
líka útvarpsmann utan úr bæ til að
stjórna borginni fyrir sína hönd og
hleypti illu blóði í alla fulltrúana.
Ab minnsta kosti einn þeirra axlar
nú skinnin af því tilefni og aðrir
hugsa Markúsi Erni þegjandi þörf-
ina. Allir kyssa þeir samt vöndinn.
íhaldinu er sjónarsviptir ab Katr-
ínu Fjeldsted og Magnúsi L.
Sveinssyni. Bæbi hafa helgab sér
sinn eigin bás í borgarstjóm og
dansa ekki eftir pípu flokkseigenda.
Um Katrínu leikur þægilegt and-
rúm líknar og lista, sem flokknum
veitir ekki af innan um innheimtu-
lögmenn og bústjóra. Magnús
Leifur er síbasti venslamabur
flokksins vib launafólk í Reykjavík
og þau hjónin reka líka vel látna
snyrtivörubúö.
Oðrum flokkum í borginni er ab
takast ab bera fram sameiginlegan
lista í vor og þá nýtast um sexþús-
und atkvæði, sem annars liggja
daub. Stemning er líkleg til að
myndast í kringum nýtt frambob
af þessum toga og meirihlutinn er
því eflaust ab syngja sitt síbasta
vers. Engir staffírugir nýlibar eru f
goggunarröb Sjallans og Ifklegir til
ab rétta hlut D-listans. Alengdar
sæist ekki hvab bindur vatns-
greidda nýlibana saman, ef mabur
mætti hópnum á götu, og helst liti
hann út fyrir ab hafa hist af tilviljun
í sama strætisvagni.
Og talandi um strætó, þá munu
SVR hf. reynast Sjallanum þungir í
skauti þegar talib verbur upp úr
kjörkassanum. Kjósendur vilja ekki
svona klaufalega mebferb á vinnu-
sömu fólki og spyrja: í hvaba borg-
arstofnun ber þá nibur næst?
Borgarstjóm meb Rábhús og Perlu
á samviskunni og brábum Korp-
úlfsstabi er búin meb kvótann sinn.
Engin furða ab vondaufir flokks-
menn líti nú Albert Gubmundsson
hýru auga.
Helstu tíbindi prófkjörsins eru
endurkoma Björgólfs Guðmunds-
sonar í pólitík. Björgólfur er einn
þeirra manna sem teknir voru af lífi
í einu versta réttarmorbi íslands-
sögunnar, þegar Hafskipum var
sökkt fyrir kolkrabbann. Reykvík-
ingar þurfa fulltrúa í borgarstjóm,
sem þekkir kolkrabbann af öbru en
afspum, og fróblegt verbur ab sjá
hvort kjósendur í prófkjöri velja
Bjögga eba krabbann.
Gamansamir menn köllubu eitt
sinn meirihluta íhaldsins Davíb og
dvergana sjö! Nú er Davíð horfinn
á vit stærri ævintýra og týndur og
tröllum gefinn í Risalandi. Eftir situr
áhöfn rábherrans í hafvillum eins
og Gúlliver og býr sig undir ab
halda sitt prófkjör í Putalandi.