Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburland, Faxaflói: Gola eba kaldi og léttir til í dag.
• Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Norbaustan átt, víbast kaldi
og léttir til i dag.
• Vestfirbir og Vestfjarbamib: Norbaustan kaldi og smá él nyrst en
bjart vebur sunnan til.
• Strandir og Norburland vestra: Lægir smám saman og minnkandi
él í dag. Gola eba kaldi og úrkomulítib til landsins í kvöld.
• Norburland eystra, Austurland ab Glettingi: Minnkandi norb-
austanátt og dregur úr úrkomu. Gola eba kaldi og dálítil él á annesjum
meb kvöldinu.
• Austfirbir oq Austfiarbamib: Lægir í dag og dregur úr úrkomu.
Léttir til sybst á Austfjörbum.
• Subausturland og Subausturmib: Norbaustan kaldi, léttir smám
saman til.
Arnmundur Backmann fékk Seölabankann dœmdan bótaskyldan í Ávöxtunarmálinu:
Bankaeftirlitiö dæmt ábyrgt
fyrir síbustu vikum Ávöxtunar
„Þetta er stefnumarkandi
dómur aö því leyti aö meö
honum er lögö bótaskylda á
opinberan eftirlitsaöila. Hann
þýöir einfaldlega þaö, aö
Bankaeftirlitiö ber mjög ríka
ábyrgð gagnvart almenningi
og getur bakaö sér skaöabóta-
skyldu ef hann stendur sig
ekki. Lærdómurinn af þessu
er sá aö hér eftir hefur Banka-
eftirlitib mjög víötækar skyld-
ur viö almenning.
Við ríkjandi aöstæöur veröur
fólk að gæta þess aö bankaeftir-
lit í landinu sé í lagi — sem þaö
sem þaö reyndist ekki í þessu
máli," sagöi Ammundur Back-
mann hæstaréttarlögmaöur.
Hann var spuröur um þýðingu
þess að Seðlabankinn heföi ver-
iö dæmdur til aö greiða bætur
til manns sem lagði fé í verð-
bréfasjóöi Ávöxtunar hf. Am-
mundur sótti þetta prófmál.
„Niðurstaöa dómsins er sú að,
að Bankaeftirlitið sé ábyrgt fyrir
'þeim bréfum sem umbjóðandi
minn kaupir eftir 12. júlí 1988
— þ.e. frá þeim degi þegar alveg
var ljóst að þetta var allt hmnið
og Bankaeftirlitið hafði fengið
svo mikil gögn í hendur að það
vissi að það átti skilyröislaust að
loka fyrirtækinu, en gerði samt
ekkert í hálfan annan mánuð til
viðbótar — þangað til í septem-
ber að það stöðvaði loks starf-
semi Ávöxtunar."
Ávöxtun varð gjaldþrota í
október 1988. Lýstar kröfur
vom um 300 milljónir króna.
Kröfuhafar hafa einungis fengið
greidd um 40% af nafnverði
bréfa sinna, sem þeir höfðu
keypt fyrir meira en skráð nafn-
verð. Mörg hundmð manns
urðu því fyrir verulegu fjárhags-
tjóni.
Málshöfðandi í þessu prófmáli
fór fram á kringum einnar millj-
ónar króna bætur. En honum
em aðeins dæmdar 100 þúsund
króna bætur, auk vaxta, þ.e. ein-
ungis vegna þeina veröbréfa-
kaupa sem hann gerði eftir um-
rædda tímasetningu, 12. júlí
1988. Ammundur segir fjár-
upphæðina ekki aðalatriði
málsins. Aðalatriðið sé að hann
sé áfellisdómur yfir Bankaeftir-
liti fyrir mjög alvarlega van-
rækslu.
„Dómurinn er sigur, því hér er
fengin stefnumarkandi afstaða
til afstaða til opinberrar stofn-
unar sem fer ekld að lögum eða
reglum í þessu efni. Það er svo
sérkennilegt með þessi verð-
bréfafyrirtæki, að þar verða
menn að treysta á Bankaeftirlit-
ið, að það gæti hagsmuna al-
mennings og beri þar ábyrgð,"
sagöi Ammundur.
Með þessum dómi sé viður-
kennt að kaup bréfa í verðbréfa-
sjóðunum séu ekki eins og hver
önnur kaup.
„Það er búið að reyna málsókn
á Bifreiðaeftirlit, Oryggiseftirlit
og Skipaeftirlit fyrir vanrækslu,
sem allt hefur tapast. En þessi
dómur þýðir að Bankaeftirlitið á
að bera ábyrgð á því ef það
stendur sig ekki, vegna þess að
fólk hefur ekkert annað að snúa
sér. Það getur ekki treyst á neinn
annan í viðskiptum sínum við
þessa verðbréfasjóði — getur
ekkert skoðað, sest niður og
reiknað, eða á annan hátt kann-
að réttmæti þeina útreikninga
og vísitalna sem sjóðimir birta".
Hvort þessi héraðsdómur verð-
ur endanleg niðurstaða er enn
óljóst. En Ammundur taldi þaö
ekki sjálfgefið að Seðlabankinn
mundi áfrýja til Hæstaréttar.
-HEI
Fulltrúaráö minnihlutaflokka í borgarstjórn taka af-
stöbu til sameinaös framboös á morgun:
Yfirgnæfandi
líkur á sam-
komulagi
lón Gunnlaugsson gefandi, Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörbur og Markús Örn Antonsson borgarstjóri.
Tímamynd GS.
til Djúpavogs
Yfirgnæfandi líkur eru taldar á aö
flokksráö flokkanna í minnihluta
Reykjavíkur samþykki aö ganga
til samstarfs um framboö á sam-
eiginlegum lista fyrir borgar-
stjómarkosningamar í vor.
Óánægja er þó innan allra flokk-
anna meö suma þætti þess sam-
komulags sem nú liggur fyrir.
a Það sem flokkamir munu að öll-
um líkindum samþykkja um helg-
ina er aö veita fulltrúum sínum um-
boð til að ganga til samninga um
gerð málefnasamnings og um skipt-
ingu sæta á framboðslista. í fram-
haldi af því má reikna með að
flokkamir skipti mönnum niður í
málefnahópa sem geri málefna-
samning. Ekki er búist við aö hann
liggi fyrir fyrr en um mánaðamót.
Jafnframt er gert ráð fyrir að þá
verði farið að skýrast hvaða menn
flokkamir tilnefna í efstu sæti fram-
boðslistans.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, sagð-
ist styðja heils hugar tillögu um
sameiginlegt framboð. Hann sagði
að stefna Framsóknarflokksins væri
að bjóða fram sérstaka lista í nafni
flokksins. Hann sagðist þó líta svo á
að í Reykjavík hefðu skapast sér-
stakar aðstæöur sem gerðu það að
verkum aö Framsóknarflokkurinn
ætti aö vera með í þessari tilraun.
Hann sagði að það væri fráleitt fyrir
flokkinn að hlaupast frá því sam-
komulagi sem hefði tekist. Stein-
grímur sagðist telja þetta sameigin-
le§a framboð mjög sigurstranglegt.
Olafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, vildi ekki
tjá sig opinberlega um afstöðu sína
til sameiginlegs framboðs á þessu
stigi. Hann sagði að formleg afstaða
af hans hálfu myndi koma fram
strax og fulltrúaráð Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík hefði tekið af-
stöðu til málsins, en það mun ráðið
gera nú um helgina.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-
maður Kvennalistans, sagði að hún
myndi ekki taka opinbera afstöðu
til hugmyndarinnar um sameigin-
legt framboð fyrr en fyrir lægi mál-
efnasamningur milli flokkanna og
sá samningur myndi tæplega liggja
fyrir fyrr en undir næstu mánaða-
mót.
Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni-
balsson, formann Alþýðuflokksins
-EÓ
Safnið
Til stendur að flytja safn Rík-
harðs Jónssonar til Djúpa-
vogs, fæðingarstaðar lista-
mannsins. Á næstu vikum
veröxu- endanlega gengið frá
samkomulagi milli afkom-
enda Ríkharös og Djúpa-
vogshrepps. Safninu verbur
komið fyrir í Löngubúð.
Langabúð ér gamalt verslun-
arhús á Djúpavogi frá árinu
1790 sem verið er að gera
upp.
Ríkharður Jónsson var einn
af þekktustu listamönnum
þjóðarinnar. Eftir hann liggja
mörg listaverk, höggmyndir,
tiéskurðarverk og teikningar.
Mörg verka hans em í eigu
einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana, en stærstur hluti
ævistarfs hans er þó varðveitt-
ur í safni hans á Grundarstíg í
Reykjavík.
Nú hefur orðið að samkomu-
lagi milli afkomenda Ríkharðs
og forsvarsmanna Djúpavogs-
hrepps að safninu verði komið
fyrir á Djúpavogi þar sem Rík-
harður var fæddur og uppal-
inn.
Safninu veröur komið fyrir í
gömlu verslunarhúsi frá árinu
1790, Löngubúð, en undanfar-
in ár hefur verið unnið að lag-
færingum á því. Eftir er að
ljúka endurbótum á húsinu að
innan, en Hjörleifur Stefáns-
son arkitekt vinnur nú aö
hönnun þeirra með tilliti til
þarfa safnsins. Fyrirhugað er
að semja við Kvennasmiðjuna
um að reka safnið, en aðstand-
endur hennar fýrirhuga að
vinna að handverki samhliða
rekstri safnsins. Þetta þýðir að
Langabúð verður í framtíðinni
eins konar lifandi handverks-
hús.
Ekki hefur endanlega verið
gengið frá því hvenær safnið
flyst til Djúpavogs, en það
verður einhvem tíma á þessu
ári. -EÓ
Árbæjarsafni
færbar gjafir
Afkomendur Sigvalda Kaldalóns
hafa gefið Árbæjarsafni nokkra
sögulega muni úr eigu tón-
skáldsins. Markús Öm Antons-
son borgarstjóri veitti munun-
um viötöku fyrir hönd safnsins,
en Jón Gunnlaugsson, læknir
og tengdasonur Sigvalda, af-
henti munina fyrir hönd fjöl-
skyldu Sigvalda.
Um er ab fimm merka muni.
Þeir em flygill sem sveitvmgar
Sigvalda vib ísafjarðardjúp gáfu
honum árið 1919, útskorinn
flygilbekkur eftir Ríkharð Jóns-
son, göngustafur gerður af Gub-
mundi frá Miðdal, hvaltönn út-
skorin af Ríkarði Jónssyni og
brjóstmynd af Sigvalda Kalda-
lóns, gerð af Gubmundi frá
Miðdal. -EÓ