Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 7
 í ‘iA.nitii^ t‘i iu^fóii.iiíi'W Föstudagur 14. janúar 1994 , >. 7 Var Heilbrigöisskýrsla Hagfrœöistofnunar frá 1992 marklítil eöa þá skýrsla OECD frá 1993? Mikil heilbrigðisútgjöld vegna bama jafnast á móti fáum gömlum „Heilbrigöisútgjöld íslend- inga eru xúmlega 4% minni en vænta mætti mibab vib önnur OECD ríki, reiknab í PPP verbgildi. Tiltölulega mikil útgjöld vegna 15 ára og yngri jafna út útgjöld vegna fárra 65 ára og eldri. Þetta at- ribi var sérstaklega tekib fyrir vegna þess ab ábur hefur ver- ib haldib fram ab útgjöld ættu í raun ab vera lægri á ís- landi mibab vib OECD ríki, vegna fárra 65 ára og eldri á íslandi. Meb hlibsjón af kaupmáttar- vísitölu em íslendingar átt- undu í rööinni (í heilbrigöis- kostnaði) miðað við OECD ríki. Þetta segir landlæknir m.a. í út- drætti sem hann hefur gert úr skýrslu sem hagfræðingar OECD gerðu -árið 1993 (eftir dvöl hér á landi) um heilbrigð- isþjónustu á íslandi að fmm- kvæði þáverandi heilbrigðis- ráðherra. Óneitanlega virðist þessi skýrsla gefa allt aðra mynd heldur en „fræg" skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ geröi ári áður (1992) um sama efni og að beiðni sama heilbrigðisráð- herra. Þar sagði m.a.: „Útgjöld Islendinga til heil- brigðismála hafa vaxið umfram það sem gerist meðal flestra viðmiðunarþjóða og á síðasta áratug hafa útgjöldin hérlendis farið úr því aö vera fremur lág í samanburði við aðrar þjóðir OECD, upp í að vera með þeim hæstu, og er sama hvaða við- miðun notuð er....Sé tekið tillit til hlutfalls eldri borgara af heildarmannfjölda hér og í við- miðunarlöndunum, þ.e. ef heilbrigðismál em aldursvegin, er þessi þróun enn greinilegri." í nýju OECD skýrslunni kem- ur m.a. fram að fjöldi bráða- rúma á 1.000 íbúa er 4,8 á ís- landi en meðaltalið er 4,7 í OECD ríkjum. Rúmanýting er hins vegar nokkm minni hér (70% á móti 77% í átján OECD ríkjum). Og meðallegutími á bráðasjúkrahúsum er mun styttri, eða 6,3 dagar borið sam- an við 8,7 daga í OECD ríkjum. Eitthvað virðist þetta heldur ekki ríma við HÍ-skýrsluna þar sem segir: „í þeim viðmiðunar- tölum sem skoðaðar vom um sjúkrastofnanir, kemur fram að í flestum tilfellum em íslensku tölumar í hærri kantinum, og á það t.d. við um meðallengd legu og hlutfallslega nýtingu legurýmis." Og síðar segir HÍ- skýrslan: „íslendingar virðast liggja mun lengur á sjúkrahús- um en aðrir, en samt lítur út fyrir að mannafli á sjúkrahús- um sé minni hér en í nágranna- löndunum, að læknum undan- skyldum." OECD komst hins vegar að þessari niðurstöðu: „í saman- burði við OECD er mönnunin [á sjúkrahúsunum] mjög góð. Á sumum sjúkrahúsum er hlut- fallslegur fjöldi hjúkrunarfræð- inga mikili miðað við önnur OECD ríki." íslendingar virðast líka geta unað nokkuð vel viö þá niður- stöðu OECD að í stjómunar- kostnaði em þeir í 8. sæti af 15 OECD ríkjum. Stjómunar- kostnaður sem hlutfall af heild- arkostnaði til heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu er hér kringum 2,6% samkvæmt skýrslunni. „Lítil umræða hefur farið fram um skýrsluna og er því ástæöa til að birta helstu niðurstöður hennar. Tekið skal fram að hag- fræðingar OECD dvöldu hér á landi um hríð til þess að kanna ástandið af eigin raun," segir landlæknir. -HEI Matthías Halldórsson um Hagfrceöistofnun: Þeir verða líka að reikna út frá réttum forsendum „Hvomg skýrslan er röng. OECD skýrslan tekur bara fleiri forsendur inn í dæmib en skýrsla Hagfræbistofnunar og er auk þess unnin af alveg hlutlausum og óhábum abil- um, sem hafa einnig nokkurt inngrip í heilbrigbismál, en ekki bara bókfærslu," svarabi Matthías Halldórsson abstob- arlandlæknir abspurbur um hvemig niburstöbur geti stangast svo gróflega á OECD skýrslu um heilbrigbismál annars vegar og skýrslu Hag- fræbistofnunar HI um sama efni, hins vegar. Matthías segir vissulega erfitt að gera samanburð milli landa. „En aö bestu manna yfirsýn — sem við verðum að kalla þessa sérfræðinga frá OECD — sem hafa miklu betri aðstæður til þess að leggja mat á hlutina heldur en Hagfræðistofnun HÍ, þá emm við Islendingar ekkert mjög háir í heilbrigðisútgjöld- um. „OECD leiðréttir kostnaðar- tölumar miðað við ákveðnar forsendur og sér síðan hvar ís- land er í samanburöi við önnur lönd. Við komum mjög jákvætt úr úr þessari skýrslu þeirra — miklu, miklu jákvæðar heldur en Hagfræðistofnun var að reikna út. Þessir leiðréttingar- þættir em hins vegar ekki tekn- ir með hjá Hagfræðistofnun, vegna þess að þar era engir sér- fræðingar í heilbrigðismálum." Matthías segist einnig hafa gagnrýnt skýrslu Hagfræði- stofnunar mjög á ráðstefnunni sem haldin var um hana. Þar sem ósamhljóða skýrslur um sama efni mgla almenning í ríminu og leiða fremur til tor- tryggni fólks en upplýsinga hlýtm sú spuming að vakna til hvers Hagfræðistofnun var fengin til að gera svona skýrslu ef hún er vanbúin til þess? „Við spurðum okkur líka þeirr- ar spumingar, því Hagfræði- stofnun hafði ekki svo miklar forsendur til að gera hana. Þeir em ágætir í að reikna, en menn verða líka að hafa réttar for- sendur til að reikna út frá. Hag- fræðistofnun leitaði t.d. aldrei neinna upplýsinga hjá okkur. Það geröu hins vegar sérfræð- ingar OECD, sagöi Matthías. Matthías Halldórsson abstoöarlandlœknir. Hann sagði þá hafa verið hér í nokkum tíma og fengið skýrsl- ur og talað við Þjóðhagsstofn- un, ráðuneyti og fleiri og fleiri." í þeirri niðurstöðu að heil- brigðisútgjöld hér á landi séu um 4% minni en við mætti bú- ast miðað við allar forsendur, segir Matthías búið að taka inn í dæmið ýmsa þá áhrifaþætti sem Hagfræðistofnun hafi sniðgengið. „Hagfræðistofnun tók aðeins einn skýringarþáttinn, þ.e.a.s. að við emm tiltölulega ung þjóð vegna þess að aldraðir era hér hlutfallslega fáir. Heilbrigð- isútgjöldin em þá kannski fremur há ef einungis er leiðrétt fyrir því. OECD leiðrétti aftur á móti marga áhrifaþætti, m.a. þann hvað böm em mörg á ís- landi, af því að þau kosta einn- ig mikið í heilbrigðiskerfinu," sagöi Matthías. Raunar komst OECD að þeirri niðurstöðu meðal annarra, aö tiltölulega mikil útgjöld vegna 15 ára og yngri á Islandi jafni út minni útgjöld vegna fárra 65 ára og eldri. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.