Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1994, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 14. janúar 1994 Spánverjar áhuga- litlir um stækkun Evrópubandalagsins Þann 1. mars á samningum um Evrópubandalagsabild Austur- ríkis, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar aö vera lokiö. Þa5 er því oröinn lítill tími til stefnu til aö leysa úr ágreiningi fulltrúa landanna og samningamanna bandalagsins um einstök at- riöi. Samningsaöilar eru sam- mála um aö lausn flestra þeirra mála, sem enn er ósamiö um, sé í sjónmáli og flokkist imdir framkvæmdaratriöi. Þó eru undanskilin þau tvö mál, sem talin eru geta komiö í veg fyrir aö samningum ljúki tíman- lega. Þaö eru svokallaöur heimskautalandbúnaöur og fiskveiöiheimildir í norskri lögsögu. Spánn og Evrópu- bandalagíb Þaö eru Spánverjar sem eiga erf- iðast með að sætta sig við „inn- rás" norðursins í „gamla" Evr- ópubandalagiö. Staöreyndin er samt sú aö bandalagið er ekki mjög gamalt í þeirri mynd sem þaö er nú. Þaö vom Spánverjar sem ásamt Portúgölum komu síðastir til liös viö þaö árið 1986, ári eftir aö gengiö var frá Eining- arlögum Evrópu og þremur ámm Utanríkisráb- herra Noregs er látinn Johan Jörgen Holst, utanríkis- ráöherra Noregs, lést í gær að- eins 56 ára aö aldri. Holst hefur átt við vanheiisu ab stríða und- anfama mánuði. Hann fékk heilablóðfall fyrir nokkm og missti bæbi mál og hreyfigetu. Hann var ab hefja endurhæf- ingu þegar hann fékk heila- blóöfall að nýju og lést. Holst er sá maöur sem átti mestan þátt í að koma á samn- ingi milli Palestínumanna og ísraels, en meðal árangurs sam- komulagsins er að þjóðimar hafa viðurkennt gagnkvæman tilvemrétt og til stendur að Pal- estínumenn fái sjálfsstjóm á Gaza-svæðunum og í Jeríkó. Holst var minnst í gær víða um heim fyrir framlag hans til fribar. Talsmenn PLO og ísraels fóm viburkenningarorðum um hann. Gro Harlem Brundtland, forsœtisrábherra Noregs, segir ab EB verbi ab breiba út rauba dregilinn og bjóba EFTA-löndin velkomin í bandalagib ÚTLÖND eftir að fiskveiðistefna EB var samþykkt. Þegar Spánn fékk abild að bandalaginu, vom liöin 11 ár frá dauba Francos hershöfðingja, sem var einræðisherra í landinu í tæp 40 ár. Spánverjar vom ekki sérlega ömggir með sig við fráfall Francos. Þeim þótti Evrópa ókunnugleg og vom langt í frá vissir um ab þeir ættu heima í þeim höpi ríkja sem mynduðu þá Evrópubandalagið. Svörin viö vangaveltum þjóðar- innar komu af sjálfu sér eftir að í bandalagið var komiö. Spánverj- ar urðu að temja sér aö fara að þeim lögum og reglrnn, sem giltu í EB, og það hafa þeir gert. Að- dragandi EB- aðildar Spánar var ekki átakamikill og afstaða unga fólksins í landinu hjálpaði stjóm sósíalista til að móta stefnu sem miðaði ab virkri þátttöku í bandalaginu. Þing landsins hefur nær alltaf staðið heilshugar ab baki þeirri lagasetningu, sem snert hefur Evrópubandalagið. Spánverjar virtust taka breytingimum, sem fylgdu EB- abildinni, eins og sjálfsögðum hlut. Eftir fjögurra áratuga einveldi vildu þeir fá að vera eins og venjuleg þjóð; náið samstarf við önnur Evrópuríki og aðild ab EB þýddi að Spánn var talinn með í samfélagi lýðræðis- ríkja. Það var því engin furöa aö Spánverjar gerðust evrópskir bæði í hugsun og verki. Efasemdir um eigin getu í grein sem Femando Schwartz, blaðamaður á E1 Pais, skrifabi fyrir vikuritið European nýlega, veltir hann fyrir sér afstöðu þjóð- ar sinnar til Evrópu. Schwartz telur að þrátt fyrir læröa Evrópu- hugsun séu Spánverjar í vafa um það hvort þeir standist þær kröf- ur sem Evrópubandalagsaðildin gerir til þeirra í framtíöinni. Þess vegna leggi þeir nú stein í götu þeirra ríkja, sem æskja aðildar, meb því að beita neittmarvaldi í ráðhenarábi bandalagsins. Þannig telur Schwartz ab hægt sé ab skýra hegðun spænsku stjómarinnar undanfarin miss- eri. Fyrst seinkuöu Spánverjar gildistöku samningsins um Hið evTÓpska efnahagssvæbi og nú tefja þeir samninga um abild EFTA-ríkjanna fjögurra, sem vilja gerast abilar aö Evrópubandalag- inu. Spánverjar óttast að þaö jafn- vægi, sem þeir með þrautseigju hafa náð milli norðurs og suðurs (innan EB), sé í hættu ef fjögur „norðurríki" bætast í hóp aðild- arríkjanna 12. Spánverjar vilja fá á hreint hvemig bandalaginu verði stjómab í framtíöinni, hvemig atkvæði koma til meö aö skiptast í ráðherraráðinu og síð- ast en ekki síst hver eigi að borga fyrir hvað. Þegar Carlos Westen- dorp, Evrópumálaráðherra Spán- ar, var spurður út í það hvort spænskir embættismenn legbust gegn EB-abild EFTA-ríkjanna fjögurra, sagði hann að fullyrö- ingar um slíkt ættu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Westendorp sagði að spænska stjórnin væri fylgjandi stækkun bandalagsins og vildi að hún tæki gildi fyrir lok þessa árs. En það mætti ekki gleymast að Evrópubandalagiö væri tennisfélag og það geti varla þótt tilhlýöilegt að láta EFTA-rík- in fjögur breyta því í pólófélag. Stubningur úr norbri Gro Harlem Bmndtland, forsæt- isrábhena Noregs, telur Spán- verja ekki hafa neina ástæðu til aö óttast áhrif Norður- Evrópu- þjóöanna á hin EB-ríkin. í við- tali, sem Bima Helgadóttir tók við Gro fyrir skemmstu (Europe- an 7.-13. jan. '94), bendir norski forsætisrábherrann á að líklega hafi Svíar og Norðmenn öbmm þjóðum fremur hjálpab Spán- verjum og Portúgölum, á meðan þessar Suður- Evrópuþjóbir bjuggu vib einræöi. „Við tókum við pólitískum flóttamönnum og við aðstoöuðum fyrstu árin eftir að lýbræðið var endurreist. Þetta er dæmi um það, hvemig Norðurlönd geta stutt við bakið á Suður-Evrópu — við höfum aukiö getu þeirra til að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum hjá sér." Gro berst nú harðri baráttu fyr- ir aðild Noregs að EB. Eins og stendur, er meirihluti Norð- manna andvígur aðild. Norski forsætisráðherrann telur því mikils um vert að Evrópubanda- lagið bjóði Norðmönnum góða samninga. Gro telur ekki forsendur til að hefja baráttuna fyrir aðild fyrr en samningum er lokiö, því svo geti farið að ekki verði hægt að halda tímaáætlun. Hún telur ekkert heilagt í þeim efnum. Mestu skipti, aö mati hennar, að „[ájkvaröanir framtíðarinnar verða teknar innan Evrópu- bandalagsins og þess vegna eig- um viö aö vera abilar, sem halda fram okkar sjónarmiöum, í stab þess að geta ekki annað en bmgðist viö fyrirskipunum." European/ÁÞÁ Carlo Azeglio Ciampi, forsæt- isráðherra Ítalíu, sagði af sér í gær. Búist er viö aö efnt veröi til kosninga í kjölfariö, en tal- iö er aö þær geti gjörbreytt því pólitíska landslagi sem veriö hefur á Ítalíu síöustu 50 ár. Ákvörðun Ciampis kemur í kjölfar vantrauststillögu sem borin var fram á stjóm hans. Flokkamir sem fariö hafa með völdin á Ítalíu síðustu áratugina vildu að kosningar fæm fram í Jeltsín og Clinton hittast í Moskvu Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, lýsti yfir fullum stuöningi viö umbótaáætl- un Borisar Jeltsín, forseta Rússlands, í gær þegar for- setarnir hittust í Moskvu. Clinton reyndi að draga úr áhyggjum Rússa af hugsan- legri stækkun Atlantshafs- bandalagsins og sagði: „Rúss- land og Bandaríkin verða sameiginlega að vinna að því að byggja upp nýja framtíð fyrir Evrópu." Clinton gaf sér tíma til aö gera fleira en ræða við ráða- menn í Moskvu í stuttri heim- sókn til Rússlands. í gær kíkti hann m.a. í búðir í Moskvu og heilsaði upp á vegfarendur. sumar, en flokkur fyrrverandi kommúnista og Norðurbanda- lagið lögðu mikla áherslu á ab kosningar fæm fram sem fyrst. Svo viröist sem flokkamir hafi náb sínu fram og kosningar verði í mars eba byrjun apríl. Búist er við að gömlu valda- flokkamir tapi miklu fylgi í kosningunum. Þab er í valdi forseta Ítalíu hvort þing verður rofib og efnt til kosninga. V í K I N G A Lim Vinn ngstölur f------------ miðvikudaginn: 12. jan. 1994 VINNINGAR 6 af 6 B 5 af 6 i+bónus 0 H FJOLDI VINNINGA 5 af 6 4 af 6 0 3 af 6 +bónus 282 962 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 17.295.000 792.399 74.372 1.678 211 | Uinningur fár iil: Aðaltölur: 3 )( 4 )( 8 17 28 34 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 36.356.065 áísi.: 1.766.065 UPFLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Noregs_og Svjþjójíar „Bjargiö okkur frá ofbeldi" Crunnskólanemar í þýsku borginni Halle söfnubust í gœr saman á markabstorginu í mibborginni og veifubu spjöldum þar sem á stób: „Bjargib okkur frá ofbeldi". Tilefni þessara abgerba var hin fólskulega árás ný-nasískra skallahausa á fatlaba stúlku í vikunni, en þegar hún neitabi ab hrópa vígorb þeirra skáru þeir hakakross í kinn hennar. Mynd/Reuter Forsætisráöherra Ítalíu segir af sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.