Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 26. janúar 1994
3
Þúsundir fjölskyldna aö missa húsnœöiö vegna
atvinnuleysis:
Atvinnuleysib bitn-
ar mest á börnum
Forystumenn stéttarfélaga á
höfuöborgarsvæöinu segja
aö afleiöingar atvinnuleysis
birtist m.a. í því aö þúsundir
heimila séu rekin meö halla,
þúsundir fjölskyldna missi
húsnæöi sitt í hendur banka-
stofnana og sjóöa meö til-
heyrandi upplausn bg ör-
væntingu.
Samkvæmt upplýsingum
stéttarfélaga neraur meöaltal
greiddra atvinnuleysisbóta um
33 þúsundum á mánuði. Full-
ar bætur em hinsvegar um 46
þúsund krónur á mánuöi. Það
hrekkur skammt til framfærslu
þegar haft er í huga að matar-
kostnaður meðalfjölskyldu er
áætlaður um 40 þúsund krón-
ur á mánuði. Þá er ótalinn
annar kostnaður s.s. hiti, raf-
magn, bíll, sími, skóli, fatnað-
ur og húsnæðiskostnaður.
Guðrún Óladóttir hjá Sókn
segir það mjög gagnrýnivert
að fjallað sé um atvinnuleysið
eins og hverjar aðrar efnahags-
stærðir, því á bak við hverja
tölu og prósentustærðir væri
mannlegur sársauki.
Ragna Bergmann, formaður
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar, segir að hin félagslegu
vandamál atvinnulausra
kvenna í félaginu séu með al-
varlegustu fylgifiskum lang-
varandi atvinnuleysis. Hún
segir afar erfitt að horfa upp á
þá miklu neyð sem atvinnu-
leysiö hefur í för með sér fyrir
fjölmargar bamafjölskyldur.
Guðmundur J. segir að at-
vinnuleysið bitni ekki aðeins á
fyrirvinnum heimilanna held-
ur einnig á bömunum. Þau
líði fyrir ástandið og bregðist
við með því að loka sig af.
Hann segir að þeir sem lendi í
því ömuriega hlutskipti ab
verða atvinnulausir í meira en
2 ár bíði þess aldrei bætur.
Gunnar Páll Pálsson hjá
Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur segir að ástandið hjá
fjölda fólks sé orðið mjög al-
varlegt og margir séu hrein-
lega komnir upp undir vegg.
Fólk sé búið að ganga götu
skuldbreytinga og því eigi
þetta fólk ekki upp á neitt að
hlaupa.
Sigríður Kristinsdóttir , for-
maður Starfsmannafélags rík-
isstofnana, segir að afleiðingar
atvinnuleysis birtist m.a. í sál-
rænum og líkamlegum sjúk-
dómum og því þurfi að vina
bráðan bug á þessu ófremdar-
ástandi sem atvinnuleysið sé.
-grh
Tœplega þríöjungur sveitarfélaga á íslandi vill fá aö vera
reynslusveitarfélög:
Mörgum gjaldkerum Pósts & síma líbur illa ívinnunni sökum skorts á
naubsynlegrí starfsþjálfun vegna tœknibreytinga. Hinsvegar þora sumir
hverjir ekki ab viburkenna þab af „ótta vib óþekktar afleibingar."
Tímamynd G5
Margir gjaldkerar hjá Pósti & Síma eiga í erfiöleik-
um í vinnunni í kjölfar tœknibreytinga:
Fjöldi þeirra
bjargar sér á
brjóstvitinu
Reynslusveitarfélög
verba líklega 10-12
Félagsmálaráöuneytiö hefur
fengiö 38 umsóknir frá 58
sveitarfélögum sem óska eftir
aö fá aö stofna reynslusveitar-
félög. Verkefnastjóm reynslu-
sveitarfélaga leggur til viö fé-
lagsmálaráðuneytið aö
reynslusveitarféíögum veröi
fjölgaö úr 5 í 10-12.
Með reynslusveitarfélögum er
fyrirhugað að gera tilraun til að
færa ákveðin verkefni frá ríkis-
valdinu til sveitarfélaga. Jafn-
framt mtmu sveitarfélögin fá
tekjustofna til ab standa undir
þessxun verkefnum. Þá er gert
ráb f>TÍr að reynslusveitarfélög-
in verði undanþegin ýmsum
ákvæöum reglna og laga. Allt
þetta miðar að því að gera sveit-
arfélögin sjálfstæðari og sterk-
ari. Reynslan af tilrauninni
verður síðan metin að sex árum
liðnum.
Félagsmálaráðherra mun á
næstu vikum flytja fmmvarp
um reynslusveitarfélög. Reiknab
er með að frumvarpiö geri ráb
fyrir að sveitarfélög sem sam-
einast hafi á gmndvelli úrslita
kosninganna 20. nóvember for-
gang ab því ab gerast reynslu-
sveitarfélög. Talað er um ab þau
geti orðið fimm og fjögur þeirra
hafa sótt um að verða þátttak-
endur í þessu verkefni. Verkefn-
isstjóm reynslusveitarfélaga
hefíu lagt áherslu á að nokkur
fjölmenn sveitarfélög taki einn-
ig þátt í verkefninu, þar sem þau
séu í betri abstöbu en þau fá-
mennari ab framkvæma marg-
breytileg og vandasöm tilrauna-
verkefni.
-EÓ
íslensk mál-
„Maður er stundum hissa á
hvaö t.d. fullorönar konur,
sem em komnar á sextugsald-
ur, hafa veriö duglegar aö til-
einka sér þessa tækni," segir
Eyjólfur Guömundsson, gjald-
keri á Póstgíróstofunni.
í síðasta tölublaði Póstmanna-
blaðsins er vakin athygli á þeim
miklu breytingum sem orðið
hafa á stárfi póstmanna og þá
einkum gjaldkera þegar af-
greiðslukerfi stofnunarinnar var
beinlínutengt. Þar er stofnunin
gagnrýnd fyrir ab hafa ekki
staðib nægilega vel ab þjálfun
gjaldkeranna þegar tekið var í
notkun svokallað beinlínuteng-
ingakerfi.
Fullyrt er ab þessi breyting hafi
aukið álag gjaldkera til muna og
margir þeirra eigi í erfiðleikiun í
vinnunni. Hinsvegar þorir eng-
inn að viðurkenna það „af ótta
við óþekktar afleibingar." Fjöldi
þeirra hefur litla sem enga þjálf-
un í vélritun og mikið vantar á
að starfsmenn hafi þann tækni-
lega skilning sem til þarf.
Bent er á að það nægi ekki að
þjálfa viökomandi starfsmenn í
nokkra klukkutíma og síðan
ekki söguna meir. Nauðsynlegt
sé að stofnimin marki sér
ákveðna stefnu hvemig með-
höndla eigi þá sem ekki treysta
sér til ab vinna við beinlínukerf-
ið, auk þess sem þeim verði gert
kleift að skipta um umhverfi af
fúsum og frjálsum vilja án allrar
niöurlægingar.
Brýnt sé að skipuleggja sí-
menntun starfsmanna í sam-
vinnu við stéttarfélagið því
„lykillinn að góðum árangri og
hagkvæmni er vel þjálfað,
ánægt starfsfólk."
-grh
nefnd hefur
verið skipuð
Merintamálaráöherra hefur
skipaö íslenska málnefnd tál
fjögurra ára frá 1. janúar 1994
aö telja. í nefndinni eiga sæti:
Kfistján Ámason prófessor, til-
nefndur af heimspekideild Há-
skóla íslands, formaðtu; Gunn-
laugur Ingólfsson oröabókarrit-
stjóri, tilnefndur af Orðabók Há-
skólans, varaformaður; Jónas
Kristjánsson forstöðumaður, til-
nefndtu af háskólaráði; Þórhall-
tu Vilmundarson prófessor, til-
nefndur af Ömefnanefnd; Ey-
steinn Þorvaldsson prófessor,
tilnefndur af Kennaraháskóla ís-
lands; Ari Páll Kristinsson mál-
farsráðimautur, tilnefndur af
Ríkisútvarpinu; Ami Ibsen leik-
listarráðunautur, tilnefndur af
Þjóðleikhúsinu; Guðrún Rögn-
valdsdóttir verkfræðingur, til-
nefnd af Staðlaráði íslands; Sím-
on Jón Jóhannsson kennari, til-
neftidur af Samtökum móður-
málskennara; Þórarinn Eldjám
rithöfundur, tilnefndur af Rit-
höfundasambandi íslands; Gísli
J. Ástþórsson blaöamaður, til-
nefndur af Blaðamannafélagi ís-
lands; Margrét Pálsdóttir mál-
fræðingur, tilnefnd af Hag-
þenki; Heimir Pálsson cand.
mag.; Ragnheiður Briem
kennslufræðingur; Sigrún
Helgadóttir reiknifræðingur.
íslensk málnefnd starfar sam-
kvæmt lögum nr. 2/1990. Hún
er málræktar- og málvemdar-
stofmrn og rektu íslenska mál-
stöö í samvinnu við Háskóla ís-
lands.
Umferöarráö 25 ára. Sl. mánudag, 24. janúar, voru 25 ár libin frá því ab Umferbarráb var stofnab.
Þann dag undirrítabi þáverandi dómsmálarábherra, Jóhann Hafstein, reglugerb um starfsemi rábsins. í tilefni af-
mœlisins efndi Umferbarráb til afmcelisfundar íhúsakynnum sínum ab Borgartúni 33. Þar voru m.a. veittar vibur-
kenningar fyrírgott starf í þágu umferbarmála, til ibnfyrirtcekja fyrír framleibsluvörur sem stubla ab auknu um-
ferbaröryggi, auk þess sem kynnt var samkeppni um gerb útvarpsefnis fyrír umferbarmál. -grti/Vmamynd gs