Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. janúar 1994 Þorrablót Framsóknar- félaganna í Reykjavík Guðnl Finnur verður haldið föstudaginn 28. janúar í veitingahús- inu ÁRTÚNI. Heiðursgestir Margrét Hauksdóttir og Guðni Ágústsson alþingismaður. Veislustjóri Finnur Ingótfsson alþingismaður. Jóhannes Krístjánsson oftirherma skemmtir. Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20.30. Miðaverö kr. 2.500,-. Nánari upplýsingar og miðasala eru á skrifstofu Framsóknarfélaganna I Reykja- vlk, Hafnarstræti 20, slmi 624480. A Verkstjóri í öldrunardeild í starfinu felst m.a. almennt eftirlit með framkvæmd fé- lagslegrar heimaþjónustu. Leitað er að einstaklingi með skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Áskilin er góð almenn menntun og starfsreynsla. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður öldrunardeildar í síma 4 57 00 mánudaga-föstudaga kl. 12.30-14.00. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fynri störf skal skilað í afgreiðslu Félagsmálastofnunar Kópavogs í síðasta lagi 1. febrúar nk. Starfsmannastjóri. Skattrannsóknir Ákveðið hefur verið að fjölga starfsmönnum hjá skatt- rannsóknastjóra ríkisins. Eru því lausar til umsóknar stöður rannsóknamanna. Um er að ræða störf sem felast í rannsókn á skattskil- um og eftir atvikum bókhaldi fyrirtækja til að upplýsa skattsvik og önnur brot á skattalögum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lögfræði, við- skiptafræði eða hagfræði, vera löggiltir endurskoð- endur eða hafa yfirgripsmikla þekkingu á skattskilum, reikningshaldi og skattframkvæmd. Þá þurfa umsækj- endur að hafa óflekkað mannorð, vera agaðir í vinnu- brögðum og gæddir hæfni til að tjá sig skipulega á rit- uðu máli. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, fýrri störf og önnur atriði sem máli þykja skipta sendist skattrannsóknastjóra ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, fyrir 8. febrúar nk. Skattrannsóknastjóri ríkisins Orðsending til áskrifenda og útsölustaða Tímans Afgreiðsla blaðsins er lokuð á laugardögum, en þjónustusíminn er 16346. Ef blaðið berst ekki til ykkar, þá vinsamlegast hringið í ofan- greint símanúmer. Geymið auglýsinguna. Afgreiðsla Tímans. ; j j IIIMBI . ■■ ■ ■ ■ ■ . .. . ;;■■: ; Elskar lífib Bandaríska leikkonan Rita Rudner er ekki síbur þekkt sem grínisti og rit- höfundur. Mebhöfundur hennar heitir Martin Bergman og er jafnframt eiginmaður hennar. Þau hjónin hafa skrif- að grínatriði fyrir hana, bækur og kvikmyndahandrit. Þegar þau eru í fríi, njóta þau þess að eyða tímanum saman, hvort sem það er við útivist, lestur eba púsluspil. Eitt er í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum, en það er að fara s?jnan í kvikmyndahús. Það, sem pirrar Ritu mikið við bíó- ferðinar, er fólk sem kjaftar í bíó. Hún segist ekki skilja af hverju fólk gerir þetta. Hún líkir því við að fara á veitinga- hús til að elda. Rita var töluvert þekkt sem grínisti í Bandaríkjunum, en eftir að hún lék í kvikmynd- inni Peter's Friends hefur hún varla undan við að svara til- boðum. Rita Rudner segist ekki lifa neinu venjuiegu lífi, en hún njóti hverr- ar mínútu afþví. í SPEGLI TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.