Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 7
iSÚnBÍ .öS. iup6bu>iivöiM Miðvikudagur 26. janúar 1994 JKSSBXSSItV^Q ö 7 Flest slys í skólanum urbu til skamms tíma á skólagöngum. (Svibsett mynd úr Vestubœjarskóla: CS) Tilviljun ein ab 50% fleiri slasast ískólanum á mánudögum en á mibvikudögum? Helgarannríkiö svo mikib að böm em uppgefin á mánudögum Getur það verið tilviljun ein að um 50% fleiri krakkar slasast að jafn- aði á mánudögum en á t.d. miðvikudögum og flmmtu- dögum? Kannski er það ennþá óskiljanlegra að 4-6 sinnum fleiri skuli slasast í slólanum í janúar og mars en í desember og maí. Þessar merkilegu nið- urstöður komu í ljós þegar skólahjúkrunarfræðingur í Glerárskóla á Akureyri, Auður Sigurðardóttir, raðaði niður slysum sem skólabömin (um 440 í skólanum) urðu fyrir skólaárið 1991-1992, annars vegar niður á daga vikunnar og hins vegar eftir mánuðum. Útkoman er sýnd í ársskýrslu Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureyri. Auður, sem starfað hefur sem skólahjúkrunar- fræðingur í áratug, sagði þetta ekkert einsdæmi fyrir þetta umrædda skólaár. Útkoman hafi verib svipuð skólaárið á eftir. Aðspurö skýringa á þessu sagðist hún vitaskuld ekkert geta fullyrt, enda hefðu engar rannsóknir fariö fram í því efni. Á hinn bóginn sagðist Auður hafa velt hugsanlegum ástæðum fyrir sér og fengið á tilfinninguna að mikil slysa- tíðni á mánudögum gæti að töluverðum hluta stafað af þreytu. Fjölskyldur virðast leggja svo milda áherslu á íþróttir, skemmtanir og aðra upplyftingu um helgar, að bömin mæti oft dauðþreytt í skólann á mánudögum. Varðandi margfaldan mun á fjölda slysa frá einum mánuði til annars hefur Auöur m.a. veitt því athygli ab slys veröi hvað flest þegar lítið er um til- breytingu í skólalífinu vikum saman. Þegar aftur á móti eitt- hvað sérstakt er að gerast eða í undirbúningi, t.d. fyrir jóla- skemmtanir eöa próf þá virðist verulega draga úr slysum. Auður minntist einnig á þá at- hyglisverðu staðreynd, að eftir breytingu á fyrirkomulagi þrifa í skólanum s.l. haust hefði slysum á skólagöngum strax fækkað áberandi. Breyt- ingamar fólust í því að í stað skúringa á kvöldin fara þær nú fram meðan kennsla stendur yfir. Og eftir að ræstingafólk fór ab vera á göngum skólans á skólatíma hafi slys á skóla- göngum nánast hætt. Áður vom skólagangamir hins veg- ar þriðji álgengasti slysastað- urinn (þ.e. hjá strákum), næst á eftir skólalóðinni og leik- fimisalnum. í skýrslu HAK em einnig ýms- ar tölulegar upplýsingar um slys í þeim skólum sem til- Fjöldi slysa í Glerár- skóla eftir vikudög- um 1991-92. man Þri miðv fim fds lau sun heyra heilsugæsluumdæminu. Þar em alls 14 skólar með nærri 2.800 nemendum sam- tals. Strákarnir em að venju mum meiri hrakfallabálkar. T.d. kemur í ljós að yfir þrisvar sinnum (340%) fleiri strákar en stelpur slasast af áverka frá öbmm. Auður tók fram að oft- ast sé þarna um óviljaverk að ræða, og slysin sjaldnast alvar- leg. Einnig kemur í ljós að slys á höfði em tvöfalt tíðari meðal stráka, sem einnig slasast þrisvar sinnum oftar á hand- leggjum og tvisvar sinnum oftar af höggi með hlut en stelpur. Aftur á móti hafa mun fleiri stelpur slasast í leikfimi og við íþróttaiðkun skólaárið 1991- 1992. Auður sagði þetta hafa verið mest áberandi meðal eldri stelpnanna og sérstaklega í boltaleikjum. En nokkuð hafi dregið úr þessum slysum eftir að athygli íþróttakennara var vakin á þessvun tölum. -HEI Áberandi er hvab slysum fcekkar eftir þvísem líbur á vikuna. Bent skal á, ab fá slys á föstudögum 35 eiga sér þá skýringu ab skólahjúkr- unarfrœbingur vinnur ekki á föstu- dögum og fcer sjaidan upplýsingar 39 um slys sem þá verba, nema þau séu íalvarlegrí kantinum. Slysa- skráning um helgar skýríst af því 25 ab skólaböm leita stundum til skólahjúkrunarfrcebings íbyrjun vikunnar vegna slysa sem þau 20 lentu í um helgina. Þannig ab öll skráb mánudagsslys verba á mánudögunum einum. \ 5 10 Tvöfalt og allt upp í 6 sinnum fleiri slys ímars en desember og maí eru hér mest áberandi. jafnvel 5 þótt desembertölumar vœru tvö- faldabar (vegna fárra skóladaga) stendur eftir 2-3 -faldur munur 0 milli „ tilhlökkunarmánabanna “ og hinna tilbreytingaríitlu. Fjöldi slysa í Glerárskóla eftir mánuöum 1991-92. sept okt nóv des jan feb mare apríl maf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.