Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 26. janúar 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Tilraunabruggun hafin á birkivíni Hafin er tilraun á bruggun víns úr birkisafa, sem safnaö hefur veriö á Héraöi. Víniö er bruggaö í Mjólkursamlagi KHB og hefur Friöjón Jóhannsson mjólkurfræðingur umsjón með brugguninni. Til að byrja með er lagt í 120 lítra af safa og notaöar 5 mismunandi uppskriftir, sem ýmist eru fengnar frá víngerðarmanni hjá Viking Brugg á Akureyri eöa úr erlendum blööum. Reiknað er meö aö alkóhól- innihald í öllum uppskriftum verði á bilinu 10-12%. Nokkuö er síöan fariö var aö hugleiða framleiðslu birkivíns og hefur Helgi Gíslason, fram- kvæmdastjóri Héraösskóga, veriö aðalhvatamaður þessa verkefnis. Voriö 1992 var gerð tilraun meö söfnun birkisafa Fríbjórt meb eitt fímmburafóstríb. Safínn verbur síban gerjabur í inn- siglubum klefa undir eftirliti fulltrúa ÁTVR. og gaf hún tilefni til frekari at- hugunar. Á síöastliönu ári hélt söfnunin áfram og söfnubust í allt á bilinu 7-8 hundrub iítrar. í haust skipabi landbúnaðar- ráöherra tvær nefndir, sem ætlað er aö kanna skógnytjar. Annars vegar aö kanna mögu- leika á meiri fjölbreytni í nýt- ingu skógviðar og hins vegar að gera athuganir á efna- og matvælanýtingu úr skógi. Hafa Héraðsskógar faliö þeirri nefnd að hafa umsjón með birkivíns- verkefninu. í nefndinni sitja Helgi Gíslason, sem er formað- ur, Kristín Ingólfsdóttir dósent í lyfjafræði viö Háskóla íslands og Ólafur Reykdal efna- og matvælafræðingur, fram- kvæmdastjóri hjá RALA. Þess má geta ab Þór Þorfinnsson, skógarvöröur á Hallormsstað, gegnir formennsku í hinni nefndinni. Til birkivínsfram- leiðslunnar hafa verið veittir styrkir upp á hálfa milljón króna, 200 þúsund frá Iön- lánasjóði og 300 þúsund frá Framleiðnisjóði. Borgarfjöröur: Á sjó eftir 6 vikna hlé Mjög slæmar gæftir hafa veriö á Borgarfiröi undanfarið. Ekki gaf á sjó á nýja árinu fyrr en 17. janúar, en þá hafði ekki veriö róiö síðan 6. desember. Von er nú um aö úr rakni, ef eitthvaö fiskast, en afli var mjög lélegur síöustu dagana sem róiö var á jólaföstunni. Frá Borgarfirði róa 12 bátar, en aöeins helmingur þeirra er á sjó, þar sem 6 bátar eru meö krókaleyfi og mega ekki róa fyrr en í febrúar. Fimm hákarlar vom verkaöir í plássinu á síöastliðnu ári og koma afurðirnar væntanlega til meö að kitla bragðlauka þorrablótsgesta á næstunni. Hákarlaveiðimenn þurfa aö hafa tímann fyrir sér. Veiöam- ar hefjast í janúar eða febrúar og standa fram eftir sumri. Einn sjómaður á Borgarfiröi, Eiríkur Gunnþórsson, hafði þegar þetta er skrifaö þegar lagt út hákarlalínu, en hann er meö krókaleyfi og má því ekki sem stendur stunda hefö- bundnar veiöar. SumiPmka FRÉTTABLAÐIÐ SELFOSSI Þorlákshafnarbúi meö nýjung: Fiskálegg á pizzur Iöntæknistofnun hefur að undanfömu unniö aö þróun á fiskáleggi, einskonar fiskpyls- um, sem t.d. má nota ofan á pizzur eöa brauð. Hugmyndin að þessari nýju matvælateg- und kemur frá Þorlákshafnar- búanum Gunnari K. Guð- mundssyni. Rannsóknarráb ríkisins er einnig meö máliö til meðferð- ar, en Gunnar hefur sótt um styrk til verksins og vonast hann til að fá jákvætt svar innan tíöar. Atvinnuþróunar- sjóður Suðurlands hefur sam- þykkt að veita Gunnari 200.000 króna styrk, aö því til- skildu aö Rannsóknarráö veiti einnig styrk, en Oddur Már Gunnarsson hjá Atvinnuþró- unarsjóöi sagði aö hér væri mjög spennandi hugmynd á ferðinni. Gunnar Guðmundsson sagði aö unniö yröi að vöruþróun næstu þrjá til fjóra mánuöi, en síðan væri hugmyndin aö fá samstarfsaöila í fiskiönaöi og helst fyrir austan fjall. „Þaö er nauðsynlegt aö auka fjölbreytni í atvinnulífinu, auka fullvinnslu á fiski og nýta hráefniö betur," sagði Gunnar. Meginvandamálib viö mat- væli af þessu tagi hefur verið lítið geymsluþol og það aö fiskur þolir lítinn hita. Takist að leysa þann vanda, em mikl- ir möguleikar fyrir hendi. Mál- iö er enn á frumstigi, en ljóst er að verulegur markaður er fyrir matvæli af þessu tagi. Jarövisindamenn funda: Yfirgnæfandi lík- ur á stórskjálfta innan 20 ára „Það em yfirgnæfandi líkur á að innan næstu 20 ára verði jaröskjálfti á Suöurlandi í kringum 6,0 stig á Richter- kvaröa. Áhrifin af slíkum skjálfta yröu skemmdir á hús- um, þó ekki alger eyöilegging. Lausir munir í hillum féllu niður á gólf, hlutir myndu skekkjast og færast úr staö og ljósakrónur falla úr lofti," sagöi Ragnar Stefánsson skjálftafræöingur í samtali viö Sunnlenska. Nýlega fór fram á Hótel Örk í Hveragerði ráöstefna vísinda- manna, sem unnið hafa að jarðskjálftahættu á Suðurlandi. Segir Ragnar slíkar rannsóknir og nútíma mælitækni geta gef- ið góðar vísbendingar um stærri jarðskjálfta, sem rétt sé að vara fólk við. Ragnar Stefánsson jarbskjálfta- frcebingur. „Innan fárra ára getum vib sagt til um ef stórskjálftar nálgast og varað við þeim. Þetta fer þó eftir því hvernig rannsóknum okkar miöar og hvemig tækninni fleygir fram. Á þessari ráðstefnu emm viö vísindamenn að bera saman bækur okkar og samræma niö- urstöður úr þeim rannsóknum, sem hver og einn okkar hefur unnið að," sagði Ragnar. Eins og áöur sagði er búist viö kröftugum jaröskjálfta, nærri 6 stigum á Richter, inn- an næstu 20 ára. Það er heldur minni styrkleiki en var í jarö- skjálftunum áriö 1896 og 1912. Öflugustu jarðskjálftar, sem oröið hafa á Suöurlandi, uröu hins vegar árið 1784. Vitaskuld voru mælingar þá ekki komnar til sögunnar, en áætlað er að þeir hafi veriö 7,1 stig á Richter. Á afmörkuðu svæði á Subur- landi er meiri jaröskjálftahætta en annars staöar. Þar er, aö sögn Ragnars, um 10 kíló- metra breitt belti, sem er í sjónhendingu frá Selfossi og austur að Heklu. Risaebla vib Spítalaveg Fornaldarófreskjur, eða risa- eðlur, eru sívinsælt viöfangs- efni, ekki bara í kvikmyndum, eins og viötökur kvikmyndar- innar Jurassic Park bera með sér, heldur hafa listamenn einnig gaman af því að móta þær, jafnvel í óvaranlegt efni eins og snjó. Risaeöla sú, sem sjá má á meöfylgjandi mynd, var mót- uö 13. janúar sl. af myndlistar- manninum Aöalsteini Svani Sigfússyni í garðinum viö Spít- alaveg 15 og naut hann dyggr- ar aöstoðar eiginkonu og dótt- ur við listsköpunina. Það var nágranni Aöalsteins, Haraldur Sigurgeirsson, sem festi risaeöl- una á filmu. Frá Grundarfírbi. Kirkjufell. íbúafjöldi Grund- arfjarðar yfir 900 í fyrsta skipti Samkvæmt bráðabirgöatölum Hagstofu íslands þann 1. des- ember 1993 er íbúafjöldi Eyrar- sveitar (Grundarfjaröar) í fýTsta skipti í sögunni kominn yfir 900 manns, en Hagstofan taldi 901 íbúa í sveitarfélaginu þann 1. des. sl. Þar meö haföi íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 4,8% frá 1992, eöa um 41 mann, og er það næst mesta fjölgun ef tekið er mið af þétt- býlissveitarfélögum í Iandinu milli áranna 1992-'93. Á sl. 10 árum hefur íbúum Eyrarsveitar fjölgað úr 794 árið 1983 í 901 áriö 1993, um 107 íbúa eða 13,5%. Ef tekið er mið af íbúa- þróun á Vesturlandi, þá fækk- aði íbúum í kjördæminu í heild á tímabilinu 1983-'93 um 4%, en fjölgaöi milli áranna 1992- '93 um 0,2% og var þaö í fyrsta skipti í 10 ár sem íbúum Vest- urlands fjölgaði milli ára. Þessi mikla íbúafjölgun í Eyr- arsveit skýrist fyrst og fremst af góöri stööu atvinnumála í Grundarfiröi. Nú eru geröir út 3 togarar, auk 6 vertíöarbáta og á annars tugs smábáta. Stærstur hluti afla skipaflota Grundfirö- inga er unninn á staðnum, en þar skiptir miklu máli hinn mikli hörpuskeljar- og rækjuafli sem unninn er á staönum. Þá hefur afli Grundarfjaröarbáta aukist vemlega á liðnum árum, meöan afli annarra útgeröar- staöa á landsbyggðinni hefur dregist vemlega saman. Þannig hefur botnfiskaflamark Gmnd- arfjaröarbáta aukist úr 4.143 þorskígildistonnum áriö 1985 í 6.439 þíg. á síöasta fiskveiöiári (1992-'93). Aukningin nemur 55,4%, en á sama tíma hefur aflamarkib á landsvísu minnk- aö um 19,1%. Á þessu sést aö í sjávarþorpi þar sem allt snýst um veiðar og vinnslu sjávarafla skiptir öllu máli hve mikill afl- inn er og nú á tímum skiptir aflamark heimabáta höfuðmáli, hvaö varðar þróun búsetu og íbúafjölda. Samhliöa íbúafjölguninni í Gmndarfirbi hefur uppbygging íbúðarhúsnæöis á staðnum tek- iö mikinn kipp. Á sl*. ári vom byggö 3 einbýlishús og hafnar byggingarframkvæmdir vib 10 raðhúsaíbúöir, en allar þessar framkvæmdir eru á vegum einkaaöila og hefur sveitarfélag- iö ekki þurft að koma að þeim. Þá kallar slík fjölgun íbúanna á aukna uppbyggingu sveitarfé- lagsins á alls kyns þjónustu. Nefna má að fyrir rúmum tveimur árum var leikskóli stækkaöur um helming; áöur var rými fyrir 40 böm samtím- is, en nú er rými fyrir 80 böm og töldu menn að þetta myndi duga a.m.k. fram aö næstu aldamótum. Nú standa sveitar- stjómarmenn frammi fyrir því í fyrsta skipti að biðlisti er eftir leikskólaplássum og þar meö er leikskólinn að verða of lítill, aö- eins innan viö 3 árum eftir helmings stækkun hans. Nú stendur yfir bygging nýrrar heilsugæslustöðvar, sem fyrir- hugað er aö taka í notkun á síö- ari hluta þessa árs. Fram- kvæmdir við nýjan íþróttavöll munu hefjast fyrir voriö og er ráögert aö ljúka þeim á næsta ári. Hér er um að ræða sam- starfsverkefni sveitarfélagsins og UMFG. Þá stendur yfir und- irbúningsvinna fyrir fram- kvæmdir við stækkun grunn- skólans, en núverandi gmnn- skólahúsnæði er allt of þröngt og ófullnægjandi, enda hannaö fyrir mun færri nemendur en nú em í skólanum og þar fyrir utan mun nemendum fjölga verulega á allra næstu ámm. Á þessu sést aö mikil upp- sveifla er í Grundarfiröi og er þaö mjög athyglisvert, ekki síst nú á tímum niöurskuröar og samdráttar á öllum sviöum. yUMFEBOAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.