Tíminn - 04.02.1994, Page 3

Tíminn - 04.02.1994, Page 3
Föstudagur 4. febrúar 1994 3 Framsóknarmenn á Akureyri leggja fram lista til bœjarstjórnar: Tefla fram politísku bæjarstjóraefni Framsóknarmenn á Akureyri tefla fram pólitísku bæjarstjór- arefni í kosningum til bæjar- stjómar í vor. Þetta er svipab fyrirkomulag og tíökast hefur í kosningum til borgar- og bæjarstjóma á höfubborgar- svæbinu, en framsóknarmenn setja þennan valkost fram fyrstir flokka fyrir norban. Hingað til hefur tíökast að Ak- ureyringar hafi sótt bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista flokkanna. Þannig var núver- andi bæjarstjóri áður fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og fyrirrenn- ari hans var áður sveitarstjóri á Skagaströnd. Jakob Bjömsson skrifstofu- stjóri, efsti maöur á lista Fram- sóknarflokksins fyrir bæjar- stjómarkosningamar í vor, er jafnframt bæjarstjóraefni flokks- ins. í öðm sæti er Sigfríður Þor- steinsdóttir, Þórarinn Sveinsson mjólkursamlagsstjóri, skipar þriðja sæti listans, Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri er í fjórða sæti og Ásta Sigurðar- dóttir sjúkraliði skipar fimmta sætið. Framboðslisti flokksins til bæj- arstjómar var samþykktur sam- hljóða á fundi fulltrúaráðs á miðvikudagskvöld. Miklar breytingar em á listanum frá síð- ustu kosningum og í 10 efstu stætum listans er einungis einn frambjóðandi í sama sæti og fyr- ir fjómm ámm. Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, núverandi odda- maður framsóknarmanna í bæj- arstjóm á Akureyri, gefur ekki kost á sér áfram og ekki heldur Kolbrún Þormóðsdóttir, sem skipaði 4. sæti listans. Jakob Bjömsson færist úr 3. í 1. sæti, Sigfríður Þorsteinsdóttir úr 5. í 2. sæti, Þórarinn Sveinsson úr 2. í 3. sæti. Þá færist Guðmundur Stefánsson úr 18. sæti í 4. og Ásta Sigurðardóttir er ný á list- anum. Framsóknarmenn á Akureyri telja sig tefla fram mjög sterkum lista og þaö vakti m.a. athygli að í neðri sætum listans em þekkt nöfn, sem ekki hafa verib áber- andi í pólitík áöur. Þannig er Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, í 13. sæti og Jóhann Sigurjóns- son, konrektor við Menntaskól- ann á Akureyri, er einnig á list- anum. Bæjarstjórn á Akureyri skipa 11 manns. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur em nú með 4 fulltrúa hvor, Alþýðubandalag með 2 og Kratar meö einn full- trúa. -ÁG Félag starfsfólks í veitingahúsum: Allt ab 20% atvinnuleysi „Þab er ab harbna á dalnum hjá okkur, eins og öbrum. Þá er talsvert atvinnuleysi mebal félagsmanna, eba allt ab 20%," segir Sigurbur Gub- mundsson, formabur Félags starfsfólks í veitingahúsum. Hann hefur það eftir veitinga- mönnum að á sl. tveimur til þremur ámm sé búinn að vera 40%-50% samdráttur hjá veit- ingahúsunum. „Þab þýðir ekki að samdráttur- inn í heild sinni hafi verið þetta mikill, því stöbum hefur fjölgað. Það hefur hinsvegar ekki haft í för með fleiri störf, nema síður sé." Sigurður segir að ljósi punkt- urinn í atvinnustarfseminni sé ótvírætt í ferðaþjónustunni í heild sinni og alveg ástæðu- laust að gera lítið úr því. Hins- vegar er samdráttarskrúfan allt- af ab heröast þannig að aukn- ing í ferðaþjónustu gerir mönn- um aðeins kleyft að spyma vib fótum. „Svo vib förum ekki neðar." Þrátt fyrir samdráttinn hefur ekki verib jafn mikið um gjald- þrot í bransanum og áður var. Þá var á tímabili unnið í hluta- starfi á skrifstofu félagsins vib að gera kröfulýsingar í þrotabú. „Eg vona þó að stærsta alda gjaldþrota sé liðin, en það er þó alltaf eitthvað smávegis. Hins- vegar sáum við að það verður sífellt erfiðara um skil, sem sýn- ir náttúmlega þá erfiðleika sem við er að etja í greininni," segir Sigurður Guðmundsson, for- maður Félags starfsfólks í veit- ingahúsum. -grh lönnemar uröu aö hœtta viö fyrirœtlanir um aö innrétta Bjarnaborg sjálfir undir stjórn meistara: Báru reglurnar sigurorb af skynseminni í Bjarnaborg? Félagsíbúbir iðnnema hafa undirritab verksamning vib Trésmibju Snorra Hjaltason- ar um lokafrágang á Bjama- borginni í Reykjavík, fyrst og fremst innréttingu 15 leiguíbúba fyrir ibnnema. Talsmabur Félagsíbúba, Ól- afur Þórbarson, var því spurbur um hvab orbib hefbi um þær upphaflegu hug- myndir iönnema ab innrétt- ing Bjamaborgar yrbi eins konar verkskóli nema í byggingargreinunum sem ekki höfbu fengib starfsþjálf- un vib Iðnskólann, sem mundu vinna ab öllum verk- þáttum undir stjóm meist- ara, 1 fyrir hverja 2-3 nema. „Fræðslunefndir byggingar- greinanna gátu ekki sætt sig við þetta. Vinnuregla þeirra er að það skuli vera einn meist- ari, eba sveinn í hans umboði, á hvem nema. Það þarf því alltaf a.m.k. einn svein á móti hverjum nema, og þau skilyröi gátum viö ekki uppfyllt. Þar meö var þessi tilraun stöðvub, sem hefði verið ómetanleg, m.a. vegna hins mikla starfs- þjálfunarvanda, þar sem stór hluti ibnnema sem er að út- skrifast úr skólum nær aldrei að klára nám sitt." Heildarkostnað vib Bjama- borgina segir Ólafur áætíaðan um 85 milljónir króna að framkvæmdum loknum. Þar af sé kaupverð hússins í núver- andi ástandi u.þ.b. helmingur. Meginhlutinn, eða tæplega 87% kostnaðarins, er fjár- magnaður með láni úr Bygg- ingarsjóbi verkamanna, um 3,5% (3 milljónir) meb styrk Bjamaborg í dag. Tímamynd CS frá Reykjavíkurborg og um 10% verbi eigin fjármögnun Félagsíbúða. Að sögn Ólafs er húsið núna einn geimur. Nánast öll inni- vinna sé eftir. „Við og arkitekt- amir höfum tekið þá stefnu að halda sem mest hinni upp- runalegu húsaskipan. Þ.e.a.s. skiptingu íbúða og frágangi veggja. Ég á m.a. von á því að íbúðimar verði panelklæddar í hólf og gólf." Ýmsu verður þó að breyta því ekki gildir t.d. lengur að fjölskyldur geri sig ánægðar með að vera tvær til þrjár um sama eldhúsið. Og því síður ab þurfa ab notast við kamar úti í garði, eins og þeir sem bjuggu í Bjamaborg fyrstu árin. Mest bjuggu um 170 manns í húsinu í einu, eða rúmlega 11 manns ab meðal- tali í hveri íbúð, sem vom 15 talsins. Áætlað er að innrétta aftur 15 Hjá Félagsíbúbum ibnnema var létt yfir mönnum vib undirskríft samninga um lokafrágang Bjarnaborgar. Efrí röb: Ólafur Þórbarson, Halldóra Ing- varsdóttir og Brjánn jónsson. Fremrí röb: Snorrí Hjartarson trésmíbameist- arí, Krístinn E. Einarsson og Ceorg Páll Skúlason. Tímamynd cs íbúðir í Bjarnaborg, 5 á hvorri hæb, fjórar í risi og eina í kjall- ara, ásamt lesstofu og leikher- bergi fyrir böm. Grunnflötur hússins er 270 fermetrar sem þýðir 54 fermetra aö meðaltali á íbúðimar 10 á hæðunum. Stærð íbúðanna verður nokk- uð mismunandi, frá 45 ferm. upp í um 65 fermetra. Fram- kvæmdum á að vera lokið þann 27. ágúst þegar áætíað er að afhenda fyrstu leigjendum íbúbirnar. Hvaö snertir starfsþjálfunar- vandann sem áður er á minnst segir Ólafur hann vera miklu stærra vandamál en margir virðast gera sér gein fyrir. „Menn em að koma út eftir 3ja til 4ra ára skólanám og vantar 9 til 18 mánaða starfs- þjálfun til þess að fá ab ljúka námi. En þeir fá hana ekki og þar af leiðandi eru allt þetta nám ónýtt," segir Ólafur. Framansagt leiðir hugann að ennþá nærtækara dæmi, við- haldi sjálfs Iðnskólans í Reykjavík, þar sem um 1.700 ungmenni (t.d. álíka fjöldi og allir íbúar Borgamess) stunda nám, þar af stór hluti í bygg- ingargreinunum. Hljóta ekki að vera þar stór og viðvarandi verkefni fyrir „verkskóla" inn- an dyra? „Við skulum orða það þannig aö iönnemamir í skólanum fá ekki ab koma nálægt viðhaldi Iðnskólans í Reykjavík. Hins vegar hefur hann nánast sér- stööu ab þessu leyti. í fjölda iðnmenntaskóla annars staðar á landinu vinna nemamir í sínum tímum við ýmisskonar vibgerðar- og viðhaldsvinnu í skólunum. Nærtækasta dæm- ib er hér uppi á Akranesi," sagði Ólafur Þórðarson. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.