Tíminn - 04.02.1994, Síða 5

Tíminn - 04.02.1994, Síða 5
Föstudagur 4. febrúar 1994 Arni Þormóösson: Alib á tortryggni launþega í garb lífeyrissjóbanna Enn einu sinnl hefur gosið upp í fjölmiölum umræða um lífeyrissjóðamál lands- manna og nú vegna skýrslu, sem Verslunarráð íslands hefur látið gera um þau mál. Skýrslu, sem á að vera faglega unnin út- tekt á lífeyriskerfi þjóöarinnar, en rís varla imdir því og er að- eins lævíslegur áróður gegn líf- eyrissjóðunum. í skýrslunni em nánast allir lífeyrissjóðimir sett- ir undir sama hatt hvað varðar forsendur og fjárhagslegan styrkleika til að geta staðið við óbreyttar skuidbindingar sínar í framtíðinni. Höfuðtilgangur skýrslunnar virðist vera sá að ala á tortryggni í garð lífeyris- sjóðanna og skapa með því betri jarðveg fyrir áróður ýmissa verðbréfafyrirtækja (ávöxtunar- fyrirtækja) og tryggingafélaga, þess efnis að best sé að þau taki við hlutverki lífeyrissjóðanna. Gamall áróbur í nýjum búningi Eins og jafnan áður, þegar ráðist er að lífeyriskerfinu, er því hald- ib fram að lífeyrismálin í heild séu í miklu öngþveiti. Kjör lífeyrisþega séu mjög bág og það sé lífeyrissjóðunum að kenna og sjóðimir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eða yfirleitt þær væntingar sem til þeirra háfa verið gerðar. Ávöxtun á fé sjóðanna sé slæm, rekstur þeina dýr og stjórnir þeirra starfi meb ólýö- ræöislegum hætti án tengsla vib sjóðsfélaganna og svo framveg- is. Og nú er þvi bætt í áróðurinn að við framkvæmd lífeyriskerf- isins sé framið stjómarskrárbrot og mannréttindabrot miðað við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er látið ógert að geta álits Lögfræðistofnunar Háskóla ís- lands, sem er öndvert við það lögfræðiálit sem skýrslunni fylgir varðandi þetta mál. Ranglæti í skattlagningu Sem dæmi um málflutning skýrsluhöfunda má nefna að þegar fjallað er um raunvem- lega margsköttun lífeyrisspam- aðar er sú rangláta skattlagning notuö sem rök fyrir því að „hag- kvæmara sé fyrir einstaklinginn að kaupa vaxtaberandi bréf yfir starfsævina til að byggja upp framfærslustofn þar sem vaxta- tekjur em skattfrjálsar í dag og ekki lagður á tekjuskattur þegar byrjab er að taka af höfuðstóln- um í ellinni". Á þetta er lögð höhiðáhersla á- samt eftirfarandi: „í stabinn fyr- ir að hvetja fólk til að leita að hagstæbustu spamaðarleiðum í skattalegu tilliti þegar safnað er til elliáranna er fólkið í landinu þvingab til spamaðar í gegnum lífeyrissjóðina með tilheyrandi margsköttun". Höfuðáherslan er lögð á þenn- an neikvæða tón, en að lokum er sagt: „Eblilegt er ab afnema tvísköttun og fara að fordæmi annarra og skattleggja eingöngu eftirlaunin." Tilgangur þessa málflutnings leynir sér ekki. Afnám ranglátr- ar skattlagningar er ekki mikil- vægt atriöi. Það er aukaatriði. Það er aðeins „eölilegt" ab af- nema hana. Margsköttun lífeyrisspamabar er jafnvel kostur. Vegna hennar er auðveldara að espa fólk gegn lífeyrissjóðunum en ræða um það ranglæti, sem í henni felst, og krefjast úrbóta. Stutt ágrip sögu í skýrslunni em stutt ágrip af sögu lífeyriskerfis á íslandi þar sem helstu atburða í þeirri sögu er getið. Þar er í mjög naumu máli greint frá stórfelldustu breyting- um í lífeyrismálum lands- manna, þegar félög Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveit- endasamband íslands sömdu um stofnun almennra lífeyris- sjóða starfsstétta á samnings- sviði ASÍ, og lagabreytinga sem á eftir komu vegna þeirra samn- inga. Réttar- og kjarabótin, sem varð með samningunum um líf- eyrissjóðina, er einhver sú mesta sem gerð hefur verið í einum kjarasamningi á íslandi frá upphafi. Umfjöllun í fjölmiölum Ekki er unnt að fjalla um þessa skýrslu Verslunarráðsins í einni VETTVANGUR Er enginn vandi hjá lífeyrissjóöunum? Vissulega em ýmis vandamál fyrir hendi í lífeyrissjóðakerfinu og þab hefur verið unnið ab því að leysa þau. Þar má nefna að nýlega vom sameinaöir margir SAL- lífeyris- sjóðir á Norðurlandi og iðnab- armanna í Reykjavík, en það þýðir vissulega aukinn styrk þessara sjóða og væntanlega blabagrein nema að litlu leyti. Þá hefur hún heldur ekki komið í heild fyrir almenningssjónir. Það er hins vegar umfjöllun fjölmiðla um þessa umræddu skýrslu, sem gera hana þess verba ab fjalla nokkuð um hana og lífeyrismálin. Fjölmiðlamir birtu flestir frétt- ir af skýrslunni og fjölluðu um efni hennar með þeim hætti að ætla mátti að skyndilega hefði skotið upp einu alvarlegasta vandamáli þjóðarinnar á síðari tímum og lausn vandans fælist í því að framkvæma skoðanir skýrsluhöfunda. Fjölmiðlamir höfðu greinilega komist í feitt. Lífeyrissjóðimir vom samkvæmt skýrslunni flestir gjaldþrota og mörgum þeirra ætti ab loka strax. í skrifum sínum tóku sum blöbin gagnrýnislaust undir álit og skoðanir skýrsluhöfunda og gerbu ab sínum og gott betur, t.d. Morgunblaðið 20. og 23. janúar sl., þar sem beinlínis er farið rangt með staðreyndir. verður rekstur hagkvæmari. Þá hafa verið samþykktar til- lögur að reglugerðabreytingum hjá almennu lífeyrissjóðunum, sem hafa í för með sér sterkari stöbu þeirra. Fortíðarvanda almennu lífeyr- issjóðanna má að nær öllu leyti rekja til þess, að fyrstu starfsár þeirra var verðtrygging útlána óheimil og verðbólga var mikil. Einungis það fé, sem sjóðimir vörbu til kaupa á skuldabréfum Byggingasjóðs ríkisins, var verð- tryggt fyrstu starfsár sjóðanna. Ennfremur greiddu sjóðimir á þeim tíma stórfé til þeirra, sem nutu réttinda samkvæmt lögum um eftirlaun aldraðra, en höfðu ekki áunnið sér réttindi í lífeyr- issjóðum. Vandi sjóðanna er því að mestu vegna abstæbna sem þeir réðu ekki við vegna löggjafans og félagslegrar samhjálpar, sem samið var um í kjarasamning- um ab þeir tækju þátt í. Framhjá þessum ástæðum er litið í skýrslu Verslunarráðsins, sem leggur til að öll samtrygg- ing í lífeyriskerfinu verbi aflögð. Sérálit Ásmundar Ásmundur Stefánsson, fyrrver- andi forseti ASÍ, tók þátt í störf- um nefndar Verslunarráðs ís- lands sem samdi skýrsluna. Hann skilaði séráliti. I álitsgerð sinni gerir Ásmund- ur grein fyrir markmiði og hlut- verki lífeyrissjóöa og stöðu líf- eyrismála í dag. Hann sýnir fram á að flest það, sem skýrslu- höfundar Verslunarráösins á- lykta varðandi lífeyrismálin, er rangt eða yillandi og sett fram af mjög litlum skilningi á þeim málefnum sem skýrslan fjallar um. Sérálit Ásmimdar er mjög gott svar við tilraunum frjálshyggju- manna til ab valda óróa og tor- tryggni hjá launafólki um ör- yggi lífeyriskerfisins. Hann sýn- ir þar fram á óvandaöan áróður, sem felst í málflutningi skýrslu Verslunarráðsins. Fjölmiblamir höfðu minni á- huga á séráliti Ásmundar. Ab- eins sjónvarpsstöðvamar gerðu því nokkur skil. Þar kom vel fram sú árátta fjöl- miðla að fjalla helst á hlutdræg- an og neikvæðan hátt úm mál- efni. Málefni, sem er mikilvægt og snertir allan þorra þjóðarinn- ar og ber því aö meðhöndla með vönduðum hætti. Verjib lífeyrissjóbina Um almennu lífeyrissjóðina var samið á sínum tíma í frjálsum kjarasamningum milli verka- lýðsfélaganna og samtaka at- vinnurekenda. Þau samtök hafa síöan farið með alla stjóm sjóðanna og þau hafa ennfremur haft forgöngu um setningu nokkurra laga, sem sett hafa verið til endur- bóta á lífeyriskerfinu á starfs- tíma almennu lífeyrissjóðanna. Þessi samtök vinnumarkaðar- ins bera fulla ábyrgð á starfsemi lífeyrissjóðanna og þau eiga að verja þá fyrir óvönduðum mál- flutningi, sem beint er gegn til- vem sjóðanna með það að markmiði að komast í aðstöðu til að versla með fjármagn þeirra. Sérstaklega hvílir þessi vamar- skylda á stéttarfélögunum og fulltrúum þeirra í stjómum sjóðanna. Þeim ber að láta til sín heyra þegar vegið er aö sjóðunum. En það heyrist lítið frá þeim. Þeir láta yfir sig ganga hvert áróður- séliö öðm verra án andsvara, enda er svo komið að vemlegur fjöldi fólks leggur trúnab á full- yrðingar eins og þær, sem koma fram í þessari makalausu skýrslu Verslunarrábsins. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni hafa jafnvel lagst á sveif með þeim, sem em aö reyna ab gera lífeyrissjóðina tor- tryggilega, eins og gerðist þegar einn þeirra sló um sig meö van- hugsuðu orðagjálfri um lífeyris- sjóðina á útifundi sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Forystumenn launamanna verba ab snúa við blabinu hvað þetta varðar, ef þeir ætla ekki að láta frjálshyggjuliðib níða líf- eyrissjóbina nibur. Höfundur er framkvæmdastjóri. TT- FOSTUDAGS PISTILL ASGEIR HANNES Prófkjör og Ijósaperur Olíufurstinn J.D. Rockefeller var talinn góbur sölumaður og vissi að stundum kostar peninga ab græða peninga. Hann gaf því íbúum þróunarlanda litla olíu- lampa til ab venja þá vib ab nota olíu. Pistilhöfundi kom þetta í hug, þegar hann gekk framhjá Stjórnarráðinu klukkan fimm á þriðjudaginn og sá undarlega af- mæíisgjöf vegna níutíu ára heimastjórnar: Borgarstjóri gaf forsætisráðherra útiljós á Stjómar- rábið! Klókur rafveitustjóri hefur fundið þarna nýja leið til að selja ríkinu meira rafmagn og þetta er ekki eina Ijósib sem íhaldið tendrar nú í miðborginni. Stutt er síðan Markús Órn kveikti sjálfur á per- unni f húsi Eimskipafjelagsins, þegar óskabarnið lýsti sjálft sig upp í afmælisgjöf. Á meðan Davíb Oddsson kveikti og slökkti Ijós í mibbænum eins og húsvörður, bámst úrslit í próf- kjöri Sjallans. Fjórir borgarfulltrú- ar axla nú skinnin í kjölfar þriggja sem hættu sjálfir fyrir skömmu. Úrslitin koma borgarbúum ekki í opna skjöldu og þau ítreka áfram kröfu þeirra um breytingar. Sagt er að úrslit í prófkjöri Sjálf- stæðisflokks spegli oft viíja borg- arbúa og eru það orð að sönnu: Krafa flokksmanna um breytingar kostaði fjóra borgarfulltrúa sætin í jarðskjálftum prófkjörsins og því er varlega spáð að krafa allra borgarbúa um breytingar kosti flokkinn fjögur sæti í vor. Sjallinn ætti því ab ganga hægt um gleð- innar dyr, því oft eiga fleiri en einn skjálfti upptök sín í sömu jarðhræringum. Allt of margir kjósendur í próf- kjörinu settu kíkinn fyrir blinda augað og neituðu að horfast f augu við vond mál. Létu því vandamál flokksins bitna á ein- staka frambjóöendum og hengdu bakara fyrir smibi. Sveinn Andri Sveinsson er ein- lægur ungur mabur og fann ekki upp einkavæðinguna frekar en forysta Sjallans, sem raunar hefur aldrei greint hana frá ríkisrekstri. Mabur einkavæbir ekki einokun- arfyrirtæki frekar en mabur færir einkarekstri einokun. Sveinn Andri ber ekki ábyrgb á SVR hf., heldur meirihlutinn allur. Borgar- stjórinn Markús Öm bæði fyrir- skipaði einkavæðinguna og lagði blessun sína yfir vinnubrögbin. Júlíus Hafstein réði ekki abför- inni ab Örnólfi Ámasyni, enda er Júlíus gæðablóð og hefur þægi- legt skap vib flestra manna hæfi í öllum flokkum. Honum hefði aldrei dottið í hug að niðurlægja vinsælan metsöluhöfund í mibju prófkjöri og er hér eflaust að reyna að halda fribinn vib hefnd- arfúsa forystu Sjálfstæbisflokksins, sem hvorki gleymir né fyrirgefur. Ljósálfar íhaldsins kveikja nú á hverri perunni á fætur annarri í höfubborginni og vonast líklega til ab kjósendur sjái brátt Sjálf- stæbisflokkinn í nýju Ijósi. En borgarbúar hafa líka gott minni, ef því er að skipta, og muna vel hvernig bakarar héngu fyrir smibi í prófkjörinu. Hætta er því á að kjósendur sjái Sjálfstæðisflokkinn ekki í nýju Ijósi á kjördag, heldur í réttu Ijósi og þá eru dagar meiri- hlutans taldir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.