Tíminn - 04.02.1994, Side 6

Tíminn - 04.02.1994, Side 6
6 ilwoffiB Föstudagur 4. febrúáf 1ÍÍ94 Cubjón Fribriksson: Ljónib öskrar, Saga jónasar Jónssonar frá Hrifiu, III. Ibunn 1993. Meö þessu bindi er lokiö miklu verki. Lokið er ævisögu manns, sem engan á sinn líka í stjórn- málasögu þjóðarinnar. Lokiö er sagnfræöiverki, sem lengi mun lifa í bókmenntum íslendinga. Við eigum á bókum minningar og sögu margra stjórnmála- manna. Sumir hafa þar veriö í forystu um skeiö, en síðan horf- iö frá átökum stjómmálanna. Svo fór Héöni Valdimarssyni, þegar hann fékk ekki ráöiö viö Sameiningarflokkinn sem hann stofnaöi. í svipaðri stööu var Tryggvi Þórhallsson þegar hann féll frá. Sumir sátu í friðstólum í elli sinni, svo sem Einar Olgeirs- son, Brynjólfur Bjamason og Ás- geir Ásgeirsson og sömu leið stefndi Olafur Thors. Aörir féllu frá á góðum aldri, meöan þeir vom enn í sviptingum, eins og Jón Þorláksson og Jón Baldvins- son. Jónas frá Hriflu varö viöskila við flokk sinn, en guggnaði hvergi og hélt áfram að berjast og hélt athygli þjóðarinnar furðu lengi, þó að fáir stæðu með honum í stríðinu. Að mínu viti hefur Gubjón Friðriksson unnið verk sitt meö prýði. Ég tel mig hafa verið áhorfanda að því, sem rakið er í þriöja bindi þessarar miklu sögu. Þar er ekki sagt frá mörgu sem vib vissum ekki. Þaö, sem helst er nýtt fyrir mér, em þreifingar Jónasar vegna framboösins 1949. Við lestur þessarar bókar finnst mér að helst mætti óska þeirrar breytingar að betur mætti greina frá einstökum atriöum sem urbu örlagavaldar. Hvergi er greint frá breyttu viðhorfi kommúnista þar sem þeir á fjóröa tug aldar- innar snemst samkvæmt fyrir- mælum frá Moskvu frá því aö vera „réttlinumenn" og urðu „tækifærissinnar", sem áttu að beita sér fyrir samfylkingu „gegn fasisma og stríöi" eins og þaö var oröab. Samkvæmt því skoraði Einar Olgeirsson opinberlega í útvarpsræbu á sína menn að kjósa framsóknarmenn í ákveönum kjördæmum 1937, þó að Jónas frá Hriflu frábæbi sér allt liðsinni hans. Sem gamall framsóknarmaður hefði ég kosið að það, sem okkur fannst ráða úrslitum um klofn- ingu flokksins 1933, væri skarp- ar skilgreint. Fyrir lá málefna- samningur viö Alþýðuflokkinn. Tveir þingmenn Framsóknar neitubu að styðja þá stjóm nema Ásgeir Ásgeirsson væri í forsæti. Ásgeir hafnaöi því hlutverki. Þá var Siguröur Kristinsson fenginn til aö mynda stjórnina, en hinir sátu fastir við sinn keip og vildu engan nema Ásgeir. Þannig var því spillt að hægt væri að mynda stjóm með Alþýöuflokknum og koma fram þeim málum sem um var samið. Og þá vom þeir, sem hindruðu, reknir úr flokknum. Séra Jón Guönason sagöi mér einhvem tíma að Ásgeir hefði sagt sér, þegar þetta var að ger- ast, að ef til vill hefði hann gert mestu mistök ævinnar þegar hann neitaði að mynda þessa ríkisstjórn. Nú finnst mér að honum hafi veriö vorkunn. Við getum leitt hugann að því hvemig honum hefði liöið í stjóm meö Jónasi og Héöni eba Vilmundi landlækni. Hlaut ekki slíkt samstarf að enda með ósköpum? Tveir merkustu rithöfundar þjóðarinnar skrifuöu níbgreinar um Jónas frá Hriflu, þegar þeim þótti mikið við liggja. Hér er átt við Halldór Laxness og Sigurb Nordal, sem báðir höfðu þó ver- ið í vinfengi við hann. En málin hafa meira en eina hlið. Svo bar — Hjónin Gubrún Stefánsdóttir og jónas Jónsson frá Hriflu. Mikil persónusaga vib á flokksþingi aö Jónas ræddi um Tímann, sem honum þótti ab hefði bmgöist bændum í mál- flutningi. Því svaraði mabur norðan úr Skagaflrði þannig ab víst hefbi Tíminn bmgðist bændum, þegar hann væri fullur af þvælu um Sigurö Nordal og listamenn, svo að landbúnaðar- málin kæmust ekki að. Guðjón Fribriksson rekur hvemig Jónas þokaðist frá flokki sínum uns orbinn var fullur skilnabur. Aö öörum þræði skrif- aði hann Ófeig til aö skeyta skapi sínu á gömlum flokks- bræðmm, en ab öðmm þræði ræddi hann þar þjóðmál svo sem öryggismál og vamir landsins. Jónas hafði að vissu leyti föður- legar tilfinningar til nemenda sinna, enda alltaf mikill og nær- gætinn heimilisfabir. Hann var eins og stoltur faðir þegar nem- endur hans reyndust farsælir í starfi, en sámaði líka ólán þeirra og ræktarleysi ef þeir bmgöust vonum hans. Ef til vill má skýra mun á umfjöllun Ófeigs á Her- manni og Eysteini með því ab . annar var nemandi en hinn ekki. í öðm bindi Jónasarsögu er frá því sagt að Jónas bannaði sem ráðherra aö nemendur í skólum skiptu sér af stjómmálum. Sam- kvæmt því var Ásgeir Blöndal Magnússon rekinn úr skóla á Ak- ureyri. Og vegna þessara fyrir- mæla ráðherrans varð Þórarinn Þórarinsson að hverfa frá námi í Samvinnuskólanum, svo aö hann væri frjáls að þvi aö taka þátt í pólitískri umræðu. Hann sagöi sig úr skóla með fullu sam- komulagi viö skólastjóra. Á flokksþinginu 1937 kom fram tillaga, sem ekki var hægt að skilja öbmvísi en svo að skólar landsins ættu að vera lokaðir öll- um þeim sem væm kommúnist- ar eða nasistar. Tryggasti fylgis- maður Jónasar, Bjami á Laugar- vatni, hafði framsögu. Síöan mæltu 5 menn gegn tillögunni. Þá var umræöu frestaö og vitrir menn settir í ab endursemja til- löguna. Um þá afturgöngu var svo karpað fram á nótt. Ýmsum BÆKUR HALLDÓR KRISTJÁNSSON þótti það nýlunda að mál Jónas- ar mættu hrakningi á þann hátt. Jónas er kominn á sextugsaldur þegar hann ræðst í að stofna æskulýöshreyfinguna Vöku- menn. Auövitað er slíkt utan marka hins mögulega, en það sýnir dirfsku Jónasar aö ráðast í slíkt. Árangurinn varð líka það mikill aö þar sést hvílíkur áróö- ursmaður og áhrifamaður hann var. Stefnumál Vökumanna áttu ab vera skilnaöur við Dani og breyting á þjóðfánanum. Skiln- aðurinn við Dani var raunar ráð- inn meö sambandslögunum 1918, þó að honum væri þar settur 25 ára biðtími. Haustiö 1940 vom ungir fram- sóknarmenn víösvegar af land- inu samankomnir í Reykjavík. Mebal þess, er þeir ræddu þar, var breyttur þjóðfáni. Raubi krossinn skyldi hverfa úr fánan- um. Hann skyldi vera hvítur kross í bláum feldi, eins og Land- varnarmenn börðust fyrir á morgni aldarinnar. Á þessum fundi vom einungis tveir sem gengu í vörn fyrir þjóð- fánann, við Daníel Ágústínus- son. Þó skal þess getiö að Þórar- inn Þórarinsson var hafinn yfir deiluna. Hann mælti hvorki mót né með rauða krossinum, En meirihlutinn flutti sitt mál af kappi. Þar átti Jónas frá Hriflu ör- ugga liösmenn. Viö Daníel vor- um minnihlutamenn, fylgisiitl- ir. Jónas ætlaði að leiða þessa vakningu til sigurs. Flokksþingið í mars 1941 átti að samþykkja breytingu á þjóðfánanum, svo að Hvítbláinn yrði fáni hins ís- lenska lýðveldis þegar það yrði stofnað. Bjami á Laugarvatni var fundar- stjóri þann dag sem fánamálið var á dagskrá. Jón Emil Guðjóns- son átti að vera framsögumaður, en Bjami vildi leggja góbu máli lið og segja nokkuö frá eigin brjósti. Lét hann því Jón ívars- son sitja í sæti fundarstjóra með- an hann talaði sjálfur. Daníel hvatti mig til aö biöja um oröið og ég gerði þaö. En þegar Bjami hafði lokið sér af, endabi hann mál sitt meb því að segja aö næstur tæki til máls Jón Emil Guðjónsson. Þá sagbi Jón ívars- son: „Það er nú annar kominn á mælendaskrá." Og samkvæmt því varð ég næstur. Ég hafði skrifab grein um fán- ann og sent Tímanum, en hún ekki verið birt. Hennar vegna var ég allvel undirbúinn að ræða málið. Mun ég hafa talaö í 10 mínútur eða lítið eitt lengur. Svo kom Jón Emil með framsögu sína, sem einkum var fræbileg um sögu málsins meðan barátt- an stóð um það hvort íslending- ar fengju sérstakan fána. Að máli hans loknu fengu tveir menn oröið. Annar sagði að ég hefði sagt að við hefðum fána sem við hefðum lært að elska og viröa. Vib hefðum líka haft danskan kóng, sem við hefðum lært að elska og virða, og samkvæmt sömu rökum ættum við alltaf að hafa danskan kóng. Svo tók Vigfús Guömundsson til máls. Hann sagði ab Norð- menn hefðu orbið fyrir þeirri niðurlægingu að Danir upp- nefndu höfuðborg þeirra og kenndu við danskan kóng og nefndu Kristianíu. En norska þjóðin vaknaöi og vildi nefna borg sína réttu nafni, en allir Halldórar Kristjánssynir í borg- inni vildu halda sér vib danska nafnið. En þjóðræknir Norð- menn urðu í meirihluta og nú heitir höfubborgin Ósló og þab er enginn Halldór Kristjánsson til í þeirri borg. Að svo mæltu bað Vigfús menn ab syngja: „Rís þú unga íslands merki" og var það gert. Þá var fundarhlé vegna matar- tíma. En umræðunni um fána- málið var lokið á því þingi. Hér hef ég rætt um atriði sem er í raun hverfandi smáatriði þegar rætt er um sögu Jónasar Jónsson- ar. En hib smáa speglar stundum hið stóra, svo að þannig sé unnt aö skynja kjarnann. Fyrir mér er stofnun og saga Vökumanna og fánamálið dæmi um áhrifamátt og dirfsku Jónasar frá Hriflu. Guðjón getur þess ab Jónas Jónsson hafi skrifaö bók um knattspymukappann Albert Guðmundsson. Jónas ætlaði ekki í fyrstu aö skrifa bókina sjálfur og hafði ráðiö Andrés Kristjánsson til þess. En þegar Andrés hafði rætt nokkuð við Al- bert, sagði hann Jónasi að hann gæti þetta ekki. Jónas varð fár við og gekk sjálfur í verkið. Hann talaði ekki við Andrés næstu mánuði. En svo bar fundum þeirra saman og Jónas heilsaði Andrési og sagði: „Erfiður var Al- bert." Hér hef ég sagt að fátt hafi mér verið nýstárlegt í þessu þriðja bindi sögunnar. En nú eru 60 ár síðan Framsóknarflokkurinn klofnaði og þeim fækkar óðum sem muna þann tíma, auk þess að ekki voru allir þátttakendur í því sem gerðist í flokknum. Um klofninginn er að sjálfsögbu rætt í sögu flokksins og ævisögu Ey- steins Jónssonar og sögu Her- manns Jónassonar. Fljótt á litið kynni því einhver ab spyrja hver þörf væri á þessari bók, — nýrri bók um svo þrautrætt efni. Þar er því til að svara að í fyrsta lagi má ekki miða við fámennan hóp gamalla manna, sem muna söguna sem sjónarvottar eða þátttakendur. Hér er saga Jónas- ar sögð og þó ab einstakir fram- sóknarmenn eins og ég hefðu kannski viljað sjá nánari skýrslu um klofning flokksins, breytir það litlu um örlagasögu Jónasar. Það er sú saga sem leibir þetta rit til öndvegis í bókmenntunum. Þó að höfundur sé spar á að fella dóma frá eigin brjósti, hefur hann frá svo mörgu aö segja, aö mikilmenniö birtist með kostum sínum og göllum. Þegar ævisögur þjóðskörung- anna eru komnar saman, hefur þetta bókmenntaverk æma sér- stöbu. Það er fyrst og fremst af því að maöurinn, sem sagt er frá, á sér engan sinn líka. Hann varö beint og óbeint mestur örlaga- valdur í ævi margra annarra en Alberts Gubmundssonar. Enn er þess að gæta að þessi ævisaga er skrifuð þegar sögu- hetjan er lengra að baki en flest- ir hinir skörungamir sem frá er sagt. Hér er hvergi vikist undan því að taka á því sem neikvætt þótti og neikvætt var. Og ein- mitt þess vegna eigum vib hér persónusögu, sem menn munu lengi lesa og vaxa af að hugleiða efni hennar. Á sínum tíma skrifaði ég um- sögn um bók Indriða G. Þor- steinssonar, „Samtöl við Jónas". Mér þykir hæfa að enda þessa grein með því að endurtaka nið- urlagsorð mín, sem birtust í Tím- anum 1977: „Ég hygg að þar komi fram rétt mynd af því um hvað Jónas Jónsson vildi helst tala og dvelja viö á síðustu ámm sínum. Þá var honum ljúfast aö minnast þess er skipulögð voru samtök til að bæta lífskjör almennings við sjó og í sveit, þegar landinu var stjómað til að gera það betra og þegar atvinnulífið var endur- skipulagt í heimskreppunni miklu samhliða því að fátæku fólki vom tryggð mannréttindi og neyö örbirgðar var útrýmt með þjóðinni. Best var að muna þær stundir þegar baráttan fyrir þessu var hörðust og tvísýnust og enginn mátti vera að því að hugsa um metnaö og hégóma. Þannig mun Jónas frá Hriflu geymast í sögu íslands um lang- an aldur sem eitt af stórmennum stjómmálasögunnar." Saga Guðjóns Friðrikssonar tryggir þaö að svo muni verða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.