Tíminn - 04.02.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 04.02.1994, Qupperneq 10
10 fiiwiww Föstudagur-4. febrúaF'1994 Kólumbus og fundur Ameríku s tilefni fimm alda afmælis fundar Ameríku hafa veriö gefnar út fjölmargar bækur og verður nú getið nokkurra sem hafa komið út á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þá er fyrst að nefna The Voyage ofChristop- her Columbus: Columbus's Own Joumal ofDiscovery, sem gefin er út af Weidenfeld og Nicholson. Hún er þýbing á varðveittu end- urriti dagbókar Kólumbusar úr fyrstu ferð hans. En hve traust er hið varðveitta endurrit? „Hið óáreiðanlegasta," svarar David Henige í In Search of Columbus: The Sources for the First Voyage, sem University of Arizona Press hefur gefib út. Dagbókin, sem og önnur skjöl frá ferðum Kól- umbusar, hafa verib endurrituð hvab eftir annað og em meira og minna brengluð. Eitt þessara skjala er fréttabréf á latínu um fyrstu ferö Kólumbusar, sem sent var til helstu borga álfunn- ar efttr heimkomu hans 1493, en á Ítalíu var þab þýtt í bundib mál. Fréttabréfið og kvæbib hef- ur Martin Davies þýtt á ensku og birtir ásamt inngangi í Col- BÆKUR umbus in Italy, sem British Libr- ary gefur út. Ekki er vitað til þess ab teikn- ing eða málverk af Kólumbusi hafi varðveist. Harla ólíkar em þær myndir, sem hinir fjöl- mörgu sagnaritarar hafa dregið upp. Því máli gildir ekki síður nú um nýjar ævisögur hans en hinar fyrri. í Columbus, sem Ox- ford University Press hefur gefið út, lýsir Felipe Femandez-Ar- mesto honum sem ötulum könnubi. Hann hafi þó verib gefinn fyrir mannvirðingar og auð. í Christopher Columbus, Master of the Atlantic upphefur höfundur, David D. Thomas, Kólumbus, en bókin tekur til allra leiðangra hans. í The Worlds of Christopher Columbus, frá Cambridge University Press, verður William D. Phillips og Carla Rahn Phillips tíbrætt um þau ár, þegar Kólumbus leitaði stuðnings portúgölsku og spænsku krúnunnar til að sigla vestur um haf til Asíu. í The Mysterious History of Columbus: An Exploration of the Man, the Myth, the Legacy, frá forlaginu Alfred Knopf, kveðst höfundur, John Noble Wilford, leita hins raunvemlega Kólumbusar, en líkt og bók Davids A. Thomas tekur hún til allra fjögurra leið- angra hans. Þá hefur forlag Lat- in America Bureau endurprent- að Columbus: His Enterprise eftir Hans Koning, sem út kom 1976. Segn Koning Kólumbus hafa sýnt indíánum yfirgang í ætt við kynþáttahatur. í The Colum- bus Myth, útgefinni af Simon & Schuster, heldur Ian Wilson því fram, aö fiskimenn frá Bristol hafi fa'rið á mib við Nýfundna- land 1481 og að Kólumbusi hafi verið það kunnugt. Áöur hafa raunar verið uppi getgátur um að Kólumbus hafi um skeið ver- ið í siglingum norður í höf. í hugum indíána mun nú ekki vera fimm alda afmæli fundar Ameríku, heldur fimm aldir frá því hún glataöist. í þeim anda em nokkrar hinna nýútkomnu Kristófer Kólumbus. bóka. Hjá forlagi Book Guild er út komin Columbus and the Golden World of the Island Ara- waks eftir D.J.R. Walker. Á þremur kynslóöum frá komu Spánverja dóu ættflokkar ind- íána á eyjum í Karabíska hafinu nær út og segir Walker þá sögu. Um eyðingu menningarþjóðfé- laga indíána á meginlandi Am- eríku fjallar Stephen Greenblatt í Marvellous Possessions: The Wonder of the New World, sem Oxford University Press gaf út, og þá um ýmsa þætti menning- ar indíána. í Stolen Continents: The Indian Story tekur Ronald Wright upp kafla úr varðveitt- um frásögnum indíána af fimm þjóbflokkum, Azteka, Maya, Inka, Cherokeea og Iroquoisa, af fyrstu kynnum þeirra af hvít- um mönnum. Transatlantic Encounters: Europeans and Ande- ans in the Sixteenth Century heit- ir ritsafn í ritstjóm Kenneths Andriens og Rolenu Adomo, sem University of Califomia Press gefur út. Þar er greint frá stofnun nýlendna í Suður-Am- eríku á 16. öld. Að síðustu skal nefnd The Buried Mirror: Reflecti- ons on Spain and the New World, eftir Carlos Fuentes. Hún kom út hjá André Deutsch og mun vera fimmta og síöasta bókin í flokki um áhrif Spánverja á nýja heiminn, en eftir henni mun BBC 2 hafa látið gera sjónvarps- þáttaröð um fund Ameríku. Gjaldtaka verkalýðsfélaga af utanfé- lagsmönnum í nokkrum löndum ✓ Intemational Labour Review, vol. 132, no. 4, er grein eftir Morton G. Mitchnick um skylduaðild að verkalýðsfélög- um og gjaldtöku þeirra af utan- félagsmönnum, „Recent devel- opments of compulsory union- ism". Verbur efni greinarinnar stixttlega rakið. í Sviss hafa dómstólar úrskurb- ab, aö hvorki launþegi né vinnuveitandi verði skyldaður til abildar að stéttarfélagi. Hins vegar hafa þeir áréttað, aö laun- þegum , utan verkalýðsfélaga, sem njóta kjarasamninga þeirra, beri að greiða þeim félagsgjöld. Á Spáni, samkvæmt stjómar- skránni frá 1978, er hverjum í sjálfsVald sett, hvort í verkalýðs- félag gengur eður ei (en í stjórn- artíð Francos var lauriþegum áskilin aðild). Kjarasamningar verkalýðsfélaga vib atvinnurek- endur hafa þó alla jafna tekið til allra launþega í viðkomandi starfsgrein, og þá jafnt utanfé- lagsmanna sem annarra. Um- saminni innheimtu fyrirtækja á gjöldum af utanfélagsmönnum hnekktu þó dómstólar. Því reyndi stjórn sósíaldemókrata að breyta 1985 meö lögum sín- um um samtakafrelsi. í þeim efnum mun þó ekki hafa orðið ýkjamikil breyting. I Belgíu, með lögum frá 24. maí 1921, er í senn tryggður réttur til samtaka og til að standa utan samtaka. Viðbrögð verkalýðsfélaga hafa verið að einskoröa sum umsamin rétt- indi, svo sem „bónus", við fé- lagsmenn sína. I Vestur-Þýskalandi var ekki í VIÐSKIPTI lögum beinlínis kvebib á um slíkt „neikvætt" félagafrelsi. Dómstólar úrskurðuðu þó, að starfsfólki væri ekki skylt að vera í verkalýðsfélagi. En eins og í Belgíu sömdu verkalýðsfélög svo við atvinnurekendur, að til- tekin fríöindi í kjarasamningum tækju aðeins til félagsmanna þeirra. Á Bretlandi sömdu verkalýösfé- lög, frá 1913 (?) og fram eftir öldinni, oft vib atvinnurekend- ur um skylduaðild starfsfólks í grein sinni. Frá því að ríkis- stjóm íhaldsflokksins komst til valda 1979, hefur hún með setningu laga spornað við því. í settum lögum um vinnumál 1980 og 1982 vom „utanfélags- menn af samviskuástæðum" (conscientious objectors) og „áður starfandi" undanþegnir aðildarskyldu, og var það frekar áréttað 1990. I stjórnaffmm- varpi að enn einum vinnulög- um, sem fyrir þinginu lá síðla árs 1993, sagbi að atvinnurek- endur skyldu ekki taka félags- gjöld af launum starfsmanna nema með árlegu (every 12 months) samþykki þeirra. í Norður-Ameríku, í Bandaríkj- unum og Kanada, hefur þaö löngum verið venja, að verka- lýðsfélög með meirihluta starfs- fólks í grein sinni á félagaskrá semji um kjör þess. Hún komst á af þeirri ástæbu, að utanfélags- menn greiddu félagsgjöld til þeirra, og er sú tilhögun nefnd Rand-formúlan. Er hún kennd vib hæstaréttardómara, I.C. Rand, sem 1946 kvað upp úr- skurð á þá leið (í deilu, sem Ford-bílasmiðjan átti hlut að). í Bandaríkjunum á verkalýðsfé- lag, sem tiltekin skilyrði upp- fyllir, rétt til viöurkenningar að Labor Relations Act, og hafa þau þá oröið eini (exclusive) samn- ingsaðili fyrir starfsfólk í fyrir- tæki/-tækjum, og þá utanfélags- menn sem aðra, en hafa í staö- inn tekið af þeim félagsgjald. í þessum efnum þrengdu Taft- Hartley-lögin 1947 að verka- lýösfélögvmum, og hélt Hæsti- The New Palgrave: A Dictionary of Econ- omics. Ritstjórar john Eatwell, Murray Milgate, Peter Newman. I-IV bindi, 4.194 bls. Macmillan, £ 395. Inglis Palgrave, einn ritstjóra Economist frá 1877 til 1883, birti 1893 uppsláttarrit í hagfræbi, A Dictionary of Political Economy. Þrjú stór forlög — Macmillan í Bretlandi, Stockton í Bandaríkj- unum og Maruzen í Bandaríkj- unum — tóku höndum saman um nýja, mjög svo aukna út- gáfu þess kunna uppsláttarrits og umbreyttu í alfræöirit í 4 bindum. í ritinu em skýringar- kaflar við um 4.000 uppsláttar- orð, en um þriðjungur þeirra em æviþættir (miðaðir við fæð- ingarár fram til 1914). Höfundar skýringarkaflanna em fjölmargir og ýmsir þeina nafnkunnir. Richard Musgrave skrifar um ríkisfjármál, Milton Friedman um peningamagns- kenninguna, Jan Tinbergen um markmib og leiðir, S. Metcalf um tæknilegar breytingar, I. Kirzun (og Hayek) um austur- ríska skólann, Robert Aliber um gengi gjaldmiðla, Burton Malki- réttur ákvæöum laganna uppi 1963 (í máli sem General Mo- tors átti hlut að). Á annan veg gekk dómur í Hæstarétti Kanada 1991 (í máli Lavigne v. Ontario Public Serv- ice Employees), upp kveðinn af dómaraniun frú Wilson, sem sagði: „í mínum huga er í meg- inatriöum enginn greinarmun- ur á allsherjar stjómskipun okk- ar og stöbu skattheimtu innan þess og smálýðræði vinnustaða. Að tilhögun okkar á samskipt- um á vinnustað hafa allir með- limir samningsaðila jafna að- BÆKUR el um vexti. í stóru uppsláttarriti kennir að sjálfsögöu margra grasa. Er fram dregið, að Sir James Steuart muni fyrstur manna hafa viö- haft orðin „framboð og eftir- spum". Hugtakib sjálft munu þó aðrir hafa áöur notað, svo sem Richard Cantillon í Essai sur la nature du commerce (1755), samanber bls. 29-31 í ensku þýöingunni, Essay on the Nature ofTrade in General (1931). Gamla hefbarfrúin í Saumnálarstræti Portrait of an Old Lady, eftir Stephen Fay. 208 bls. Viking, £10,95. í bók þessari er sagt frá störfum og áhrifum Englandsbanka tvo síðustu áratugina. Þannig tekur hún til átaka í breskum banka- stöðu til þátttöku í vali þeirra, sem fram fyrir hann koma, og til að skipa sér í raðir verkalýðs- félaga eba standa utan þess, hvort sem þeir heldur kjósa. Að auki, sem í skipan fulltrúalýö- ræðis okkar, geta meblimir samningsaðila líka afráöið að setja af fulltrúa sinn, ef óánægð- ir eru meö frammistöbu hans. Þess vegna er skipan áskilins frá- dráttar félagsgjalda (af launum, check-off) aö meginreglu í engu frábmgðin skipan skattheimtu í lýöræðisríki." málum 1974, ágreinings aðal- bankastjórans, Sir Gordons Ri- chardson, við frú Thatcher for- sætisráðherra um fjárhyggjúna, og alþjóðlega skuldavandans. í ritdómi í Economist 19. septem- ber 1987 sagði: „Gobum líkir verða seðlabankastjórar, þegar ógnir steðja að peningamálum heimalandsins, meginlands eða heimsins. Þá verða þeir að upp- hefja leikreglur kapítalismans. Þeir kalla leikmenn á sinn fund og segja þeim að láta einkahags- muni sína víkja, ef þeir vilji halda í einkahagsmuni sína... Hin læsilega bók Stéphens Fay um Englandsbanka segir frá mörgum slíkum augnablik- um.... Hvað hæst ber ársfund Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans í Toronto 1972, þegar 100 milljarða $ skuld Mexíkó var að sporðreisa al- þjóöleg peningamál. Sir Gordon Richardson og hinn bandaríski starfsbróbir hans, Paul Volcker, læstu að sér í hótelherbergi Ri- chardsons og ígrunduðu, hvem- ig þeir gætu talað aðra sebla- bankastjóra á sitt mál." Aktu eins og þú vilt ifCb að aorir aki! ÖKUM EINS OG MENN! || UMFIERÐÁFi Hagfræðilegt alfræðirit

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.