Tíminn - 18.03.1994, Page 5

Tíminn - 18.03.1994, Page 5
Föstudagur 18. mars 1994 5 Kristinn Snœland: Amjóum þvengjum læra hundarnir að stela," segir máltækið. Ég hef oft fundið að því, sem mér finnst vera linkind, of lítil eöa slök löggæsla, varöandi hin minni (ef svo má segja) brotin í um- ferðinni. Ég nefni t.d. akstur meö kveikt á þokuljósum inn- anbæjar, akstur án skráningar- númers í annan endann, akstur með aftaníkerm ljóslausa, akst- ur með ljós, númer og rúöur og spegla uppfennt, akstur gegn bannmerkjum (t.d. innakstur bannaður) og fleira í þessum dúr. Ég vil einnig nefna sérstaklega ólöglegar hjólreiðar. Það furöu- lega gerist að meö aldrinum virðast hjólreiðamenn missa stjórn á sér og hjóla um götur og torg allsendis eins og vit- skertir. Þeim mun sárara er að horfa uppá þetta, að böm á reið- hjólum em gjarnan varkámsm og gætnustu vegfarendurnir í umferðinni. Á hinn bóginn em hinsvegar ungir menn og konur á reiðhjólum einna verstir um- ferðarböðlar sem sjást. Þetta liö hjólar yfir á rauðu, sveiflar sér af götu á gangstétt og öfugt og er svo ljóslaust í þessum æfingum að nóttu. Nýlega um kl. 0.30 hjóluðu tveir drengir ljóslausir um Hlemm og Laugaveg. Þeir vom um þaö bil 12 ára og undan- tekningin sem sannar regluna. Kl. 1.30 eða nokkm síðar sömu „Gagnvart öllum þessum smábrotum, sem eftir at- vikum geta þó verið afar alvarleg og afdrifarík, þyrfti að snúast. Ekki með sektum eða dómum, heldur með því að stöðva viðkomandi og áminna." nótt, kom reiðhjólakappi ljós- laus austur Hafnarstræti og yfir Lækjargötu á móti rauðu ljósi og hvarf upp Hverfisgötu. Inn- ap fimm mínútna komu tveir kappar á ljóslausum hjólum bmnandi niöur Hverfisgötu, yf- ir Lækjargömna og hurfu vesmr Hafnarstræti á mikilli ferö. Allt þetta em líklega lítil brot, en ef þau líðast er líklégt að þau ýti undir hin meiri og hættulegri. Löggæsla Gagnvart öllum þessum smá- bromm, sem eftir atvikum geta þó veriö afar alvarleg og afdrifa- rík, þyrfti að snúast. Ekki meö sektum eða dómum, heldur meö því að stöðva viðkomandi og áminna. Til þess þarf lögreglufólk, merkt og ómerkt og á farartækj- um merktum sem ómerktum. Stöku borgari, sem hugsanlega hefur hug á að brjóta svolítið af sér, ef færi gefst, amast við VETTVANGUR ómerkmm lögreglubílum. Ef það er rangt af lögreglunni að vera á ómerktum bíl, hvemig á hún þá aö starfa í myrkri? Lög- reglubíll, sem kemur akandi í myrkri á móti öðmm vegfar- anda, er allsendis einkennalaus. Framljós á lögreglubíl em sumsé alveg eins ög á hverjum öðmm bíl. Ef við viljum í alvöm banna lögreglunni aö starfa, nema allir sjái að þar sé lögregla á ferð, þá verðum viö að krefjast þess að lögreglubílar og lögreglumenn verði búnir einhverju Ijósi, bíl- arnir á toppinn en gangandi lögregluþjónar ljósi í húfuna, svo vel sjáist í fjarlægð. Þá sjá t.d. ofbeldismenn í miðbænum, í fljótheitum, með því aö líta í kringum sig, hvort færi er á að misþyrma saklausum vegfar- anda og ökuníðingar geta slegið af í tíma, þegar lögreglubíll nálgast. Með gífurlega auknum bíla- fjölda þarf að standa æ betur að gæslu í umferðinni. Liður í því getur verið að nota ómerkta bíla. Notkun myndavéla gæti líka veriö nauðsynleg. Sorglegt Mér finnst umferðareftirlit lög- reglunnar vera of lítið og tekur þó steininn úr sá samdráttur sem mun orðinn varðandi vega- lögregluna svokölluðu. Þetta lið, sem áður var á allt að sex bílum um land allt, mun nú vera aðeins á tveimur bílum og starfar aðeins í næsta nágrenni Reykjavíkur, hefur t.d. ekki lengur eftirlit á Reykjanesbraut. Þessi flokkur virkaöi ekki aðeins sem eftirlitssveit, heldur einnig sem hjálparsveit í slysatilfell- um. Þaö er afar sorglegt að sparnaður skuli verða til þess aö minnka umsvif þessarar ágætu deildar. Ökumenn, sem aka sem næst settum reglum, ættu aö krefjast þess að þessi deild, vegalögregl- an okkar, starfi af fullum krafti og án samdráttar. Þess krefst ég. Höfundur er leigubílstjórí í Reykjavík. Kyrrbardagar í Skálholti Eins og undanfarin ár verða haldnir kyrrðardagar í Skál- holti um bænadagana. Eft- irspum eftir þessum kyrrðardög- um er mikil og meiri en húsrými Skálholtsskóla leyfir. Af þeirri ástæöu hefur veriö ákveðið aö bjóða tvisvar til kyrrðardaga á föstu, og aö auki til sérstakrar páskasamvem. Fyrri kyrrðardagamir standa frá föstudagskvéldi fyrir pálma- sunnudag (25. mars) til síðdegis á pálmasunnudag (27. mars), en hinir síðari frá miðvikudegi fyrir 1 skírdag (30. mars) til laugardags fyrir páska (2. apríl). Páskasam- veran hefst síðdegis laugardag- inn 2. apríl og stendur til annars páskadags. Nauðsynlegt er að takmarka fjölda þátttakenda á kyrröardög- um við 30 hið mesta. Enda þótt æskilegast sé að þátttakendur búi í eins manns herbergjum, er ekki hægt að fylgja því sem meg- inreglu. Auk gistirýmis skólans em herbergi í biskupsbústað og í Skálholtsbúðum. í Skálholtsbúð- um em einungis einsmannsher- bergi, en þau em ekki með bað- herbergi. Dagskrá kyrrðardaganna er með sama sniði og verið hefur. Ein- kenni hennar er þögn og íhug- un, helgihald og fræðsla. Umsjón, íhugun og fræðslu á fyrri kyrrðardögunum, 25.-27. mars, annast Guörún Edda Gunnarsdóttir guðftæðingur og sr. Jón Bjarman sjúkrahússprest- ur, en á síöari kyrrðardögunum dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, Guðrún Edda Gunnarsdóttir guðfræöingur og Kristján Valur Ingólfsson, rektor skólans. Helgihald á kyrrðardögum ann- ast, auk leiðbeinendanna, sólui- arpresmrinn, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, og rektor, sr. Kristján Valur Ingólfsson. Eins og fyrr segir, er auk kyrrð- ardaganna að þessu sinni einnig boðið til páskasamvem í Skál- holti frá laugardegi fyrir páska (2. apríl) til annars páskadags (4. apríl). Það, sem einkennir þessa samveru, er helgihaldið í kirkj- unni. Á laugardagskveldi fyrir páska er páskavaka kl. 21.00 og páskanæturmessa kl. 23.30. Á páskamorgni er messa kl. 08.00 og síðan sameiginlegur morgun- veröur. Páskahátíöarmessa er kl. 14.00 og aftansöngur á páskum kl. 18.00. Á annan páskadag er sungin morguntíð kl. 09.00. Messað er í Haukadalskirkju kl. 13.00 og í Bræðratungukirkju kl. 15.00. Þótt ekki sé um eiginlega kyrrö- ardaga aö ræöa, reynum við að viðhalda hinu kyrrláta yfirbragði um leið og við fögnum undri páskanna. Upplýsingar um kyrrðardagana og páskasamvemna og skráning til dvalar er í síma Skálholts- skóla, 98- 68872 eða 98-68870, á venjulegum skrifstofutíma. ■ Leikféiag Akureyrar: BarPar Gleðiharmleikurinn Bar- Par, sem Leikfélag Akur- eyrar hefur sýnt aö und- anförnu í nýju leikhúsi á Akur- eyri við miklar vinsældir, verður brátt að víkja af leikhúsfjölun- um vegna annríkis leikaranna Sunnu Borg og Þráins Karlsson- ar. BarPar var frumsýnt í annexíu LA, „Þorpinu", í janúar og hefur síðan verið sýnt við miklar vin- sældir. Leikhúsgestir hafa tekið þessari nýbreytni LA fagnandi, því uppselt hefur veriö á nær allar sýningar og leikendurnir, Sunna Borg og Þráinn Karlsson, hafa hlotið mikið lof fyrir túlk- un sína á þeim fjórtán persón- um sem þau leika í sýningunni. — sýningum lýkur Höfundur BarPars er helsta nýstimi enskra leikhúsa, Jim Cartwright, Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson, leikmyndateikn- ari Helga I. Stefánsdóttir og ljósahönnuður Ingvar Bjöms- son. Stórsýning vetrararins hjá LA, „Ópemdraugurinn", var fmm- sýnd 25. febrúar sl. og fara þau Sunna og Þráinn með veigamik- il hlutverk þar. Af þeim sökum fer hver að verða síðastur að sjá þau fara á kostum í tveggja manna kabarettnum BarPari. Næstu sýningar veröa í dag, föstudaginn 18. mars, og á morgun, laugardaginn 19. mars, og er þegar uppselt á þá sýningu. ■ Sunna og Þráinn bregba á leik í BarPar. FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES KOMNIR TIL AÐ VERA? Sú var tíðin ab forgöngumenn Sjálf- stæðisflokksins tóku ekkert mark á skoðanakönnunum frekar en fólki yfirleitt. Reyndar tóku þeir heldur ekki mark á úrslitum prófkjara og kosninga, ef út í þá sálma er farið. Sumir þeirra nutu þess meira að segja aö ganga fram af kjósendum sínum við hvert fótmál og leið aldr- ei betur en þegar allt nánasta um- hverfið logaði í ófribarbáli. Nú bregbur hinsvegar svo vib ab skoðanakannanir eru ekki bara teknar alvarlega á þeim bæ, heldur orðnar rábandi afl í stjóm flokks og borgar. Eins konar æbsti sáttmáli á eftir inntökubeiðninni í Heimdall. Síðustu áhrif skoðanakannana á Sjallann eru hausavíxlin á borgar- stjórn Reykjavíkur og má nú með sanni segja að máttur skobana- kannana sé kominn í hóp æbri máttarvalda og sjávarföll eba elds- umbrot blikna vib samanburb. Talan þrír er heilög tala. Á þrisvar sinnum tíu ára tímabili fóru þrír sjáifstæbismenn meb embætti borgarstjóra Reykjavíkur, en síðustu þrjú árin hafa borgarbúar mátt þola þrjá borgarstjóra úr þeirri átt. Pólit- ískur líftími borgarstjóra íhaldsins er því frekar ab styttast í starfi hin allra síbustu ár og allt útlit fyrir ab stutt sé í varanlegt frí frá Sjallanum í borginni um skeib eftir sjötíu og fimm daga eba þrisvar sinnum tutt- ugu og fimm. Pistilhöfundur var árum saman flokksbundinn í Sjallanum og leyfir sér því ab draga sínar ályktanir af innanflokksmálum flokksins eins og hver annar lesandi Tímans. í flokks- starfinu kynntist hann bæbi þriggja ára borgarstjórum og öörum sjötíu og fimm daga. Allir eru þeir alls góbs maklegir og manna líklegastir til ab rækja skyldur sínar meb sóma og sann. En persónur og leikendur koma'ekki til með ab skipta sköpum í næstu kosningum til borgarstjóm- ar. Andinn umhverfis meirihlutann ræður úrslitum í vor. Fólkib í Reykjavík virbist hafa gert upp hug sinn fyrir löngu og vill nú skipta út meirihluta borgarstjómar og engar refjar. Ástæban er ekki ein, heldur margar: Áratugum saman hefur íhaldib stært sig af traustri fjármálastjórn sinni á borginni, en reynslan sýnir ab rábdeildin er fölnub gobsögn. Áratugum saman hefur íhaldib japl- ab á sundrungu minnihlutans í borgarstjóm, en reynslan hefur sýnt að íhaldib er sjálfu sér sundurþykk- ara og fer vaxandi. Árum saman hefur íhaldib sólundab fé borgar- búa í montprik sín og minnisvarba og Reykvíkingar bibja nú um ab Rábhúsum og Perlum linni í bráb. Svona má áfram telja á meðan tær og fingur endast. Nú hafa sumsé sjötíu og fimm daga menn tekib við stjórn borgar- innar og þriggja ára borgarstjórar taka hatt sinn og staf. Þrátt fyrir ab þeir hafi í upphafi ferilsins sagt vib hátíbleg tækifæri ab þeir væru komnir til ab vera. Viðverustundin hefur því reynst skemmri en þrjátíu ára stríbib, þegar til kastanna kom, og þó heldur lengri en sjötíu og fimm daga veruleikinn. Menn spyrja nú hver annan á kaffihúsum hvort þessi nýja upp- hefb skoðanakannana geri eldri íþróttir á borð vib prófkjör og kosn- ingar ab úreltu sporti í Sjálfstæðis- flokknum. í framhaldi af því má væntanlega leggja nibur allar helstu stofnanir flokksins í spamabarskyni og kaupa áskrift ab DV í stabinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.