Tíminn - 18.03.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 18.03.1994, Qupperneq 10
10 wWHtwttl Föstudagur 18. mars 1994 Jóhanna Sturludóttir Fædd 10. október 1918 Dáin lli mars 1994 Nú þegar Jóhanna Sturludóttir hefur kvatt okkur, aö mér finnst fyrirvaralítið, þá er mér efst í huga sár söknuður, en jafnframt þakk- læti fyrir langa samleið í lífinu og í alla staöi ánægjulega. Hún var fyrst og fremst húsmóðir hér á Selfossi, en því starfi gegndi hún á sinn lát- lausa hátt, en jafnframt af þeirri hlýju að frændur og vinir áttu þar tiðar komur þar sem alitaf var að mæta jákvæðum lífsviðhorfum, hlýju, glebi og hugrekki, jafnvel þó að allra veðra væri von vegna heilsubrests og framtíðin ekki björt. Þessi jákvæöu lífsviðhorf mótuðu hana og framkomu henn- ar hvar sem hún fór og þó að hún væri komin vel yfir sjötugt og hefði barist við erfiðan sjúkdóm á annan áratug, þá bar hún svipmót ungrar, fallegrar stúlku fram til síbustu stundar. Þegar við hittumst síðast, fyrir um það bil mánuði, ákváðum við að hittast bráðlega og spjalla þá saman um sameiginlega frændur og forfeður okkar og samferðafólk allt frá æskuárum. Af þessu varb nú ekki, en á þessari stundu leita á hugann margar minningar um þessa fallegu og skemmtilegu konu, sem þrátt fyrir talsvert háan aldur og þungbær veikindi fölnabi ekki í hausthretum lífs síns, en horfði með geislandi ásjónu mót komandi tímum og stórviðrum, í vissu þess að hið góða í lífi og dauba hlyti jafnan sigur að lokum. Ég held að það hafi verið kvöldið fyrir Hrepparéttadaginn haustið 1927 sem ég sá Jóhönnu fyrst. Hún var þá aðeins níu ára gömul, þokka- full lítil hnyðra í fylgd móður sinn- ar, Sigríðar Einarsdóttur frá Hæli, en húsmóður á Fljótshólum frá því árið 1916. Meb þeim mæðgunum í þessari för var elsti drengurinn, Einar Sturluson, síðar söngvari og söngkennari, þá tíu ára gamall, fríðleiksdrengur og fjörmikill. Þau mæðginin voru ríðandi og hafbi Sigríður orð á því að feröin hefði gengið vel, hestarnir viljugir og sporléttir og reiðfæriö einstak- lega gott upp eftir greibfærum Þjórsárbökkunum og svo bar hug- urinn hana hálfa leiö á æskustöðv- amar, heim í gömlu sveitina, sem hún gat aldrei gleymt og vildi ekki gleyma. Ég hafði nú séð Sigríði nokkrum sinnum áður, því ab hún kom í Hreppinn og að Hæli, eins oft og hún gat, og hún var þar al- staðar aufúsugestur. Ég man það enn vel hvað ég var heillaður af þessari konu, enda alinn upp við það að heyra um það, að hún væri engri konu lík, fjörmikil, skemmti- leg og falleg og jafnvig á öll verk jafnt úti sem inni. Hún var yngst af systkinunum á Hæli, fædd árib 1892, en aldamótaárib 1900 orti bróðir hennar Eiríkur, sem síðar varð alþingismaður, um hana kvæöi og í þvi eru þessar hending- ar: Húrt er rjóð og heilsugóö, létt á fœti, laus í sœti, lífgar allt og vekur. Hún var á heimili móður minnar fyrstu tiu árin, sem hún bjó á Hæli, og sagði hún mér það oft, að þau á Hæli hefðu varla mátt til þess hugsa, aö hún Sigga væri að fara al- farin frá Hæli vorið 1916, en þá gifti hún sig og fór að búa á Fljóts- hólum, sem var ágæt slægju- og hlunnindajörð nibur vib sjó á vest- urbakka Þjórsár. En þangað báru hana sterkir straumar, sem ekki urðu stöðvaðir. Þannig var, að vet- urinn 1914-15 réöst kaupamabur að Hæli ungur maður, Sturla Jóns- son frá Jarlsstöðum í Bárðardal, sem var fullhugi hinn mesti og íþróttagarpur og hið mesta glæsi- menni. Fljótt kom í ljós, að þau Sig- riður felldu hugi saman og þegar leið á næsta vetur, þá gat hann ekki beðiö lengur en fram undir sumar- mál að ná fundum Sigríðar, en réðst þá til suðurferöar, suður um Sprengisand og afrétt Gnúpverja og kom niður í Þjórsárdal og hafði þá hreppt vonskuveöur og vatnavexti og þótti þetta hin mesta frægðarför. Þau Sturla og Sigriður ákvábu nú að skilja ekki framar og þau giftu sig vorið 1916 og þótti flestum þau vera mjög sambobin hvort öðru og þeina framtíð líkleg að veröa þeim t MINNING heilladrjúgur gæfuvegur. Þeir, sem hófu búskap á þessum árum í stríðslokin fýrri, eins og þau Sturla og Sigríöur, fengu þó að glíma við mikla erfiðleika, svo sem mikið verðfall á búsafurðum á millistríðsárunum og það þurfti því mikið að vinna með frumstæðum verkfærum og berum höndum til þess að sjá sér og sínum fyrir nægu lífsviðurværi á þessum árum og mikilli ráðdeild þurfti að beita til þess að geta gert nauðsynlegar um- bætur á jöröinni til þess að styrkja búvöruframleiðsluna og garðyrkju, sem þeim heppnaðist mjög vel á Fljótshólum og varð þar fljótt að öflugri búgrein. Já, það þurfti marga munna að metta á Fljótshólum. Bömin urðu átta og auk þess var oftast margt fólk þar og sumt af þeirri ástæðu að það hafði hvergi annars staðar höfði sínu að halla. Sigríbur var einstök húsmóbir, sívinnandi bæði úti og inni, en vinnugleði hennar var svo mikil að bústörfin reyndust henni leikur einn og vinnugleði hennar smitaði frá sér svo að allir hrifust með og leystu bústörfin af hendi með gleði og ánægju. Ég kom oft að Fljótshólum og skynjaði þennan einstaka bæjar- brag, þar sem húsfreyjan leit eftir því að öllu heimilisfólkinu, böm- um og gamalmennum væri sinnt af hlýju og ástúð, og til viðbótar ríkti svo einstök glaðværð á heimilinu, þar sem tókst að fá flesta með til ab leggja þar eitthvað af mörkum til skemmtunar. Húsbóndinn lagbi einnig nokkuð fram til hins góða bæjarbrags með sínu góba jafnað- argeði og hæglátu glabværð. Bömin hlutu öll nokkra menntun og vom mannvænleg og skemmti- leg, enda hafa þau borið svipmót af sínu góða æskuheimili hvert sem leibin lá. Jóhanna fetaði í fótspor móður sinnar og stundabi nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík, en árið 1942 giftist hún Gísla Bjamasyni frá Lambhúsatúni í Biskupstungum, sem síðar varö tryggingafulltrúi. Stofnuðu þau fyrst heimili í Reykja- vík, en fluttu að Selfossi árið 1945 og reistu sér hús að Grænuvöllum 1, og hafa þau búið þar alla tíb síb- an. Þeim hjónum varð ekki bama auðib, en þau tóku í fóstur og ólu upp til fullorðinsára litla telpu, Benediktu Guðrúnu Waage að nafni, og var hún og er sem dóttir þeirra, en býr nú í Reykjavík og er gift þar og á þrjú böm. Var mjög kært með þeim Benediktu og fóst- urforeldmnum, og hafa þau haft mjög mikið samneyti alla tíö og ekki síst eftir að böm Benediktu fóm að stækka og þroskast, en þau hjónin Gísli og Jóhanna vom bæði einstaklega bamgóð. Jóhanna var mjög músíkölsk og hafði ágæta söngrödd. Hún var því sjálfsagður þátttakandi í margvís- legu söngstarfi hér á Selfossi og fastur söngkraftur var hún hér í kirkjukómum um áratuga skeiö. Hún var einnig þátttakandi í fleiri félögum, eins og Zontaklúbbnum hér á Selfossi. Jóhanna gegndi í mörg ár af- greiðslustörfum í smáverslun hér á Selfossi, en mörg hin síðari ár stundaði hún fótsnyrtingu, sem hún sérmenntaði sig í á miðjum aldri, og fékk fljótt meira að gera en hún komst yfir að sinna. Jóhanna var vinmörg hér á Sel- fossi og víðar, en hún var líka sjálf einstaklega vinföst og trygglynd. Hún var ein af þeim sem töpuðu aldrei áttum í lífinu. Fljótshólar vom hennar helgireitur og minn- ing um foreldrana var henni mjög hjartfólgin. Hún fylgdist mjög náið með fjölskyldu sinni og lét sér mjög annt um velferb systkina- bama sinna, og þau fundu þab og vissu af þessari móburlegu um- hyggju, sem alltaf var að finna hjá Jóhönnu frænku á Grænuvöllum 1 á Selfossi. Við frændsystkini hennar nutum einnig góbs af hennar hlýja við- móti, og nú þegar hún kveður er eins og dragi ský fyrir sólu. Margir hafa misst mikib vib brottför Jó- hönnu og vil ég hér votta þeim innilega samúð mína og þar er fyrstan að nefna mann hennar, Gísla Bjamason, og dótturina Bene- diktu og hennar fjölskyldu og svo öll systkini Jóhönnu og þeirra fjöl- skyldur, sem njóta nú ekki lengur hinnar hlýju umhyggju Jóhönnu frænku, en eiga þess í stað kærar minningar sem birtu stafar af og mun lýsa nokkuð fram á veginn. Ég vil svo að lokum þakka öll okk- ar góðu samskipti, þakka fyrir það sem hún var konu minni og böm- um og þakka fyrir líf hennar og störf hér á meðal okkar, þar sem henni tókst að vera óskeikull gleöi- gjafi á öllum samfundum okkar á langri lífsleib sinni. Blessub veri minning hennar. Hjalti Gestsson UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni: Úrslitin eftir bókinni Úrslit undankeppninnar í sveitaleppni sem fram fór á Hótel Loftleibum um síðustu helgi uröu eftir bókinni, meö einni undantekningu þó. C-sveit Magnúsar Magnússonar frá Akur- eyri komst áfram á kostnaö A-sveitar Glitnis. Efdrtaldar sveit- ir munu keppa í úrslitum íslandsmótsins: Landsbréf DV Tryggingamiöstööin Hjólbarðahöllin S. Ármann Magnússon VfB Metró Bíóbarinn Magnús Magnússon Sparisjóður Siglufjarðar Tvær síöasttöldu sveitimar verða fulltrúar landsbyggöar- innar en allar hinar sveitimar em úr Reykjavík. Sveit Landsbréfa spilaði mjög vel í mótinu og viröast hinir sterku meðlimir sveitarinnar vera að ná sér aftur á strik eftir nokkra lægð. Skammt er síöan sveitin náði öðm sætinu á Bridgehátíð og í undankeppni íslandsmótsins vann sveitin alla sína leiki og hlaut hæsta skorib í mótinu eða 154 stig, sem gerir 22 stig aö meöaltali úr leik. í leiknum gegn Icemac gaf að líta óvenjulega uppstill- ingu í opna salnum, en þá spil- uðu Guðmundur Páll Amarson og Jón Baldursson saman. Þannig sögðu þeir á spilin í síb- asta spili leiksins. V/enginn á hættu 4> KT753 ¥ C6 ♦ Á * KD874 + - ¥ ÁDT9853 ♦ D984 + G2 N V A S * G9 ¥ 742 ♦ T752 + Á963 * ÁD8542 ¥ K ♦ KG63 + T5 Vestur Noröur Austur Subur Gubm. P. 4» dobl pass pass Jón B. 5» 6* pass Guðmundur ákvab ab opna á 4 hjörtum meb sjölitinn og eyðu í spaba og reyndist það spilamat betra en hjá þeim fjöl- mörgu spilumm sem opnuöu á einu hjarta með þessi spil. Höndin býöur ekki upp á neina vöm og eftir 5-hjarta sögn Jóns vom NS komnir í pó- ker og lánið var ekki með þeim. Vömin hlýtur að fá á ásana sína tvo og spiliö skilaði því góðri sveiflu til Landsbréfa þar sem NS fengu ab spila 5 spaða á hinu borðinu. Segjum aö lesandinn sitji í Sveit Landsbréfa er geysisterk um þessar mundir og skoraði sveitin 153 stig í 9 leikjum í undankeppni Reykjavíkurmótsins. Eitt akkerispar sveitarínnar er Þoríákur jónsson (l.t.v.) og Cubmundur P. Arnarson (2.f.h.). Hér spila þeir vib Sigurb Sverrísson og jacqui McCreal í Butlerkeppni BR fyrír nokkrum árum. austur með þessi spil +ÁT4¥ G544ÁT87+D53 Sagnir ganga: Suöur Vestur Noröur Austur 1+ pass pass 1 + pass Igr- pass 2 + pass 2¥ pass 4¥ pass pass pass Kerfi NS er sterkt lauf og suöur lýsir jafnskiptri 17-19 punkta hendi en suöur a.m.k. 5-lit í hjarta og 5- 7 punktum. Útspil makkers er tígultvistur (3./5.) og þessi blindur kemur upp: + 52 ¥ ÁDT62 ♦ 643 + 964 4 ÁT4 ¥ G54 ♦ ÁT87 + D53 N A Spilið kom fyrir í þriðju um- ferð mótsins og olli tíðum sveiflum sem oft réðust af því hvaða spili austur spilaði. Ef þú spilaðir tígultíunni skrifaðirðu 100-kall í þinn dálk. Ef þú spil- abir einhverju öðm en tígli fékkstu -620 eða -650 og ef þú spilaðir litlum tígli vom meiri líkur á því að andstæðingamir fengju töluna. Þannig var allt spilið: * G9873 ¥ 73 ♦ 2 + KGT72 + 52 ¥ ÁDT62 ♦ 643 + 964 N V A s + ÁT4 ¥ G54 ♦ ÁT87 + D53 + KD6 ¥ K98 ♦ KDG95 + Á8 Þú drepur útspilið með ás og suður lætur fimmu. Hvert er næsta skref? (Þú ert með fram- tíb spilsins í höndum þér) Það byggist allt á því að gefa makker tvær stungur og þeir sem nota hliðarköll geta glaöst yfir tækifæmm sem þessum. Þótt jafnvel sé líklegra að vest- ur eigi háspil þriðja í tígli þá ætti það ekki að vera svo dýr fórn að fíra út tígultíunni ef makker hefur spilað út einspili. Hins vegar létu nokrir spilarar í hugsunarleysi lítinn tígul og yfirleitt kom lauf til baka sem gaf spiliö. Suður hefur það mikinn upplýstan styrk að hönd austurs hlýtur ab vera þægileg fyrir hann og því ætti vömin að spila upp á stimg- una. Minningarmót um Gu&mund Jónsson Laugardaginn 26. mars nk. verður haldiö í annað sinn á Hvolsvelli minningarmót um Guðmund Jónsson, sem var formaður Bridgefélags Hvols- vallar og nágrennis um árabil. Mótið er spilað í félags- heimilinu Hvoli og hefst spila- mennska kl. 10.00. Spilaöur veröur barómeter og hámarks- parafjöldi er 36 pör. Peninga- verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin og 1. verðlaun em 40.000 kr. Keppnisgjald er 5.000 kr. á pariö og spilað er um silfurstig. Keppnisstjóri verðin Kristján Hauksson. Skráning er á skrif- stofu Bridgesambands íslands í síma 91-619361 og hjá Ólafi Ólafssyni, Hvolsvelli, í síma 98-78134. Nýtt landslið yngri spilara Landslið yngri spilara í bridge hefur veriö valið. Eftirtaldir spilarar skipa liðið: Ólafur Jónsson, Steinar Jónsson, Karl O. Garðarsson, Kjartan Ás- mundsson, Magnús E. Magn- ússon og Stefán Jóhannsson. Fyrirliði er Ragnar Hermanns- son. Verkefni liðsins er Evrópu- mót yngri spilara sem fram fer í Hollandi 15.-24. júlí nk.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.