Tíminn - 18.03.1994, Side 11
Föstudagur 18. mars 1994
11
Bergþóra Jórunn Guónadóttir
Fædd 4. mars 1922
Dáin 10. mars 1994
Okkur systkinin, foreldra og
fjölskyldur okkar langar aö skrifa
nokkur kveöjuorö um hana
Bergþóru hans Sigga frænda. Það
var mikiö áfall aö heyra um
skyndilegt fráfall Bergþóru, sem
reyndist okkur sem besta vin-
kona og félagi alla tíö.
Bergþóra var dóttir hjónanna
Guöna Gíslasonar og Helgu Þor-
bergsdóttur frá Krossi í Landeyj-
um. Hún giftist föðurbróöur
okkar, Sigurði Guömundssyni,
og eignuöust þau fimm böm,
þau Njál, Helgu, tvíburana Guö-
mund og Guöna og Egil. Bama-
böm þeirra hjónanna em þrett-
án og bamabamabömin em
orðin þrjú.
Áhugamál Bergþóm einkennd-
ust aö miklu leyti af því að hún
var mikill náttúmunnandi. Hún
haföi gaman af því aö feröast um
landiö og njóta náttúrunnar,
ekki síst í góðum hópi ættingja
og vina. Garörækt var henni í
blóð borin og naut hún þess aö
rækta blóm. A meðan þau hjón-
in bjuggu í Espigeröinu höföu
þau ekki garð til að rækta og
vom svalimar þá notaðar líkt og
um gróöurhús væri aö ræða. A
Álfhólsveginum höföu þau
hjónin breytt lóðinni sinni í
hreinasta skrúðgarö meö marg-
víslegum afbrigöum úr náttúr-
unni. Handavinna var henni
einnig afar hugleikin og notaði
hún tækifærið, þegar bamaböm-
in vom í heimsókn hjá henni, að
kenna þeim handtökin við
prjónaskap.
Umhyggju Bergþóm fyrir öör-
um vom engin takmörk sett.
Hún starfaði viö Grensásdeild
Borgarspítalans og eignaðist þar
marga vini. Heilsufar annarra
haföi ávallt forgang fram yfir
hennar eigið. Til marks um það
hafði hún mestar áhyggjur af því
t MINNING
síöustu lífdagana aö meölimir
okkar fjölskyldu, sem nýkomnir
vom út af spítala, fengju þá um-
hyggju sem þeir þyrftu, og bauð
hún fram aöstoð sína.
Þegar hugsaö er til baka, kemur
upp í hugann hve Bergþóra
hafði gott lag á bömum. Hún
átti sérstaklega gott með að ger-
ast félagi okkar krakkanna í
hverju því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Margar góöar
minningar rifjast upp um tjald-
útilegur og veiðiferðir við
Grænalón.
Bergþóra var ætíð höfðingi
heim að sækja, hvort sem það
var aö Skógum eða eftir aö þau
hjónin fluttu til Reykjavíkur og
nú síðustu árin í Kópavogi.
Heimsókn til Sigga og Bergþóm
var alltaf hápunktur Reykjavík-
urferða okkar krakkanna. Þá
snerist Bergþóra í kringum okk-
ur, gaf okkur heitt kakó og ný-
bakaðar pönnukökur, á meðan
Siggi frændi sagði sögur og
hermdi eftir.
Á kveðjustundu em okkur ofar-
lega í huga allar skemmtilegu
samvemstundimar í gegnum ár-
in. Þá er foreldmm okkar afar
minnisstæð ánægjuleg ferð með
Sigga og Bergþóm um Norður-
land sumarið 1991. Þá eigum við
öll skemmtilegar minningar frá
ættarmótinu á síöasta sumri og
ekki má gleyma verslunar-
mannahelginni í Vík. Hverjum
hefði þá dottið í hug að við ætt-
um ekki öll eftir aö sitja og
syngja saman við varðeldinn í
brekkunni?
Að leiðarlokum viljum við öll
þakka Bergþóm ánægjuleg kynni
um leið og við óskum henni
góðrar ferðar inn í ríki föðurins.
Við munum sakna látinnar vin-
konu, en hlýjar minningar
munu lifa áfram með okkur.
Elsku Siggi og fjölskylda, Guð
gefi ykkur styrk og blessun á erf-
iðri skilnaðarstundu. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Blessuð sé minning þín, Berg-
þóra Guðnadóttir.
Guðgeir og Katrín,
Bryndís, Egilína,
Pétur og Ragnar
og fjölskyldur
Hrefna Ólafsdóttir
Á kveðjustund viljum viö með
nokkmm oröum minnast Hrefnu
Ólafsdóttur, sem lést á Sjúkrahúsi
Suöurlands 9. mars sl.
Hún Hrefna var fyrsti kennarinn
okkar. Hún tók á móti okkur, þeg-
ar við komum í 1. bekk í Flúða-
skóla. Hún var okkur þá eins og
góð amma eða mamma, auk þess
sem hún reyndist okkur góður
kennari. Hún vissi hvemig litlum
6 ára krökkum leið, þegar eitt-
hvað bjátaöi á. Fyrir það viljum
við þakka nú.
t MINNING
Hrefna var handmenntakennari
við Flúöaskóla um langt árabil.
Skömmu eftir aö skólinn hófst
síöastliðið haust veiktist hún og
varð að fara á sjúkrahús. Við gerö-
um okkur þá ekki ljóst hversu al-
varleg veikindi hennar vom og
vonuðum aö hún kæmi bráðlega
aftur, en sú varö ekki raunin. Guö
hefur tekið hana til sín.
Við fermingarundirbúning okkar
fyrir einu ári lærðum við mörg
ritningarorð úr Biblíunni. Við
viljum tileinka Hrefnu eitt þeirra.
Jesús sagði: „Ég er upprisan og líf-
ið. Sá sem trúir á mig mim lifa
þótt hann deyi."
Viö viljum senda eiginmanni
hennar, Guðmundi Sigurdórs-
syni, og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveöjur.
Ragna Guðný, Anna Heiða,
Ragnhildur, Brynjar, Óskar,
Gústaf, Sveinn Rúnar og
Jóhannes
Blítt og Strítt
Bók um ást og hjónaband
B!
ókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókina / blíðu
og stríðu — bókin um ástina
og hjónabandið eftir Valgerði
Katrínu Jónsdóttur. Bókina
prýðir fjöldi ljósmynda eftir
Bám Kristinsdóttur, sem teknar
voru sérstaklega fyrir útgáfuna.
í kynningu Forlagsins segir:
„Hjónabandið er nánasta sam-
band tveggja einstaklinga,
hornsteinn fjölskyldunnar, og
Menningararfleifbin
Arni Sigurjónsson: Bókmenntakenningar
fyrri alda. Heimskringla — Háskólaforlag
Máls og menningar 1991.
Rudolf Simek: Hugtök og heiti í norrænni
go&afræbi. Heimir Pálsson ritstýr&i — Ing-
unn Ásdísardóttir þýddi. Heimskringla —
Háskólaforlag Máls og menningar 1993.
Þessi bók — Bókmenntakenn-
ingar fyrri alda — er ákaflega
gagnlegt rit fyrir þá sem hafa til-
burði til þess að komast inn í hug-
arheima miðalda, hvort heldur í
sögu miðalda eða bókmenntir.
Sem öllum má vera kunnugt er
blómatími íslendinga, menning-
arlegur og efnahagslegur, tímabil
ármiðalda og síömiðalda frá ca.
900-1492, svo miðað sé við hefð-
bundiö markártal. Aldrei hafa
verið geröir jafn snjallir textar á
bók, né byggö jafnfögur hús
(kirkjur), né eins vandað til
skreytinga af jafn mikilli snilli og
á þessum tímum. Bækumar eða
hluti þeirra eru enn til, en húsin
og listmunimir em löngu horfnir,
en fyrir elju og þekkingu á þeim
brotum og húsgrunnum, sem
fundist hafa í jörð, er gjörlegt að
gera sér líklega mynd af bygging-
arlist þessa blómlega tímabils
(Hörður Ágústsson).
Bók þessi brýtur blað í niðurröð-
un kerfisbundinnar þekkingar á
bókmenntakenningum frá önd-
verðu og fram á miöaldir og er
ákaflega nytsamleg. Efnið er úr
vorum heimi, bókmenntakenn-
ingar Vesturlanda. Höfundur
fjallar um mælskufræöi, mælskul-
ist, sem var náskyld bókarmennt-
um; þótt mælskulist væri list hins
talaða orðs, snerti hún vitaskuld
rökfræði á bókum og siöfræði og
inntak hennar var orösnilld. Höf-
undur styöst við þýðingar þar
sem vitnað er í grísk og latnesk
Fréttir af bókum
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
rit. Höfundur kann greinilega að
meta að veröleikum bókmennta-
hugmyndir miðalda, sem er sjálf-
sagt, og minnist ítarlega á framlag
Snorra Sturlusonar í þessum efn-
um. Hann skilur að íslenskar bók-
menntir miðalda bera af bók-
menntum Vesturlanda á ármið-
öldum, fxumlegar og mjög sér-
stæöar. Það hefur mikið verið
skrifað um þessi verk, ekki síst af
erlendum höfundum, og ennþá
hefur þeirri spumingu ekki verið
svaraö: hversvegna fóru þeir ab
skrifa íslendingasögur?
„Seg mér, sönggyöja, frá hinum
víðförla manni, eftlr þab hann
hafði lagt í eyði hina helgu Tróju-
borg." Þannig hefjast evrópskar
bókmenntir og: „Kveð þú, gybja,
um hina fársfullu heiftarreiði
Akkils Peleifssonar." Síðan hafa
höfundar Vesturlanda verið ab
skrifa Ilions- og Ódysseifskviður
með allskonar tiibreytingum í
tímanna rás.
Höfundur byrjar á Hómer og síð-
an Platon um bókmenntir og
bókmenntakenningar — Aristóte-
les etc. Síðan koma Rómverjar og
miðaldir: „Líklega má fullyrða að
vaxandi fróöleikur um menningu
mibalda hafi opnaö augu margra
fyrir því aö órofnir þræbir liggja
frá rómverskri menningu um
kirkjufebuma, Karlunga og fram
yfir ársþúsundamótin allt til loka
miðalda..." Ágústínus, nýplaton-
ismi, Karlungatíminn, hámiðald-
ir, en þar ber hæst Snona Sturlu-
son og málfræðiritgerðimar ís-
lensku. Lok miðalda Dante og
Ámi Sigurjónsson.
upphaf endurreisnar. Um þessi
efni og einstaklinga ritar höfund-
ur af vöndugleika og þekkingu.
í bókarlok er mælskubragðatal,
heiti mælskubragöa, mynda- og
töfluskrá, heimildir, nafnaskrá,
atriðisorðaskrá.
Ámi Sigurjónsson hefur með
þessu riti skrifað bókmennta- og
menningarsögu og sýnt fram á að
Edda og bókmenntamat Snona
Sturlusonar jafnast helst á vib
Skáldskaparfræöi Aristótelesar.
Skilgreining hugtaka á nákvæm-
an hátt er ágæti bókarinnar ásamt
sögulegum skilningi og innlifun í
liðna tíma, sem em þó alltaf tíma-
bærir.
Lykillinn að norrænni goðafræði
em ritverk Snorra Sturiusonar.
Rudolf Simek hefur sett saman
þessa uppflettibók, „Lexikon der
germanischen Mythologie",
Stuttgart 1984. Ritstjóri telur að
um 5/6 fmmgerðarinnar sé hér
þýddur á íslensku. Útgefendur
hafa sleppt þeim flettum (upp-
sláttarorðum) sem varða ein-
göngu suðurgermanska goba-
fræöi, svo að ritið veröur í ís-
lensku útgáfunni, norrænt goð-
fræðilegt flettusafn.
Ritstjóri skrifar í formála: „Fólst
hlutverk hans (ritstjóra) í að fara
yfir hverja flettu og hnika henni
til íslenskra aðstæðna og skiln-
ings eftir því sem þurfa þótti meb
góöfúslegu leyfi höfundar... Ber
þó aö taka skýrt fram að fáar orba-
greinar hafa beinlínis verið end-
ursamdar og er því í öllum megin-
atribum um ab ræba þýbingu á
verki Simeks."
Ritið er 333 bls., tvídálka og er
rita- og greinaskrá í bókarlok ítar-
legri en í fmmgeröinni. Skráin er
unnin af höfundi „til samræmis
viö enska útgáfu". Heimildaskrá
fylgir við hvert uppflettiorð og er
hún aukin tilvitnunum til kenn-
inga íslenskra fræbimanna um
flettuorðið, af Gísla Sigurössyni,
texta fletttmnar er í fæstum til-
vikum breytt.
Af heimildaskránni má ráða hið
óhemjulega magn kenninga og
tilgátna um efni ritsins, norræna
gobafræði og allt það sem henni
tengist.
Það er þarft verk að þýba og end-
urvinna að nokkm og gefa út
þessa uppflettibók. Góðar biblíó-
grafíur fræöibóka auka alltaf gildi
megintextans og svo er um þetta
rit.
Vegna mistaka birtist þessi grein
ekki nema að hluta til 1. mars s.l.
og er því nú birt í heild eins og höf-
undurgekk frá henni
Fréttir af bókum
fjölskyldan er homsteinn sam-
félagsins. En við vitum lítið um
þennan hymingarstein og hvað
samfélagið gerir í rauninni litlar
kröfur til þeirra sem láta inn-
sigla samband sitt með hjóna-
vígslunni.
Þessi bók er þess vegna ætluð
þeim sem em að leita sér að lífs-
fömnaut, og einnig þeim sem
hafa fundið fömnautinn en em
enn að leita hamingjunnar meb
honum. Hér er fjallað um maka-
val, þroskaða og óþroskaða ást,
réttarstöðu hjónabandsins,
brúðkaup og brúðkaupssiði,
ólíka menningu kvenna og
karla og leitina að jafnrétti í
hjónabandi.
En erfibleikamir em margvís-
legir og því er í bókinni fjallað á
nærfærinn hátt um þau marg-
víslegu vandamál, sem mæta
öllum hjónum á lífsleiðinni, og
bent á leibir til að leysa þau og
gera gott hjónaband betra. Því
ef manneskjunum tekst að lifa
náiö saman um árabil, í ein-
drægni og kærleika, þá á heim-
urinn vissulega framtíb fyrir
sér."
Íblíðu ogstríðu er 187 blaðsíður
og innbundin. Kápu hannaði
Jón Ásgeir Hreinsson. Bókin er
unnin í Prentsmibjunni Odda
I B L I Ð U
O O S T R í Q U
bókin um lislina n" lijóiiabniiiliii
hf. í blíöu og stríöu er seld í
bókabúöum sem Bók mánaðar-
ins í mars meb 30% afslætti og
kostarþá 1.995 kr., en frá 1. apr-
íl 2.850 kr. ■