Tíminn - 23.03.1994, Page 2

Tíminn - 23.03.1994, Page 2
2 Mi&vikudagur 23. mars 1994 Tíminn spyr... Telur þú rétta ákvörbun aö halda fulltrúaráösþing kennara á skólatíma? Unnur Halldórsdóttir, formabur landssamtakanna Heimili og skóli: Nei. Ég tei það mikil mistök hjá Kennarasambandinu að halda þing á skólatíma. Kennarasambandið veit það mætavel hversu erfitt þab er að manna forfallakennsluna. Þessir fulltrúar á þinginu skilja eftir sig gat fyrir 2500 nemendur, sem þá þurfa á forfallakennslu að halda í þrjá daga. Ég er sammála því að júníþing hafi ekki verib góður kost- ur, en ég tel að í staöinn hafi verib eðlilegra að halda þingib í ágúst, þannig að þingfulltrúar hefji starfs- ár sitt strax eftir þing og komi þá þeirri umræðu, sem fram fer á þinginu, beint til starfsfélaga sinna. Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari: Til er þingsamþykkt fyrir þvi að halda fulltrúaráðsþing kennara á starfstíma skóla. Éinnig kom það inní að það er mun hagstæðara fyr- ir Kennarasambandið að halda þing á starfstíma skóla, því þá er út- leiga á ráöstefnuhúsnæði ,mun lægra. Hvað varðar forfallakennslu, þá er ég ekki hrædd um að það tak- ist ekki að manna þær stöður, þar sém við búum nú við atvinnuleysi meðal kennara og í raun og veru hefur aldrei verið auðveldara ab manna forfallakennslu heldur en nú. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri: Auðvitað væri æskilegast að þetta kæmi ekki á skólatíma bamanna. En þessi umræða sýnir þab svo ekki verbur um villst hversu kennara- starfið er mikilvægt. Ég veit ekki betur en ab hægt sé ab halda ráð- stefnur um ýmis mál á virkum dög- um, þú sérb ekki kennara á slíkum ráðstefnum og ég vil taka fram ab Kennarafélag Reykjavíkur hélt sitt haustþing á laugardegi í haust. En hvað varðar þetta fulltrúarábsþing, þá mun Fræðsluskrifstofan leggja mikla áherslu á það ab ekki falli nibur kennsla vegna þingsins. Kannski ekki vanþörfá aö fjölskyldur og börn eignist loks bœöi „mjúka" og „haröa" málsvara? Framlög til allra málaflokka auk- ist nema til fjölskyldna og barna Þetta línurít Hagstofunnar sýnir m.a. oð útgjöld ríkis og borgar vegna fjölskyldna og barna (efsti grái flöturínn) hefur nánast ekkert aukist, sem hlutfall af landsframleíöslu, á sama tíma og útgjöld til annarra málaflokka hafa vaxiö yfir 40% aö jafnaöi. Það er kannski ekki vanþörf á að íslenskar fjölskyldur og böm eignist loksins málsvara sem keppist við að bæta þeirra hlut. Eins og meöfylgjandi línurit frá Hagstofunni um skiptingu útgjalda tii félags- og heilbrigðismála sýnir glöggt, þá er „Fjölskyldur og böm" eini málaflokkurinn sem ekkert hefur aukið sinn hlut í landsframleiðslunni í nærri tvö áratugi. Liðurinn „Aldraðir og öryrkjar" hefur aftur á móti vaxið drjúgum, sérstaklega síöustu árin. „Stjómunarkostnaður" virðist þó sá liöur sem vaxið hefur hlutfallslega mest. Á árunum frá 1975 til 1991 jukust útgjöld ríkis og sveitarfé- laga til félagsmála og heilbrigð- ismála úr um 12,8% upp í 18% af landsframleiðslu, eða kring- um 40%. Útgjöld vegna aldr- aðra og öryrkja hafa aukist enn- þá hraðar, sérstaklega hin síðari ár. Árið 1991 nálgaðist þessi út- gjaldaliöur að vera 6% lands- framleiðslunnar. Útgjöld vegna fjölskyldna og barna, sem hlut- fall af landsframleiðslu, hafa nánast ekkert aukist, heldur haldist kringum 2,5% lands- framleiðslu hátt á annan áratug. í Danmörku, Noregi og Finn- landi er þetta hlutfall 3,5% og í Svíþjóð um 5% landsfram- leiðslu árið 1990, þ.e. um tvö- falt hærra en hér á landi, þrátt fyrir hlutfallslega færri böm í þessum löndum heldur en á ís- landi. Áriö 1990 námu þessi útgjöld ríkis og sveitarfélaga vegna fjöl- skyldna og bama tæpum 8,7 milljöröum króna. Upphæðin skiptist þannig í einstaka út- gjaldaflokka: Útgjöld aUs: 8.693 millj.kr. Bamabætur 5.050 millj.kr. Fæðingarorlof 1.126 — Bamalífeyrir 250 — Greiddar bætur: 6.426 millj.kr. Dagvist/leiksk. 1.751 — Bamavemdarm. 417 — Heimilisaðstoð 99 — Félagsl.þjónusta: 2.267 millj.kr. Stærsti munurinn milli ís- lands og hinna Norðurland- anna er í leikskólum og ann- arri daggæslu barna. Islend- ingar verja aðeins 0,5% lands- framleiðslu sinnar til þeirrar þjónustu. í Danmörku er sam- svarandi hlutfall til dæmis 1,25% og í Svíþjóð 2,15%, þ.e. meira en fjómm sinnum hærra en hér á landi. Miðað við sama hlutfall hér á landi hefðu íslendingar varið um 7.500 milljónum til leikskóla og annarrar dagvistar bama árið 1990, í staðinn fyrir 1.750 milljónum, eins og fyrr grein- ir. Má því líklegt telja að ís- lenskar fjölskyldur og böm hlakki til að fá nýja stuönings- menn í baráttunni fyrir sínum hagsmunamálum, hvort sem þeir em „mjúkir" eða „harðir". -HEI Eyþing: Nýr framkvæmdastjóri Hjalti Jóhannesson landfræð- ingur hefur verið ráðinn í 50% stöðu sem framkvæmdastjóri Eyþings, sambands sveitarfé- laga í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum. Hjalti hefur skrifstofu í húsi Byggðastofnunar, að Strandgötu 29 á Akureyri, sem er nýtt heimilisfang Eyþings. Fyrst um sinn veröur Hjalti með viðtalstíma þrjá daga í viku, þriðjudaga til fimmtu- daga klukkan 10-12. Utan þess tíma er hægt að koma skila- boðum til Hjalta í Byggða- stofnun í síma 96-12730. Sókn skorar á heilbrigöisráöherra aö fresta frumvarpi um sjúkraliöa: Sókn sér fram á aö sjúkralióar heimti til sín hundruö starfa „Til nánari skýringar á óánægju Sóknar og annarra félaga ófaglæröra starfs- manna í umönnunarstörf- um, óskast þess getið að sjúkraliðar, í skjóli laga, hyggjast skilgreina öll um- önnunarstörf á sjúkrahús- um, öldrunarstofnunum og fleiri stofnunum sem sjúkra- liðastörf/' segir m.a. í til- kynningu frá Starfsmanna- félaginu Sókn. Vegna nýs lagafrumvarps um sjúkra- liða efndi félagib til skyndi- fundar með Sóknarstarfs- mönnum í umönnunarstörf- um þar sem samþykkt var ályktun til heilbrigbisráb- herra. Þar er m.a. skorab á hann ab fresta framlagningu frumvarpsins í núverandi mynd. í ályktuninni lýsa Sóknar- starfsmenn sérstaklega furbu sinni á tillögu um breytingu á 3. grein laganna. Fáheyrt sé ab ein stétt geti með lagasetningu gert kröfu um ráðningarkjör annarrar stéttar með þeim hætti sem þar sé lagt til. Ráðherra er bent á að hátt í tvö þúsund ófaglærðir starfs- menn sinni umönnunarstörf- um á ýmsum stofnunum vítt og breitt um landiö, flestir á stofnunum fyrir aldraða, þroskahefta, líkamlega eða geðfatlaða. Þessi störf þyki bæði andlega og líkamlega erf- ið og því hafi verið erfitt að manna þau með faglæröu fólki. „Fundurinn mótmælir jafnframt þeirri fullyröingu, sem fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, að þessi störf skuli vera sérstaklega eymamerkt einni stétt. Sóknarstarfsmenn lýsa líka eindregnum stuðningi við álit fulltrúa minnihluta nefndar- innar sem vann að undirbún- ingi frumvarpsins, þ.e. fulltrú- um hjúkrunarfélaganna, er varðar breytingu á 5. grein laga um sjúkraliða." Sömuleiðis lýsa Sóknarstarfs- menn ógilda undirskriftasöfn- un Sjúkraliðafélags íslands til stuðnings breyttum lögum um sjúkraliða. Því kynning á innihaldi laganna hafi ekki legið fyrir, þegar annað fólk en sjúkraliðar var fengið til að skrifa undir listana. Auk þess að fresta framlagn- ingu frumvarpsins er skoraö á heilbrigðisráðherra að gefa þeim mikla fjölda félags- manna í ASÍ og ýmsum BSRB- félögum, sem nú vinna við að- hlynningar- og umönnunar- störf víðs vegar um landið, möguleika á að koma sjónar- miðum sínum á framfæri á eðlilegan hátt. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.