Tíminn - 23.03.1994, Síða 4
4
Mi&vikudagur 23. mars 1994
fteimi
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tfmamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
ískyggileg þróun
Samdrátturinn í þjóðfélaginu hefur bitnað mjög
illa á atvinnufyrirtækjum í landinu og orðið til
þess að atvinnuleysi hefur farið hraðvaxandi.
Þetta hefur afar víðtæk áhrif á þjóðfélagsástand-
ið almennt.
Það hefur ekki verið eins mikið í umræðunni
hvernig þetta bitnar á einstaklingunum í þjóðfé-
laginu. Staðreyndin er sú að tölur sýna geigvæn-
lega þróun í skuldum einstaklinga í þjóðfélag-
inu. Þær hafa þotið upp á nokkrum árum og eru
komnar yfir 200 milljarða króna.
Umræðurnar um útlánatöp og afskriftir bank-
anna hafa verið yfirborðskenndar, svo ekki sé
meira sagt. Engu er líkara en að loðdýrarækt og
fiskeldi sé það eina sem bankarnir og þjóðin þar
með hafa tapað á síðustu árin.
Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður spurðist í
vetur fyrir á Alþingi um útlánatöp ríkisbank-
anna síðustu fjögur árin, hvemig þau skiptast
eftir atvinnugreinum og hve mikill hluti þeirra
em vegna einstaklinga. Svörin em afar athyglis-
verð og sýna uggvænlegar staðreyndir. Þar kem-
ur fram að útlánatöp bankanna vegna einstak-
linga hafa farið hraðvaxandi á síðustu ámm og
nema 234,6 milljónum króna í Landsbanka ís-
lands á árinu 1993. Útlánatöp Landsbankans og
Búnaðarbankans á þessu eina ári nema yfir
þremur milljörðum króna og em veruleg í öllum
atvinnugreinum, en athygli vekur þó að mjög
lítil, útlánatöp em í landbúnaði, ef loðdýrarækt-
in er ekki meðtalin. Þetta gerist þrátt fyrir að
landbúnaðurinn hefur gengið í gegnum mjög
mikla erfiðleika og endurskipulagningu.
Þetta em uggvænlegar staðreyndir og við þeim
verður að bregðast. Ljóst er að minnkandi tekjur
og vaxandi atvinnuleysi leiðir til aukinna van-
skila einstaklinga, sem leiða til þess að viðkom-
andi kemst fyrr eða síðar í greiðsluþrot. Hús-
næðislán eru þung á metunum í útgjöldum ein-
staklinga og atvinnulaus maður lendir fljótt í
erfiðleikum við að standa við skuldbindingar
sínar á þeim vettvangi. Nú er til meöferðar á Al-
þingi fmmvarp um stofnunina, sem gefur heim-
ildir til þess að frysta afborganir lána, en sann-
leikurinn er sá aö þótt þetta sé til bóta í bili, er
verið að velta vandanum á undan sér. Úrbætur í
atvinnumálum til lengri tíma em lykilatriði í
þessu máli.
Hér ber allt að sama bmnni. Jákvæðar hagtölur
á ýmsum sviöum stoða lítt gagnvart þeim vem-
leika sem við blasir í atvinnumálum. Meðan at-
vinnuleysið heldur áfram að vaxa, koma hliðar-
áhrifin fram á mörgum sviðum. Þau sjást í af-
komu ríkissjóðs, í beinum útgjöldum vegna at-
vinnuleysisbóta og minnkandi tekjum. Þau sjást
einnig í hinum háu afskriftatölum bankanna.
Þessi tvö atriði vinna síðan á móti því markmiði
að lækka vexti, sem enn vinnur á móti því að
fyrirtækin fái gmndvöll til þess að komast af.
Þetta em þær alvarlegu staðreyndir sem við
blasa, en því miður verður að segja að viðbrögð
stjómvalda við þeim em ekki mjög sannfær-
andi.
Frumby ggj ahöfðingj ar
Á sama tíma og virt alþjóðleg
tímarit birta lærðar og yfirveg-
aðar greinar um það hvemig
skipulega sé verið að útrýma
fiskistofnunum í heimshöfim-
um er umræðan hér á íslandi í
einkennilegum farvegi. Mogg-
inn birtir í gær athyglisverða
samantekt úr The Economist
um stööu fiskveiða í heiminum
og fyrirsögn þess pistils segir allt
sem segja þarf: „Harmleikurinn
á heimshöfunum." Niðurstaða
Economist er í stuttu máli sú aö
fiskimiðin um heim allan séu að
eyðileggjast vegna rányrkju og
ofveiði og þar séu þróuðu ríkin,
sem svo em kölluð, ekki hótinu
betri en þróunarlöndin, þrátt
fyrir að níenntun og velferð ætti
aö gefa tilefni til annars.
Hér á landi virðist umræðan
rnn fiskveiðar staðfesta þá grein-
ingu Economist að skammtíma-
sjónarmið I fiskveiðum séu
áberandi og ofveiði og rányricja
ekki það áhyggjuefni sem þaö
ætti að vera.
Frumbyggja-frystiskip
í gær vom niðurstöður úr tog-
ararallinu kynntar og þar með
þau ánægjulegu tíðindi að eitt-
hvað svigrúm sé nú að skapast
til vaxtar þorsksins í hafinu og
ab jafnvel geti verið óhætt að
veiða eitthvað meira af fiski.
Það, að auka veiðikvóta á
grundvelli yfirvegabra athug-
ana, getur verið réttlætanlegt og
eðlilegt, svo framarlega sem
slíkt stefnir ekki í voða mark-
miðinu um aö byggja upp
stofnana.
Slíkt er hins vegar allt annað en
sá málflutningur sem hafður
hefur verið uppi af sumum Vest-
firðingum — einkum úr hópi
sjálfstæðismanna — um neyð-
arrétt eða frumbyggjarétt sinn
samkvæmt Ríósáttmálanum til
að taka sér aukinn hlut í heild-
arveiðinni.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
GARRI
í kjördæminu hafa að vísu viljað
draga úr þeim yfirlýsingum sem
samflokksmenn þeirra heima í
héraði hafa haft uppi, enda
yrðu þessir þingmenn væntan-
lega ftumbyggjahöfðingjar ef
kjósendur þeirra og þegnar
heima í héraði eru skilgreindir
sem frumbyggjar. Á sama hátt
myndi þab væntanlega þýða að
tveggja milljarða frystitogarinn,
sem Ásgeir „á Guggunni" er að
fá til Vestfjarða, myndi flokkast
sem frumbyggjaveiðarfæri!
Á lendaskýlu með
spjót og skjöld
Raunar gæti Garri séb þá Einar
Kristin Guðfinnsson og Matthí-
as Bjamason fyrir sér í hlutverki
frumbyggjahöfðingja, jafnvel á
lendaskýlu úr selskinni með
spjót í annarri hendi og skjöld í
hinni standa á bryggjusporðin-
um og veifa til Ásgeirs, sem væri
staddur í brúnni á frumbyggja-
skipi sínu I veiðiferð. En þó
þessir ágætu menn hafi hafnað
höfðingjahlutverki af þessum
toga og sagt við sitt fólk að ekki
borgi sig að segja sig úr lögum
við íslenskt þjóðfélag, hafa þeir
þó einskis látið ófreistað til að
ala á óánægju meö kvótakerfið
heima í héraði. Þeir hafa beint
og óbeint gert allar tilraunir til
ab byggja upp þorskstofninn
tortryggilegar og leitast við ab
draga úr visindalegu gildi þess
sem Hafrannsóknarstofnun hef-
ur haft fram að færa.
Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum hafa því í orbi lagst
gegn frumbyggjahugsunarhætt-
inum, en á borði lagt honum lib
með ýmsum hætti. Þess vegna
er ábyrgð þeirra mikil á því að
umræðan um skynsamlega nýt-
ingu og vemdun fiskistofna hef-
ur haft tilhneigingu til að lenda
í ógöngum og vitleysu. Garri
Hlutabréf í sólarlaginu
Nú er þokkalega komiö fyrir kol-
krabbanum sem teygir arma sína
um viöskipta- og efnahagslífið
og sölsar undir sig markað og
eignir, ekki síst ríkiseignir. Til
skamms tíma var kolkrabbinn
óvinnandi vígi og efldist aö ríki-
dæmi og áhrifum við hverja at-
lögu þegar félagshyggjuöflin
veittust ab honum. Keppinautar
stórfyrirtækja í merki krabbans
rúlluðu á hausinn hvert um ann-
að þvert og var veldinu aldrei
ógnað.
Þá bregður svo við að digrasta
krosstréð í húsi krabbans brestur
og er Morgunblaðið farið að upp-
lýsa á hve deigum brauöfótum
styrkustu stobimar standa.
í síðustu viku reiknaði Agnes
það út að hluthafar í Eimskip
gerist fátækari meb hverju árinu
og væri þeim nær að losa sig við
bréf sín og kaupa skuldabréf af
ríkinu til að verja eigur sínar.
Veröfalliö á hlutabréfunum staf-
ar af því að félagiö tapar ár eftir
ár og eignimar rýma að sögn
Mogga.
Helsta vöm vib tilskrifinu var
að kalla Agnesi Bragadóttur dek-
urdís, en ekki mun hagur hlut-
hafa í Eimskip hafa vænkast aö
ráöi við það tiltæki starfsmanns-
ins sem gerður var út af örkinni
til aö sýna aö tap er gróði.
Þeir ríku ver&a fátækari
Enn vegur Morgunblaðið í sama
knémnn, því í gær fer fyrirtækja-
skelfir blaðsins mikinn og reikn-
ar út að hluthafar Flugleiða hafi
tapað rúmum helmingi eigna
sinna í fyrirtækinu á þrem ámm.
Enginn arður er borgaður í ár.
Eins og í Eimskip er raunávöxt-
un í Flugleiöum neikvæö um
tugi prósenta.
Nú em þetta ekki miklar fréttir
því forráöamenn hafa skýrt frá
versnandi stöðu og rábstöfunum
sem eigi aö snúa vöm í sókn.
Hitt er nýlunda að Moggi skuli
snúa sér beint til hlutahafa kol-
krabbans og sýna þeim svart á
hvítu meö marglitum línuritum
að eignarhluti þeirra hrapi í verð-
gildi og að það sé jafnvel betra aö
eiga bankabók eba ríkisbréf en
hluta í því veldi sem kolkrabbinn
samanstendur af.
Á víbavangi
Það er eins og að eiga hlutabréf
1 sólarlaginu, eins og skarp-
skyggnt skáld orti hér um áriö.
Ekki liggur í augum uppi hvers
konar upplýsingarskylda knýr
Mogga til að gera hlut eigenda
Eimskips og Flugleiða eins
hörmulegan og raun ber vitni.
Feikna íburbarmikil gröf sýna
þeim hvaða ókjömm þeir tapi frá
ári til árs og að enn séu þeir að
tapa.
Trygg&aböndin
Stjómir Eimskips og Flugleiða
em samantvinnaðar og hluta-
bréfaeigninni svo haganlega fyr-
irkomiö aö bágt er aö sjá hver á
hvern og hver er hvurs og em
þeir armar kolkrabbans nánast
samvaxnir. Þegar slæmska hleyp-
ur í skepnuna verba þessir armar
álíka aumir og má ekki á milli sjá
hver veröur aumkunnarverðari
þegar „dekurdísin" tekur til viö
að afskrifa þá með fagurlitum
reiknikúnstum.
En armamir em fleiri og stjóm-
arseta einstakra manna tengir þá
traustum tryggðaböndum. Til að
mynda er skyldleikinn milli Sjó-
vá og hinna geysiheppnu manna
sem hrepptu Síldarverksmiðjur
ríkisins náin.
Þar em nú ekki töpin og gróð-
inn af SR-kúppinu er ekki minni
en tapið á flutningafyrirtækjun-
um, og þar er líka greiddur arður
frá tíð fyrri eigenda.
Nú væri gaman að fá aö sjá í lit-
fögmm línuritum hvemig auði
síldarverksmiðjugarpanna vex
fiskur um hrygg og hvemig arð-
urinn dreifist milli hluthafanna.
Þá veröur ekki lítið fróblegt þeg-
ar Árvakursarmurinn heldur að-
alfund að fá að sjá skrautið þegar
rannsóknarefli Moggans leggur
spilin á borðiö og sýnir lesend-
um hvemig arðgreiöslum er var-
ið á þeim bæ og hvort eigend-
umir séu ab verða ríkari eöa fá-
tækari, eba jafnvel að tapa öllum
sínum bréfiim niður í svosem
ekki neitt.
Ef það er sjálfsagt að leggja
hrollvekjuna á boröib fyrir fram-
an hluthafa Eimskips og Flug-
leiöa, hlýtur hið sama að gilda
um önnur hlutafélög þegar aðal-
fundir em haldnir og afkomutöl-
ur þuldar upp án þess að nokkur
sála utan stjómanna botni upp
eða niöur í merkingu þeirra.
En ef betur er að gáö getur kom-
ið í ljós aö það sem menn héldu
dýrmæta eign er ekki annað en
hlutabréf í sólarlaginu. OÓ