Tíminn - 29.03.1994, Side 6
Þriðjudagur 29. mars 1994
Þú og ég, vib erum svo, yfirmáta ástfangin...
Dóttirin fékk aubvitab ab vera meb.
Trúlofun í beinni á FM:
Me6 hringana
álofti
Fyrsta pariö sem trúlofaðist í
beinni útsendingu í trúlofunar-
leik útvarpsstöðvarinnar FM og
Tímans hélt upp á daginn með
miklum stæl síðastliðinn föstu-
dag. Þaö voru þau Ásta Eðvalds-
dóttir og Ólafur Ásgrímsson
sem voru fyrst til aö heitbindast
á þennan eftirminnilega hátt.
Valdís Gunnarsdóttir, dagskrár-
gerðarmaður á FM, sér um að
velja þann sem fær aö biöja
sinnar heittelskuðu í beinni út-
sendingu á FM alla föstudaga í
mars og apríl (nema föstudag-
inn langa). Ásta og Ólafur fengu
aö sjálfsögðu veglegar gjafir í til-
efni dagsins, m.a. blómvönd frá
blómabúðinni Dögg, hringa frá
Gulli og silfri og fataúttektir frá
verslununum 4 You, Ég og þú
og Blu di Blu. Til að kvöldið
gæti heppnast sem best fékk
Ásta ókeypis förðun með snyrti-
vörum frá Elisabet Arden og
hárgreiðslu hjá Stúdíói Hall-
gerðar. Þau borðuðu kvöldverö
á veitingastaðnum Lækjar-
brekku og eftir hann var þeim
ekið á Flughótelið í Keflavík
með leigubíl frá BSR. Ekki var þó
allt búið enn, því daginn eftir
beið þeirra bíll frá bílaleigu
Ævars í Keflavík til að þau gætu
variö hádeginu í Bláa lóninu.
Ljósmyndari Tímans fylgdist
með Ástu og Ólafi á föstudegin-
um og h.ér sjáum við brot af því
sem þau upplifðu þennan dag. *
I hárgreibslu hjá Stúdíói Hallgerbar.