Tíminn - 29.03.1994, Page 9
Þri&judagur 29. mars 1994
aiT r 11
mmmm
9
Danska stjórnin einkavœbir Kaupmannahafnarflugveilina:
Danska stjórnin ætlar að
selja hlut úr Kastrup
Kaupmannahöfn, Reuter
Danska samgönguráðuneytiö
tilkyxmti í gær aö ríkið ætlaði að
selja fjórðung af fyrirtækinu
Flugvellir Kaupmannahafnar
fyrir upphæð sem svarar sjö
milljöröum íslenskra króna.
Flugvellir Kaupmannahafnar
(Köbenhavn's Lufthavn A/S)
eiga og reka alþjóðaflugvöllinn
Kastrup og flugvöllinn Tuna
sem er á milli Kaupmannahafn-
ar og Hróarskeldu.
Kastrup er sjöundi stærsti flug-
völlur Evrópu. Um hann fara
nærri tíu milljónir farþega ár-
lega og 42 flugfélög sinna áætl-
unarflugi frá flugvellinum.
Flugvellir Kaupmannahafnar
skiluðu rúmlega tveggja millj-
arða króna hagnaði á síðasta ári
og búist er við svipubum gróöa
á þessu ári.
Opinber skráning hlutabréfa
fyrirtækisins byrjar ekki fyrr en
11. apríl næstkomandi.
Stjóm sósíal-demókrata hefur
nú hafið mikla einkavæðingar-
herferð með fullu samþykki
stærstu stjómarandstöðuflokk-
anna.
í síöustu viku vom 48.3%
hlutabréfa símafyrirtækisins
Tele Danmark sett á sölu en það
er viðamesta einkavæðing í
danskri sögu. Fyrirtækið hefur
aö undanfömu verib rekið með
miklum hagnaði og verðmæti
hlutabréfanna sem selja á er tal-
ið nema sem svarar 200 millj-
örðum íslenskra króna.
Frönsk stjórnvöid leggja til hliöar frumvarp um sérstaklega lág laun
fyrir vinnu ungs fólks:
Balladur gefur
eftir í átökum viö
franska námsmenn
Keuier
Blóöugur mánu-
dagur í Jóhann-
esarborg
Til blóöugra átaka kom í jóhannesarborg ígær í kjölfar göngu Zulu-
manna í gegnum miöborgina. Aö minnsta kosti 18 manns voru
drepnir í átökunum og formœlandi lögreglunnar sagöi aö tala lát-
inna vceri líklega í kringum 25.
Zulumennirnir vildu meö göngunni lýsa stuöningi viö kröfu leiö-
toga síns, Goodwill Zwelithinis konungs, um aö fá aö stofna full-
valda ríki í Natalhéraöi.
latinn
París, Reuter
Frönsk stjómvöld tilkynntu í
gær að hætt hefbi verið við að
leggja fram fmmvarp til laga um
að atvinnurekendum yröi heim-
ilt að greiða sérstaklega lág laun
fyrir vinnu fólks undir 25 ára
aldri.
Samkvæmt frumvarpinu mætti
ráða ungt fólk til starfa um
skamman tíma á gmndvelli
þessa að um starfsþjálfun væri
að ræða. Unga fólkið þyrfti að
vera yngra en 25 ára og þiggja
laun sem væm lægri en lág-
markslaun á frönskum vinnu-
markaði.
Balladur tilkynnti forsvarsfólki
námsmanna í gær að hann ætl-
aði að leggja fyrirætlanir sínar
um sérstök lágmarkslaun í salt.
Formælandi ríkisstjórnarinnar
sagði að forsætisráðherrann
hefði óskað eftir því við Vinnu-
málaskrifstofu ríkisins aö hún
kannaði aðrar leiðir til að auka
möguleika ungs fólks á að fá
vinnu.
Undanfamar vikur hafa mörg
hundmð þúsund námsmenn
gengið fylktu liði um stræti
borga landsins til að mótmæla
fmmvarpinu. í framhaldi af því
kom hvaö eftir annaö til átaka
námsmanna og lögreglu.
Formælendur námsmanna
segjast ekki ánægðir fyn- en hætt
hefúr verið við með öllu að setja
námsmenn í sérstakan launabás.
Virtasti leiðtogi Maóría á Nýja-
Sjálandi, Dane Whina Cooper,
er látin 98 ára að aldri. Hún
baröist alla ævi fyrir réttindum
fmmbyggja landsins og fyrir því
að stjómvöld létu af hendi land
sem Bretar tóku af Maóríum á
nýlendutímanum.
Dane Whina starfaði með 14
forsætisráöherrum Nýja-Sjá-
lands ab auknum réttindum
fmmbyggja.
Maóríar áttu í blóðugum styrj-
öldum við Breta um og eftir
miöja nítjándu öldina og fækk-
aði þeim þá mikið. Þeim hefur
orbið vemlega ágengt í réttinda-
baráttu sinni undanfarin ár og
tekiö er tillit til mngu þeirra og
menningar í skólum, útvarpi og
sjónvarpi.
Vinnings laugard (s)( 3« !»iur 26. mars 1994 |
pf») (11)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
: 1. 5af 5 1 2.021.912
2. 4af5® tf 3 117.188
■ 3. 4af5 92 6.591
4. 3af5 2.780 509
Heildarvinningsupphæð þessaviku: 4.394.868 kr.
M . ÆSm !
upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkul!na991002
Þátttaka meb drœmara móti í ítölsku þingkosning-
unum:
Kannanir benda til þess
aö hrein úrslit fáist í
kosningunum
Róm, Reuter
Mikil spenna er ríkjandi á Ítalíu
vegna þingkosninganna í gær og
á sunnudag. Kosningamar em
taldar þær mikilvægustu frá
1948.
Samkvæmt upplýsingum inn-
anríkisráðuneytisins höfðu tæp-
lega 70% kjósenda greitt atkvæöi
klukkan 13.00 í gær. Á sama tíma
í kosningunum 1992 höfðu rúm-
lega 78 af hundraði atkvæða-
bærra ítala neytt kosningaréttar
síns.
Kosningamar nú em taldar
marka endalok þeirrar spillingar
sem hefur riðið húsum í ítalskri
pólitík á liðnum áramgum. Stór
hluti þeirra sem nú tekur sæti á
þingi hefur lítið komið nálægt
landsmálapólitík fram til þessa.
Kosningamar núna em afleið-
ing hneykslis sem kallað hefur
verib Tangetopoli-skandallinn
og varð fyrst opinbert fyrir
tveimur ámm. Þá kom í ljós aö
kristilegir demókratar og sósíal
demókratar höfðu misnotað
stjómarsetu sína með ótrúlegiun
hætti. Stjómmálaskýrendur lýsm
því sem ráni um hábjartan dag
og sá rændi var ríkiskassinn.
Þrenna Man.Utd úr sögunni
Aston Villa kom nokkuð á óvart á
sunnudaginn þegar liðib bar sigur úr
býtum á stjömu prýddu liði Manc-
hester United í úrslitaleik deildar-
bikarkeppninnar, 3-1, á Wembley.
Með þessu er ljóst að Man. Utd get-
ur ekki unnið þrennuna svoköllubu
sem svo margir höfðu búist vib en
ekkert enskt félagslib hefur náð
þeim árangri, þ.e. að sigra á sama
keppnistímabilinu í deildarkeppn-
inni, deildarbikamum og bikar-
keppninni. Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Man. Utd, sagði eftir
leikinn að það væri harla ólíklegt ab
nbkkurt lið gæti náb þrennunni.
Ósigurinn á sunnudaginn kórón-
aði lélegt tímabil Man. Utd sem
hófst 5. mars þegar libib tapaði á
heimavelli fýrir Chelsea. Síöan þá
hefur liðið tapað níu mikilvægum
stigum í deildinni og fjórum sinn-
um hafa leikmenn liðsins þurft að
líta rauða spjaldið hjá dómurunum.
Markvörðurinn Peter Schmeichel
lék ekki með á sunnudaginn vegna
þessa og Eric Cantona fékk nýlega 5
leikja bann vegna tveggja rauðra
spjalda. Þá var Úkraínumaburinn
Andrei Kanchelskis rekinn út af á
lokamínútunum á sunnudaginn
fyrir að verja með höndum á mark-
línunni og var það í fyrsta skipti á
hans keppnisferli. Kanchelskis, Can-
tona og Roy Keane missa allir af
leiknum gegn Oldham í undanúr-
slitum bikarkeppninnar á Wembley
um aðra helgi.
Ferguson viöurkenndi eftir leikinn
að hafa gert mistök í vali á byrjunar-
liði. „Ég hefði átt ab hafa t.d. Bryan
Robson, Brian McClair, Lee Sharpe
og Dion Dublin í liðinu en það yom
þeir sem komu liöinu á Wembley."
Sigur Aston Villa var sá fyrsti í stór-
keppni síban þeir sigmðu á þeim
vettvangi í Evrópukeppni bikarhafa
1982. Sigurinn á sunnudaginn var
fjórði titill Aston Villa í deildarbik-
amum og hafa þeir nú oftast allra
liða unnið þennan titil ásamt Li-
verpool og Forest.
Man. Utd byrjaði leikinn betur en
Mark Bosnich sá við öllu í marki
Villa. Daniel Atkinson nábi svo for-
ystunni fyrir Villa á 15. mínútu og
eftir það var leikurinn nánast í
höndum þeirra. Dean Saunders jók
muninn á 75. mínútu en Mark Hug-
hes klóraði í bakkann fyrir Man. Utd
á 82. mínútu en Saunders var aftur á
ferðinni á lokamínútunni úr víti og
tryggði Villa sanngjaman sigm, 3-1.