Tíminn - 12.04.1994, Síða 2

Tíminn - 12.04.1994, Síða 2
2 Þriöjudagur 12. apríl 1994 Tíminn spyr... Tíminn spyr: Veröa sjávarút- vegsmálin afgreidd á þessu þingi? Salome Þorkelsdóttin Sjávarúvegsmálin eru náttúru- lega langstærstu málin en ég get ekkert um þa& sagt á þessu stigi málsins hvort þau verði af- greidd á þessu þingi. Málib er ennþá í nefnd og ég bíð með að gefa út yfirlýsingar um af- greiðslu málsins fyrr en ég sé hvemig þaö kemur frá nefnd- inni. Jóhann Ársælsson: í þeim skilningi að sjávarút- vegsmál , ríkisstjómarinnar verði lögð fyrir þá segi ég nei. Hins vegar trúi ég því ekki að þingmenn fari heim af þingi án þess að breyta einhverju í lög- unum um stjóm fiskveiöa. Aö minnsta kosti verður aö tryggja að breyting verði þar sem kom- iö verði tll móts við sjómenn. Eftir bráðabirgðalögin þá er ekki verjandi að fara heim af þingi án þess að standa að ein- hverju leyti við það sem ríkis- stjómin lofaði þar. Lögin um stjóm fiskveiða em svo gölluð hvað varðar litlu bátana og verði þeim ekki breytt þá er ver- iö að leggja atvinnu fjölda manns um land allt í rúst. Þannig að ég trúi ekki öðm en einhver lög um stjómun fisk- veiöa nái fram að ganga þótt vitað sé að stóra málið nær ekki fram að ganga. Anna Ólafsdóttir Bjömsson: Ég get ekki séð aö samkomulag milli stjómarsinna innan sjáv- arútvegsnefndar sé í sjónmáli. Ef sameiginlegt frumvarp stjómarsinna lægi fyrir, þá væri það fróðleg lesning. Það er þó rétt að geta þess að líklegasta málið til aö ná meirihluta í nefndinni er smábátamálið en þaö er samt alls ekki sjálfgefið. Rjúpur nœrrí fjóröungi fœrrí á boröum síöustu jól en áriö áöur samkvœmt Viöhorfskönnun: Um 75 þús. rjúpur étnar um og í kringum jólin Um 17,5% landsmanna 15—75 ára borbuðu rjúpur á tímabilinu október- -janúar samkvæmt niðurstöbum könnunar sem Viðhorf gerbi fyrir Skotvís. Þetta var fækkun úr tæplega 21% í samsvarandi könnun ár- ið áöur. Langsamlega flestir höfðu aðeins einu sinni borð- að rjúpur á tímabilinu. Flestir (46%) borðuðu tvær rjúpur og fimmti hver borðaði fleiri en tvær. Út frá niðurstööum könnunarinnar reiknast Við- horfsmönnum til að heildar- neysla rjúpna á tímabilinu hafi verið um 75.000 rjúpur. Það er um fjórðungi minna en árið áður þegar sambærilegar tölur sýndu 100.000 rjúpur. í þessum tölum er þó miðað við að landsmenn yngri en 15 ára og eldri en 75 ára borði minna af rjúpum en aðrir, eins og gögn þykja gefa til kynna. Væri neysla þessara aldurs- hópa hin sama og þeirra 15—75 ára breyttust tölurnar í 96.000 rjúpur borðaðar síð- ustu jól og 125.000 rjúpur árið á undan. í þessari könnun var einni spurningu bætt við; hve oft menn hefðu borðað rjúpur á tímabilinu. Um 70% sögðust aðeins hafa borðað rjúpur einu sinni, 29% tvisvar sinn- um og aöeins 1% oftar en það. Stytting síðasta rjúpnaveiði- tíma um fjórar vikur þykir valda erfiðleikum við túlkun þessara gagna. Þótt neyslan nú hafi verið minni en árið áður sé munurinn ekki marktækur og því sé ekki hægt að álykta aö rjúpnaveiöi hafi verið minni nú, þótt rjúpnaveiði- tíminn hafi verið styttur. Sé ráð fyrir því gert að rjúpna- neysla endurspegli rjúpna- veiði og meðalfjöldi veiddra rjúpna á veiðidag reiknabur út (69 daga 1992 og 39 daga 1993) reynist meðalveiöi hafa aukist úr 1.800 rjúpum á dag fyrra árið í 2.460 rjúpur á dag á síðasta veiðitímabili. Þar sem ekki liggi fyrir hvort sókn veiðimanna hafi aukist milli ára sé þó vafasamt að leggja mikib út af þessum útreikn- ingum. -HEI í>:' x..' |f| Nýi leikskólinn á Hvolsvelli. Tímamynd SBS Getspakur forsœtisrábherra: Davíö meö besta „tippiö" Davíð Oddsson forsætisráð- herra bar sigurorð af Áma Mat- hiesen, þingmanni sjálfstæbis- manna á Reykjanesi, í úrslitum í getraimum vikunnar á Bylgj- unni. í úrslitakeppninni sem fram fór um sl. helgi spáði forsætis- ráðherra rétt fyrir úrslitum í ell- efu leikjum en Ámi hafði tíu rétta. Fyrir vikib telst Davíð vera tippari leiktímabilsins vet- urinn 1993 - 1994 á Bylgjunni og fær m.a. að launum utan- landsferö fyrir tvo. -grh Leikskóli tekinn í notkun Nýr leikskóli var tekinn í notk- un á Hvolsvelli á dögunum. Hann er um 300 fermetrar að flatarmáli og var byggingar- kostnaður imi 30 milljónir króna. Að sögn ísólfs Gylfa Pálmason- ar sveitarstjóra tekur byggingin mestallt framkvæmdafé Hvols- hrepps fyrir þetta og síðasta ár og er því nokkurt átak fyrir sveitar- sjóð. Byggingakostnaöur et um 110 þúsund á fermetra sem er eðlilegt miðað við sambærilegar byggingar. Leikskólinn tekur við 80 böm- um, miðað við hálfs dags vistun. í dag em 59 börn á leikskólanum í 70 plássum og ekki mun líba á löngu þangað til hann verður fullskipaður, því íbúafjölgun á Hvolsvelli hefur veriö mikil að undanförnu og langt umfram landsmeðaltal. -SBS, Selfossi Leiörétting í viðtali viö Steingrím Her- mannsson um helgina misritaö- ist nafn samtakanna sem stóöu að ráðstefnu meb fyrrverandi forsetum og forsætisráðhemim í Seol á dögunum. Þau heita „Fe- deration of World Peace". -ÓB Formannsskipti í SUF Samband ungra framsóknar- manna hélt þing um síðustu helgi. Þingið var haldiö í Nes- búb á Nesjavöllum. Þab hófst á föstudag og lauk á laugar- dag. Einar Kristján Jónsson, fráfar- andi formabur SUF, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Tveir fram- bjóðendur gáfu kost á sér í emb- ætti formanns SUF, þeir Guðjón Ólafur Jónsson og G. Valdimar Valdemarsson. Guðjón Ólafur sigraði í kosningu, en þess má geta að hann er bróðir fráfarandi formanns. Á föstudagskvöldiö vom um- ræður um atvinnumál en sér- stakir gestir kvöldsins vom Guð- mundur Bjamason ritari flokks- ins, Finnur Ingólfsson gjaldkeri og Guðni Ágústsson þingmaður. Ab lokinni formannskosningu var kosið í stjóm og skipa eftir- taldir hana: Guðjón Ólafur Jóns- son formaður, Finnur Þór Birgis- son Rvk, Þorlákur Traustason Rvk, Þórhildur Hallgrímsdóttir Rvk, Páll Magnússon Reykjanes, Birta Jóhannesdóttir Reykjanes, Hákon Hákonarson Reykjanes, Ingibjörg Davíðsdóttir Vestur- land, Hafdís Sturlaugsdóttir Vestfirðir, Gunnar Bragi Sveins- son Norðurland vestra, Stefán Erlingsson Noröurland eystra, Aðalsteinn Ingólfsson Austur- land og Jón Ingi Jónsson frá Suð- urlandi. -ÓB Gubjón Ólafur jónsson, nýkjörínn formabur SUF. Mynd Skúli Skúlason

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.