Tíminn - 12.04.1994, Qupperneq 4
4
Þri&judagur 12. april 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmi&ja
Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Fátt kemur á
óvart í seinni tíb
„Það kemur fátt á óvart nú í seinni tíð," sagði Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra í sjónvarpsvið-
tali um helgina og var þá að ræða samskiptin inn-
an ríkisstjórnarinnar og síðustu atburði í svoköll-
uðu þyrlukaupamáli. Ummæli þessi eru lýsandi
um það ástand sem ríkir nú í stjórnarsamstarfinu.
Því má líkja við ástandið hjá hjónum sem skilin
eru að borði og sæng, en eiga eftir að ganga form-
lega frá skilnaðinum.
Það gildir einu hvar borið er niður. í hverju stór-
málinu af öðru eru stjórnarflokkarnir og einstakir
ráðherrar ósammála. Þyrlukaupamálið bætist nú í
hóp þeirra stórmála sem ágreiningi valda í stjóm-
arsamstarfinu.
Samskiptin við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
heyra undir utanríkisráðuneytið, eins og alþjóð er
kunnugt. Málefni Landhelgisgæslu íslands heyra
undir dómsmálaráðuneytið. Þarna þarf að sjálf-
sögðu að vera samráð á milli og sem mest upplýs-
ingastreymi. Það er forkastanlegt að láta svo alvar-
legt mái, sem hér um ræðir, líða fyrir þann stirð-
leika sem eý í samstarfi stjórnarflokkanna.
Með breyttum horfum í alþjóðamálum hafa
komið upp ný viðhorf varðandi umsvif varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli. Þar á meðal hafa komið
upp umræður um að íslendingar tækju þátt í
rekstri björgunarsveitarinnar með einhverjum
hætti. Þessar viðræður eru mjög skammt á veg
komnar og hefur lítið heyrst um þær. Það kemur
því mjög á óvart að utanríkisráðherra telji nú efni
til að fresta ákvörðun um þyrlukaup sem heimild
hefur verið til svo árum skipti.
Björgunarsveit varnarliðsins hefur unnið mjög
gott starf að björgunarmálum hér á landi. Hins
vegar er sveitin rekin á hernaðarlegum grundvelli,
en ekki borgaralegum. Þetta er grundvallaratriði,
sem hlýtur að verða til meðferðar í viðræðum við
varnarliðið. Eiga íslendingar að taka að sér hinn
hernaðarlega þátt, eða á að leggja hann niður? Ná-
kvæmlega ekkert er upplýst um þennan þátt máls-
ins.
Öll meðferð þessa máls af hálfu utanríkisráðherra
er með eindæmum. Hann upplýsir nú á síðustu
stundu að utanríkisráöuneytið sé með nýtt tilboð
um þyrlukaup frá Bandaríkjamönnum sem sé í at-
hugun, því að það sé svo ótrúlega gott að reyna
verði á trúverðugleika þess. Dómsmálaráðherra
hefur ekki verið skýrt frá þessu tilboði, þótt á hans
vegum sé verið að vinna að þyrlukaupamálinu.
Meðferðin á þessu máli er löngu orðin til skamm-
ar fyrir stjórnvöld. Það er löngu kominn tími til að
björgunarsveit Landhelgisgæslunnar fái nýtt tæki
til afnota. Viðræður við varnarliðið um málið
hljóta óhjákvæmilega að taka nokkurn tíma, og
þær hljóta ab haldast í hendur vib frekari viðræð-
ur um starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Það er því engin ástæða til þess að láta þyrlukaupa-
málið hanga í lausu lofti vegna þeirra viðræðna,
fyrst nú er komin niburstaða um þau tilboð, sem
fyrir liggja, frá þeirri nefnd sem dómsmálaráð-
herra hefur skipað í málið. Það er mál ab þessum
leik linni.
Tuttugu lykla þarf til aö
opna eftir D-listann
Vib borgarstjórnarkosning-
arnar síðustu gengu framsókn-
armenn fram undir kjörorð-
inu „xB — lykill að betri
borg". Garri minnist þess að
Sigrún Magnúsdóttir borgar-
fulltrúi gekk milli manna fyrir
utan stórmarkaði og afhenti
vegfarendum bækling og fag-
urgrænan lykil á framsóknar-
lyklakippu — táknrænan lykil
að betri borg.
Þessi orðaleikur dugði fram-
sóknarmönnum raunar ekki
til að komast í valdastóla í
borginni, þó Sigrún hafi að
mörgu leyti reynst kjósendum
lykill að betri borg þrátt fyrir
það. Sannleikurinn er nefni-
lega sá að Sigrúnu hefur, að
öðrum borgarfulltrúum ólöst-
uðum, tekist sérlega vel upp í
aðhaldshlutverki sínu í stjóm-
arandstöðunni og trúlega
stungið á fleiri spillingarkýl-
um I stjóm borgarinnar en áð-
ur hefur þekkst á einu og sama
kjörtímabilinu. Nægir að
minna á framgöngu hennar í
málefnúm Hitaveitunnar, ekki
síst hvernig hún dró fram
skipulags- og ábyrgðarleysið
varðandi Perluævintýrið.
Alltaf jafn frumlegir
En það vekur athygli að Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem svo
lengi hefur stýrt Reykjavík,
ákvebur nú af alkunnu hug-
myndaflugi sínu að keyra sína
kosningabaráttu á slagorði
Framsóknar úr síðustu kosn-
ingum um lykil að betri borg.
Lykillinn, sem Sigrún var með
á sínum tíma, átti að opna
borgina fyrir almenningi og
gera hana betri. Við fyrstu sýn
virðist Sjálfstæðisflokkurinn
einmitt telja að það þurfi lykla
til að opna borgina og gera
Sigrún útdeilir lykli ab betrí borg voríb
hana betri. Ekki var annað
hægt að skilja á forsvarsmönn-
um Sjálfstæðisflokksins, sem
boðubu til blaðamannahindar
í gær um tuttugu lykla, sem
ganga eiga aö öllum þeim lás-
GARRI
um sem lokað hafa á framfarir
og framþróun í borginni á
kjörtímabilinu. Einn lykillinn
á aö opna leikskólann fyrir
fleiri börnum, annar að ganga
ab grunnskólanum, þriðji á að
opna fyrir aðstoð við bama-
fólk o.s.frv. o.s.frv.
Þessi mikla lyklakippa, sem
Sjálfstæöisflokkurinn er búinn
aö kynna, bendir eindregið til
þess að flokkurinn hafi nú,
eins og svo margir aðrir, gert
sér grein fyrir að í borginni
standi fólki fáar dyr opnar og
að mikið verk Sé fyrirliggjandi
við að opna kerfið upp á nýtt
og hleypa um það ferskum
vindum.
1990.
Ónota&ur lykill
Sigrún Magnúsdóttir benti
raunar á þetta, þegar hún
dreifði lyklinum að betri borg
fyrir utan stórmarkaði voriö
1990. Nú er Sjálfstæðisflokkur-
inn búinn að átta sig á þessu
og þó ab framsóknarlyklakipp-
an fylgi ekki lengur með, er
lykillinn svipaður. Skilabob
Sjálfstæðisflokksins eru því
ótvíræð: Það þarf minnst 20
lykla til að opna borgina eftir
setu okkar í valdastólum. Skýr-
ara dæmi um sjálfsgagnrýni
eru vandfundin, því það er
Sjálfstæðisflokkurinn sem hef-
ur verið í hlutverki fangavarð-
arins með öll lyklavöldin í
borginni. En hann hefur neit-
að að opna einar einustu dyr.
En nú er komið tækifæri til að
opna og það væri bamaskapur
að afhenda fangaverðinum
lyklavöldin í fjögur ár í viðbót.
Lykillinn að betri borg veröur
því miöur ekki notaður meðan
hann er á lyklahring Sjálfstæð-
isflokksins. Garri
Reynsla nýrrar kynslóðar
Eitt af gömlu máltækjunum
segir að tímamir breytist og
mennirnir með. Eg hygg að
þetta séu orð að sönnu, eins og
svo margt sem dregið er saman
í knappt form í íslenskum
málsháttum. Tímarnir á ís-
landi hafa breyst. Sumt er til
batnaðar, annaö til hins verra.
Hinir ungu
Ungt fólk í dag stendur
frammi fyrir öömm vemleika
heldur en fyrir svo sem þremur
áratugum, þótt ekki sé farið
lengra aftur í tímann. Það hef-
ur alist upp við aðrar aðstæður
en foreldrarnir, möguleikar til
skólagöngu, ferðalaga og til-
breytingar í daglegu lífi hafa
verið miklir og hafa aukist á
þessu árabili, en meö því er
ekki allt fengiö. Unga kynslóð-
in í dag stendur frammi fyrir
alvarlegum málum.
Atvinnumöguleikar í
fortíb og framtíb
Ég var einn af þeim, sem vom
að útskrifast úr skóla fyrir um
þremur áratugum. Það nám
var ekki langt. Hins vegar man
ég þab að við skólasystkinin
höfðum ekki neinar áhyggjur
af því hvort vib fengjum at-
vinnu þegar námi lyki. í þeim
efnum var margt í bobi og
mátti fremur velja úr en hitt.
Þetta er ef til vill mesti mun-
urinn. Sú alvarlega staða blasir
við námsmönnum í dag ab
það er ekki sjálfgefið, síður en
svo, að fólk, sem kemur jafnvel
úr háskólanámi, fái atvinnu
við sitt hæfi. Þetta er alvarleg
staðreynd fyrir unga fólkið, en
þetta er ekki síöur alvarlegt
umhugsunarefni fyrir þá sem
eldri em.
Á víbavangi
Lífsreynslan
Sú kynslóð, sem nú er að alast
upp, hefur fengib ýmis tæki-
færi á lífsleiðinni. Umheimur-
inn er þessu fólki ekki fram-
andi. Ég heyrði það eftir
manni, sem hafði verið farar-
stjóri í kynnisferðum til út-
landa um árabil og hafði farið
meb tvær kynslóðir, ab þar
væri mikill munur á. Sú eldri
hefði hellt sér í drykkju á flug-
vellinum eins og kálfar sem
hleypt er út á vorin, týnt öll-
um sínum skilríkjum og verið
eins og fiskar á þurrn landi í
flugstöövum erlendis, en það
fólk sem nú fer kunni á allt,
bjargi sér í tungumálum og
stjómi drykkju sinni á allt
annan veg heldur en þeir eldri.
Þetta er meðal annars fyrir það
að utanlandsferðir em ekki
nýjabmm lengur, jafnvel þótt
menn séu ungir aö ámm.
Framtíöin
Þessar staðreyndir geta haft
mikil áhrif á viðhorf nýrrar
kynslóðar. Ef ekki tekst að
halda atvinnu í landinu, þann-
ig að ungt fólk geti séð sér far-
borða, er hætt við að framsæk-
iö fólk meb góða menntun
leiti fyrir sér erlendis í vaxandi
mæli. Landamæri falla í raun,
og þrátt fyrir slæmt atvinnu-
ástand víða, em möguleikar
fyrir harðsækið, menntaö og
duglegt fólk á vinnumarkaöi
erlendis. Það ætti að vera for-
gangsverkefni stjórnmála-
manna og stjórnenda fyrir-
tækja og verkalýðshreyfingar
að hugleiða með hverjum
hætti framtíðin verður, hvort
við höldum blómanum af okk-
ar unga fólki í landinu. Hættu-
merkin em allt of mörg nú
þegar. Umheimurinn er þessu
fólki ekki eins framandi og áö-
ur var, og því er enn meiri
hætta á atgervisflótta, ef ekki
tekst að skipa efnahagsmálum
hér á þann hátt ab irngt og
menntað fólk eigi möguleika.
Þetta er sú alvarlega staðreynd,
sem vib blasir nú í Iok tuttug-
ustu aldarinnar.
Jón Kr.