Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 5
5
Fimmtudagur 14. apríl 1994
Ingvar Níelsson:
Das Vierte Reich1 —
/
dag heitir það Evrópusam-
bandið; Europáische Union
(EU). Upphaf þess má rekja
til bandalags, sem ríki á norð-
vestanverðu meginlandi Evr-
ópu, standandi í hné í hálf-
storknuðum blóðpolli heims-
styrjaldarinnar síðari, stofnuðu
til að standa vörð um úreltan
kola- og stáliðnað á svæðinu —
nefnilega ECSC (European Co-
al and Steel Community eða
Europáische Stahl und Kohle
Union). Þá ógnaði snyrtileg há-
tækni Bandaríkjamanna þess-
um klunnalegu verksmiðjum,
sem kunnu fátt annað en að
steypa fallbyssuhlaup og skriö-
drekabelti og gátu ekki lagað
sig að þörfum friðartímanna.
Því friðartímar eru auðvitað
ekki annað en tímabilin á inilli
styrjalda — bara eins og dag-
amir milli jóla og nýárs.
En síðan hefir margur þorsk- .
urinn verið dreginn úr sjó og
ECSC hefir átt í óteljandi til-
vistarkreppum þar til það varð
að EU. Ognun Ameríku við
byssuhlaupaver Evrópu var
leyst af hólmi af ástundunar-
sömum þriðja heimi, sem nú
hefir gengið af stáliðnaði
beggja heimsálfanna hartnær
dauðum. En ófétið skiptir um
lit líkt og kameljón og nöfn rétt
eins og mafíuforingi, svo að
enginn einn maður hendir í
dag reiður á hvað þama hefir
átt sér stað á síðustu áratugum.
Öll eiga þessi hamskipti rætur
að rekja til innanhússvanda að-
ildarríkjanna, sem hafa hrært
upp í hefðum og þjóöernum
meginlandsins með reglu-
bundnum styrjöldum um alda-
raðir.
Þannig samanstendur Evrópa
í dag af þúsundum tvístraðra
þjóðarbrota, sem flest vilja ráða
„Nú er það svo að stjóm-
mál á alþjóðavettvangi
eru háð hagsmunum
þeirra embœttismanna,
sem með þau fara.
Þama er um að rceða há-
launuð störf, fríðindi,
samkvœmislíf, „jetsett-
ing" og spennu. Hver vill
ekki vera með í slíkum
klúbbi?"
hvert fyrir öðm og öll fengu
blóðhefiid í arfleifð. Óttinn við
það, sem skeð getur í þessari
púðurtunnu, hræðir þá sem
með völd fara til fálmkenndra
aðgerða. Á meðan ekki er um
aðrar og betri hugmyndir að
velja er gripið til þess, sem
hendinni er næst, jafnvel þótt
þar sé um alls óskyld félags-
form að ræða. Og allt skeður
þetta undir breiðtjaldi, þar sem
hrun Sovétríkjanna blasir við
heiminum, en enginn þykist
sjá þar víti til vamaðar. Eitt er
þó alveg víst, nefnilega að allt
þetta kemur okkur ekki við.
Þetta em ekki okkar vandamál.
Evrópusambandið er hræðslu-
bandalag. í öngþveitinu missa
menn sjónar á sjálfum vandan-
um. Félagsleg forgangsmál em
látin víkja fyrir hagrænum
gæluverkefnum. Menn fyllast
mikilfengleika og finnst þeir
hafi stýrt atburðarásinni með
því að taka sér mannaleg orð í
munn: tollamúrar, viðskipta-
samningar, úrlausnir, EES,
GATT, framtíðarsýn. Þó er stað-
reyndin sú að ef við emm jafn
afbragðs góð og við látum í
veðri vaka (stærsti þorskurinn,
besta lambakjötið, tærasta
vatnið, hreinasta loftið, feg-
ursta landið), eiga óvemlegar
viðskiptahindranir ekki að vera
slíkt stórmál fyrir okkur. Það er
líka staðreynd að öll viðskipti
leita að eigin jafnvægi. Ef því er
raskað, myndast bara nýtt jafn-
vægi, sem hefir sínar neikvæðu
hliðar alveg eins og hitt.
En á meöan hnútamir em
reyrðir í Evrópusambandinu,
vinna öfgaöfl stórsigra um
svæðið þvert og endilangt.
Fyrst var það rússneskur of-
drykkjumaður, sem minnir um
of á Ádolf Hitler til að mönn-
um standi á sama, og vefst nú
fyrir mörgum stjórnmála-
manninum að verja einfeldni-
sumsagnir um Sovét-viðburð-
arásina fyrir kjósendum. Á dög-
unum fylgdi svo annað kjafts-
högg — á Ítalíu, léttari enda
möndulsins góða.2 En gamanið
kámar, því þessum öflum er
VETTVANGUR
spáð enn einum sigrinum — í
næstu þingkosningum í sam-
einuðu Þýskalandi, þyngri
enda möndulsins — á kostnað
þeirra sem nú ráða í Evrópu-
sambandinu. Menn em mátu-
lega búnir að brjóta brýmar að
baki sér.
Nú spyr sá sem ekki veit,
hvort verið geti að við höfum
bara ekki skilið hvað aumingja
Adolf var að fara á sínum tíma.
Ef marka má af því hvernig
Austurríkismenn grétu gleði-
támm yfir að fá nú loksins að
vera með Þjóðverjum eftir ára-
mga aðskilnað og hvernig
Norðmenn frændur okkar bíta
neglur sínar upp í kviku þar til
Fjórða
þeir fá að færa velgjörðamönn-
um sínum í soðið, mætti halda
að við höfum lent í þessum il-
lindum við Adolf af hreinum
og beinum asnaskap. En það
vom einmitt þessar tvær þjóð-
ir, sem honum var hvað mest
uppsigað við sakir þrjósku
þeirra.
Nú er það svo að stjómmál á
alþjóðavettvangi em háð hags-
munum þeirra embættis-
manna, sem með þau fara.
Þama er um að ræða hálaunuð
störf, fríðindi, samkvæmislíf,
„jetsetting" og spennu. Hver
vill ekki vera með í slíkum
klúbbi? Þeir sem til þekkja vita
vel að líf þetta er vanabindandi
og að sérhver alþjóðlegur
stjómmálamaður er í raun van-
hæfur — rétt eins og dómari,
sem látinn er víkja vegna hags-
munatengsla sinna við málin á
dagskrá. Við emm ofurseld
„intemationalistum", sem
nærri liggur að hugsi fyrst um
eigin hag — síðan okkar.
En hvað getum við gert? Þetta
er eina formið á meðferð þess-
Lovísa Baldursdóttir:
Réttindi sjúklinga
Laugardaginn 19. febrúar
var haldið málþing um-
vanda þeirra, sem starfa
við heilbrigðismál, á vegum
Siðfræðistofnunar Háskóla ís-
lands. Tilefnið var útkoma
bókar Vilhjálms Ámasonar,
dósents í heimspeki við HÍ,
„Siðfræði lífs og dauða".
Greinin, sem hér fer á eftir, er
örlítið stytt erindi Lovísu Bald-
ursdóttur, hjúkmnarfram-
kvæmdastjóra á gjörgæslu og
bráðamóttöku Landspítalans.
ÁÞÁ
Vísbendingar um viðhorf til
þeirra, sem em sjúkir og-
minna mega sín, má finna
langt aftur í öldum. Þær end-
urspegla menningu og samfé-
lagsgerð þess þjóðfélags sem
við er átt. Umhyggju og á-
byrgð gagnvart sjúkum er að-
finna allt frá tímum Neand-
erdalsmannsins (80 þúsund
ámm f.Kr.), þar sem þess hafa
fundist merki ab eftir beinbrot
vom bein lögð þannig tíl að
þau gréru.
Talið er aö elstu heimildir
um „rétt" einstaklinga sé að-
finna í fomritum Babylóníu-
og Assýríumanna frá 7. öld
f.Kr.
Hippókrates (460-370 f.Kr.)
er talinn hafa lagt gmnn ab
MALÞING
FYRRI HLUTI
siðareglum varðandi samskipti
læknis og sjúklings. Þar er m.a.
fjallað um sjálfsvíg, líknardráp
og fóstureyðingar. í hinum-
fomu lögum þjóðveldisins,
Grágás 1117-1118, kemur fyrst
fram á íslandi skrifleg umfjöll-
un um þarfir og rétt sjúkra. í
alþjóðasiðareglum lækna, sem
samþykktar vom 1948, er
meðal annars kveðið á um
upplýsingaskyldu læknis
gagnvart sjúklingi.
Á íslandi hafa Vísindasiða-
nefnd Læknafélags íslands og
Siðaráð landlæknis þab hlut-
verk m.a. að gæta réttar ein-
staklinga, þegar um er að ræöa
vísindarannsóknir, auk þess
sem Siðaráð landlæknis tekur
ágreiningsmál milli sjúklinga
og aðila innan heilbrigöis-
þjónustunnar til umf jöllunar.
Réttur til bestu
þjónustu
Á Landspítala og Borgarspít-
ala em leiðbeiningar (Leið-
beiningar um takmörkun
meðferöar), sem kveða á um
rétt deyjandi sjúklinga til upp-
lýsinga og sjálfræðis eftir því
sem við verbur komib, svo og
rétt þeirra til þess að tekin sé
ákvörðun um meðferð, þ.e.
hvort meðferð skuli haldið
áfram og í hversu miklum
mæli eða hvort meðferð skuli
hætt. Ennfremur hafa flestar
sjúkrastofnanir hérlendis sett
fram markmið með þjónustu-
sinni. Sem dæmi má nefna að
í markmiðum hjúkrunar á
Landspítala er lögð áhersla á
að sjúklingur hafi sínar ein-
staklingsbundnu þarfir og
þeim sé mætt, svo og að hon-
um sé sýnd virðing og kærleik-
ur.
Því erum við að tala um rétt
sjúklinga? Höfum við ekki
sama rétt sem manneskjur,
hvort sem við erum heilbrigb
eða sjúk? Hvort sem okkur lík-
ar betur eöa verr, þá virbist
sjúklingurinn, í of mörgum
tilvikum, vera rændur virð-
ingu sinni, sjálfræði og per-
sónu um leið og hann stígur
fæti inn fyrir dyr sjúktahúss-
ins. Sjálfsögðum persónurétt-
indum fólks er ógnað, þegar
það gengur inn í sjúklings-
hlutverkið. Og á stundum
viröist sem réttur sjúklinga sé
háður aðstæðum innan og
utan kerfisins hverju sinni.
í lögum er kveðið á um rétt
einstaklinga til bestu mögu-
legu heilbrigðisþjónustu, sem
unnt er að veita miðað við að-
stæöur í þjóðfélaginu á hverj-
um tíma. Besta mögulega heil-
brigöisþjónusta er teygjanlegt
hugtak, en flestir geta þó verib
sammála um ab sú þjónusta,
sem sjúklirigur á tilkall til,
miðar að líkn og/eða bata,
ásamt umhyggju fylir líkam-
legum, andlegum (þ.m.t. trú-
arþarfir) og félagslegum þörf-
um sjúklings.
Þessi réttur sjúklinga til-
bestu þjónustu er gæðaréttur
ara mála, sem við eigum til-
tækt, og því er okkur nauðugur
sá kostur einn að treysta hin-
um kjömu fulltrúum okkar. Ef
þeir bregðast okkur, getum við
að vísu bundið þá á höndum
og fótum, fleygt þeim út í ára-
bát, ýtt frá og látið þá reka á haf
út með sjávarföllunum, en á
því stigi málsins gæti slík að-
gerð verið um seinan.
Eins og til að undirstrika þetta
allt datt á dögunum inn um
bréflúguna bæklingur frá íhald-
inu. Á honum hafði heróp rót-
tækra sigurvegara á Ítalíu verib
gert að slagorði fyrir komandi
borgarstjómarkosningar í
Reykjavík. Þetta minnti á þá
tíma þegar kommamir laum-
uðust til Moskvu, til að „sækja
línuna" eins og þá var sagt. í
því sambandi þarf auðvitab að
kanna hvort nýi borgarstjórinn
hefir verið á Ítalíu nýlega og
hvort nú þarf að taka z-una
upp aftur til að koma línunni
sómasamlega til skila. Forza
Reykjavíka!
1 Fjórða ríkið, sbr. Þriðja ríkið (þý.
Das Dritte Reich): Þýskaland á
stjómarárum nasista 1933-45. Heil-
aga rómverska keisaradæmið (962-
1806) taldist þá fyrsta ríkið og
Þýska keisaradæmið (1871-1918)
annað ríkið. Heimild: Islenska Al-
fræðiorðabókin, Öm og Örlygur
Í990.
2 Öxulríkin Möndulveldin, Öxull-
inn Berlín-Róm(-Tókíó), Öxulveld-
in: bandalag Þjóðverja, Itala og Jap-
ana gegn Bandamönnum í síðari
heimsstyrjöld; upphaflega banda-
lag Þjóðverja og Itala 1936 og and-
kommúnistabandalag Þjóðverja og
Japana sama ár; urðu þrívelda-
bandalag með samningi ríkjanna
1940. Heimild: íslenska Alfræði-
orðabókin, Öm og Örlygur 1990.
Höfundur var abalræbismabur íslands í
Singapore um sjö ára skeib.
og felur hann m.a. í sér að við
mætum þörfum einstaklings-
ins fyrir virbingu og sjálfræði,
þ.e. sjálfræði í Ijósi faglegs for-
ræbis. Sjúklingur á rétt á upp-
lýsingum og fræðslu á máli
sem hann skilur (um meðferð,
horfur, fylgikvilla mebferðar
og rannsókna, og niðurstöður
rannsókna o.s.frv., ef hann
óskar eftir) og ber mebferð-
araðila að ganga úr skugga um
að sjúklingur hafi meðtekið
það sem við hann er sagt. Enn-
fremur á sjúklingur tilkall til
viðeigandi sérfræðiþjónustu
sem fyrst, óski hann þess; ab
hlustað sé á kvartanir eða
áhyggjuefni af athygli og
brugðist sé við skjótt og á
ábyTgan hátt. En nýlegt dæmi,
sem fjallað hefur verið um í
fjölmiðlum, minnir okkur á
mikilvægi þessa.
Jafnframt er mikilvægt að
sjúklingur þekki rétt sinn til
þess að láta álit sitt í ljós varb-
andi þá þjónustu sem hann
fær, og að hann viti að með
kvartanir hans sé farið á fag-
legan hátt og hann ekki látinn
gjalda þeirra. Sjúklingurinn á
ennfremur rétt á því ab fá álit
annarra sérfræðinga (second
opinion) á meðferð sinni eða
sjúkdómsgreiningu, ef hann
óskar þess. ■