Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 8
8
mivmvm
Fimmtudagur 14. apríl 1994
Eistland
farið að
ná sér
Meb endurreisn gömlu eistnesku krónunnar var grunnur lagbur ab velgengni (ab mælikvarba fyrrverandi sovétlýb-
velda) í efnahagsmálum.
Þrátt fyrir gífurlega erfið-
leika sem nýsjálfstætt
Eistland á við að stríöa
vegnar því betur í efnahags-
málum en nokkru ööru fyrr-
verandi sovétlýöveldi. Á síð-
asta ári vottaði þar meira að
segja fyrir hagvexti. Er það í
fyrsta sinn sem svoleiðis gerist
í sovétlýöveldunum fyrrver-
andi.
Eistar lögðu að nokkru
gmnninn að þessari tiltölu-
lega miklu velgengni er þeir
tóku upp eigin mynt (sem
heitir króna eins og hjá nor-
rænum þjóöum, á eistnesku
kroon) í júní 1992. Varð Eist-
land fyrst fyrrverandi sovét-
lýðvelda til slíkrar ráðstöfun-
ar. Eistneska krónan hefur á
bak við sig allnokkurn forða af
gulli og erlendum gjaldeyri og
gcngi hennar er miðað við
þýska markið. Meö ráðstöfun-
um þessum í gjaldeyrismálum
tókst Eistum að hrista af sér
tengslin við rússnesku (fyrr-
verandi sovésku) rúbluna.
Losnuðu þeir þannig við óða-
verðbólgu rúblusvæðisins og
gátu komið á þeim stöðugleika
í gjaldeyrismálum sem nauð-
synlegur var til að komast í
viðskiptasambönd við Vestur-
lönd.
Finnland helsta
viðskiptalandið
Einkavæðing atvinnulífs er
lengra komin í Eistlandi en
öörum fyrrverandi sovétlýð-
veldum og hefur núverandi
ríkisstjórn, sem kom til valda
síbla árs 1992, beitt sér mjög
fyrir henni. Ráöherrar eru
flestir ungir; forsætisráðherr-
ann, Mart Laar, þannig 33 ára.
Smærri fyrirtæki eru flest þeg-
ar í einkaeign og einkavæðing
stórfyrirtækja eitthvað á veg
komin. Ýmsir telja þetta lykil-
atriði á bak við velgengni
Eista, en benda má á að einnig
á sovéska tímanum var Eist-
land framar öðmm sovétlýð-
veldum í efnahags- og kjara-
málum, þrátt fyrir miöstýr-
ingu sovéska kerfisins. Ferða-
menn, sem þá komu frá
Rússlandi til Eistlands, furð-
uðu sig t.d. á því hvað sa-
myrkjubúskapur Eista virtist
blómlegur í samanburði við
þann rússneska. Eistar hafa
lengi haft orð á sér sem iðnir
og dyggir verkmenn.
Náinn skyldleiki Eista við
Norðurlandamenn og Þjóð-
verja hvað mál og menningu
varðar er að líkindum ekki
þýbingarlaus í þessu sam-
bandi. Finnska og eistneska
em náskyld mál og viðmót
fólks í Eistlandi og bragurinn á
því minnir á Finna og Svía.
Tortryggni í garö Þjóbverja
mun vera minni í Eistlandi en
í Lettlandi og Litháen.
A Kadakamarkabi í Tallinn: „Eistland er komib yfir þab versta og á vesturleib," segir fulltrúi Alþjóbabankans þar í borg.
Meira en helmingur utanrík-
isverslunar Eistlands er nú við
Vesturlönd og Finnland er
orðið helsti viðskiptavinur
þess í stað Rússlands áöur. All-
mikið er orðið um erlendar
fjárfestingar I Eistlandi og
kveöur í því mest ab Svíum.
Nýjar verslanir og veitingahús
em farin að lífga upp á gömlu
borgina í Tallinn, fallega en
slitna, og skrifstofur innlendra
og erlendra kaupsýslumanna
em hér og hvar um nýlegri
hverfin sem byggb vom á sov-
éska tímanum. A hótelunum í
Tallinn og í Párnu, vinsælum
sumarleyfastað, er mergð
sænskra og finnska túrista.
Rússneskar mafíur
Fyrir erlenda fjárfesta og
ferbamenn er Eistland þó lík-
lega í tölu hættulegri Evrópu-
landa, vegna gríðarlegrar
glæpaplágu sem mikið til er af-
leggjari samskonar plágu í
Rússlandi. Tallinn, höfuðborg
Eistlands, er sögb vera með
hættulegustu borgum í heimi.
Á síöasta ári vom framin þar
60% fleiri morð en áriö áður
og að tiltölu við fólksfjölda
meira en helmingi fleiri en í
New York á sama tíma. Rúss-
neskar mafíur eiga þar drjúgan
hlut ab máli. Þær nota Tallinn
sem viðskiptamibstöö milli
fyrrverandi Sovétríkja og Vest-
urlanda. Til vesturs smygla
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
Efnahagslíf á upp-
leib, mikiö um er-
lendar fjárfesting-
ar og yfir helm-
ingur utanríkisviö-
skipta viö
Vesturlönd.
þær eiturefnum, þriðjaheims-
fólki, eöalsteinum og jafnvel
efni í kjamavopn og flytja inn
þaðan margskonar vaming,
yfirleitt illa fenginn. Þribjungi
allra bíla í Tallinn var stolið í
Vestur-Evrópu.
Mafíumar gera mikið af því að
kúga fé af fyrirtækjum og
valda þeim tjóni með spreng-
ingum, ef fyrirtækin tregðast
við að sinna fjárkröfunum.
Slíkar sprengingar urðu 55 í
Eistlandi í fyrra. Sprengjumar
em ýmist heimatilbúnar eða
frá rússneska hemum. Frá
honum er mestur hluti vopna
mafíulýbsins, enda kváðu vera
náin tengsl milli hans og aðila
í hernum. Að sögn eistnesku
lögreglunnar er margt fyrrver-
andi rússneskra herforingja í
mafíunum.
Lennart Meri, forseti Eist-
lands, sagði fyrir skömmu að
hætta væri á að mafíurnar
yröu svo valdamiklar í land-
inu að þær hefðu í fullu tré við
stjómvöld þess. ítalir em í
þann veginn að senda Eistum
til hjálpar sérfræðinga í bar-
átm gegn mafíum (með ítölsk-
um og rússneskum mafíum er
og mikið samstarf) og Finnar,
Svíar og Þjóbverjar em famir
að hjálpa eistnesku lögregl-
unni um ýmiskonar útbúnað
og sjá henni fyrir þjálfun.
Bág lífskjör,
bjartsýni
Margir munu mæla ab Eistar
hafi gildar ástæbur til að hafa
þungan hug á Rússum, og nú
hefur mafíuplágan bæst ofan á
annað í því samhengi. Með
hliðsjón af þeirri plágu, meðal
annars, stendur Eismm smgg-
ur af hinum fjölmenna rúss-
neska þjóðemisminnihluta
þarlendis. í Rússlandi er ma-
fíuplágan komin á það stig ab
sagt er að vesturlenskir fjár-
festar hafi aö mestu gefið það
land upp á bátinn. Um það er
greinilega aðra sögu ab segja
frá Eistlandi. Það bendir til
þess að vesmrienskir fjárfestar
og fjármálamenn hafi trú á
efnahagslegum bata Eistlands.
Hugsanlega er hér einnig að
baki áhugi fyrir því að styðja
Eystrasaltslönd gegn Rúss-
landi. Sá áhugi er ekki einung-
is verulegur á Norðurlöndum,
heldur og hemr hans undan-
farið í auknum mæli gætt í
Þýskalandi og á Bretlandi.
Lífskjör em áfram bág hjá
mörgum í Eistlandi og versna
hjá sumum, vegna þess að
verðlag er þar farið að verða
vestrænt án þess að tekjur
mikils hluta landsmanna
hækki aö sama skapi. Sérstak-
lega býr eftirlaunafólk og sum-
ir verkamanna við þröngan
kost, og bændur em reiðir
stjórninni vegna þess að hún
styrkir ekki landbúnaðinn, en
leyfir innflutning á landbún-
aðarvömm frá ríkjum Vestur-
landa sem styrkja sinn land-
búnað. Þrátt fyrir þetta benda
niburstöður skoðanakannana
til þess aö næstum helmingur
landsmanna búist viö hröðum
efnahagsbata og bættum lífs-
kjörum. Það er miklu meiri
bjartsýni um þesskonar en
mælist í öðmm fyrrverandi
sovétlýöveldum.
„Ég hygg að við (Eistar) mun-
um komast á sama efnahags-
og lífskjarastig og Skandína-
var, þótt það taki nokkur ár,"
hefur bandaríska tímaritib
Newsweek eftir Toomasi
Sildmae, framkvæmdastjóra
Finest, eistnésk-finnskrar hót-
elkebju.