Tíminn - 20.05.1994, Page 4

Tíminn - 20.05.1994, Page 4
4 fRwtev Föstudagur 20. maí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Lág laun og bætur Ummæli framkvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins um að fjöldi atvinnulausra kæri sig ekki um að vinna hafa valdið miklu fjaðrafoki. Hann sagði eitthvað á þá leið að margir vildu heldur lifa af atvinnuleysisbótunum og gera ekki neitt en að sinna launuðu starfi. Annað slagið birtast fréttir um að einstaka fyrirtæki fái ekki fólk til starfa þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, en óvarlegt er að draga of miklar ályktanir af því. Viðbrögð verkalýðsforingja við ummælum framkvæmdastjórans eru að vonum hörð og er jafnvel hótað málssókn vegna ærumeiðandi um- mæla. En sé litið betur á málið er kannsi ekki óeðlilegt að þeir sem ekki fá önnur störf en þau lægstlaun- uðu kjósi allt eins að þiggja atvinnuleysisbætur. Enda eru sum þeirra meira og minna leiðinleg og óþrifaleg á misjafnlega geðslegum vinnustöðum. Atvinnuleysisbætur nema um 45 þúsundum króna á mánuði. Lægstu taxtar eru nokkru hærri en varla miklu meiri en sem svarar fatasliti og ferðakostnaði og öðru smáræði sem fylgir því að sækja vinnu. Lái láglaunafólkinu hver sem vill hvort það þræli fyrir smánarlaunum eða taki lífinu með ró á atvinnuleysisbótum þann takmarkaða tíma sem þær bjóðast. Hins vegar getur forystulið atvinnurekenda og verkalýðs velt fyrir sér hvernig stendur á því að samið er um launataxta sem rétt slefa yfir at- vinnuleysisbætur, sem eru með þeim lægstu, eða lægstar, meðal þjóða sem taldar eru búa við sæmileg kjör, eða þau sem kalla má mannsæm- andi. Oft er á það minnst að það sé mannskemmandi að ganga atvinnulaus og það brjóti niöur sjálfs- virðingu manna og lífslöngun. Þetta er áreiðan- lega rétt. Hins vegar er sjaldan eða aldrei á það minnst að þeir sem vinna fyrir kaupi sem varla nægir til að draga fram lífið á, örvar síst starfs- gleði eða sjálfsvirðinguna. Þarna er kannski bita- munur en ekki fjár. Séu einhver brögð að því að einhverjir kjósi að þiggja heldur atvinnuleysisbætur tímabundið en að taka hvaða starfi sem býðst þegar einhverjum atvinnurekandanum þóknast, er það ekkert til að hneykslast yfir og eins er óþarfi að rjúka upp með fúkyrðum þótt einhver hafi orð á. Hitt er verra ef menn gera sér leik að því að svíkja út bætur og vinna „svart". Slíku atferli mælir enginn bót, enda er það bæði ólöglegt og siðlaust. Atvinnuleysi verður ekki útrýmt með orðaskaki og ályktunum, en sjálfsagt er að halda því í lág- marki. En sífellt tal um að bætur til atvinnulausra séu ósæmilegar á einn hátt eða annan eða að það dragi úr sjálfstrausti og jaðri við höfnun af hálfu þjóðfélagsins að þiggja þær, bæta síst stöðu þeirra sem ekki hafa vinnu. Það sem helst er ósæmilegt við bæturnar er hve lágar þær eru. Blaðamennska undir beltisstab Þaö vekur athygli aö Pressan og Stöö 2 koma nú fram með sam- eiginlegt kosningaátak, en í fyrrakvöld dró Hallur Hallsson fram nokkurra vikna gamalt mál, fann sér tylliástæðu til að koma fram meö þaö nú rétt fyr- ir kosningarnar. Pressan fylgdi þessari kosningaumfjöllun síð- an eftir í gærmorgun, og náöi sér ágætlega á strik í beinum ósannindum og afbökun á sannleikanum. Greinilega er þama á ferðinni sameiginlegt átak þessara tveggja nátengdu fjölmiðla. Ætla mætti aö stuön- ingsmenn Sjálfstæöisflokksins teldu að þaö dygöi ekki lengur aö gera pólitíska andstæðinga tortryggilega meö því að hamra á því í auglýsingum að þeir væm aö fela eitthvað. Þeir teldu nú brýnt aö læða inn tortryggni gagnvart pólitískum andstæö- ingum í formi frétta þar sem slagkraftur auglýsinganna væri farinn aö dvína. Pressan söm vib sig Eins og við var aö búast af viku- blaðinu Pressunni, eru kosn- ingahöggin þar — eins og raun- ar flest sem þaðan kemur — fyr- ir neðan beltisstað. Þannig birt- ir blaðið næstum heilsíðumynd af stjórnmálamanninum Sig- rúnu Magnúsdóttur á forsíöu meö fyrirsögn um „nýtt fjár- málahneyksli" í Framsóknar- flokknum vegna Tímans hf. Blaðinu tekst þannig að koma á framfæri margföldum ósann- indum í afar stuttu máli. í fyrsta lagi er ekki um neitt fjármála- hneyksli að ræða, heldur túlkun á tæknilegri útfærslu á hluta- fjársamningum, nánast forms- atriði sem er í skoðun hjá lög- fræðingum. í ööm lagi gefur myndbirtingin tilefni til að ætla að Sigrún Magnúsdóttir sé í að- alhlutverki þessara ólíku túlk- ana, sem hún er síöur en svo — enda vom aðrir menn í forsvari fyrir Tímann þegar þetta var, og lögfræðingar sem sáu um formsatriðin. Þeir em hins vegar ekki í framboði og því ekki áhugaverðir fyrir Pressuna. í þriðja lagi er ekkert nýtt við þennan mismunandi skilning á málefnum Tímans hf., því hann hefur legið fyrir í talsverðan tíma. Stöö 2 á hættubraut Það kemur hins vegar ekki á óvart að Pressan hafi mikinn GARRI áhuga á tæknilegum hliðum á máli þrotabús Tímans hf., því fjölmargir aðilar í þjóðfélaginu þekkja af biturri reynslu hvernig það blað og hliðarútgáfur þess hafa spilað á tæknilegar hliðar hlutafjárlaganna til að losna vís- vitandi undan fjárskuldbind- ingum. Það hins vegar kemur á óvart hversu bíræfin Pressan er og með hversu augljósum hætti hún reynir að koma höggi á Sig- rúnu Magnúsdóttur. Stöð 2 hefur líka oröið fyrir miklu gengisfalli við þetta mál, og í raun er grátlegt að frétta- stofan skuli leggjast í frétta- mennsku af þessu tagi. Hallur Hallsson, sem lengi hefur átt erfitt með að fela stuðning sinn við Sjálfstæðisflókkinn, kemur nú út úr pólitíska skápnum, og í samvinnu viö fréttastjóra sinn ætlar honum að takast að gera fréttastofuna álíka ótrúverðuga og Pressuna. Eitt er að frétta- stofa sé höll undir ákveðin sjón- armiö, og við því er í sjálfu sér lítdð að segja. Annað er að frétta- stofa beiti óheiðarlegum vinnu- brögöum til þess að koma skoð- unum sínum á framfæri, og við því er ýmíslegt að segja. í fyrra tilvikinu getur fréttastofan staö- ið eftir með ákveðinni reisn, einkum ef fréttastofan gengst við sjónarmiðum sínum. í seinna tilvikinu drabbast frétta- stofan niður og metnaöarleysið ræður ríkjum. Slík þróun er þeg- ar hafin á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hnignunin er ör. Stöð 2 á að vísu enn talsvert í land meö að komast niður á plan Pressunnar, enda er altalaö að Pressan sé komin svo langt niður að hún sé í raun komin al- veg að fótum fram. Það, að ekki skuli vera rekstrargrundvöllur fyrir blaðamennsku af þessu tagi, eykur heldur trúna á lands- menn og hver veit nema örlög Pressunnar muni þegar fram líöa stundir verða til þess að Stöð 2 hugsi aöeins sinn gang í fréttamennskunni. Garri Uppskurður gegnum gervihnött Við íslendingar erum nýj- ungagjarnir menn og höfum sótt hratt fram í ýmsu tilliti, svo hratt að sumum finnst nóg um. Sú bylting sem hefur orðið á flestum sviðum blasir við, en þó er hið liðna oft furðu fljótt að gleymast. Minningin skilur að smáatriði hins daglega lífs frá stærri við- burðum. Þess vegna er það sem gamlir hlutir sem notaöir voru til hversdagsbrúks rifja upp sögu sem er falin eihversstaðar í undirmeðvitundinni. Afmælishátíb Þetta kom mér meðal annars í hug um síðustu helgi er ég var staddur á afmælishátíð heilsu- gæslustöðvarinnar á Egilsstöð- um. Sú stofnun á allsérstæöa sögu. Skipulag heilbrigðismála og læknisþjónustu var vendi- punktur í byggðaþróun á Fljótsdalshéraði rétt fyrir miðja öldina. Með byggingu sjúkraskýlis á Egilsstöðum var teningnum kastað um aö þar risi þéttbýli. Á eftir komu aðr- ar þjónustustofnanir. Læknistaskan í tilefni af afmæli heilbrigðis- þjónustunnar á Héraðinu var efnt til sýningar á lækninga- tækjum frá fyrstu árunum, fyr- Á víbavangi ir um það bil 50 árum. Þessi tæki voru m.a. í tösku Þor- steins Sigurðssonar héraðs- læknis sem þjónaði einn Hér- aöinu og Borgarfirði eystra með þeim samgöngum sem þá voru. Á ráðstefnunni var fyrir- lestur um svokallaðar fjar- skiptalækningar, þar sem myndir af innanmeinum manna ganga á telefaxi milli sérfræðinga, svo að lýsingin sé dálítið einfölduð. Þetta er einn anginn af þeim hátæknilækn- ingum sem eru að ryðja sér til rúms. Verður framtíðin þann- ig að uppskurðum veröi stjórnað af færustu sérfræð- ingum gegnum gervihnetti? Spumingin er ekkert út í blá- inn, en þaö er langur vegur á milli þess tækjabúnaðar sem til þess þarf og tækjanna í töskunni hans Þorsteins Sig- urðssonar á Egilsstöðum, þess heiöursmanns sem var áttræð- ur á sunnudaginn var. Hann þurftí fyrst og fremst að treysta á sína eigin færni, sem var mikil. Langur armur tækn- innar breytir samfélagi manna, og breytingamar em miklu meiri en við áttum okk- ur á hversdagslega. Ekki síst á það við um svið heilbrigðis- málanna, þar sem tæknin er meðal annars farin að knýja á um lausnir við siðferðilegum úrlausnarefnum á borð við að skilgreina sjálfan dauðann, og hún gerir manninum fært aö fást við úrlausnarefni, sem áð- ur vom falin forsjóninni og guði almáttugum. Jón Kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.