Tíminn - 20.05.1994, Síða 12

Tíminn - 20.05.1994, Síða 12
12 Föstudagur 20. maí 1994 Gubmundur Páll Jónsson: Þröng fjárhagsstaða markar stefnumálin Stefnuskráin, sem viö frambjóöendur B-listans erum aö kynna fyrir þessar kosningar, mark- ast óneitanlega mjög af fjárhagslegri stööu bæjarsjóös og því erfiöa efnahagsumhverfi sem atvinnulífiö hér í bænum býr við. Halda þarf mjög vel á fjármálum bæjarins. Fram- kvæmdafé bæjarins á þessu ári er um 70 millj. kr. Ljóst er að á næstu árum munu tekjur bæjarins ekki aukast og ætla má að þær séu lækkandi þar til breyt- ing veröur á atvinnuástandinu. Þaö, sem veröur til ráðstöfunar eftir að tillit er tekiö til rekstrar mála- flokka og greiðslubyrði launa, verður á næstu árum 60 til 70 milljónir kr. Þetta er þaö framkvæmdafé sem veröur til ráöstöfunar á hverju ári. Þaö fjármagn, sem þarf til þeirra framkvæmda sem þegar eru ákveðnar eða eru á áætlun og flokkast und- ir eignfærða fjárfestingu, verður á næsta ári samtals 81,500 millj. kr., 1996 74,5 millj. kr. og 1997 45 millj. kr. Af þessum fjármunum fara tæplega 105 millj. í ný- byggingu við Grundaskóla, vegna íþróttasamnings 42 millj., endurnýjun á húsnæði leikskóla 25 millj. kr. Á þessu má sjá að það fjármagn, sem við höfum til nýrra framkvæmda næstu árin, er ekki mikið. Skuldir bæjarsjóðs eru nú um 320 millj. kr. og skuldir At- vinnuþróunarsjóðs um 98 millj. Þegar skuldir sveitarfélaga eru ræddar, verður að taka fullt tillit til svokallaðra veltufjármuna, því þar fara eignir og kröfur, er verða að peningum innan ársins og fellur á móti skammtímaskuldum. En veltufé bæj- arins, þ.e. peningalegar eignir, og raunhæfar kröfur em nú um 154 millj. kr. Þegar fjármál sveitarfélaga em rædd, þarf að gera sér ljósa grein fyrir hverjar em nettóskuldirnar til að finna þær fjárhagsstæðir sem bundnar em inn í fram- tíðina. Nettóskuldir bæjarsjóðs em 166 milljónir. Eins og áður sagði em skuldir Atvinnuþróunarsjóös 98 milljónir. Þær ábyrgöir, er hvíla á bæjarsjóði, em um 5 millj- ónir og ábyrgðir Atvinnuþróunarsjóðs em 111 millj- ónir. Ábyrgðir Atvinnuþróunarsjóðs em að megin- hluta til komnar vegna aðstoðar við atvinnu fjölda manna í Hafeminum og Þorgeiri og Ellert, eða um 80 milljónir. Eins og ég áður kom inn á, verður fjármagn til ann- arra framkvæmda en þeirra, sem þegar em ákveðnar, ekki mikiö. Við þær aðstæður má ekki setja fram lof- orð um framkvæmdastig sem kallar á meira fjármagn en það sem við höfum til ráðstöfunar. Verkefni okk- ar, er lýtur að stjóm og fjármálum bæjarins, er ekki síst nú að huga vel að öllum innviðum í rekstri bæjar- sjóðs og stofnunum hans. Því höfum við sett það fram í stefnuskrá okkar að í samstarfi við starfsmenn bæjarins viljum við koma á fót gæðastýringarkerfi fyrir stjórn bæjarins og stofnanir hans. Markmiðið er að bæta enn þjónustu viö bæjarbúa og auka skilvirkni í starfi. Þama er einfaldlega átt við það að okkur tak- ist að fara eins vel með hverja þá krónu sem í rekstur- inn fer, þ.e. peninga fólksins er byggir þennan bæ. Atvinnumál em sá málaflokkur er einna hæst ber fyrir þessar kosningar og angist margra heimila kallar á okkur, þar sem 10. hver vinnufær maður í bænum gengur atvinnulaus. Þetta er hroðaleg staðreynd, sem okkur verður að takast á vinna bug á í góðri sam- vinnu við fyrirtæki bæjarins. Við krefjumst aðgerða stjórnvalda til að koma þeim hjólum atvinnulífsins af stað, sem hafa stöðvast vegna heimatilbúinna vanda- mála og aðgerðaleysis stjómvalda. Við höfum sett fram í stefnuskrána í nokkuð ítarlegu máli með hvaða hætti við teljum skynsamlegt að bæjarsjóður komi að atvinnulífinu. Ég mun ekki rekja það orð fyrir orð, en vil koma nánar inn á stærstu málin, er verða að fá úrlausn sem allra fyrst og verða á borðum nýrra bæjarfuiltrúa strax eftir kosningar, þ.e. málefni Hafamarins og Þorgeirs og Ellerts hf. Okkur verður að takast að koma málum þannig til leiðar, að kvóti Hafamarins verði áfram í bænum. Hér er um tugi starfa að ræða, — atvinnu er gefur hundr- ub milljóna í verömætum og veltuáhrif peninganna em ómetanleg fyrir verslun og ýmsa þjónustu hér í bænum. Hvað er mikilvægara í 10% atvinnuleysi en ab þessi vamarbarátta takist? Gerb var ítarleg úttekt á vegum bæjarins á málefnum Hafarnarins í vetur og í framhaldi af því var ákveöib ab bærinn leysti til sín skipin undir merkjum Krossvíkur og tæki frystihúsið á leigu. Á næstu mánubum veröa að finnast leiðir með hvaða hætti reksturinn getur gengið til framtíð- Gubmundur Páll Jónsson. ar. í samningum við Landsbankann þurfa að nást fram aðgerbir og að bankinn sjái hag sínum betur borgið en nú er. Það er augljóst að bæjarsjóöur er í mjög þröngri stöðu til að koma með fjármagn um- fram það sem nú þegar hefur verið gert, þannig að einhverju máli skipti. Við leggjum mikla áherslu á að laða fram samheldni I atvinnulífinu sjálfu, er leiði til þess aö störfin geti haldist í bænum, og ég tel það raunhæfa leið, út frá hagsmunum heildarinnar. Það er mikilvægt í þessu sambandi að við gerum okkur fulla grein fyrir þeim vandamálum, er sjávarút- vegur á Akranesi hefur búið við á undanförnum ár- um, hvort heldur útgerð smábáta eða stærri skipa. Eins og fram kom á mjög svo góðum atvinnumála- fundi, er við héldum fyrir skömmu, þá er samdráttur í veiðum undanfarinna ára hér á Akranesi um 65- 70% í þorski og um 35% samdráttur í bolfiskveiðum. Þab er ekki ofáætlað að þessi samdráttur nemi um 1000 milljónum í verðmæti veiða og vinnslu fyrir Akranes. Þess má geta til þess að fólk átti sig betur á því hversu mikill samdráttur þetta er, ab tekjur Sem- entsverksmiöjunnar á ársgrundvelli eru nú rúmar 600 milljónir og tekjur Akraneskaupstaðar um 490 millj- ónir. Og enn eru blikur á lofti. Þab er ljóst að við meg- um búast við aukinni skerðingu er varðar karfaveiðar okkar Akumesinga, en þær hafa verið uppistaðan í veibum stærri útgeröanna á undanfömum ámm. En þrátt fyrir erfibleika hafa Akumesingar aldrei gef- ist upp í viöleitni sinni að draga björg í bú, og hafa átt harðduglegt fólk. Og enn er barist. Síðastliðinn sunnudag kom einn af ferskfisktogurum okkar Akur- nesinga til hafnar með fullfermi, 220 tonn af úthaf- skarfa til vinnslu í landi. Hvemig þessum tilraunum reiðir af verður tíminn ab leiða í ljós, en það sem komib er lofar góðu. Þannig hefur þab ávallt verið, að þegar á móti blæs hafa Akumesingar sótt fram og neitaö ab gefast upp. Inn í framtíðina með sama hug- arfari höldum við og okkur mun famast vel. Framtíð Þorgeirs og Ellerts hf. mun ráðast á næstu vikum og mánuðum. Eins og við segjum í stefnu- skránni, berjumst við fyrir því að forsvarsmenn fyrir- tækisins nái viðunandi samningum við lánardrottna sína, svo ekki komi til gjaldþrots og atvinnuleysis starfsmanna. Það er skoðun okkar í ljósi reynslunnar að Akranesbær hafi gert rétt á sínum tíma að koma inn í rekstur fyrirtækisins. Ef til gjaldþrots hefði kom- ið 1990, væri að öllum líkindum engin starfsemi þar í dag. Menn hafa haldið því fram að stáldeildin hafi á þessum tíma verið lífvænleg eining, en hún hefði aldrei staðið ein og óstudd. Þróunarkostnaðurinn við flæöilínumar hefur verið gríðarlegur og ein hefði stál- deildin aldrei borið þann kostnað. Þar að auki hefur samspil stáldeildar og stöðvarinnar skapað sveigjan- leika meb mannskap, allt eftir því hvað er að gera á hverjum tíma. Á þessum þremur ámm hefur fyrirtæk- ið velt um 900 milljónum kr. og greitt á fjórða hundr- að milljónir í laun. Þar með hefur starfsemin haft víð- tæk áhrif í bæjarfélaginu og skapað öðrum vinnu. Það væm stór mistök, ef helstu lánardrottnar Þor- geirs og Ellerts hf. leiddu fyrirtækið í gjaldþrot og létu það gjalda fyrir aðgerðaleysi stjómvalda undanfarin ár. Nú, þegar verkefnastaða fyrirtækisins er nokkuð gób og stjómvöld virðast vera að vakna, hljóta for- svarsmenn þessara helstu lánardrottna að taka um- leitunum fyrirtækisins á jákvæðan hátt. Bæjarsjóður getur ekki komið með meira fjármagn inn í fyrirtækið, en í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu eftir niðurfellingu lána er æskilegt ab hlutafé bæjarins verði fært niður og rýmt þannig fyrir öðmm sem tilbúnir væm að koma með fjármagn inn í fyrir- tækið. Þrátt fyrir að ég hafi gert málefnum Hafamarins og Þorgeirs og Ellerts svo ítarleg skil hér, þá em ekki síð- ur ýmis mikilvæg mál í stefnuskrá okkar er varða at- vinnumál, svo sem það hagsmunamál smábátaeig- enda að dragnótaveiðar í Faxaflóa verði bannaðar, hugmyndir um ný verkefni í atvinnulífinu í formi átaksverkefna, nýsköpun innan starfandi fyrirtækja í sjávarútvegi og að hugmyndir að nýjum leiöum í framleiðslu, er verða til í beinni samvinnu við mark- aðinn, nái fram að ganga. Við leggjum áherslu á að það brautryðjendastarf í ferðaþjónustu, er ferðamálafulltrúi okkar hefur unn- ið, verði eflt og mótuð verði stefna til næstu ára. Undirbúa þarf vandlega þá möguleika sem munu skapast með tilkomu Hvalfjarðarganga. Um orkumálin væri hægt að halda langt og mikið mál um það sem á undan er gengið í tilraunum nú- verandi bæjarstjómar til ab taka á þeim vandamál- um, sem við er að glíma, og marka stefnu til framtíð- ar. Undanhald Sjálfstæðisflokksins og tillöguflutn- ingur þeirra í þessum málum er hreint meb ólíkind- um. Þær hugmyndir, sem síðan hafa spunnist af þessum málflutningi þeirra um að Borgnesingar selji Rarik rafveitu sína, eru stórhættulegar og geta hrein- lega leitt til þess að Andakílsárvirkjun verði verðlaus í höndunum á okkur Akurnesingum. Það skal aldrei gerast. Á undanfömum ámm hefur verið unnið mikið við hafnarbætur hér á Akranesi og er nú aðstaða fyrir smábáta með því besta sem gerist á landinu. Miklar framkvæmdir em hafnar við endurbætur á Faxa- bryggju, sem mun ljúka á kjörtímabilinu. Vissulega em þessar framkvæmdir fjárfrekar og munu taka á næstu ámm það rábstöfunarfé er höfnin hefur úr rekstri sínum til framkvæmda, en það er um 15 til 17 milljónir á ári. Það er ljóst að með tilkomu Hvalfjarðarganga verða miklar breytingar á umfangi hafnarinnar og eðli hennar. Höfnin yrði fyrst og fremst fiskihöfn. Því er nauðsynlegt aö vlð vinnum að rekstrar- og fram- kvæmdaáætlunum sem taki mib af breyttum aðstæð- um. Út frá tekjumynstri hafnarinnar er nauðsynlegt að vinna að því að loðnulöndun geti orðið meiri en nú er, en þar höfum vib mikla möguleika til að auka tekjur hafnarinnar og bæjarfélagsins í heild. Akranes á 35% í Gmndartangahöfn. í samstarfi við meðeigendur okkar munum við vinna að því að höfnin verði stækkuö. Með því emm við að skjóta styrkari stoðum undir Grundartangahverfið sem val- kost, þegar velja þarf nýrri stóriðju stað, og jafnframt mun þessi framkvæmd nýtast Jámblendiverksmibj- unni strax. Áætlað er að þessi framkvæmd kosti á milli 3 og 4 hundmð milljónir og framlag ríkisins verði 60% af kostnaði. Þess skal geta að Grundar- tangahöfn er nú skuldlaus og hefur fjármagn úr rekstri til að standa undir nýframkvæmdum, er nem- ur um 20 millj. á ári og fjármagnar sinn hluta. Höfundur er efsti mabur á B-lista Framsóknarfiokksins á Akranesi. Creinin at> ofan er ab stofni til ræba, flutt á veitingahúsinu Barbró, Akranesi, s.l. þribjudag. Hér birt allmjög stytt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.