Tíminn - 20.05.1994, Qupperneq 14

Tíminn - 20.05.1994, Qupperneq 14
14 Föstudagur 20. maí 1994 ítölsk Piero Camporesi: The Magic Harvest. Food, Folklore and Society. Translated by |oan Krakover Hall. Polity Press 1993. Rit Camporesis er safn ritgerða og greina, sem eru hér þýddar eftir þriðju gerð ritsins á ítölsku. Höfundurinn er prófessor í ítölskum bókmenntum við há- skólann í Bologna. Höfundurinn ritar um ítalska matargerð í aldanna rás og tengsl matargerðarinnar við þjóðtrú og magíska siði og trú- arbrögð. Maturinn var gefinn af guðunum og hátíðamatur var tengdur árstíðaskiptum, endur- lífgim með hækkandi sól. Mat- urinn um jól og páska var tákn- rænn aö því leyti aö egg voru mikill þáttur réttanna og óspart notuð í bakstri. Eggið var frá ómunatíð lífstákn, tákn endur- nýjunar lífsins, og með kristn- inni fær þetta tákn enn magn- aðri þýðingu sem endumýjun- artákn og lífstákn, með boðskap þess „sem dauðann deyddi". Lífið var ekki lengur bundið jarðnesku lífi, eilíft líf magnaði endumýjunar- og frjósemis- táknin enn frekar. í þessari bók er samankominn mikill fróðleikur og skarpar skil- greiningar og djúpur skilningur á táknmáli matargerðarinnar og viðhorfum til máltíöarinnar sem ritúals, helgiathafnar. Þetta viöhorf er nútímamönnum tor- ráðin gáta, en Camporesi leysir BÆKUR SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON margar gátur með þessum rit- gerðum sínum. Fyrsta uppskemhátíðin á Ítalíu fyrmm var I lok júnímánaðar, þegar taðan var hirt og komið í hlööu. Þann dag fóm fram töðugjöld allan daginn, milli þess sem fólk vann að heyönn- um. Bændur og vinnufólk borð- aði sjö sinnum þennan dag. Tal- an sjö var táknræn tala, heilög. Klukkustund eftir sólampp- komu var borðað brauð með reyktu svínaketi, um miðjan morgun steikt ket, steikt egg, soðinn kjúklingur og steikt kálfslifur; um hádegi, soöið ket, soðinn kjúklingur og sjö steiktir kjúklingar; um nón pönnukök- ur, soðinn kjúklingur og spægi- pylsa; fyrri réttur kvöldsins var steikt ket og síðla kvölds, salat, kaka og reykt svínslæri. Þá var slegið upp dansi og í lokin var steiktur kjúklingur. Þetta vom hin ítölsku töðugjöld. Höfundur fjallar um margvís- legar venjur í sambandi við matargerð og vinnu til sveita, kemur inn á sveitaklukkuna og tengsl gangs himintungla við sáningu og uppskem. Kafli er um vemdaranda heimilisins og arinsins og magíska siði við upphleðslu hlóðanna og upp- hengingu pottsins ofan úr rjáfr- inu. Síðan lýsir höfundurinn þeim gjörbreytingum, sem verða á mataræði og atvinnuháttum þegar kemur fram á 19. öld. Bók þessi er mjög fróðleg og veitir lesendum innsýn í horfna heima, samanþjappað upplýs- ingarrit um ítalska þjóðfræöi. ■ Lífrænt sjónvarp B i aráttumenn gegn lífi eftir . dauðann láta nú til sín 'heyra í ýmsum fjölmiölun- arhornum og fara mikinn: Sigur- jón Bjömsson sálfræðingur er með fimm dálka fyrirsögn í Dag- blaðinu Vísi og kvartar undan samlöndum sínum; er grein hans öll sem neyðaróp um, hvað verði um virðingu sína (S.B.) erlendis, ef það fréttist þangað, aö menn hér hyggist lifa áfram! Þorsteinn Sæ- mundsson (sem ég blessa hvem dag fyrir almanak hans) segir, að aldrei hafi sannast neitt, ekki tangur eða tetur, hvorki fyrr né síðar. Það er hann sjálfur sem seg- ir það. Guörún blaðamaður segir, að maöur eigi að leggja stund á þetta líf — gangi henni vel — og LESENDUR sera Karl messar í einhverjum kjallara rétt hjá mér um, aö best sé aö vita ekki neitt. Ef spurt er hvort sé betra, þekk- ing eða fáfræöi, þarf ekki annaö en minna á ýmsar lækningaað- feröir á miööldum til þess að sjá hver munurinn er, og er þó af mörgu öðru að taka. En hvað mundi þá um það mál sem allra mestu skiptir: hvað við tekur, hvar og hvernig, eftir dauðann? Er gott að vera fáfróður um þau mál, eða er kannski best að þykj- ast trúa einhverju í því efni, án þess að meina neitt með því (hræsni)? Það get ég sagt góðum lesanda, að unnt er að eignast fulla vissu um hvað við tekur; þarf ekki ann- að en lesa bækur mínar, sem vísa á aðrar bækur betri, og þá liggur þetta ljóst fyrir. — Það sem stóð á um tíma var, að margir fræði- menn töldu ekki vera vitaö um hraðari sambönd en ljóss og seg- uls. En eftir að þaö fór að berast út frá skammtaeðlisfræðinni, aö slík hraðsambönd lægju nú bara í hlutanna eðli, er ekkert því til fyr- irstöðu lengur, að „færa anda- heiminn yfir á aðrar stjörnur" og líta á skyggnina sem einskonar lífrænt sjónvarp úr fjarlægum stað. Þorsteinn Guðjónsson tööugjöld UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Ljósbrá og Matthías urðu íslandsmeistarar íslandsmótið í paratvímenningi var haldið á Akureyri 12.-13. maí sl. 60 pör skáðu sig til keppni og var spilaöur barómeter, 2 spil á milli para. í lok fyrri dagsins náðu Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson frá Reykjavík forustu og juku jafnt og þétt vib hana seinni daginn. Þau sigruðu að lokum örugglega, hlutu 697 stig. í öðm sæti urðu íslandsmeist- arar síðasta árs, Esther Jakobs- dóttir og Sverrir Ármannsson, Reykjavík neb 540 stig og í þriðja sæti lentu Elín Jóhanns- dóttir (Br.kvenna) og Kristján Guðjónsson Br.Ak.) með 514 stig. Þau höfbu verið í toppbar- áttunni allt mótib en misstu annað sætiö á lokasprettinum. Anna ívarsdóttir og Jón Bald- ursson, Reykjavík urðu í 4. sæti með 494 stig og Björk Jóns- dóttir og Jón Sigurbjömsson, Siglufiröi lentu í fimmta sæti. Spilað var í íþróttahöllinni á Akureyri I stómm og góöum sal. Keppnin fór vel fram undir styrkri stjórn Jakobs Kristins- sonar keppnisstjóra og reikni- meistarans Margrétar Þórðar- dóttur. Það var sérlega til þess teJdð hve rennsli mótsins var hratt og lipurt, engar langar pásur, heldur keyrt áfram á jöfnum og góðum hraða. Alls vom keþpendur frá 22 fé- lögum af þeim 54 sem eru aðil- ar að Bridgesambandi íslands. Helgi Jóhannsson, forseti Bridgesambands íslands, af- henti verölaunin í mótslok. Bragi Hauksson sýndi nokkuð áræði í spilinu til hægri. Afraksturinn varb hreinn topp- ur í doblubum samningi en vörnin varð að hafa fyrir sínu. S/Allir * T963 * KT7S * C * 9742 * DG84 * 4 * K852 + DGT8 N V A S ♦ ÁK5 ¥ ÁG8632 ♦ 3 ♦ K53 * 72 V D9 * ÁDT9764 * Á6 Eins og sjá má era fimm tíglar einn niður í NS en það var sá samningur sem algengast var að spilaður væri. Bragi doblaði hins vegar 4 hjörtu andstæð- inganna eftir aö makker haði teidö undir tígullitinn en mak- ker hans, Sigríður Kristjáns- dóttir átti út. Út kom laufdrottning, þristur sexa og tvistur. Noröur hélt eblilega áfram meb litinn, sagnhafi dúkkaði og Bragi varð að setja ásinn. Leiftursnöggt íá síban lítill tígull á borðinu og makker Braga drap með kóngi og spilaði meira laufi sem Bragi trompaöi. Þá var spaöaslagur- inn óumflýjanlegur síðar meir í spilinu og spilið fór því tvo niður. Glæsileg vöm. Jón og Haukur sigruöu á afmælismótinu í kjölfarið á paramótinu var haldiö glæsilegt afmælismót Bridgefélags Akureyrar í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. 68 pör tóku þátt. Veitt vom glæsi- leg verðlaun og tókst fram- kvæmd mótsins hið besta. Haukur Ingason og Jón Þor- varöarson urðu í fysta sæti og náðu þeir 64,8% skori eða 3266 stigum en röö næstu para varð sem hér segir: 2. Sverrir Ármannsson-Bjöm Theódórsson 3198 3. Aðalsteinn Jörgensen-Björn Eysteinsson 3089 4. Guðmundur Sv. Hermanns- son-Helgi Jóhannsson 3031 5. Jón Baldursson-Siguröur B. Þorsteinsson 2980 6. Rúnar Magnússon-Kristján Blöndal 2967 7. Hjálmar S. Pálsson-Sveinn S. Þorvaldsson 2951 8. Jakob Kristinsson-Matthías ÞorvaJdsson 2942 Alls vom veitt peningaverb- Jaun niður í 10. sætið en heild- arverðlaunafé var 400.000. Hermann Lámsson sá um keppnisstjóm en Margrét Þórð- ardóttir var reiknimeistari. Spil 29 úr afmælismótinu er athyglisvert fyrir þær sakir að alslemma vinnst á hendur AV en eigi aö síður gaf þab ágæta skor að komast í 5 tígla og vinna 7. N/Allir Þannig gengu borðanna: sagnir á einu Vestur Noröur Austur Subur - pass pass 2V* 34 3¥ 54 pass pass pass * 5-4 í hálitum Vissulega em punktar vesturs 12 en ljótari verða þeir varla og eftir passið í upphafi gemr ausmr eldd meö góðu móti sagt slemmuna. Það em fimm mögulegir tapslagir á hans hendi og teikningin verður aö vera fullkomin ef slemman á að vinnast. En draumablindur kom upp (martröð?) og vestur geröi sér eldd vonir um neitt nema 0-ið þegar hann var bú- inn ab leggja upp eftir tígulút- spil. En hann var ekki sá eini sem átti bágt því margir AV- spilara reyndust hafa látið sér nægja þrjá eöa fjóra tígla. Þátmr NS I þessu spili er líka stór. Yfirleitt nota pör tvo í há- lit sem veikt og 6-lit eða Tart- an. í þessu tilfelli lofaði sögnin hins vegar 9 spilum í hálitum og 11-15 punkmm. Ef opnað er 1. sagnstiginu gemr norður do- blað og þá gæti eftirleikurinn reynst aubveldari. Ónefndur Akureyringur var illa sviðinn í spili no 22. Hann fylgdi líldndafræöinni auk nokkurrar áhættu og spilaöi vandab en smndum em laun heimsins vanþalddæti. A/AV * ÁDGT4 V D98 * D86 * ÁG * D8 V T962 * 4 * T98643 KG94 G854 KG87 K ♦ 7653 ¥ ÁKD73 ♦ 2 * DG5 A 98753 * 8 ♦ ÁT * DT983 N V A S * K V GT4 * K9752 * K762 * 62 * ÁK7532 * G43 * 53 Vestur Norhur Austur Su&ur - - 2 grönd* pass 3*** 3* pass 4V pass pass pass * hálitir/lágliUr ** leitandi, ekki krafa Hinn eðlilegi samningur náð- ist í NS og nú hafði suöur þær upplýsingar að austur ætti 9-10 spil í láglitunum. Útspilið var tígulás, sexa, tvistur og gosi og meiri tígull sem vesmr drap með kóngi. Þá var tígli spilað í þriðja sinn og vestur fékk stungu. Nú sldpti vesmr yfir í lauf sem suöur drap með ás I borði og spilaði hjartadrotm- ingunni. Þegar vestur fylgdi eldd lit gat suður talið upp 12 spil af 13 spilum ausmrs en spaðastaban var þó eldd ljós. Ausmr átti mögulega einn spaða og ef austur átti kónginn blankan var hægt að ímynda sér að hann opnaöi frekar á einum tígli. Þannig að suður tók trompin í botn í von um vitlaust niburkast en vestur svaf eldd á veröinum og fór niður á eitt lauf og tvo spaba. Síðan kom lítill spaði í þriggja spila endastöðu. Eftir rafmagn- aða bið bað suður um drottn- inguna og ausmr lagði niður þrjá síöustu slagina og spilið fór þrjá niður sem gaf AV að sjálfsögbu mjög góba skor. Fúlt? Sumarbridge aö hefjast Sumarbridge 1994 hefst nk. sunnudag, 22. maí, ld. 19.30. Umsjónarmaður veröur Ólafur Lámsson og verður spilatími rýmri en veriö hefur. Spilað verður á eftirtöldum tímum: Mánudögum Jd. 19-23 Þriðjud. ld. 14-18 og 19-23 Miðvikudögum Jd. 17-23 Fimmtud.. Jd. 16.30-20-30 og 19-23 Föstudögum Id. 19-23 Sunnud.kl. 14-18 og 19-23 Keppnisgjald er kr. 500 og spilað er í Sigtúni 9. Keppt er um bronsstig og verður veitmr bikar til stigahæsta spilarans í sumarlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.