Tíminn - 20.05.1994, Síða 15

Tíminn - 20.05.1994, Síða 15
Föstudagur 20. maí 1994 15 í„framleiöni" í fjöldamoröum hafa Hútúar líklega fariö fram úr Rauöum kmerum Lægstu tölur um fjölda- moröin í Rúanda eru margir tugir þúsunda, þær hæstu upp undir milljón. I þýsku blaði stendur að á fjór- um vikum hafi fleira fólk verið drepið þar en í sómalska borg- arastríðinu á þremur ámm. Til samanburðar em helst nefnd fjöldamorð Rauðra kmera í Kambódíu, á þeim ámm er þeir fóm þar með völd. Talið er nú að þeir hafi þá drepið um milljón manns af þjóð sinni, en séu hærri dánartöl- urnar frá Rúanda nálægt því rétta má ætla að manndrápar- arnir þar hafi slegið Rauðum kmemm við í „framleiðni". Hugtakið rasismi hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni síðan um miðja öldina og af mismiklu tilefni. En líklega má fullyrða að það eigi við um það sem undanfarið hefur ver- ið að gerast og er enn að gerast í Rúanda. Svo er að sjá að þar sé fyrst og fremst um að ræða útrýmingu á Tútsum, annarri af tveimur helstu þjóðum landsins, og að aðalútrýmend- umir séu hin aðalþjóðin þar, Hútúar. Þessar þjóðir em að sögn nokkuð ólíkar útlits, Hútúar í útliti dæmigerðir blökkumenn, en Tútsar líkari íbúum austurhoms Afríku og Nílarlanda efri, háir vexti, ljós- ari en Hútúar og andlitsfall gjaman svipaö og á evrópíd- um. Tútsar „styttir" Útrýmingarhryðjur svipaðar þeirri, sem nú stendur yfir, hafa skollið á annað véifið í Rúanda og Búrúndí, þar sem flestir íbúa em einnig Hútúar og Tútsar, síðan á síðari ámm sjötta áratugar, en aldrei orðið jafn svæsnar og nú, ef marka má fréttir. í ofsóknum Hútúa á hendur Tútsum fyrir 1960 var eitthvað um það að höggnir væm fætur af Tútsum, í þeim tilgangi að sögn að þeir yrðu ekki lengri en Hútúar. Ekki er vitað með neinni vissu hverjir skutu niður flug- vélina meö Habyarimana Rú- andaforseta og embættisbróð- ur hans í Búrúndí (sem báðir vom Hútúar), en ein tilgátan um það er á þá leið að lífvörð- ur Habyarimana hafi verið þar að verki, beinlínis í þeim til- gangi að spana Hútúa til of- sókna á hendur Tútsum. For- setamir vom að koma af fundi með forsetum grannríkjanna Kenýu, Úganda og Tansaníu, sem reyndu að stilla til friðar með Hútúum og Tútsum og hvöttu Habyarimana til að gefa í því samhengi eitthvað eftir fyrir RPF, uppreisnar- hreyfingu sem að mestu er skipuð Tútsum. Lífvarðarliðar forsetans, allir Hútúar, vom á móti allri eftirgjöf við Tútsa. A.m.k. virðist ljóst að lífvörð- urinn hafi haft fmmkvæði að fjöldamorðunum og lagt fyrst í stað hvað mesta áherslu á að drepa alla þá Hútúa, sem vom ekki eindregnir fylgismenn Habyarimana og vildu koma RPF-liöi: sagöir sýna stillingu. til móts við Tútsa. En jafnljóst virðist að fjöldamorðin hafi fljótt snúist upp í beina út- rýmingarherferð Hútúa á hendur Tútsum og að í þeim taki ekki aðeins þátt lífvörður forsetans látna og her hútúskr- ar Rúandastjómar, heldur og Hútúar almennt. Jafnvel börn og konur með ungaböm á baki sáust taka þátt í morðun- um. Varla margir eftir Sumir fréttamenn telja að RPF hafi sýnt stillingu og latt Tútsa hefndaraðgerða. Meðal for- ustumanna í RPF em Hútúar og má vera að hreyfing þessi, sem sagst hefur vilja koma á sáttum meö þjóðunum tveim- ur, reyni enn að fylgja fram þeirri stefnu. Eitthvað hefur BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON samt trúlega verið um hrann- dráp Tútsa á Hútúum, miðaö við það sem haft er eftir flótta- fólki. Séu þær hærri af dánartölun- um nálægt því rétta, má ætla að fátt sé nú eftir af Tútsum í Rúanda, því að fyrir umrædda atburði var talið að þeir væm aðeins um 9% landsmanna, sem munu vera alls sjö til átta milljónir. Talsverður hluti Rúanda- manna er raunar þegar saman- kominn í flóttamannabúðum í grannlöndunum. RPF veitir betur í stríðinu við stjómarher Hútúa, Hútúar flýja land unn- vörpum af ótta við hefndarað- gerðir af hálfu Tútsa og Tútsar Reuter Rúandískt flóttabarn í Rauöakrossstöö í Tansaníu: vofa rasismans gengur Ijósum lögum. flýja frá þeim hémðum sem enn em á valdi stjómarsinna. Þannig spmttu við Benako í Tansaníu upp á tveimur dög- um síðast í apríl flóttamanna- búðir, þar sem íbúar em álíka margir og á íslandi. Aðalvopnið við fjöldamorðin hefur verið panga, höggsveðja sem bæði er notuð sem verk- færi (við að höggva sykurreyr o.fl.) og vopn; áhöld af því tagi hafa lengi verið mikið í brúki í Mið-Afríku og í Vestur- Indíum. Drekkt í poka Fréttamaður frá þýska vikurit- inu Der Spiegel ræddi í Benako við unga menn, er sluppu frá tútsaþorpi að nafni Kizigum er Interahamwe („þeir sem gera árásir saman," svo nefnast skipulagöir morðingjahópar á landsins tungu) réðust á það 24. apríl. Tútsarnir segja svo frá: Af sumum hjuggu þeir (Interahamwe) höfuðið. Tveir menn tóku þorpsbúa og þrýstu efri hluta líkamans að trjástofni, sá þriðji hjó hann með pöngu. Börnin skáru þeir á háls. Þau minnstu settu þeir í poka og hentu svo pokanum í tjörn. Einn þessara ungu Tútsa sat á hækjum sér og teiknaði höf- uölausa menn í sandinn. Fréttamanninum virtist hann vera í góðu skapi. Hann sagöi frá morðunum á þjóðbræðr- um sínum, þar á meðal for- eldmm sínum og systkinum, án þess að vart yrði hjá hon- um vemlegrar andstyggðar á því athæfi sem slíku. Hann minnti fréttamanninn á aðdá- anda knattspymuliðs, sem segir frá hvemig lið hans var sigraö og hlakkar til þess að það sigri síðar andstæðingana með sömu aðferðum. „Maður verður að troða þessa kakkalakka undir fótum þar til þeir eru allir dauðir," segir ungi Tútsinn. Tútsar kalla Hútúa gjaman kakkalakka, sem og Hútúar Tútsa. Flestir í Interahamwe-hópun- um em að sögn undir tvítugu. „Við höfðum á tilfinningunni að margir þessara ungu manna hefðu leiðst út í þetta út úr leiðindum," sagði kennari meðal flóttamannanna. „Höggvararnir em alls staðar," bætti hann við. Líka í flótta- mannabúðunum. Við landa- mærin skammt þar frá er risið fjall af pöngum, sem tansansk- ir landamæraverðir létu flótta- fólkið leggja frá sér. í búðun- um þar hefur þegar komið til illinda milli Hútúa og Tútsa. í vöntun á pöngum búa þeir sér til vopn eða barefli úr hverju sem hendi er næst. Sumir flóttamannanna óttast aö ástandiö þar verði innan skamms eitthvað álíka og það undanfarið hefur verið í föður- landi þeirra. ■ Ökumenn! Minnumst þess að aðstaða barna í umferðinni er allt önnur en fullorðinna! ||UMFERÐAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.