Tíminn - 25.05.1994, Page 5
Mi&vikudagur 25. maí1994
5
Magnús H. Gíslason:
Fyrr og nú
Síðla sumars 1958 bárust mér
tilmæli um það frá þáver-
andi ritstjóra Tímans, Þór-
ami Þórarinssyni, að gerast laus-
ráðinn starfsmaður við blaðiö
um ótiltekið skeið. Væri mér
einkum ætlað aö annast þing-
fréttaskrif fyrir blaðið, en rit-
stjórar dagblaðanna lögöu þá
ríka áherslu á að þingfréttir væm
sem ítarlegastar, enda vom þær
mikið lesnar og menn lém sig
störf Alþingis miklu skipta.
Svo stóð á að eg gat orðið við
þessari ósk Þórarins ritstjóra og
sá um þingfréttir fyrir blaðið í
tvo vemr. Löngu síðar annaðist
eg svo, einnig í tvo vemr, þing-
fréttaritun fyrir Þjóðviljann.
Mér fannst þetta skemmtilegt
starf, þó að það væri stundum
nokkuð erfitt, þegar þingfundir
stóðu langt fram á kvöld og þá
var eftir að ganga frá fréttunum í
blað morgundagsins.
Á þessum ámm sátu þingmenn
fundi ákaflega vel. Eg hygg að
þeir hafi talið það blátt áfram
sjálfsagða skyldu sína. Eg minn-
ist þess ekki að afgreiðsla mála
hafi tafist vegna fjarvem þing-
manna. Hiö sama gilti um ráð-
herrana. Það var óalgeng sjón að
sjá auðan ráðherrastól og gilti þá
einu hvort verib var að ræða
mál, sem snerti þeirra ráðuneyti
eða ekki. Þannig var þetta nú í þá
daga, en nú býr Gaukur ekki
lengur á Stöng.
Mér hefur smndum oröið hugs-
að til þessara tíma, þegar eg hef
VETTVANGUR
fylgst með sjónvarpi Sýnar frá
þingfundum. Að vísu segir skjár-
inn manni sjaldnast mikið, því
þar sést að öllum jafnaði aðeins
sá, sem er í ræðustól hverju
sinni, og svo forsetinn og þeir,
sem honum sitja næstir. Þá
sjaldan maður sér til þingbekkja,
em þeir oft æði þunnskipaðir.
Og ekki tekur betra vib, gefist
sýn til ráðherrastólanna. Smnd-
um sést einn og einn ráðherra í
sæti sínu, smndum enginn.
Skyldu þetta vera óþægilegir
stólar? Forseti má standa í enda-
lausu stímabraki við að hóa
þeim „hæstvirtu" inn í þingsal-
inn, þegar þingmenn þurfa að
ræða viö þá eða varpa að þeim
spumingum. Með þessu hlálega
háttalagi er þinginu sýnd lítils-
virðing af þeim sem síst skyldi,
sem aftur leiðir til þess, að virð-
ing þjóðarinnar fyrir löggjafar-
samkomunni fer þvenandi.
En þab skyldi nú aldrei vera, að
skýringarinnar á þessu upp-
lausnarástandi sé aö leita í við-
horfi þeirra til þingstarfanna,
sem valist hafa til forystu á þjóð-
arskúmnni nú um skeið? Fyrir
allnokkm las eg í tímariti einu
viðtal við einn af þessum fyrir-
„Og hvaða höfðingi
skyldi það nú vera, sem
hér er verið að vitna í?
Jú, það er nú hvorki
meira né minna en sjálf-
ur forsœtisráðherra ís-
lenska lýðveldisins og
formaður Sjálfstœðis-
flokksins."
mönnum. Þar segir hann m.a.:
„Mér ofbauð hversu illa tími
ráðherranna nýtist meðan þing-
ið situr, þeir em látnir hanga yf-
ir ræðum, sem í raun koma þeim
ekkert viö og búið er að flytja
mörgum sinnum af nýjum og
nýjum þingmönnum. Þess utan
em þessi ræðuhöld móðgun við
þingskrifarana og sóun á papp-
ír."
Ja, hvort ekki er. Hvemig er
hægt að ætlast til þess að ráð-
herrar séu að leggja sig niður við
að hlusta á óbreytta þingmenn,
eins og þeir hafi ekki annaö þarf-
ara að sýsla? Hvað skyldi ráð-
herrum svo sem koma þab vib
hvað þingmenn em að þvæla?
Þeir em bara til trafala. Fundið er
að því aö þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins séu með fyrirvara í hin-
um og þessum málum, „það er
einhver lenska þama". Auðvitað
nær þetta engri átt. Skilur þetta
liö ekki að þegar eg hef talað þá
hef eg talaö og þar meö er málið
útrætt? Og þab er „út af fyrir sig
óeölilegt" að verið sé aö leggja
fjárlagafrumvarp fyrir þingflokk-
ana „á mörgum fundum" til að
tryggja því stuðning. Auðvitað.
Þingmenn veröa ab venja sig af
þeim ósið að vera að skipta sér af
fj árlagafrumvörpum.
Og hvaða höfðingi skyldi það
nú vera, sem hér er verib að
vitna í? Jú, það er nú hvorki
meira né minna en sjálfur for-
sætisráðherra íslenska lýðveldis-
ins og formaður Sjálfstæðis-
flokksins. Hér er sá heiðursmað-
ur að lýsa viðhorfum sínum til
löggjafarsamkomu þjóðarinnar
og þeirra starfa, sem þar eru unn-
in. Eg er smeykur um að fyrri for-
mönnum Sjálfstæðisflokksins,
eins og Jóni Þorlákssyni, Ólafi
Thors, Bjarna Benediktssyni og
Geir Hallgrímssyni, þætti þau
ekki ýkja geðfelld.
Höfundur er fyrrum blabamabur.
Haraldur Guönason:
Af lyklum og lagabobi
Dauflegt væri hjá okkur
landsbyggðarlýbnum í fá-
sinni daganna, ef bærust
ekki til okkar öðru hverju menn-
ingarstraumar frá okkar kæra höf-
uðstab. „Þeir vita það fyrir sunn-
an," segjum við.
Mjög urðum við hissa þegar lyk-
ilmaður borgarstjómar stóð upp
úr stól sínum og bauð lykilmanni
nr. 2 að gera svo vel. En líkast til
er Ámi meiri sjarmör pólitískt en
Markús Öm. Og margir eiga sjón-
varpsskermi að þakka frama sinn.
Fljótt kom í ljós aö Árni er ekki
bara lykilmaður í borgarstjóm,
hann er líka lyklamaður. Það sást
best þá er hann settist við veg-
brún meö lyklakippu sína og lét
ekki vomepjuna á sig fá, en
kynnti sína 20 lykla. Ámi þekkir
sjálfsagt sögu Sigurbjöms Sveins-
sonar um Lyklana. Eyvindur plat-
aöi Jón gamla með því að hrista
lyklakippu sína framan í hann.
Þetta var að sögn góð uppákoma,
sem Gunnari og Geir hefbi varla
„Ennþá halda þeir fyrir
sunnan að þjóðarsálin
vilji sjá þingmenn sína í
eldhúsinu."
VETTVANGUR
hugkvæmst.
Ennþá halda þeir fyrir sunnan að
þjóðarsálin vilji sjá þingmenn
sína í eldhúsinu. Þykir ekki nóg
að útvarpa gömlum og nýjum
frösum þingmanna, þá dugar ekki
minna en sjónvarp. Eins og vib
höfum ekki oft séö au&a stóla á
Alþingi og nokkra syfjaða þing-
menn. Nú fengum vib þó ab
„berja augum" heimspólitíkusana
tvo, Jón Baldvin og Olaf Ragnar.
Jón kominn frá Torgi hins him-
neska fribar, búinn aö stofna
sendiráð í kommúnistaríkinu. En
nú þagði Jón, en hafði þó áður
lýst foragt sinni á einhverri gam-
alli Púmu í tiltækum fjölmiðlum.
Stigu nú hinir óbreyttu kratar í
stólinn, konan sem langaöi lif-
andis ósköp að verða ráðherra og
Heydalaklerkur prédikaöi.
Ólafur Ragnar, fyrrum baráttufé-
lagi Jóns Baldvins á „rauðu ljósi"
þegar þeir félagar ætlubu að sam-
eina krataflokka sína, notaði
vemlegan hluta ræðutímans til að
kynna nýja bók allaballa. Þeir em
duglegir að búa til nýjar bækur
um „nýjaileiðir", þegar sú fyrri er
gleymd. Ólafur mun nú úrkula
vonar um samfylkinguna rauðu.
Biðlar Ólafur nú til Jóhönnu og
gerir því jafnvel skóna að hún
hætti að stybja sína eigin ríkis-
stjórn. Og vilji kratar „ganga í
jafnabarmannakór með okkur",
þá væri slíkt til umræðu „hvenær
sem er". Þá yrði líklega sungið: „Ó
blessuð stund..."
Fréttir hafa borist frá hinu háa
Alþingi um að þar hafi menn lagt
nótt við dag við afgreiðslu hinna
.. tr ''M |Hfl :í
Jón Baldvin Ólafur Ragnar
L mk
Össur Markús Örn
ýmsu þjóðþrifamála, svo minnir á
næturvökur á vertíðum í Eyjum
áður fyrr. Nú má lesa í merku
heilsufræðiriti, að Alþingi sé leib-
inlegur vinnustaður. I danska
þinginu sé svo leiöinlegt, aö þing-
menn sofni oft undir löngum og
innihaldslausum ræbuhöldum,
andrúmsloft sé þvingað og þing-
menn taki sig of hátíðlega.
Eitt næturverk þingmanna okkar
hefur verið, ab sögn fjölmiðla, að
reyna ab ná einhverri niðurstöðu
um villidýrin okkar. Þetta var hið
erfiðasta mál og riðluðust fylking-
ar. Meðal annars var hart deilt um
hvort skjóta skyldi gæsir tíu dög-
um fyrr eða seinna. Virðist þó
óinnvígðum að ekki væri stórt
mál hvort þeim, sem hafa yndi af
að drepa fugla, leyfist að stimda
sitt eftirlæti tíu dögum lengur eöa
skemur.
Fræðingur, sem hefur ab atvinnu
að telja dýr lagar, vill hafa frelsi til
að eyða dýrum lofts án þess að
þurfa að rýna í ritúal frá Össuri. Þá
sé óásættanlegt (!) að skotveiöi-
menn víki fyrir túristum, sem
væru að álpast upp á heiðar á
haustin, eða bændum ab smala
rollum sínum.
Höfundur er fyrrum bókavörbur.
Fá úrrœöi í atvinnumálum í Vestur-Evrópu í bráö — 7. grein
Ekki undir framtíöina búin
Atvinnuleysi vex enn í Vest-
ur- Evrópu. Bið virðist á, að
það verði tekið föstum tök-
um. Umræður um þaö virðast á
gömlum hliðargötum. Þannig
sagöi í helstu forsíðugrein Inter-
national Herald Tribune 10. mars
1994: „Forystumenn í evrópskum
stjórnmálum, vibskiptum og
verkalýösmálum em sammála
um, að atvinnuleysi sé nú meira
en nokkm sinni áður. Án atvinnu
í Vestur-Evrópu em nálega 18
milljónir manna, um 11% vinnu-
aflans, og fjölgar þeim enn... Bú-
ist er við, að 1994 fari tala þeirra
upp í 20 milljónir, og muni fjórð-
ungur þeirra verða á aldrinum 18-
25 ára. Svo sýnist sem vandamál
tiltölulega mikils atvinnuleysis
verbi Vestur-Evrópu á höndum til
loka áratugarins."
„Formaöur CNPF, samtaka
franskra atvinnurekenda, hefur
látið svo um mælt: „Evrópa er
aumlega á sig komin. Við eyðum
um efni fram. Viö höfum glataö
tæknilegum yfirburbum okkar.
Við emm ekki undir framtíðina
búnir né alþjóölega samkeppni."
— Sárast og þversagnakenndast
er, að efnahagslegur vöxtur í
Vestur-Evrópu mun í sjálfu sér
ekki draga úr atvinnuvandanum,
svo aö heitið geti. Hagfræðingar
em yfirleitt sammála um, ab 2,5%
árlegan hagvöxt þurfi til að at-
vinnuleysi vaxi ekki enn, meðan
mannafli á vinnumarkaði vex um
0,5% á ári. David O'Sullivan, að-
VIÐSKIPTI
stoðarmabur Padraigans Flynn,
framkvæmdastjómarmanns EB
með umsjón meö atvinnumálum,
segir: „Jafnvel þótt aftur kæmi til
3-4% árlegs hagvaxtar, en það
væri að björtusm vonum, byðist
vinna ekki þeim sem nú em at-
vinnulausir."
„Aðalframkvæmdastjóri Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
Jean-Claude Paye, viburkennir a&
vandinn varöi að miklu leyti inn-
vibi atvinnulífsins. Ab sögn Payes
hafa Evrópubúar í 20 ár verið aö
auka félagslegar tryggingar án
þess að taka tillit til gmndvallar-
breytinga í heimsbúskapnum.
Sakir þessa hefur atvinnuleysi í
Vestur-Evrópu þotið upp frá hag-
sveiflu til hagsveiflu, kaupgjald
og tryggingargjöld af því hafa
vaxið, en úr samkeppnishæfni
vesttu--evrópsks ibnaðar jafnt og
þétt dregið."
„í viðræðum við hálfan þriðja
mg háttsettra embættismanna,
framkvæmdastjóra stórfyTirtækja
og forystumenn verkalýðsfélaga,
hemr dökk mynd verib upp dreg-
in. Ab þeir segja, hemr Vesmr-
Evrópa ósennilega tíma eða pólit-
ískan vilja til að umbreyta félags-
legum og stjórnmálalegum hátt-
um sínum, til að einkageiri
hennar geti keppt á alþjóblegum
mörkuðum og þannig skapað
eins mikla atvinnu og þarf til aö
hemja atvinnuleysið. Með öðmm
orðum, nálega allir em þeir sam-
mála um að æskilegt sé að skera
niður opinbert eftirlit, skatta og
launatengdan kostnað, sem uppi
bera niðurreyrðar félagslegar
tryggingar í Vestur-Evrópu, en fá-
ir þeirra búast við aö til þess komi
í bráð.
Af fræðilegum lausnum er nóg,
allt frá nýlegri hvítbók Jacques
Delors, formanns framkvæmda-
stjómar EB, en í henni em sett
fram áform um fjárfestingu í inn-
vibum atvinnulífsins til sköpunar
atvinnu, til seiðkennds söngls
Johns Major, forsætisrábherra
Bretlands, um niðurfellingu opin-
berra reglna um vinnumarkað. ■