Tíminn - 10.06.1994, Side 6

Tíminn - 10.06.1994, Side 6
14 Föstudagur 10. júní 1994 Bœndahöllin w'ð Hagatorg. Uppbygging samtaka landbúnaðarins 15 búnaðar- sambönd I Búnaöaþing Búnaðarfélag íslands DUR r 192 hreppa- búnaöarfélög Búgreinafélög í héruðum 12 sérbúgreina- sambönd Kjörmannafundir í 23 sýslum Aðalfundur Stóttar- sambands bænda Framleiösluráö landbúnaöarins Stéttarsamband bænda Aö baki samtaka landbúnaöar- ins standa um 4500 bændur, en stærstu félagsmálasamtök landbúnaðarins eru Búnabarfé- lag íslands og Stéttarsamband bænda. í síöustu sveitarstjóm- arkosningum var einnig kosiö um þaö meöal bænda hvort sameina ætti þessar stofnanir. Grunneiningar bæöi Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands- ins eru hreppabúnaðarfélög, tæp- lega 200 að tölu. Bændum ber ekki skylda til félagsaðildar að hreppabúnaöarfélögunum, en flestir eru þó félagar. Áhrif hvers bónda birtast í kosningu fulltrúa á Búnaðarþing og fulltrúa á aðal- fund Stéttarsambandsins. Hreppabúnaðarfélögin mynda búnaöarsambönd, sem eru 15 talsins og hafa þau skrifstofu í hverju umdæmi. Starf búnaðar- sambandanna felst að mestu í ráðgjafarþjónustu og starfa ráðunautar, einn eða fleiri, hjá öllum búnaöarsamböndunum. Ráðunautarnir hafa að baki nám á háskólastigi og veita leið- beiningar og aðstoð t.d. í bók- haldi, búfjárhaldi, jarðrækt, byggingum og öðrum fram- kvæmdum. Sumir þeirra eru sér- hæfðir. Búnaðarfélag íslands er frjálst fé- lag bænda og annast meöal ann- ars leiðbeiningarþjónustu, rekur búreikningsstofu og tölvudeild, sér um útgáfustarfsemi og rekur kynbótastöðvar. Gmnneiningar félagsins eru hreppabúnaðarfé- lögin og búnaðarsamböndin. Á Búnaðarþingi sitja 25 fulltrúar, kosnir af bændum. Þaö kemur saman árlega og er meðal annars ráðgjafarþing um málefni sem varða landbúnaðinn. Hjá Búnað- arfélagi íslands starfa nú 50 manns í 40 stööugildum og stjórnar Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri daglegum rekstri fé- lagsins. Stéttarsamband bænda er einnig frjálst félag bænda. Stéttarsam- bandið er hagsmunasamtök og opinber málsvari félagsmanna sinna. Stéttarsambandið gerir framleiðslusamninga við hiö op- inbera og á fulltrúa í verðlags- nefndum. Hefur þaö aðsetur sitt í Bændahöllinni. Starfsmenn em nú fimm, en reksturinn er kostað- ur af félagsgjöldum bænda, sem em 0,5% af launalið þeirra. Árleg- an aðalfund Stéttarsambandsins sækja 63 fulltrúar, kosnir af 700 kjörmönnum úr hreppabúnaðar- félögunum, auk 11 fulltrúa, kjör- inna af búgreinasamböndunum. Formaður Stéttarsambandsins er Haukur Halldórsson og fram- kvæmdastjóri er Hákon Sigur- grímsson. Framleiðsluráð landbúnaðarins er samstarfsvettvangur allra bú- vömframleiðenda og þar eiga Jónas Jónsson búnaöarmálastjóri. Haukur Halldórsson, formabur Stéttarsambands bænda. sæti fulltrúar frá Stéttarsambandi, búgreinasamböndum, afurða- stöðvum og landbúnaðarráðu- neyti. Bændur eiga 12 fulltrúa og þar af em 5 frá búgreinasam- böndum, landbúnaöarráöuneyti skipar einn fulltrúa, sláturleyfis- hafar einn og afurðastöðvar mjólkuriðnaðar einn. Starfssvið ráðsins er að annast eftirlit, áætl- anagerö, skýrsluhald og útreikn- inga varðandi framleiðslu, full- virðisrétt, sölu og birgðir. Þá sér ráðið um útreikninga og umsjón með niðurgreiðslum, verðmiðlun og sjóðagjöldum. Utan þessara grunnsamtaka landbúnaðarins em starfrækt nefndir og sjóðir, sem annað hvort em rekin af samtökum landbúnaðarins eða í samvinnu við aðra aöila. Sitja þá fulltrúar landbúnaðarins í viðkomandi nefndum og stjórnum sjóðanna. Líta ný heildarsamtök bœnda dagsins Ijós um nœstu áramót? Skiptar skoöanir innan Stéttarsambandsins í nýafstöðnum sveitarstjórnar- kosningum hafa bændur kosið um sameiningu Stéttarsam- bands bænda og Búnabarfélags Islands og fer talning væntan- lega fram þann 13. júní. Starf- rækt hefur verib undirbúnings- nefnd skipub fulltrúum beggja abila og hefur hún sett fram drög ab samþykktum fyrir væntanleg heildarsamtök. Búnabarþing og abalfundur Stéttarsambandsins eiga eftir ab fjalla um þessi drög og greiba atkvæbi um þau, og verbur þab gert undir lok ágúst næstkomandi. Ýmsir hafa þó efasemdir um samþykki abal- fundar Stéttarsambands bænda. Nefndina skipa þeir Haukur Halldórsson, Þórólfur Sveinsson og Guðmundur Stefánsson, sem eru fulltrúar Stéttarsambandsins, og Jón Helgason, Hermann Sig- urjónsson bóndi í Raftholti og Gunnar Sæmundsson frá Búnað- arfélaginu. Þeir Haukur Halldórs- son og Jón Helgason hafa skipt meö sér formennsku í nefndinni. Markmiðið með sameiningu er að einfalda stjórnkerfi samtaka landbúnaðarins og boðleiðir inn- an þeirra. Með þessu eru kjara- mál og faglega hliðin sett undir sama hatt, en margir hafa gagn- rýnt núverandi kerfi meb þeim rökum aö bændur væru ekki nógu samstíga. Þá mun nást fram talsverð hagræðing með samein- ingunni, þar sem aðeins veröur ein stjórn og einn aðalfundur, auk annarrar hagræöingar í starfsmannahaldi og rekstri. Meb þessum breytingum er einnig ætlunin að styrkja samtök bænda og gera þau hæfari til að mæta nýjum og breyttum tím- um, með aukinni samkeppni er- lendis frá. Það er litiö svo á, að samtök bænda í tveimur eining- um séu ekki nægilega sterk og þess í stað er ætlunin að auka samstöðu og samtakamátt þeirra meb sameiningu. Fyrsti aðalfundur nýrra sam- taka, ef til stofnunar þeirra kem- ur, mun móta stefnu þeirra. Þó hefur sameiningarnefnd Búnab- arfélags íslands og Stéttarsam- bandsins mótað drög að sam- þykktum fyrir væntanleg heild- arsamtök, en nákvæm útfærsla hefur ekki farið fram. Ekki er þó líklegt ab mikið verði hróflab vib þeim samþykktum á aðalfundi Stéttarsambandsins og þingi Búnaðarfélagsins í ágúst næst- komandi. Þab þarf 2/3 fulltrúa á Búnaðar- þingi og á þingi Stéttarsambands- ins til ab ný heildarsamtök verði að veruleika. Heyrst hafa raddir um að máliö fái ekki þann hljómgmnn á aðalfundi Stéttar- sambandsins sem það þarf. Ef af sameiningu verbur, mun fulltrú- um á aðalfundi fækka nokkuð. Þeir munu verða kjörnir af bún- aðarsamböndum og búgreina- samböndum um land allt. Ný stjóm verbur kosin á fyrsta aðal- •fundi nýrra samtaka og hana munu skipa sjö menn. Það verð- ur þó algerlega óháð búsetu eða því hvort viðkomandi kemur frá ákvebnu búgreinasambandi. Það er einmitt þetta atriði sem gæti helst orðib til þess aö tillagan félli á abalfundi Stéttarsambandsins. Margir fulltrúar em ekki sáttir við að sjónarmiö landshluta og bú- greinasambanda verbi ekki höfð að leiðarljósi við stjórnarkjör. Rök nefndarinnar em þau að kjósa skuli þá menn í stjórn sem fulltrúar aðalfundar treysti til að fara með mál bænda, burtséð frá búsetu og hvort þeir komi úr ákveðnum búgreinasambönd- um. Þeim verði falin þessi ábyrgb og ef þeir standi sig ekki, verði þeim skipt út. Ekki hefur verið fundið nafn á ný heildarsamtök bænda, en ef sameiningin verður samþykkt af öllum aðilum, verður í septem- ber sett saman nokkurs konar starfsstjórn, sem sér um áfram- haldandi undirbúning. Gerf er ráð fyrir að rekstur nýrra heildar- samtaka hefjist um áramót og fyrsti aðalfundur verði haldinn í mars á næsta ári.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.