Tíminn - 10.06.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.06.1994, Blaðsíða 16
24 Föstudagur 10. júní 1994 Hér segir frá upphafi mótorvaeöingar í ís- lenskum Iandbúnaöi. Frá fyrstu dráttarvélinni sem flutt var til landsins og sett vitlaust saman þannig aö hún var alltaf í öörum gír, frá tímabili þúfnabananna, véla- kaupum Thors Jensens á Korpúlfsstööum og fleiru er geröist á fyrsta tímabili drátt- arvéla á árunum 1918-1932. Fyrir tæpum 76 árum, 7. september áriö 1918, greindi 'Fíminn frá reynslu manna af fyrsta traktornum sem barst til íslands, en hann haföi þá um haustiö veriö notaöur viö plægingar á Akranesi og í Skilamannahreppi. Traktor þessi haföi komiö hingaö til lands meö Gullfossi frá Amer- íku 12. ágúst sama ár, en segja má aö meö henni hafi runniö upp vélaöld í íslenskum land- búnaöi. Þaö var Stefán B. Jónsson, sem útvegaöi fyrsta traktorinn til landsins fyrir félag á Akra- nesi. Þeir sem aö kaupunum stóöu voru fyrst og fremst Þóröur Ásmundsson kaup- maöur og Bjarni Ólafsson skipstjóri. Stefán segir í blaö- inu Landinu, í desember áriö 1918, aö áöur hafi bæöi land- stjórinn, Búnaöarfélag íslands og Alþingi veriö búiö aö hafna kaupunum. Akranestraktorinn var ósam- ansettur þegar hann kom hingað, en sá sem setti hann saman hét Jón Sigmundsson (sá hinn sami og ók fyrsta Fordbílnum á íslandi), en KAUPFÉLAG ÁRNESINGA% CtA1 BIFRENDASMIÐJUR S 98-agooo /W Varahlutaverslun Höfum stórbætt vöruúrvalið. Beinn innflutningur á varahlutum til land- búnaðar. Sala á notuðum og nýjum vélum. Bílaverkstæöi Veitum fullkomna þjónustu fyrir Toyotaumboðið, Heklu h/f, Bílheima h/f, Brimborg h/f, Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Höfum eitt fullkomnasta hjólastillingartæki á Suðurlandi og eitt ailra fullkomnasta bílaverkstæði á landinu. Smurstöö — ESSO Olíur fyrir stóra og litla bila. Hjólbaröaverkstæöi, hjólbarðasala. Rafmagnsverkstæöi — mótorvindíngar, raflagnir, viögerðir. Gerum tilboð ef óskað er. Vélsmiöja — nýbyggingar, kælivélaþjónusta. Öll vélsmíðaþjónusta. Framleiðsla á mykjudreifurum, tankdreifurum, kastdreifurum, sturtu- vögnum, snjótönnum, flutningakössum á sendibíla og vörubíla. Gerum tilboð í stór og smá verk, svo sem stálmannvirkjagerð, pípu- lagnir, bílaréttingar og bllamálun. Höfum einn stærsta málningarklefa landsins. Fullkomiö renniverkstæöi. Pípulagningaþjónusta. hann kenndi Sveinbirni Oddssyni á Akranesi meðferð hennar. Traktorinn var af Avery gerð, var 1,5 metri á breidd, 3,5 metar á lengd og vó 2,5 tonn. Mótorinn þætti varla boðleg- ur í dráttarvélar nútímans, 16 hestafla steinolíumótor með tveimur flatliggjandi strokk- um. Fastur í ö&rum gír Aktanestraktorinn var not- aður við plægingar, en hann var sagður draga þrjá plóga. Haft er eftir Sveinbirni Odd- syni aö á landi sem áöur hafi verið plægt hafi vélin reynst bæöi fljótvirk og velvirk. Þá hafi hún verið reynd á þýfðri mýri aö Elínarhöfða við Ákra- nesi, en þar var plægingin henni ofraun vegna þess að of mikið afl fór í að knýja áfram sjálfa dráttarvélina. Reyndar kom í ljós síðar, að þau mis- tök höfðu orðið við samsetn- ingu dráttarvélarinnar og fyrstu notkun áriö 1918, aö hún var alltaf höfö í öörum „gíri" eins og segir í samtíma- heimildum. Þessi traktor var notaður nokkuö í þrjú sumur, en úr því féll notun hans niöur og endaði með því að vélin var að lokum rifin og seld sem brotajárn. Fylgst vel meb framförum Vélvæðing íslensks landbún- aöar gekk í brösum fyrstu ár- in. Þó er eftirtektarvert að ís- lendingar viröast hafa verið tiltölulega fljótir að tileinka sér þessi nýju tæki. Bandaríkin hafa verið nefnd heimaland traktoranna. Fyrstu traktorarnir komu þar fram á sjónarsviðið á síöasta áratug 19. aldar. Árið 1910 er talið að þar hafi verið til um 2.000 nothæfar dráttarvélar. Þegar kreppan skall á í Banda- ríkjunum er talið aö yfir 100 verksmiðjur hafi veriö farnar aö framleiða dráttarvélar af um 250 gerðum og stæröum. Þeim fækkaði í kreppunni. Það var ekki fyrr en á öðrum áratug 20. aldarinnar að farið var að nota dráttarvélar í landbúnaði á Norðurlöndun- um, en notkun þeirra var lítil og fágæt framanaf. Danir eru byrjaöir að nota traktora um 1910, Norðmenn 1916 og árið 1913 eru Svíar farnir að smíða traktora. Þessar dráttarvélar voru þungar og luralegar. Oft Plœgt meö International 10/20 og brotplóg frá Kyllingstad. S.Í.S. flutti inn 43 10/20 dráttarvélar frá 1929-1931.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.