Tíminn - 10.06.1994, Síða 19
Föstudagur 10. júní 1994
27
Hús Mjólkursamsölunnar viö Bitruháls.
Aöalfundi Mjólkursamsölunpar var frestaö
vegna ágreinings um eignarhald,
en nú hefur veriö skoriö úr um þaö:
Mjólkursamsalan
í eigu bænda
í vor var aðalfundi Mjólkur-
samsölunnar frestað, þar sem
sumum þótti ekki nægilega
skýrt hverjir eiga Mjólkursam-
söluna og er nú unniö að því að
greiða úr því máli. Að sögn
Magnúsar Sigurðssonar, stjórn-
arformanns Mjólkursamsöl-
unnar, telja fulltrúar Kaupfélags
Borgfirðinga að fyrirtækið muni
vera eign mjólkursamlaganna á
samsölusvæðinu, þvert á álit
lögfræðings og nefndar á veg-
um landbúnaðarráðuneytis,
sem telja fyrirtækiö eign bænda.
Að því hefur verið unnið á
undanförnum árum að breyta
samþykktum Mjólkursamsöl-
unnar, sem kveða á um eignar-
hald fyrirtækisins, og í kjölfar
þess kom upp ágreiningur. „Frá
því ég kom aö fyrirtækinu hefur
mér ekki fundist það nægilega
skýrt hverjir ættu fyrirtækið í
raun, hvort þaö væru mjólkur-
búin eða bændurnir sjálfir,"
segir Magnús Sigurösson.
Rannsókn-
ir á
rjúpna-
stofn-
inum
Að frumkvæði umhverfisráðu-
neytisins hefur verið ákveðið
að hefja viðamiklar rannsóknir
á rjúpnastofninum og mun
Náttúrufræðistofnun íslands
annast þessar rannsóknir.
Ákveðiö hefur veriö að veita
um 4 milljónum króna til verk-
efnisins á þessu ári, en gert er
ráð fyrir aö rannsóknin taki yfir
þrjú ár.
Rannsóknin miöar fyrst í stað
að því að afla vitneskju um
stærð og ástand stofnsins, en
miklar umræður hafa verið um
þetta mál að undanförnu og
ráðuneytið verið harölega
gagnrýnt fyrir aögeröir sínar,
en síðasta rjúpnaveiðitímabil
var stytt um einn mánuð.
Auglýst var eftir vísindamanni
til starfans meö sérþekkingu á
fuglarannsóknum til að vinna
að þessu verkefni og er gert ráð
fyrir aö niðurstöðurnar verði
lagöar til grundvallar ákvörðun
um veiðar úr rjúpnastofninum
og veiöitíma.
Þegar samþykktum var breytt á
þann veg að skýrt var kveðið á
um það að fyrirtækið væri eign
bænda, mótmæltu stjórnendur
Kaupfélags Borgfirðinga, sem
töldu að það væri eign mjólkur-
samlaganna á svæðinu, en ekki
bænda. „Aö okkar mati var
þetta dálítið „harkaleg afstaða,
að bændurnir, sem að okkar
mati höfðu byggt upp mjólkur-
búið í Borgarfirði og verið þátt-
takendur í uppbyggingu Mjólk-
ursamsölunnar, ættu ekki neitt.
Af þeim sökum létum- við gera
úttekt á þessu máli."
Til þess var fenginn lögfræð-
ingur, Eiríkur Tómasson hrl., og
gerði hann viðamikla úttekt á
eignarhaldi samsölunnar, fór í
heimildir allt frá aödraganda
stofnunar og fór yfir fundar-
gerðir í hartnær 60 ár. Hann
komst aö þeirri niðurstöðu að
fyrirtækið væri sölusamtök í
eigu mjólkurframleiðenda,
þ.e.a.s. bænda. Á svipuðum
tíma starfaði nefnd á vegum
landbúnaðarráðuneytisins, sem
vann að athugun á eignarhaldi
á mjólkurbúum yfirleitt og
meðaí annars Mjólkursamsöl-
unnar. Sú nefnd komst að sömu
niðurstöðu og Eiríkur Tómas-
son. „Við tókum þessar niður-
stöður gildar og gengum frá
samþykktum í samræmi við
þessar niðurstöður, til aö leggja
fyrir aðalfund, en þar sem ein-
dregin ósk kom frá Kaupfélagi
Borgfirðinga um að leita eftir
samkomulagi í máli þessu og
ljúka ekki aðalfundi í vor, þá
urðum við viö þeirri ósk," segir
Magnús að lokum.
úr W
glasfiber h
\A
Með
öllum
búnaði
Verð'
6 metrakr. 24.450.-
7 metrakr. 26.670.-
8 metrakr. 28.820.-
SNARI
TRANAVOC11
SÍMI682850
FAX 682856
<
Z
<
u.
<
ec
<
Z
\A
S
1
KAYAK
Odýr sjó- og vatnakayak
Lengd 420 cm.,
breidd 65 cm,
þyngd 19 kg., burðargeta 100 kg.
KANÓ
Léttir oq sterkir
Lengd 4,97, breidd 84 cm,
þyngd 38 kg., burðargeta 280 kg.
KANÓ- OG KAYAK-VINIR
Uppl. í síma 10184
FAXNÚMERIÐ
ER 16270
RÆNDUR!
KUSA er nýr íslenskur hreinsilögur í fljótandi formi
fyrir mjólkurkerfi. KUSA er alíslenskt hreinsiefni.
KUSA er mjög öflugurtil þrifa í mjólkurkerfum. All-
ar sápur KUSU eru umhverfisvænar. KUSA fæst
hjá Mjólkurbúi Flóamanna og í verksmiðju okkar.
VELJUM ÍSLENSKT
VERKSMIÐJAN
SAMUR
VFSTURVÖR 11 A, KOPAVOGI
SIMI 42090