Tíminn - 10.06.1994, Qupperneq 22

Tíminn - 10.06.1994, Qupperneq 22
30 Föstudagur 10. júní 1994 Unniö aö gerö staöla fyrir lífrœnan landbúnaö á Islandi: íslenskir bændur hafa forskot Francis Blake, framkvœmdastjóri Soil Association. Eftir tvö ár ættu íslenskir neyt- endur að geta keypt lífrænar landbúnaöarafuröir sem verða seldar undir sérstöku vöru- merki. Nokkrir íslenskir bænd- ur hafa þegar tileinkað sér líf- rænar framleiösiuaöferöir en hingaö til hafa neytendur ekki haft neina tryggingu fyrir því ab vara sem er sögb lífrænt ræktub væri þab í raun og veru. Til ab bæta úr þessu hef- ur Lífræna hreyfingin á ís- landi unnib ab undirbúningi ab gerb sérstaks vottunarkerfis fyrir lífrænan landbúnaö og hefur nú fengib einn fremsta sérfræbiabila heims á þessu svibi í Iib meb sér. Markmiðiö er ab setja upp vott- unarstofu sem mun hafa þaö hlutverk að halda uppi eftirliti með lífrænni framleiðslu og veita þeim vottun sem uppfylla öll sett skilyrði. Hingaö til hefur hver sem er getaö selt afurbir sínar sem lífrænar og því er vott- unarkerfið brýnt hagsmunamá: fyrir bændur í lífrænni ræktun ekki siöur en neytendur. Heimsþekkt ráögjafar- fyrirtæki Undirbúningur ab gerö kerfis- ins hefur staöib í eitt ár og er nú komib að því að ákveöa þá staðla sem lífrænar afurðir verða ab uppfylla. í því skyni hefur líf- ræna hreyfingin á íslandi leitaö rábgjafar hjá bresku stofnuninni Soil Association sem er virt ráö- gjafarfyrirtæki á svibi lífræns landbúnabar og jafnframt heimsþekkt vottunarstofa fyrir lífræna framleibendur. Stablar hennar eru meginfyrirmynd hjá alþjóðastofnunum og sjálfstæö- um vottunarstofum víða um lönd. Francis Blake, framkvæmda- stjóri stofnunarinnar, var stadd- ur hér á landi fyrir skömmu en stofnun hans mun veita Lífrænu hreyfingunni á íslandi abstob við uppsetningu kerfisins, þjálf- un starfsmanna og öflun alþjóö- legrar viburkenningar. Francis Blake læröi búvísindi vib Ox- ford-háskóla og rak eftir þab líf- rænan búgarö í tíu ár áður en hann hóf störf hjá Soil Associati- on. Hann er heimskunnur fyrir störf sín í þágu lífrænnar fram- leibslu og hefur átt þátt í að móta vottunarkerfi í mörgum löndum. Auk þess situr hann í Evrópunefnd IFOAM, alþjóba- samtaka lífrænna landbúnabar- hreyfinga. Áburöargjöf helsta vandamáliö Verbur íslenska vottunarkerfib ólíkt því breska? „Ég á ekki von á ab þaö þurfi ab gera miklar breytingar á uppsetningu kerfis- ins en þaö veröur auðvitaö minna í sniðum, a.m.k. til aö byrja með. Mér skilst reyndar að Lífræna hreyfingin á íslandi og íslensk stjórnvöld hafi áhuga á því aö lífræn framleibsla verbi stór hluti af íslenskum landbún- abi. í því samhengi er ætlunin að nýta hið hreina umhverfi sem hér er,og ímynd landsins sem „hreins lands"." Francis Blake segir að íslenskir bændur hafi visst forskot því hér hafi tiltölulega lítiö verið notaö af eiturefnum enda valdi lofts- lagib því að lítið sé um skab- væna sjúkdóma hér á landi. Helsta vandamálið telur hann aftur á móti vera í sambandi við áburð og frjósemi jarðvegsins. „Vaxtartíminn er stuttur hér á landi og hitastig jarðvegsins lágt. Við slíkar aöstæbur er naubsynlegt ab auka næringar- gildi og frjósemi jarövegsins. í köldu loftslagi er aftur á móti erfitt fyrir bændur ab framleiða allan þann áburð sjálfir sem þeir þurfa á að halda. Þess vegna verður áð tryggja að bændur geti notað aökeyptan áburö og nær- ingarefni í meira mæli en gert er þar sem loftslag er hlýrra. Þetta vandamál er vel hægt ab leysa en verður samt ab öllum líkind- um helsta breytingin í starfi þeirra íslensku bænda sem taka up>p lífræna framleibsluhætti. Onnur breyting verbur í sam- bandi vib útihús og fæðugjöf þó að ekki sé víst ab miklar breyt- ingar séu nauðsynlegár í því sambandi. Starf mitt hér felst einmitt í því aö benda á þá þætti sem þarf aö breyta og hvernig hægt sé að breyta þeim þannig ab þeir uppfylli kröfur bæbi al- þjóðlegra staðla og þess íslenska. I heildina séð tel ég aö íslenskir bændur þurfi ab gera minni breytingar á framleiðslu sinni, til að hún geti talist lífræn, en bændur víða annars staðar." Eftirllt mikilvægt Eftir ab staðallinn hefur verib útbúinn og vottunarstofunni komiö á legg verbur eftirlit meb framleiðslunni eitt helsta verk- efni hennar. Sérstakir eftirlits- menn hafa það starf aö fylgjast með því að vara sem seld er und- ir vörumerki sem lífræn vara, uppfylli öll nauðsynleg skilyrði til þess. Til ab halda uppi eftirliti verða menn að búa yfir mikilli þekkingu á lífrænni framleiðslu. „Hér verbur að byrja frá grunni. Ég tel þó að íslendingar búi yfir nægum áhuga og sérfræðiþekk- ingu, sem ásamt okkar aöstoð verði til þess að hægt verði að koma upp slíku eftirliti á tiltölu- lega stuttum tíma. Þangað til munu eftirlitsmenn frá Soil As- sociation sjá um eftirlitið og veita íslensku framleiðslunni vottun." Francis Blake segist gera ráð fyr- ir ab íslenska vottunarkerfib verði komið í gang eftir tvö ár en þab geti jafnvel tekiö styttri tíma. „Fyrra árib fer ab mestu leyti í að koma kerfinu upp og hefja þjálfun starfsmanna og fyrst eftir það verður hægt að leita alþjóblegrar viburkenning- ar á kerfinu." Krefst hugarfarsbreyt- ingar Venjulega er miðað við að það taki hvern bónda tvö ár að breyta úr hefðbundnum búskap eða ræktun yfir í lífræna. Á þeim tíma þarf hann að hreinsa jarð- veginn og breyta búskaparhátt- unum ab meira eða minna leyti. Þessi ablögunartími veldur því ab einhver bið verður á því að ís- lenskir bændur fái viðurkenn- ingu vottunarstofunnar en Francis Blake segir ekki síöur mikilvægt að eftirliti sé haldið uppi á aðlögunartímanum. Þab er bæði til þess að vottunarstof- an geti fullvissað sig um að að- lögunin fari fram í samræmi við uppgefna staðla og til þess ab bóndinn geti verið viss um að hann sé á réttri leið alveg frá upphafi. „Þab hefur stundum gerst ab bændur telji sig hafa uppfyllt öll skilyrði þess að framleiðslan kallist lífræn en þegar eftirlits- menn fara á vettvang kemur í ljós að þab hefur ekki verið stað- ib rétt að breytingunni. Þá standa bændurnir aftur á byrj- unarreit og þurfa að hefja aðlög- unartímabilið að nýju. Við segj- um stundum að það fyrsta sem hver bóndi þurfi að gera þegar hann hefur ákveðið aö breyta framleiðslu sinni sé að breyta eigin hugarfari. Hann verður að finna það innra með sér að þetta sé betri framleiðsluaðferð, bæði fyrir eigin heilsu, landið og um- hverfib og ekki síst fyrir heil- brigbi uppskerunnar og búpen- ingsins. Þegar hann hefur náð þessari hugarfarsbreytingu getur hann farið ab huga að nauðsyn- legum breytingum í framleiðsl- unni." Francis Blake segir að alltaf sé mælt með því ab byrja á ab breyta litlum hluta framleibsl- unnar. Þab er meðal annars vegna þess að fyrst eftir ab hætt er að nota tilbúin efni dregst framleiðslan saman um allt að helming og því yrði það mikið fjárhagslegt tjón fyrir bóndann að breyta öllu landinu í einu. Eftir því sem jarðvegurinn nær að jafna sig og byggja upp nær- ingarefni eykst framleiöslan aft- ur og eftir tvö til þrjú ár nær hún að vera um 20% - 30% lægri en hún var meb hefðbundnum að- ferðum. Á móti kemur að afurðir lífrænnar framleiðslu eru oft rík- ari af næringarefnum og inni- halda minna vatn en afurðir hefðbundinnar framleiðslu. Eftirlitsmenn frá Soil Associati- on koma væntanlega til íslands síðar í sumar og byrja aö kanna aðstæbur hjá íslenskum bænd- um. Um leið verður byrjað ab þjálfa íslenska eftirlitsmenn sem munu fara með þeim bresku um landið. Næsta slaef verður að ís- lensku eftirlitsmennirnir og aör- ir starfsmenn vottunarstofunnar fara til Bretlands í haust til að kynna sér starfsemina þar. ■ Skipulögð beit - landvernd Hagkvæmasta lausnin er í/kr~ - rafgirðing Vandað efni - fjölbreytt úrval - hagstætt verð Gerum efnisáætlanir og tilboð Leiðbeinum um uppsetningu Leitið upplýsinga og fáið sendan bækling og vörulista yfir rafgirðingavörurnar. Byggingavörud. á Eyri, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35200 Fax: 95-36024 Umboðsmenn um allt land

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.