Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 3
Þribjudagur 14. júní 1994 3 Taliö ab sumarbústööum hafi fjölgaö úr 4.500 upp í 8.000 frá 1986: Yfir 1.200 sumarhús á 2 árum Skipulag ríkisins gerir ráö fyrir aö sumarbústaöir í landinu hafi veriö orönir um 8.000 talsins í lok síöasta árs (auk 3.600 óbyggðra lóða). Bústööum hafði þá fjölgað úr 4.500 áriö 1986, eöa kringum 78%, samkvæmt ársskýrslu Skipulags ríkisins. Sumarbústööum hefur sam- kvæmt þessu jafnaöarlega fjölg- aö kringum 500 ár ári á tímabil- inu. Til samanburöar má benda á aö á þessu tímabili hafa full- geröar íbúöir/einbýlishús veriö kringum 1.600 aö meöaltali á ári, þannig aö um 3 sumarbú- staöir eru byggöir á móti hverj- um 10 fullgerðum íbúðum. Samtals 1.210 sumarhús hafa verið samþykkt hjá skipulags- stjórn síöustu 2 árin. Þar af eru 11 fjallaskálar/veiðihús, rúm- lega 50 einstakir bústaöir og 41 sumarbústaðahverfi með um 1.150 sumarbústöðum samtals. í tveim sveitarfélögum í Árnes- sýslu eru sumarbústaðir fleiri en 500. Og á milli 100 og 500 sum- arbústaði er aö finna í nærri tuttugu sveitarfélögum til við- bótar (í Árnessýslu, Borgarfiröi, Eyjafirði og Húnaþingi). ■ Ingibiörg Sólrún var í önnum ígcer enda mikil umskipti á hennar högum. Eins og fram kemur annars staöar í blabinu tók Ingibjörg vtb borgarstjóraembætti ígœr en ábur hafbi hún þó sagt afsér þingmennsku. Þab er Gubrún Halldórsdóttir sem tekur vib sœti Ingibjargar og mun Gubrún sitja sinn fyrsta þingfund sem abalmabur nú ívikunni. Hér má sjá Ingibjörgu fœra Salóme Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, afsögn sína í Alþingishúsinu. Tímamynd CS Prestastefna ályktar: Auka beri sjálfstæði kirkjunnar Skipaö í stööu hérabsdýra- lceknis í Dalvíkurumdœmi: Ólafur Vals- son hreppti stöbuna Forseti íslands hefur skipað Ólaf Valsson í stöðu héraðsdýra- læknis í Dalvíkurumdæmi, en staðan var auglýst laus til um- sóknar þann 8. apríl síðastlið- inn. Alls bárust fjórar umsóknir um stööuna, en um sóttu, auk Ólafs, þau Aðalbjörg Jónsdóttir, dýralæknir í Hrísey, Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, héraösdýra- læknir á Þórshöfn og Vignir Sigurólason, settur héraösdýra- læknir á ísafiröi. ■ Nýafstaöin prestastefna stybur þaö meginmarkmib aö auka beri sjálfstæöi kirkjunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- þykkt var á stefnunni. I ályktuninni segir aö til að svo megi fara, sé æskilegt að Alþingi setji fram rammalöggjöf um ytri mál kirkjunnar og réttarstöðu, en kirkjan skipi málum sínum að öðru leyti sjálf og setji sér starfs- reglur. Hins vegar vill prestastefn- an og væntir, að valdi og ábyrgð verði dreift á milli stofnana og embætta kirkjunnar. Prestastefn- an þakkar skýrslu nefndar sem vinnur að heildarendurskoðun á skipulagi kirkjunnar og æskir þess að tillögur nefndarinnar verði bornar í heild sinni undir presta- stefnu. Þá er það álit prestastefnu að nauðsynlegt sé að skilgreina emb- ætti allra þjónandi presta þjóð- kirkjunnar og kveða skýrt á um réttindi þeirra og skyldur. Jafn- framt leggur hún áherslur á aö í framtíðinni hafi alir þjónandi prestar þjóðkirkjunnar kosninga- rétt í biskupskjöri, enda hafi bisk- up íslands viðurkennt embætti þeirra. Til að þetta sé mögulegt bendir prestastefnan á að breyta þurfi lögum. Prestastefnan bendir einnig á og beinir því til biskups og kirkjuráðs að kirkjur landsins, helgihald og menningarstarf þeirra verði kynnt meö markvissum hætti, t.d. með sérstöku kynningarriti. Prestastefnan tekur einnig undir ályktanir Kirkjuþings og Héraðs- funda, sem leggja áherslu á skyldu þjóðkirkjunnar að taka á með þeim aðilum sem vinna að lausnum í atvinnumálum og vilja Umsóknarfrestur um embætti hæstaréttardómara er útrunn- inn. Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Allan Vagn Magnússon hér- aðsdómari, Atli Gíslason hæsta- réttarlögmaður, Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri, Ingi- björg Kristín Benediktsdóttir, styðja atvinnulausa og fólk í at- vinnuleit. í framhaldi er bent á að rétt sé að kirkjulegir aðilar taki til- lit til ríkjandi atvinnuástands við ákvörðun um starfslok starfs- manna kirkjunnar. ■ settur hæstaréttardómari, Logi Guðbrandsson hæstaréttarlög- maður, Markús Sigurbjörnsson prófessor og Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari. Um- sóknirnar hafa verið sendar Hæstarétti til umsagnar. Menntaskólanum á Akureyrí slitiö 7 7. júní: Skólahátíö MA Sóttu um embætti hæstaréttardómara verður óvenju fjölbreytt í ár Góð þátttaka í hreppakosningum Menntaskólanum á Akureyri verbur slitiö þann 17. júní næstkomandi, en 15. júní hefst skólahátíð MA og í til- efni af 50 ára afmæli lýöveld- isins verbur hún fjölbreyttari en áður. Haldin verður sýningin „Hús MA í 10 ár", en það er í tilefni þess að í sumar verður hafist handa við að reisa nýja bygg- ingu við Menntaskólann. Þar verða sýndir uppdrættir, teikn- ingar, ljósmyndir, málverk og líkön af húsum skólans, en sýn- ingin verður haldin í gamla skólanum. Sérstök áhersla verð- ur lögð á að kynna nýbygging- una, sem mun rísa á milli gamla skólans og Möðruvalla. Sýning- in opnar 15. júní og verður opin tU loka júnímánaðar. Þann 16. júní verða haldnir tónleikar í sal gamla skólans, þar sem frumflutt verbur svíta fyrir strengi og blásara, eftir Jón Hlöðver Askelsson, en hún er samin að beiðni skólans. Svítan tengist bæði sögu skólans og lýðveldisafmælinu. Það eru nemendur MA, sem jafnframt eru nemendur Tónlistarskólans á Akureyri, sem flytja verkiö, en stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Að morgni 17. júní verður skól- anum slitið og um 130 nemend- ur brautskráðir og að því loknu verður fyrsta skóflustungan að hinni nýju byggingu tekin. Að kvöldi verður haldin veisla í íþróttahöllinni, Stúdentaveislan 1994, þar sem um 800 manns, nýstúdentar, kennarar og ab- standendur nýstúdenta munu skemmta sér saman. ■ Kosib var til sveitarstjórna í tólf hreppum á landinu sl. laugardag, en kosningar þar fóru ekki fram um leib og annars staöar vegna anna bænda vib sauðburb. Úrslitin urðu sem hér segir: Saurbæjarhreppur: Kosninga- þátttaka 84%. Kjörnir voru: Sæ- mundur Kristjánsson, Brynja Jónsdóttir, Guðmundur Sig- urbsson, Þröstur Harðarson og Jón Ingi Hjálmarsson. Sameinað sveitarfélag Eyja- hrepps og Miklaholtshrepps: 77 greiddu atkvæði. Kjörnir voru: Guðbjartur Gunnarsson, Svanur H. Guðmundsson, Inga Guðjónsdóttir, Eggert Kjartans- son og Guðbjartur Alexanders- son. Nafnið Eyja- og Mikla- holtshreppur var samþykkt í at- kvæðagreiðslu. Broddanes- hreppur: Kosningaþátttaka 82,5%.. Kjömir í hreppsnefnd: Torfi Halldórsson, Agla Ög- mundsdótttir, Gunnar Sverris- son, Kjartan Ólafsson og Frank- lín Þórðarson. Bæjarhreppur: Kosningaþátttaka 67,3 %. Hreppsnefndarmenn: Guðný S. Þorsteinsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Guðjón Ólafsson, Gunnar Benónýsson og Ragnar Pálsson. Stabarhreppur: Kosn- ingaþátttaka 73,3%. Kosnir voru: Þórarinn Þorvaldsson, Magnús Gunnar Gíslason og Bjarni Aðalsteinsson. Fremri-Torfustabahreppur: Kosningaþátttaka 49%. Kosnir voru: Sólrún Þorvarðardóttir, Þorsteinn Helgason og Eggert Pálsson. Ytri-Torfustabahreppur: Kosningaþátttaka 75,8%. Kjörnir voru: Jóhanna Sveins- dóttir, Stefán Böðvarsson, Jó- hannes Böðvarsson, Flosi Ei- ríksson og Rafn Benediktsson. Kirkjuhvámmshreppur: 43% kusu. Kjörnir yöru': Heimir Ág- ústsson, Indriði Karlsson, Loft- ur Sv. Guðjónsson, Tryggvi Eggertsson og Ingólfur Sveins- son. Þorkelshólshreppur: 80,2% kusu. Kjörnir voru: Olaf- ur B. Óskarsson, Ragnar Gunn- laugsson, Sigrún Ólafsdóttir, Steinbjörn Tryggvason og Elías Guðmundsson. Skagahrepp- ur: Kosningaþátttaka 57,4%. Kjöri náðu: Sveinn Sveinsson, Rafn Sigurbjörnsson, Finnur Karlsson, Sigurður Ingimarsson og Guðjón Ingimarsson. Skarbshreppur: Kosningaþátt- taka 100%. Kosnir voru: Ulfar Sveinsson (H), Jón Eiríksson (H), Sigurbur Gubjónsson (H), Andrés Helgason (L) og Sigrún Aadnegard (L). Hálshreppur: 78% kusu. Kjöri nábu: Jón Þ. Óskarsson, Sigurður Stefáns- son, Þórhallur Hermannsson, Ingvar Jónsson og Arnór Er- lingsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.