Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 13
Þri&judagur 14. júní 1994 13 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. júní 1994. 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.645.368 kr. 1.000.000 kr. 1.129.074 kr. 100.000 kr. 112.907 kr. 10.000 kr. 11.291 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka islands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Staða bankastjóra Með vísan til 29. greinar laga um viðskiptabanka og sparisjóði auglýsir bankaráð Landsbanka íslands lausa til umsóknar stöðu bankastjóra við Landsbank- ann. Samkvæmt lögunum er bankastjórn ríkisvið- skiptabanka skipuð þremur bankastjórum, sem eigi skulu ráðnir til lengri tíma en sex ára í senn. Ef um er að ræða stöðu bankastjóra, sem ekki er laus vegna ákvæða laga um starfslok opinberra starfsmanna, þá er heimilt að endurráða þann, sem þegar gegnir starf- inu. Umsóknir skulu sendar til formanns bankaráðs Landsbanka íslands, Austurstræti 11,155 Reykjavík, fyrir 30. júní n.k. Umsóknir þar sem óskað er nafn- leyndar verða ekki teknar til greina. /-----------------------------------------------------------\ í Móðir okkar Katrín Jónsdóttir fyrrum húsfreyja á Glitstöðum i Norðurárdal andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þann 4. júní sl. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins fyrir frábæra umönnun síðustu æviár hennar. Guð blessi ykkur öll. Þórunn, Guðrún, Áslaug, Steinunn og Auður Eiríksdætur /---------------------------------------------------------N 1f Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts gg útfarar bróður okkar Guðna Bjarnasonar síðast til heimilis að Hjallatúni, Vík í Mýrdal Guðrún Bjarnadóttir Þorgerður Bjarnadóttir Þorbergur Bjarnason V Sigmundur Guðmundsson frá Melum lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. þessa mán- aðar. Börn hins látna Stórt augnablik fyrir Silvíu Svíadrottningu sem hér hefur tekib vib heibursnafnbótinni. Viktoría prinsessa meb vini sínum Daniel Persson. Silvía Svíadrottning hlýtur enn eina uppheföina: Heiöursnafnbót við Stokkhólmsháskóla Hin fagra drottning Svíaveldis, Silvía, var nýleg gerö aí) heib- ursdoktor viö Háskólann í Stokkhólmi. Viöstaddir athöfn- ina voru m.a. eiginmaöurinn, Karl Gústaf og dóttirin, Viktor- ía, sem var einstaklega glæsi- lega klædd. Silvía er af mörgum talin feg- ursta drottning heimsins í dag, en hún hefur ekki síður vakið athygli og viröingu fyrir framkomu sína og góða greind. Hún er 50 ára gömul en ber aldurinn mjög vel. Viktoría prinsessa, sem er aöeins 16 ára gömul, gæti orðiö næsti erfingi krúnunnar. Karl faðir hennar breytti lögunum um krúnurétt, árið 1979 til samræmis við breytta og bætta stöðu kvenna í heiminum. Með breyt- ingunum var samþykkt að frum- burðurinn myndi erfa tignina, burtséð frá kyni. Það er þó nægur tími til stefnu þvi Karl og Silvía eiga væntanlega langa og farsæla stjórnartíð í vændum enn. ■ Karl Gústaf og dóttirin. Stefanía prinsessa af Mónakó: Ætlar sjálf aö ala upp sín börn Stefanía, prinsessa af Mónakó, nýtur ýmissa forréttinda um- fram venjulegt fólk. Það breyt- ir þó ekki skoðun hennar á ýmsum sviðum s.s. barnaupp- eldi. Hún hugsar sjálf um sín börn og segir að þannig verði þaö um ókomna tíð, sama hve mörg þau yrbu. Stefanía er yngst þriggja barna Rainiers fursta og það er tíðum svo á meðal aðalsins að sérhæfð- ar barnfóstrur eru fengnar til ab létta álaginu af foreldrunum sem fylgir uppeldi barna. En Stefanía með börnin sín tvö, hinn 18 mánaða Lois og Pauline sem er aðeins 45 vikna gömul, segir að hún kjósi að verja sérhverri stund sem hún getur meö krílun- um sínum tveimur. „Þaö kemur enginn í móður stað, ég el min éigin börn upp sjálf," segir í SPEGLI TÍIVIANS Stephanie. Stefanía er einstaklega alþýðleg og sker sig á engan hátt úr fjöld- anum þegar hún strollar út með Louis á handleggnum og Pauline í kerrunni. Sumum finnst nóg um alþýðlegt hátterni prinsess- unnar og telja að hún ætti að sýna sjálfri sér meiri viöingu. Faðir barnanna, Daniel Ducruet, sem býr meb Stefaníu í Monte Carlo, er aftur á móti himinlif- andi með afstöðu hennar. ■ Stefanía prinsessa í verslunarleib- angri. Lois á handleggnum og kornabarnib Pauline í kerrunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.