Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 7
Þri&judagur 14. júní 1994 ffimtom 7 c sprengingunni Beirút, Reuter Jossef Sha'aban, einn af fylgis- mönnum palestínska skæru- liöaforingjans Abus Nidals, viö- urkenndi fyrir rétti í gær aö hann hefði verið valdur að því að bandarísk farþegaþota með 270 farþega innanborðs fórst yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1989. Samkvæmt heimildum Reut- ersfréttastofunnar ákvað dóm- arinn að fjarlægja játninguna úr bókum réttarins þar sem hún kæmi málinu ekki við. Sha'ab- an var sakaöur um að hafa myrt jórdanskan erindreka í Beirút skömmu eftir áramót. ■ Fylgismabur Abu Nidals segist valdur ab Lockerbie- Sjö myrtir í Svíþjóö Sænskur hermaður í Falun hef- ur viðurkennt að hafa orðið fimm ungum konum og tveim- ur karlmönnum að bana aðfara- nótt laugardags. Þetta eru mestu fjöldamorð í Svíþjóð á þessari öld. Morðingjanum hafði fyrr um kvöldið verið tvívegis vísað frá kránni Garbo eftir deilur við vinkonu sína. Eftir að hafa ver- ib settur út fyrir í seinna skiptib fór hann heim og náði í sjálf- virkan riffil og klæddist her- mannafötum. Hermaðurinn mætti stúlkun- um þegar þær voru á heimleið af Garbo um klukkan hálfþrjú aöfaranótt laugardags og lét skothríðina dynja á þeim. Hann hélt síðan leiðar sinnar inn í bæinn þar sem hann skaut mann á hjóli og vaktmann í bíl. Lögreglan handsamaði morð- ingjann eftir ab hafa sært hann skotsári. ■ Loftferbastríöi lokiö Á myndinni, sem tekin var í gcer, má sjá farþega ganga frá borbi þotu breska flugféiagsins British Airways á Orlyflugvellinum í París. Þetta farþegaflug breska flugfélagsins markar tímamót í evrópskri flugsögu því ab meb því lauk langvinnum átökum breskra flugfélaga og franskra stjórnvalda um heimild til afnota af Orlyflugvellinum. Franska stjórnin hafbi gert þab sem hún gat til ab vibhalda einokunarstöbu franska flugfélagsins Air Inter íandstöbu vib lög Evrópusambandsins. Kristilegir demókratar sigurvegarar Evrópuþingkosninganna i Þýskalandi: Vinsældir Helmuts Kohl á uppleib Bonn, Reuter Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, getur verið ánægður með útkomu Kristilegra demó- krata í kosningum til þings Evrópusambandsins á sunnu- dag. Sigur flokksins í kosningun- um gefur kanslaranum tilefni til bjartsýni vegna kosninga til sambandsþingsins í haust. Frjálsir demókratar sem mynda samsteypustjórn með kristileg- um í Þýskalandi eru ekki eins borubrattir því þeir náðu ekki fimm prósenta markinu og féllu því út af Evrópuþinginu. Sigur kristilegra gekk þvert á skoðanakannanir og kosninga- spár því ab flest benti til þess að Sósíal- demókratar hefðu ör- ugga forystu. Úrslitin urbu þau að Kristilegir demókratar ásamt systurflokknum í Bæjaralandi fengu 38.8 prósent atkvæba eða 1.5% meira en í kosning- unum 1989. Sósíal-demókratar biðu mikið afhroð og fengu aðeins 32.2 prósent atkvæða miðað við 37.3 af hundraði atkvæða sem þeir fengu 1989. Ef úrslitin nú hafa eitthvert forspárgildi fyrir þýsku þjóð- þingkosningarnar í haust má búast við samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra og Sósíal- demókrata, þ.e.a.s. ef Frjálsir demókratar ná ekki að komast yfir fimm prósent þröskuldinn. Þó ab kristilegir geti verið ánægðir meb útkomuna úr kosningunum á sunnudag var það þó höfuðóvinurinn sem fór með sigur af hólmi. Lýð- ræðislegi sósíalistaflokkurinn, arftaki Kommúnistaflokks Austur- Þýskalands, sópaði til sín fylgi í austurhluta landsins og á landsvísu var fylgi flokks- ins svipað og Frjáísra demó- krata. Aðeins vantaði 0.3 pró- sent til að flokkurinn næði inn á Evrópuþingið í Strassbourg. íbúar Austurríkis samþykktu Evrópusambandsabild: Úrslitum þjób- aratkvæöa- greibslu fagn- ab í Austurríki Lítiö um óvænt úr- slit í kosningum til Evrópuþingsins Brussel, Reuter Evrópusambandið fékk lang- þrába traustsyfirlýsingu á sunnudaginn í þjóðaratkvæöa- greibsluni um aðild Austurríkis að sambandinu. Það kom flest- um á óvart hve stuðningur Austurríkismanna vib aðildina reyndist mikill þegar upp var staðiö. Framámenn ríkisstjórnarflokk- anna í Austurríki áttu vart orb til ab lýsa ánægju sinni en þeir höfðu lagt mikið á sig til að snúa þjóðinni til fylgis við ESB. Alios Mock, utanríkisráðherra Austurríkis, sagðist fyrir at- kvæðagreiðsluna ætla að segja af sér ef landar hans höfnubu aöildinni. • Úrslitin urðu þau ab 66.4 af hundraði greiddu atkvæbi með aðild að ESB en 33.6% höfnubu aðildinni. Rúmlega 80 prósent atkvæðabærra íbúa landsins greiddu atkvæði. Talið er að úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar geti stuðlað að því ab meirihluti Svía og Norömanna greiði ESB-abild- inni atkvæði sitt. Samkvæmt skoðanakönnunum er meiri- hluti Finna ákveðinn í að greiða aðildinni atkvæði sitt, óháð því hvaða hinar EFTA-þjóðirnar gera. Þær EFTA-þjóðanna sem sam- þykkja Evrópusambandsaðild í þjóðaratkvæbagreiðslu á árinu verða aðilar að sambandinu frá og með 1. janúar 1995. Forsœtisrábherra Finnlands bibur þjóbþingib um stubning: Evrópusam- bandsaöild Finna í hættu vegna at- kvæba- greiöslu um vantraust Esko Aho, forsætisrábherra Finn- landsj kallaði í gær eftir stuðn- ingi finnska þjóbþingsins við áform stjórnarinnar um Evrópu- sambandsaðild Finna. „Það sem er að veði er sögulegt val að mati þjóðarinnar," sagði Aho í upphafi umræbna á þjóð- þinginu um ESB-stefnu stjórn- valda. Á morgun verða greidd atkvæbi um vantrauststillögu stjórnar- andstöðunar en verði hún sam- þykkt er undirbúningur fylgis- manna ESB-aðildar Finna í hættu. Fastlega er búist vib því að Aho leggi fram afsagnarbeiöni fyrir hönd stjórnarinnar ef vantraust- stillagan verður samþykkt. Slíkt mundi sennilega valda stjórnar- kreppu og væntanlega yrbi bob- jið til þingkosningaíhaust. ■ Kaupmannahöfn, Lundúnir, jteuter Úrslit kosninga til Evrópu- þingsins í ríkjum Evrópusam- bandsins urðu með svipuðum hætti og búist hafði verið við. Það var helst að velgengni Kristilegra demókrata í Þýska- landi kæmi á óvart. Breski íhaldsflokkurinn tap- aði stórt og fékk aðeins sextán þingmenn kjörna í stað 32 áð- ur. Kosningaþátttaka var lítil í Bretlandi, af þeim 30 prósent- um sem kusu greiddi aðeins rúmur fjórðungur flokki Maj- ors forsætisrábherra atkvæbi sitt. Það var nokkuö betra en skoðanakannanir bentu til og dregur það heldur úr þrýstingi um að hann segi af sér. í Danmörku fóru fylgjendur Evrópusamrunans meb sigur af hólmi þó ab stjórnarflokk- arnir hafi hlotiö slæma útreiö. Andstæðingar Maastrichtsam- komulagsins fengu um fjórö- ung atkvæöa og er það svipaö fylgi og andstæðingar Evrópu- bandalagsins fengu í síðustu kosningum. íiFrakklandi fengu jaðarflokk- ar til hægri og vinstri um fjórö- ung atkvaeða. Sósíalistar töp- uðu stórt miðað við fyrri kosn- ingar og náðu ekki fimmtungi atkvæða. Úrslitin eru talin gera forsetadrauma Rocards að engu. A Ítalíu náði Áfram Ítalía, flokkur fjölmiblakóngsins og forsætisráðherrans Berluscon- is, betri kosningu en í þjóð- þingkosningunum fyrir nokkr- um vikum. Flokkurinn fékk tæplega þribjung atkvæða. Ný- fasistum, sem eru í stjórn meb flokki Berlusconis, gekk einnig vel. Spænskum sósíalistum, flokki Gonzales forsætisráðherra á Spáni, vegnaði illa. Þeir töp- uðu fimm þingsætum af 27 og er enginn vafi að ítrekuð hneykslismál tengd forystu flokksins höfðu slæm áhrif á gengi hans. Sósíalistaflokkurinn í Grikk- landi fór með sigur af hólmi þó að hann væri nokkuð minni en sigur flokksins í þjóðþing- kosningunum síðastliðið hausti • . v •> . . > • ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.