Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 14. júní 1994 Mikil framför í HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON lag. Hann er undan Anga frá Laugarvatni og Hrafnhettu frá Vestra-Geldingaholti, einn af mörgum dóttursonum Hrafns frá Holtsmúla sem komu fram á landsmótinu. Annar var Vík- ingur frá Voömúlastööum með aðaleinkunn 8.04 og þar af 8.10 fyrir hæfileika. Víkingur er undan Sögublesa frá Húsa- vík, sem er Kirkjubæjarhestur að ætt. Hæsta kynbótaein- kunn í sögunni Gífurlegur fjöldi hryssna kom til dóms að þessu sinni. Hvorki meira né minna en 30 hryssur 6 vetra og eldri nábu einkunn inn á landsmótið. Ein hryssa skar sig þó alveg úr í undan Hrafnfinni frá Kvíarhóli Hrafnssyni frá Holtsmúla og Stjörnu frá Kvíarhóli, sem er undan Borgfjörð 909 frá Hvanneyri. Dísa frá Ingólfs- hvoli fékk hæsta einkunn fyrir sköpulag í þessum flokki 8.30. í flokki 4ra vetra hryssna náðu 7 hryssur landsmótsein- kunninni 7.80, en 20 komust inn í ættbók. Efst í þessum flokki var Snælda frá Bakka í Svarfaðardal, sem náði afburða góðum árangri. Snælda fékk fyrir sköpulag 8.20 og fyrir hæfileika 8.30, abaleinkunn 8.25. Mig rekur ekki minni til ab 4ra vetra tryppi hafi ábur náð svo langt. Snælda er und- an Gáska frá Hofstöðum og Söndru frá Bakka Hrafnsdóttur frá Holtsmúla, en Sandra er að sanna sig sem ein mesta gæb- ingamóbir landsins. Önnur var Glás frá Votmúla með aðalein- kunn 8.05. Glás er undan Baldri frá Bakka, sem er sonur Söndru og Náttfara 776, en móbir Glásar er gæðingshryss- an Garún frá Stóra-Hofi. Þriðja hryssan var Prinsessa frá Úlf- ljótsvatni með aðaleinkunn 7.92 og var hún meb hæsta einkunn fyrir sköpulag 8.28. Prinsessa er undan Anga frá Laugarvatni, en hann virðist ætla að verða drjúgur í því ab bæta bygginguna. Fjórða hryss- an var svo Leista frá Kirkjubæ með 7.90 í aðaleinkunn. Það er mjög gaman að fylgj- ast meb því hvernig ræktunin er aö skila sér í þessum ungu hrossum. Athygli vakti á þessari sýn- ingu hve hryssur frá Kirkjubæ komu vel út. Kirkjubæjarbúið kom með 7 hryssur í dóm og nábu þær allar inn á landsmót- ið og áttunda hryssan frá Kirkjubæ, nú í annarra eigu, náði líka inn á mót. Markviss þjálfun og tamning hefur verið í Kirkjubæ í vetur í höndum Þórðar Þorgeirssonar og kemur þá í Ijós hve feikna árangri Sig- urður Haraldsson hefur náð í sinni ræktun, sem synir hans hafa nú tekið við. Hér er mjög verbmætur stofn á ferðinni og ekki ólíklegt að hrossaræktend- ur líti til þessara hrossa þegar þeir velja sér hross til fram- ræktunar. Það er greinilega í vændum mikil veisla í hesta- kosti á landsmótinu. Á næst- unni verður reynt ab gera grein fyrir niðurstööum forskoðunar annars staðar á landinu. Snillingurinn Raubhetta frá Kirkjubœ. Knapi Þórbur Þorgeirsson. þessum hópi, en þab var djásnið Rauðhetta frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Rauðhetta er einstakt dýr, bæbi að fegurð og gæbum. Hún hlaut í aðalein- kunn 8.79 og er talin hæst dæmda kynbótahross sem nokkru sinni hefur komið til dóms. Fyrir sköpulag hlaut hún 8.40, fyrir hæfileika 9.17 og hefur sem fyrr segir ekkert hross áður fengið svo háan dóm fyrir hæfileika. Rauðhetta er undan Þætti 722 frá Kirkju- bæ og Brönu frá sama stað, en hún var undan Glóblesa 700 frá Hindisvík. Hryssurnar, sem næst komu, voru einnig góbar, þó þær féllu í skuggann við hlið Rauðhettu. Önnur í röb var Vaka frá Arnar- hóli með 8.23 í aðaleinkunn. Vaka er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Flugu frá Arnar- hóli, sem er dóttir Ljóra frá Kirkjubæ. Þriðja hryssan var Löpp frá Hvammi með 8.22 í aðaleinkunn og 8.76 fyrir hæfi- leika. Löpp er undan Gáska 920 frá Hofstöðum, en mörg afburba afkvæmi undan Gáska hafa komið fram í dómum nú í vor. Móðir Lappar er Fríða frá Hvammi undan Sleipni 785 frá Vatnsleysu. Þessar þrjár efstu hryssur eru allar undan heið- ursverðlauna-stóbhestum og endurspegla þannig ræktun- ina. Það vekur þó athygli, þeg- ar skoðaður er allur hópur 6 vetra hryssnanna, hve ein- kunnir fyrir sköpulag eru til muna lakari en einkunnir fyrir hæfileika. Við þessu þarf að bregðast í ræktuninni. Alls komust 135 hryssur í þessum flokki inn í ættbók og þar af náðu 81 hryssa 7.75 eöa meira í aðaleinkunn, sem telst æski- legt ræktunarmarkmið. I flokki 5 vetra hryssna náðu 14 hryssur lágmarkseinkunn inn á landsmótið, sem er 7.90. í þessum flokki náðu 67 hryss- ur inn í ættbók. Margar þessara hryssna eiga vafalaust eftir að koma fyrir dóm seinna meir. Efst í þessum hópi var Hrefna frá Vatnsholti með aðalein- kunn 8.04. Hrefna er undan heimahrossum í Vatnsholti, en móðurafi hennar var Fáfnir 747 frá Laugarvatni. Önnur var Eva frá Kirkjubæ, einnig meb 8.04 í aðaleinkunn. Eva er und- an Dagfara frá Kirkjubæ og Rut frá sama stað. Þriðja hryssan var Freyja frá Kvíarhóli með 8.01 í aðaleinkunn. Hún fékk 8.20 fyrir hæfileika. Freyja er ræktun Dagana 28. maí til 4. júní stóbu yfir dómar á kyn- bótahrossum á Gadd- staðaflötum við Hellu. Þessa daga komu til dóms fleiri hross en nokkru sinni fyrr á sama stað, eða 463 hross. Þessi mikli fjöldi hrossa sýnir gífurlegan áhuga og metnað í ræktun reiðhrossa, sem bæði á sér stað hjá bændum og þéttbýlisbú- um. Útkoman í dómum á þess- um sýningum var til muna betri nú en áður og mun hærra hlutfall sem komst inn í ætt- bók en á fyrri sýningum. Þab er vísbending um miklar framfar- ir í hrossarækt, en einnig aö hrossaeigendur vanda sig betur með þau hross sem koma til dóms. Vonandi er einnig að þeir vandi sig með þær hryssur sem þeir setja í folaldseign. ✓ Urval stóbhesta Framboð á stóðhestum er orðið mikið. Á þessari sýningu voru dæmdir 29 stóðhestar 6 vetra og eldri og af þeim fengu fjórtán 8.05 eba meira í aðal- einkunn og þar með fararleyfi á landsmót. Dæmdir voru 28 hestar 5 vetra og fengu 26 fullnaðardóm og þar af tíu hestar með einkunn 7.90 eða meira, sem er lágmark fyrir þennan aldur inn á landsmót- ib. í 4ra vetra hópnum voru dæmdir 28 hestar og þar af fengu fullnaðardóm 22 hestar og af þeim nábu 8 landsmóts- einkunn 7.80. Auk þessa fengu 6 ungfolar byggingardóm. Þetta eru samtals 91 hestur, en það þýöir litið til landsins alls ab stóðhestar, sem koma til dóms á þessu ári, skipta hundr- uðum. Tveir efstu hestarnir í flokki 6 vetra og eldri eru báðir undan heiðursverðlaunahestinum Ófeigi 882 frá Flugumýri. Þab eru Geysir frá Gerðum meb að- aleinkunn 8.39 og Reykur frá Hoftúnum meb aðaleinkunn 8.37. Þriðji hestur var Oddur Kjarvalssonur frá Selfossi meb 8.36 í aðaleinkunn. Það er ánægjulegt að af þeim 14 hest- um í þessum floldci, sem fara á landsmótið, þá fengu 10 hestar yfir 8 fyrir sköpulag og þar stóð efstur Trostan frá Kjartansstöb- um meb 8.30. En enn sem fyrr eru það þrír þættir, sem ábóta- vant er í sköpulaginu hjá mörgum hestunum, en þab eru höfub, fótagerð og réttleiki fóta. Hæstu einkunn fyrir hæfi- leika í þessum flokki hlaut Þyt- ur frá Hóli 8,69. Þytur er undan Feyki 962 frá Hafsteinsstöðum og Blesu frá Hóli, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla. Efsti hestur í flokki 5 vetra var Jór frá Kjartansstöðum undan Trostan, sem fyrr er get- ið. Hann hlaut í aðaleinkunn 8.32. Jór var með hæstu ein- kunn fyrir hæfileika í þessum flokki 8.69. Annar var Kol- skeggur frá Kjarnholtum, einn af mörgum afburðastóbhestum þaban. Hann fékk í aðalein- kunn 8.29. Kolskeggur er und- an Létti frá Sauðárkróki og Kol- brá frá Kjarnholtum, dóttur Hrafns frá Holtsmúla. Þriðji hestur var Þorri frá Þúfu með abaleinkunn 8.25. Hann hlaut hæsta einkunn allra stóðhest- anna fyrir sköpulag 8.40. Þorri er undan Orra frá Þúfu. í flokki 4ra vetra hesta var efstur Nökkvi frá Vestra-Geld- ingaholti með aðaleinkunn 8.14 og þar af 8.20 fyrir sköpu- Saga Páls biskups og kirkjustjóm hans Ut er komið ritiö Páll Jónsson Skálholtsbiskup. Nokkrar at- huganir á sögu hans og kirkju- stjóm eftir Sveinbjörn Rafnsson, prófessor í sagnfræöi við Há- skóla íslands. Það er 33. bindi í ritröðinni Ritsafn Sagnfræði- stofnunar, sem Sagnfræðistofn- un Háskóla íslands gefur út, en ritstjóri hennar er Guðmundur Hálfdanarson dósent. Páll Jónsson var biskup í Skál- holti á árunum 1195-1211 og er í fyrsta og lengsta kafla ritsins fjallab um sögu hans, heimildir hennar, ritunartíma, höfund og tilefni. Sagan sjálf, Páls saga biskups, er þar gefin út með ís- lenskri nútímastafsetningu. í öbrum kafla ritsins er fjallab um skrá þá, sem Páll biskup lét gera um kirkjur í Skálholtsbisk- upsdæmi laust eftir 1200, varð- veislu hennar, fyrri rannsóknir og hugsanlegt tilefni. Skráin er Fréttir af bókum gefin út eftir öllum handritum sem gildi hafa, en hana má telja eitt elsta íslenska staðfræðiritið sem varðveist hefur, fyrir utan Landnámabók. Þá er í ritinu þýðing á páfabréfi til íslands frá árinu 1198, í bisk- upstíð Páls, og loks er stuttur kafli um bagal Páls biskups eða biskupsstaf, sem fannst í gröf hans við fornleifarannsóknir 1954. Hann er einn glæsilegasti rómanski listgripur, sem til er frá íslenskum miböldum, og er fjallað um stílsögulegt sam- hengi hans. Ritið er 137 blaðsíður að stærð, myndskreytt og meb útdrætti á ensku. Dreifingu annast Sagn- fræöistofnun Háskóla íslands. ■ ■ • * ...... Bagall.Páls-biskups.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.