Tíminn - 15.06.1994, Qupperneq 5

Tíminn - 15.06.1994, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 15. júní 1994 'iy V 5 Torfi Gubbrandsson: Lýðveldishátíð 17. júní 1994, helguð minningu Jóns Sigurðssonar Meö hvaöa hætti hefði Jón Sigurðsson helst óskað sér að við minnt- umst hálfrar aldar afmælis ís- lenska lýbveldisins? Reynum ab gera okkur það í hugarlund. Hefði hann orðið hrifinn af einhverri óvæntri uppákomu eins og síldarsöltun á Lögbergi eða þúsund lesta frystitogara á Þingvallavatni? Hefði hann kannski fallið í stafi yfir slíku framtaki — aðgerðum, sem sönnuðu að íslendingar byggju yfir ótrúlegri tækni og hugmyndaauögi og væru full- færir um að leysa bæði möguleg og ómöguleg verkefni með bros á vör? Eða þætti honum þetta sýndar- mennska, sem bæði bæri vott um smekkleysi og mistök í með- ferö fjármuna? Svar Jóns liggur ótvírætt fyrir á spjöldum sög- unnar. Og það væri hægt aö gera margt, sem væri ímynd hans betur aö skapi og kostaði þó minna í umstangi og pen- ingum. Þar ber fyrst að nefna verk, sem lent hefur í undandrætti í 50 ár, og það er að fjarlægja kórónuna úr skjaldarmerki Islands á Al- þingishúsinu og koma henni fyrir á Þjóðminjasafninu þar sem hún á heima. Þetta er ótrú- lega þýðingarmikið atriði, því að skjaldarmerkið á Alþingis- húsinu er tákn um það stjórnar- far sem hér er ríkjandi. Sam- kvæmt merkinu er ísland kon- ungsríki og gefur til kynna, að við höfum ekki ennþá slitið konungssambandinu við Dani. Menn leiðrétta ekki kinnroða- laust svona kórvillu fyrir út- lendingum, því að um leið og við gerum það, opinberum við virðingarleysi okkar fyrir tákpi lýðveldisins, þar sem Alþingis- húsið er ekki minjasafn, heldur lifandi stofnun þar sem ennþá er aösetur löggjafarvaldsins. Kórónan danska er tákn kon- ungsvaldsins með tilheyrandi „Stjómarskrá íslands er góð. Ágceti hennar kemur m.a. fram íþví, að hún heimilar engum að af- sala eða framselja frelsi okkar í hendur annarra og gildir þá einu þótt um vinsamlegar þjóðir eða fjölþjóðlegar valdaklíkur sé að rœða og gull og grœnir skógar séu í boði." VETTVANGUR ófrelsi, kyrrstöðu og kúgun um aldaraðir. Vonleysi og deyfð fylgdi í kjölfarið. Gott dæmi um eymdina var, að helsta úrræði við áföllum og aðsteðjandi erf- iðleikum var að skrifa bænar- skrár og senda kansellíinu í Kaupmannahöfn. Það voru miklir niðurlægingartímar fyrir þjóðina, sem við viljum ekki að endurtaki sig. En því miður eru nú blikur á lofti, eftir fregnum um skoðana- kannanir að dæma, sem benda til þess að meirihluti þjóöarinn- ar sé nú hlynntur aðild aö Evr- ópusambandinu. Nái þær hug- myndir fram að ganga, yrði frelsi okkar skert stórlega og þess yrði skammt að bíða, að bænarskrár tæly'u að ganga á nýjan leik frá Islandi yfir Atl- antshafið, en að vísu ekki til Kaupmannahafnar, heldur til Brússel þar sem aðalstöðvar Evr- ópusambandsins eru. Hætt inun viö, að kvartanir ökkar út af yfirgangi erlendra togara á fiskimiðum hér við land hlytu lítinn hljómgrunn hjá höfðingj- unum í þeirri borg og illt hverri smáþjóð að vera upp á náð þeirra komin. Það er ákaflega hæpið að draga víðtækar ályktanir af lævísum spurningum í skoðanakönnun- um. Enn hefur þjóðin ekki verið spurð um það, svo mér sé kunn- ugt, hvort hún vilji opna land- helgina fyrir fiskiskipum út- lendinga, enda þyrfti mikinn heilaþvott til að fá jákvætt svar við slíkri spurningu. Frelsið er fjöregg hverrar þjóð- ar og dýrmætasta eign hennar, sem framar öllu ber að varð- veita. Stjórnarskráin er sá gmnnur, sem lýðræðið byggist á. Við þurfum að styrkja þann grunn, ef við viljum halda efna- hags- og stjórnarfarslegu frelsi og sjálfstæði næstu 50 árin. Stjórnarskrá íslands er góð. Ágæti hennar kemur m.a. fram í því, að hún heimilar engum að afsala eða framselja frelsi okkar í hendur annarra og gildir þá einu þótt um vinsamlegar þjóð- ir eða fjölþjóðlegar valdaklíkur sé að ræða og gull og grænir skógar séu í boði. Væntanlega fagnar öll þjóðin af heilum hug 50 ára afmæli ís- lenska lýöveldisins þann 17. júní og ber gæfu til að skila landinu með óskertu sjálfsfæði inn í nýja öld. Alþingismönn- um gefst sérstakt tækifæri þjóö- hátíðardaginn á Þingvöllum til að slá skjaldborg um stjórnar- skrána og sanna það .fyrir alþjóð á táknrænan hátt fneð stjórn- valdsaðgerðum, sem fyrirskipa að danska kórónan, tákn kon- ungsvaldsins, verði fjarlægð af Alþingishúsinu, þannig að eftir standi SKJALDARMERKI ÍS- LANDS með landvættunum einum saman. Það væri aðgerð að skapi Jóns Sigurðssonar, sem við höfum skuldað honum of lengi. Fram- tak, sem felur í sér ákveðin fyrir- heit. Sjálfstæðisbaráttan er eilíf og á að vera það. Gleðilega þjóðhátíð. Höfundur er kennari. Segir nú af ljóðadeilum Undanfarið hafa átt sér stað snarpar deilur á síðum Morgunblaðs- ins. Slíkt telst svo sem vart til tíöinda, utan hvað tilefnið er nokkuö óvanalegt, nefnilega ljóö eitt, sem fyrst birtist á prenti fyrir fimmtíu og fjórum árum. Hér er um að ræða ljóð- ið „Til minningar um mis- heppnaðan tónsnilling", en þaö kom fyrir augu almenn- ings í ljóðabók Steins Stein- arrs, „Spor í sandi" á því herr- ans ári 1940, og er, öðrum þræði, minningarljóð um Jón Pálsson frá Hlíð. Öðrum þræði, segi ég, því ég hef jafn- an skynjað þetta ljóð svo og skiliö, að þar fjalli skáldið um lífsharm þeirra, sem lítils skilnings njóta í heimi hér, ekki síst svokallaðra misskil- inna listamanna. Minningin um Jón Pálsson frá Hlíð er að mínu viti aðeins umgjörð utan um vangaveltur Steins um þennan sígilda lífs- harm. Hvað blaðadeilur þessar varðar, þá reið Helgi Hálfdán- arson á vaöið. Ætla ég hvorki að vitna beint í hans orð, né þeirra sem séð hafa sig knúba til að bregðast við skrifum hans. Verð þó að láta þess get- ib, að Helgi telur, að meb um- ræddu ljóði, hafi Steinn lítils- virt minningu Jóns frá Hlíð. Þeir, sem hingab til hafa tek- ið þátt í deilunni um ljóð þetta, eiga það, að ég hygg, all- ir sameiginlegt að hafa átt nokkurn kunningsskap við Stein, og Helgi sjálfur auk þess við Jón frá Hlíð. Vera má, ab þab valdi nokkru um orðaval umræðunnar. Eðli málsins samkvæmt þekkti ég Stein Steinarr ekki í eigin persónu, enda var ég barnungur, þegar hann lést. Þaðan af síður hafði ég kynni af Jóni frá Hlíð, sem dó fyrir mína tíb. Aftur á móti þekkti ég eitt sinn gamla konu, sem sagði mér eftirfar- SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson andisögu: Þegar hún var barnung, var Jón Pálsson frá Hlíð kostgang- ari hjá móður hennar. Gott ef hann leigði ekki hjá henni herbergi að auki. Allténd lað- abist þessi vinkona mín að Jóni og bar til hans hlýhug, meðan henni entist aldur til. Svo sem oft vill verða með þá, sem lifa af æsku sína, þá stofnaði konan til fjölskyldu- lifnaðar í fyllingu tímans. Giftist hún sjómanni og átti með honum eitt eba tvö börn. Nú vill svo til, einhverju sinni, þegar kona þessi er að versla, að hún heyrir andláts- fregn síns gamla vinar Jóns Pálssonar frá Hlíb, og fylgdu víst með einhver óvirðingar- orð í hans garð. Tók hún þetta nærri sér, sem von var. Henni rann það og mjög til rifja, ab þar eð maður hennar var á sjónum og ekki auðhlaupið ab barnagæslu, sá hún ekki fram á, að geta fylgt Jóni til grafar. Nema hvað, aðeins fáum mínútum áður en útförin átti að hefjast, er bankað á dyr hennar. Þegar hún lýkur þeim upp, hver skyldi þá standa þar, nema Steinn Steinarr, kunn- ingi hennar. * Erindi hans var að bjóðast til ab annast barnagæslu, meðan konan væri við útför Jóns frá Hlíö. En það gerði hann að- eins meb eftirfarandi orbum: „Þab er best þú farir." Síðan gekk hann inn að sinna barni eða börnum, ekki man ég hvort heldur var. Kona sú, sem hér um ræðir, sagði mér þessa sögu, til marks um það, hversu hjartahlýr maður Steinn Steinarr hefði verið, en eins hitt, hve vanda- samt honum hefbi oft reynst ab tjá jákvæðar tilfinningar vafningalaust. Raunar má víða sjá þessa merki í skrifum hans, jafnt bundnum sem óbundn- um. Það dregur ekki úr list- rænu gildi þeirra, en útheimtir nokkuð meira af þeim, sem vilja skilja, heldur en hinum, sem láta sér skynjunina nægja. Til að fyrirbyggja misskilning, vil ég taka það fram, ab meb þessum orbum er ég ekki að draga úr gildi skynjunar á list- ir, enda er hún það, sem meg- inmáli skiptir, þegar þess skal rtfttiþ, sem sett ér fram undir merRjum lista. Eigi að síður hlýtur það að vera íhugunarefni, varðandi þetta ljóð Steins, hvort hann hafi við sköpun þess haft kraft til að segja það, sem hjartað bauð honum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.