Tíminn - 15.06.1994, Page 9

Tíminn - 15.06.1994, Page 9
Mi&vikudagur 15. júní 1994 9 Rússar vara Bosníu- Serba viö áfram- haldandi stríðsað- gerðum Sarajevó, Reuter Andrei Kozyrev, utanríkisráb- herra Rússlands, lagöi í gær aö Bosníu- Serbum aö gefa eftir hluta af því landsvæði sem þeir hafa náö undir sig í borgara- styrjöldinni, ella ættu þeir á hættu aö verða af stuöningi Rússa. „Ef þið kjósið friö, getiö þiö verið vissir um stuöning Rússa," sagði Kozyrev þegar hann ræddi viö Radovan Karadzic, leiötoga Bosníu- Serba, í Moskvu í gær. „En ég vil vara ykkur við. Það er til annar kostur sem ég álít aö leiði til stríðs. Þiö getið ekki Noröur-Kórea hœttir í Alþjóöakjarnorkumála- ráöinu: Úrsögn N- Kóreu veld- ur miklum áhyggjum Seoul, Reuter Þjóöarleiötogar víöa um heim lýstu í gær áhyggjum sínum vegna þeirrar ákvörðunar Norö- ur-Kóreustjómar að segja sig úr Alþjóðakjarnorkumálaráðinu, IAEA. Yfirlýsingar leiötoganna voru þó langt í frá aö vera samhljóma. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagöist hafa þungar áhyggjur vegna úrsagnarinnar, Boris Jeltsín, forseti Rússlands, sagði ákvöröun Noröur-Kóreu- manna „mjög alvarlega" og Tsut- omu Hata, forsætisráöherra Jap- ans, sagöi aö ástandið væri slæmt. Stjórn Suður-Kóreu sagði úrsögn Norður-Kóreu úr ráðinu óábyrga og varaði við því að ef áframhald yröi á slíkum aögerðum myndi þaö kalla á frekari refsiaðgerðir. Stjórnin í Seoul lét þó fylgja með að enn væri hægt aö leysa málið við samningaborðið. Norður-Kóreustjórn, sem berst nú gegn auknum þrýstingi á al- þjóðavettvangi, sakaði Japana um að ráðgera að senda herlið til Kóreuskaga til að framfylgja við- skiptabanni og öðrum refsiað- gerðum. ■ Vatíkaniö deilir viö Sameinuöu þjóöirnar Vatfkanib, Reuter Yfirmenn kaþólsku kirkjunnar hafa aö undanförnu deilt við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna um ástæður offjölg- unar og örbirgðar í heiminum. í fréttatilkynningu frá Vatíkan- inu í gær var lögð þung áhersla á að ekki væri með nokkru móti hægt aö réttlæta misheppnaða stefnu Vesturlanda í félagsmál- um til að framfylgja menningar- heimsvaldastefnu í fátækari ríkj- um heims. ■ haldið 70 hundraðshlutum lands með vopnavaldi eins og þið gerið núna," sagði rússneski utanríkisráðherrann. í gær opnaði Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sendiráð lands síns í Sarajevó. í ræðu sem hann hélt viö það tækifæri sagði hann þjáningar Sarjevóbúa brátt á enda. ■ SU M mu A’RRÐ R/ÆflíTil KRABBAMEiNSFELAGSINS 1994 VEITTU STUÐNING - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miðar sendir körlum, á áldrinum 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á göðan málstað og verðmæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða póstafgreiðslu fram að dráttardegi, 17. júní. Vakin er athygli á því að hægt er að borga með greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í síma (91) 621414. Hver keyptur miöi eflir sókn og vörn gegn krabbameini! Frístundafarsíminn Nýjung fyrir þá sem vilja fá sér farsíma til að nota á kvöldin, um nætur og um helgar Ódýrara - öryggisins vegna! Þeir sem vilja nota farsímann í frítíma sínum, s.s. á kvöldin og um helgar og sem öryggistæki, býðst nú að greiða lægra stofn- og ársfjórðungsgjald fyrír farsímanotkun. Mínútugjaldið er það sama og um venjulegan farsíma væri að ræða, frá kl. 18.00-08.00 alla virka daga og um helgar. Utan þessa tíma er greitt þrefalt gjald fyrir hverja mínútu. Farsíminn kemur að góðum notum í frítímanum sem öryggistæki, í sumarbústaðinn, í veiðiferðina, í hjólhýsið og fjallaferðina. Þú færð nánari upplýsingar hjá Pósti og síma og hjá öðrum söluaðilum farsíma. Lægra stofngjald kr. 2.490.- Lægra afnotagjald kr. 498.-/ársfjórðungslega FARSlMAKERFI PÓSTS OG SlMA RÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.