Tíminn - 15.06.1994, Side 10

Tíminn - 15.06.1994, Side 10
10 Mi&vikudagur 15. júní 1994 Kerruaksturinn um landiö: Komið til Reykjavíkur í dag Dr. dieter kolb, tannlæknir frá Saar- briicken, og félagar hans á þýsku léttikerrunni stefna ab því aö koma til Reykjavíkur í kvöld. í fyrri- nótt var áö í Brú í Hrútafiröi og í Borgarnesi í nótt. Síðan er á áætluninni að heimsækja Skagamenn í dag og síöan fara meö Akraborginni til Reykjavíkur. Þá tekur viö hringur á Reykjanesinu og síöan tekin stefnan á Hellu, þar sem landsmót íslenskra hestamanna byrjar 28. júní nk. Dieter er reiöubúinn aö leggja kerru sína og hesta fram til hátíðahaldanna 17. júní, ef þess er óskað. Að sögn Dieters hefur feröin tekist frábærlega vel. íslensku hestarnir hafa staðið sig meö prýöi. Tveir hestar eru fyrir kerrunni hvert sinn og fara svona 30 km á tveimur tím- um. Þá er skipt yfir og tveir óþreyttir hestar teknir úr hestakerru, sem húsbíll þeirra féiaga dregur, og aörir 30 km lagöir aö baki. Síöan er þriöja óþreytta teymið spennt fyrir og þannig eru farnir um 90 km á dag. Aksturinn hefur vakiö mikla athygli hvar sem hann hefur farið um. Hestamenn hafa riöiö meö og aörir sest í kerr- una. Sjónvarpið og fjölmiölar hafa skýrt frá ferðinni og allir vinir Dieters um allt land hafa samfagnað honum og aöstoðaö. Meö í för var þýskur járn- ingameistari og hefur hann sýnt list sína á leiöinni. Hún felst m.a. í því aö skeifurnar eru hitaðar og sleginn oddur upp á hófinn aö framan. HESTAR CUÐLAUGUR TRVGGVI KARLSSON íslenskir bílstjórar hafa verið sérlega tillitssamir, þegar þeir uppgötva þetta merkilega far- artæki og sumir hafa snúið við og tekið myndir af ferða- löngunum. Dieter hefur nú útvegað tveimur aðilum svona kerrur, en öll smíöi á þeim er sérstaklega vönduö, enda aldahefð fyrir svona akstri í Þýskalan-di áöur en bíllinn tók völdin á vegun- um. Dieter segist hafa séð svona kerrur á gömlum ís- lenskum myndum, þannig aö greinilega hafa íslendingar notfært sér þetta farartæki hér áöur fyrr. Hann segir íslensku hestana sérdeilis vel fallna fyrir kerru- „íslenskur feröaiönaöur á eftir aö uppgötva þennan skemmtilega feröa- og útsýnismáta," segir dr. Di- eter Kolb, enda er þetta í algjörum stíl viö hreina ímynd landsins og þcer náttúruafuröir, sem íslendingar leggja svo mikla áherslu á í útflutn- ingi sínum á matvœlum. Ljósm. M.S. akstur vegna skynsemi þeirra, næmi og öryggi. Hann hafði 8 daga til þess aö temja hest- ana sex fyrir kerrurnar áður en lagt var af stað og ekkert vandamál hefur komið upp. Heima í Þýskalandi hefur Di- eter margsigrað vana þýska hesta á mótum í kerruakstri með „íslendingunum", auk þess sem hann fer í langferðir um Þýskaland á þennan hátt. Dieter á margar tegundir kerra, m.a. biskupskerru sem er nær tvö hundruð ára göm- ul. í þeirri kerru keyrir hann m.a. brúðhjón til kirkju Tveir hestar fara auöveldlega 30 km á dag meö kerruna, sem getur tekiö fimm farþega auk ökumanns. Séu tvö önnur teymi meö í ferö, er auöveldlega hœgt aö leggja 90 km aö baki á dag. heima í Saarbrucken. Hann segir aö þaö sé aðeins tíma- spursmál hvenær íslendingar' taki þessa kerru í þjónustu ferðamennsku sinnar, vegna þess hversu skemmtileg til- breyting þetta sé fyrir ferða- menn. Þeir komi til hreinasta lands í Evrópu, boröi nátt- úruafuröir í kjöti, fiski og grænmeti og hví þá ekki að bjóöa þeim hreina skemmti- reisu á kerru með íslenskum hestum fyrir, enda þurfi enga æfingu fyrir þá ferð. Fólk þurfi ekki að vera hestamenn, heldur bara stíga uppí kerr- una og njóta feröarinnar og útiverunnar. í öllum löndum þar sem ferðamennska er stunduö, er boðið uppá svona akstur bæöi í borgum og til sveita og þykir sérstök skemmtun. ■ Biskupskerran stásslega er notuö í Þýskalandi m.a. til þess aö flytja brúöhjón til giftingar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.